Október 2019 – Til allra sem komnir eru til að heiðra boðbera nýs dags

ig með heilshugar hollustu við einingu alls mannkyns. Þau meta að verðleikum þá miklu fjölbreytni sem einkennir alla mannsins ætt og halda því um leið fram að vitund mannsins um sjálfan sig sem meðlim einnar fjölskyldu mannkyns hafi forgang yfir alla aðra samstöðu og samheldni. Þau staðfesta þörfina á hnattrænni meðvitund sem sprettur af sameiginlegum áhuga á velferð allra manna, og þau líta á allar þjóðir jarðar sem andlega bræður og systur. Þau gera sig ekki aðeins ánægða með að tilheyra slíku samfélagi heldur sýna fylgjendur Bahá’u’lláh stöðuga viðleitni til að bjóða sálum sem eru sama sinnis til að taka með sér þátt í lærdómsferli sem miðar að því að gera kenningar Hans að veruleika.

Við komum þá að kjarna málsins. Verkefnið sem við blasir er áskorun og krefst þess að talað sé af hreinskilni. Mörgum göfugum og aðdáunarverðum málefnum er haldið á lofti í heiminum og þau hafa öll sín sérstöku sjónarhorn og sína eigin verðleika. Er málstaður Bahá’u’lláh aðeins eitt þessara málefna? Eða hefur hann allsherjar skírskotun og felur í sér hæstu hugjónir alls mannkyns? Þegar allt kemur til alls hlýtur málstaður sem á að vera uppspretta varanlegs réttlætis og friðar – ekki aðeins fyrir eitt svæði eða eina þjóð heldur fyrir öll svæði og allar þjóðir – að vera ótakmarkaður. Hann hlýtur að vera gæddur guðlegri lífsorku sem gerir honum kleift að sigrast á öllum takmörkunum og ná til allra sviða í lífi mannkyns. Hann hlýtur að endingu að vera gæddur krafti til þess að breyta mannshjartanu. Hugleiðum þetta af jafnmikilli athygli og fyrrnefndur gestur Bábsins. Hefur málstaður Bahá’u’lláh ekki einmitt þessa eiginleika til að bera?

Ef kenningarnar sem Bahá’u’lláh færði okkur gera mannkyninu kleift að ná hæsta stigi einingar, verður hver og einn að leita réttra svara í sinni eigin sál. Allir þeir sem viðkenndu Bábinn voru kallaðir til hetjudáða og stórbrotin viðbrögð þeirra eru skráð skýrum stöfum á spjöld sögunnar. Látum alla sem eru vakandi fyrir ástandi heimsins og þeim þrálátu meinsemdum sem hrjá líf íbúa hans, hugleiða hvatningu Bahá’u’lláh til óeigingjarnar og staðfastar þjónustu – til hetjudáða á þessari öld. Hvað getur bjargað heiminum annað en viðleitni mikils fjölda sálna sem hver um sig gerir velferð mannkynsins að helsta og fremsta hugðarefni sínu?

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]