Október 2017 – Til allra sem fagna Dýrð Guðs

raph b-toc-hidden-1 b-toc-numbering-paragraph">„Það er skylda sérhvers leitanda, að hefjast handa og komast til stranda þessa hafs,“ segir Bahá’u’lláh. Andlegu kenningarnar, sem röð boðbera í gegnum aldir hafa birt í trúarkerfum, hafa með tímanum blandast menningarlegum viðhorfum og verið íþyngt með manngerðum kreddum. En þegar litið er fram hjá því verður ljóst að hinar upprunalegu kenningar eru uppspretta altækra gilda sem sameina margbreytilegt fólk í sameiginlegum málstað og sem hafa mótað siðferðisvitund mannkynsins. Orðstír trúarbragða í nútímasamfélagi hefur skaðast mikið og það er skiljanlegt. Ef stuðlað er að hatri og og átökum í nafni trúarbragða, er betra að vera án þeirra. Eigi að síður er hægt að þekkja sönn trúarbrögð á ávöxtum þeirra – á getu þeirra til að hvetja til dáða, til að umbreyta, sameina, uppfóstra frið og hagsæld. Þau eru í samræmi við rökhugsun og eru ómissandi undirstaða samfélagslegra framfara. Trú Bahá’u’lláh ræktar í einstaklingnum og samfélaginu agann til að framkvæma í ljósi íhugunar og með þessu eykst smám saman innsýn á áhrifaríkar leiðir til að vinna að samfélagslegum umbótum. Tilraunir til félagslegra breytinga með pólitísku ráðabruggi, uppreisnaráróðri, rógi um einstaka hópa eða með opinskáum átökum eru fordæmdar af Bahá’u’lláh, því þær viðhalda einungis síendurtekinni baráttu á meðan varanlegar lausnir halda áfram að ganga fólki úr greipum. Hann er talsmaður verklags af allt öðrum toga. Hann kallar eftir góðum verkum, vingjarnlegum orðum og heiðarlegu framferði. Hann leggur ríkt á um þjónustu og samstarf við aðra. Og Hann kallar sérhvern meðlim mannkynsins til verkefnisins að byggja upp heimsmenningu sem grundvallast á hinum guðlegu kenningum. Mætti því ekki spyrja þegar íhuguð er víðfeðm sýn Hans, á hvaða grunni á mannkynið að byggja raunverulega von um framtíð ef ekki þessum?

Í öllum löndum eru þeir sem hafa heillast af boðskap Bahá’u’lláh og eru helgaðir sýn Hans að læra kerfisbundið hvernig eigi að ná árangri með kenningum Hans. Hópar ungmenna eru að verða betur meðvitaðir en nokkru sinni fyrr um andlegleika sinn og beina orkunni að framförum í samfélögum sínum. Fólk með mismunandi sjónarhorn er að uppgötva hvernig megi skipta út ágreiningi og ágengni yfirvalds fyrir samráð og sameiginlega leit að lausnum. Sálir af öllum kynþáttum, trúarbrögðum, þjóðerni og stéttum eru að sameinast um sýn á mannkynið sem eina þjóð og jörðina sem eitt land. Margir sem hafa þjáðst lengi eru að finna rödd sína og verða aðalhvatamenn í eigin þróun, úræðagóðir og óbugandi. Í þorpum, hverfum, byggðum og borgum eru að rísa upp stofnanir, samfélög og einstaklingar sem eru helgaðir því að starfa saman til að birta sameinaðan og blómstrandi heim sem gæti sannarlega verðskuldað að kallast ríki Guðs á jörðu. Á þessu tvö hundruð ára afmæli birtingar Bahá’u’lláh er fjöldinn sem er hluti af þessu framtaki að ná út til þeirra sem eru í kringum þá með einföldu boði: grípið tækifærið til að finna út hver Hann var og hvað Hann stendur fyrir. Látið reyna á læknislyfin sem Hann mælti fyrir um. Koma Hans býður vissulega upp á sönnun um að mannkyninu, sem er ógnað af margvíslegum lífsháska, hefur ekki verið gleymt. Þegar svo margt góðviljað fólk um allan heim hefur í svo langan tíma sárbeðið til Guðs um lausn við vandamálum sem sækja að því á sameiginlegri ættjörð þess, er það þá svo undarlegt að Hann skuli hafa svarað bænum þess?

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]