1. desember 2019 – Til allra þjóðarráða

þeir hvattir til að hafa í huga að þótt þeir séu íranskir að uppruna hafa þeir fyrst og fremst skyldum að gegna við framþróun trúarinnar í landinu þar sem þeir dvelja núna. Reyndar er framlag persnesku átrúendanna til kennslustarfsins í öllum heimsálfum í sögu trúarinnar of mikið og margháttað til að því verði gerð skil, og Hús réttvísinnar fagnar því þegar þessir vinir beina kröftum sínum að framþróun fimm ára áætlunarinnar á þeim stöðum þar sem þeir búa. Þetta verður að vera helsta viðfangsefni þeirra og að keppa að þessu markmiði er það sem færir andlegum bræðrum þeirra og systrum í Íran gleði, og heiðrar á viðeigandi hátt fórnirnar sem þessir staðföstu vinir færa.

Með kærum bahá’í kveðjum,

Ritaradeildin