9. nóvember 2018 – Til bahá’ía um allan heim

’í samfélagsleg og efnahagsleg þróun á vinnu vinanna hvarvetna. Til þess að nýta til fulls þau tækifæri sem gefast, þarf ekki að leita lengra en til hinnar fullkomnu fyrirmyndar bahá’í kenninganna til að finna uppörvun og innsæi. Íhugið orð Hans: „Við ættum ávallt að vera upptekin af því að leggja nýjan grunn að heill og gæfu mannsins, efla nýjar aðferðir í því skyni og skapa nýjar leiðir. Hversu ágætur og heiðvirður er ekki sá sem hefst handa um að uppfylla þá ábyrgð sem honum er lögð á herðar og hve vesæll og fyrirlitlegur er ekki sá sem lokar augunum fyrir samfélagslegri velferð og eyðir dýrmætu lífi sínu í eftirsókn eiginhagsmuna og persónulegs ávinnings. Hin æðsta hamingja fellur honum í skaut og hann lítur tákn Guðs í heiminum og í sál mannsins þegar hann hvetur fák lofsverðrar viðleitni á leikvangi siðmenningar og réttlætis.“

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]