26. nóvember 2018 – Til bahá’ía um allan heim

egar hann yfirgaf þetta líf til að fara til fundar við ástkæran Herra sinn, tryggð sem birtist í óþreytandi elju ykkar við að skapa athvarf fyrir mannkyn á þessum tímum vaxandi óréttlætis og áþjánar.

Nú eru þrjú stutt ár til þess að við minnumst hundrað ára ártíðar Meistarans, þegar bahá’íar um heim allan munu koma saman til að líta yfir farinn veg á hinni fyrstu öld mótunarskeiðsins. Megi hans kæru vinir, hver og einn og sameiginlega, virða í verki dag frá degi hvatningar hans; að vera sameinaðir í málstaðnum og staðfastir í sáttmálanum; að þeir forðist álygar og illt umtal um aðra; að líta ekki á fólk sem ókunnugt heldur sjái alla sem hluta af einni fjölskyldu; að setja til hliðar ágreining um kenningar og deilumál og stefna að einu og sameiginlegu markmiði; að tryggja að ást á Bahá’u’lláh sé svo greypt í sérhvert líffæri, líkamshluta og limi, að hvatvísi heimsins hafi þar engin áhrif; að rísa upp með hjarta og sál í einu hljóði að kenna málstaðinn; að ganga í skipuðum röðum, þétt saman og styðja hvert annað; að rækta með sér góða manngerð, þrautseigju, styrk og ákveðni; að þekkja gildi þessarar dýrmætu trúar, hlýða kenningum hennar, ganga veginn sem er skýrt markaður og sýna hann öllu fólki.

Við biðjum fyrir hverju og einu ykkar að þið megið uppfylla hæstu væntingar Hans.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]