Naw-rúz 177 – Til bahá’ía um allan heim

ir á ystu þolmörk sumra þátta þjóðfélagsins mun mannkynið að lokum komast í gegnum þessa eldraun með meiri innsýn og dýpri skilningi á eðlislægri einingu sinni og gagnkvæmum tengslum.

Nú er ekki réttur tími til að lýsa í smáatriðum afrekum bahá’í heimsins á liðnu ári eða þeim framúrskarandi framförum sem orðið hafa í fjölmörgum verkefnum að samfélagsuppbyggingu um allan heim og í styrkingu vaxtaráætlana. Þetta eru verkefni sem haldið er áfram í mikilli alvöru alls staðar þar sem kringumstæður leyfa. Það nægir að skýra frá því að nú fjórum árum eftir að núverandi áætlun hófst hafa óþreytandi fylgjendur málstaðarins komið trú Bahá’u’lláh í sterkustu stöðu sem hún hefur nokkru sinni haft í sögu sinni. Allt sem þið hafið gert og eruð nú að gera er að búa bahá’í heimssamfélagið undir næsta áfangann í þróun hinnar guðlegu áætlunar.

Núna beinast hugsanir okkar og bænir að heilsu og velferð allra vina Guðs og allra þeirra sem í kringum ykkur eru. Við biðjum Hinn alvalda þess líka af einlægni að veita ykkur fullvissu, þolgæði og andlegan styrk. Megi hugsanir ykkar stöðugt beinast að þörfum samfélaganna sem þið tilheyrið, ástandi þjóðfélaga ykkar og velferð gervallrar fjölskyldu mannsins. Allir meðlimir hennar eru bræður ykkar og systur. Og á kyrrlátum stundum þegar ekki virðist vera hægt að taka sér neitt fyrir hendur nema að biðja, bjóðum við ykkur að taka þátt í okkar eigin bænum og biðja af heilum hug fyrir að þjáningunum létti. Við beinum athyglinni að þessum orðum ‘Abdu’l‑Bahá sem í öllu lífi sínu var fordæmi sjálfslausrar hollustu við velferð annarra:

Ó Þú veitandi! Aðstoða þessa göfugu vini við að ávinna sér velþóknun Þína og ger þá að velunnurum vina jafnt sem ókunnugra. Fær þá inn í heim sem varir að eilífu, gef þeim skerf af himneski miskunn Þinni, lát þá verða sanna bahá’ía, einlæga í Guði, bjarga þeim frá ytri líkingu og staðfest þá tryggilega í sannleikanum. Ger þá að táknum ríkisins á hæðum, tindrandi stjörnur yfir sjónarhring þessa lægra lífs. Lát þá verða mannkyni líkn og huggun, þjóna friðar í heiminum.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]