29. desember 2015 – Til ráðstefnu álfuráðanna

u mörg voru ekki löndin sem lágu í órækt og enginn plægði, og hversu mörg löndin sem bæði voru plægð og ræktuð en fengu ekkert vatn, og hversu mörg löndin þar sem enginn var til að sinna uppskerunni þegar hún fór í hönd! Samt ölum Vér þá von í brjósti að með undursamlegri hylli Guðs og opinberun ástríkis Hans megi sálir stíga fram sem eru holdtekjur himneskrar dyggðar, sálir sem ótrauðar kenna málstað Guðs og þjálfa alla sem á jörðu dvelja.

Skipulögð viðleitni ástvina Hans um allan heim miðar að því að láta vonina rætast sem Hin blessaða fullkomnun lét í ljós. Megi Hann sjálfur styrkja þá og styðja við sérhvert tækifæri.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]