Rit og ávörp ‘Abdu’l‑Bahá

Ljós heimsins: Úrval úr töflum ‘Abdu’l-Bahá

Í þessum töflum ‘Abdu’l‑Bahá er sagt frá lífi Bahá’u’lláh, þrengingunum sem Hann þoldi, atburðum í heimalandi Hans, tilgangi og mikilvægi trúar Hans og eðli og þýðingu sáttmálans sem Hann gerði við fylgjendur sína. Í tilefni af 100 ára ártíð ‘Abdu’l‑Bahá voru hér reglulega birtar nýjar þýðingar á þessum töflum fram í nóvember 2021. Þýðandi er Eðvarð T. Jónsson.