Riḍván 2016 – Til bahá’ía um allan heim

einstrengingslegra skoðana og andstæðra hagsmuna sem verða sífellt heiftugri allt um kring, einbeitið þið ykkur að því að safna fólki saman til að byggja upp samfélög sem eru athvarf einingar. Fjarri því að telja úr ykkur kjarkinn ættu fordómar og fjandskapur heimsins að minna á hversu brýna þörf sálir allt í kringum ykkur hafa fyrir græðismyrslið sem þið ein getið fært þeim.

Þetta er síðasta áætlunin í samfelldri röð fimm ára áætlana. Við lok hennar hefst nýr áfangi í þróun hinnar guðlegu áætlunar og hann mun knýja samfélag Bahá’u’lláh áleiðis að þriðju öld bahá’í tímatalsins. Megi vinir Guðs í sérhverju landi meta að verðleikum fyrirheit þeirra fáu ára sem fram undan eru og verða öflugur undirbúningur undir enn voldugri verkefni sem bíða síns tíma. Breitt umfang áætlunarinnar sem nú er að hefjast gerir sérhverjum einstaklingi kleift að styðja við þetta starf, hversu fábrotið sem framlag hans kann að vera. Við biðjum ykkur, kæru samverkamenn, tilbiðjendur Hans sem er ástvinur veraldanna, að gera það sem í ykkar valdi stendur til að beita öllu sem þið hafið lært og allri þeirri hæfni og getu sem þið búið yfir og Guð hefur gefið ykkur til að stuðla að framgangi hinnar guðlegu áætlunar, að næsta lífsnauðsynlega áfanga hennar. Auk innilegra bæna ykkar um himneska aðstoð koma bænir okkar í hinum helgu grafhýsum fyrir öllum sem starfa og strita í þágu þessa alltumlykjandi málstaðar.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]