26. mars 2016 – Til bahá’ía um allan heim

m lærdóms mun innleiða þann tíma sem Shoghi Effendi sá fyrir í byrjun sameiginlegra starfa ykkar, þegar samfélögin sem þið byggið upp munu berjast með beinum hætti gegn og að lokum útrýma þeim öflum spillingar, siðferðilegs slappleika og rótgróinna fordóma sem tæra innviði þjóðfélagsins.

Þetta er tími fagnaðar. Verið stolt af fórnum og sigrum allra þeirra helguðu sálna sem risu upp til að svara kalli ‘Abdu’l‑Bahá. Varpið frá ykkur í sama anda sjálfsfórnar og fyrirrennarar ykkar fánýtum hégóma og afþreyingarefnum heims sem hefur villst af vegi til þess að þið getið helgað ykkur næstu fimm árin ómetanlegum tækifærum og óumflýjanlegum skyldum þessa síðasta áfanga í andlegu framtaki sem að endingu mun ráða úrslitum um örlög mannkyns.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]