1. september 2017 – Til vinanna sem eru samankomnir við vígslu tilbeiðsluhússins í Battambang í Kambódíu

-numbering-paragraph">Nú þegar þetta musteri er að opna dyr sínar fyrir íbúum Battambang og fyrir þeim sem búa langt utan þess, megi þetta landsvæði draga að sér himneskar blessanir í jafnvel enn meira mæli en áður – við sárbiðjum Bahá’u’lláh um að svo verði. Megi þeir sem fara inn um skrauthlið þess finna anda sinn svífa, megi tilbeiðsla þeirra til hins eina sanna Guðs styrkja bönd ástúðar milli þeirra og megi ást þeirra til Guðs vera tjáð í þjónustu við þá sem eru í umhverfi þeirra. Við minnumst á þessari stundu blessunarorða Bahá’u’lláh: „Sælir eru þeir sem verja tíma sínum í Húsi tilbeiðslunnar til að minnast Hans sem er Drottinn hinna réttlátu! Sælir eru þeir sem hefjast handa um að þjóna þessu húsi! Sælir eru þeir sem hafa reist þetta hús!“

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]