Riḍván 2015 – Til bahá’ía um allan heim

tta tilbeiðsluhús, heilög musteri sem reist eru til dýrðar Guði miðar vel. Ytra samskiptastarf á landsvísu hefur orðið mun áhrifaríkara og stöðugt kerfisbundnara með hvatningu sem gefin er í skjali sem sent var andlegu þjóðarráðunum fyrir sex mánuðum þar sem fjallað er um og dreginn lærdómur af þeirri drjúgu reynslu sem fengist hefur síðustu tvo áratugina og þar sem mynduð er víðari umgjörð um framtíðarþróun þessa starfs. Í millitíðinni hafa tvær nýjar skrifstofur Bahá’í alþjóðasamfélagsins, systurskrifstofur Sameinuðu þjóða skrifstofunnar í New York og Genf og skrifstofunnar í Brussel, verið opnaðar í Addis Ababa og Jakarta. Þannig hafa tækifæri gefist til að miðla betri heildarsýn málstaðarins á alþjóðlegum vettvangi í Afríku og Suðaustur-Asíu. Vegna þeirra krafna sem vöxturinn gerir oft á tíðum hafa nokkur þjóðarráð byggt upp skipulagshæfni sem kemur fram í yfirvegaðri stjórnun þeirra á auðlindum og úrræðum sem þeim standa til boða, viðleitni þeirra til að kynnast náið aðstæðum samfélaga sinna og árvekni þeirra þegar um er að ræða að tryggja öfluga starfsemi þjóðarskrifstofa sinna. Þörfin fyrir að kerfisvæða mikið gagna- og þekkingarmagn sem hefur safnast upp á þessu sviði hefur leitt til þess að við Heimsmiðstöðina hefur verið stofnuð skrifstofa fyrir þróun stjórnkerfa. Frumkvæði að félagslegu starfi af ýmsu tagi heldur áfram að eflast í mörgum löndum og gerir kleift að afla mikillar þekkingar á því hvernig hægt er að beita þeim vísdómi sem kenningarnar geyma til að bæta félagslegar og efnahagslegar kringumstæður. Svo heillavænlegt er þetta svið að við höfum stofnað alþjóðlega ráðgjafanefnd skipaða sjö fulltrúum fyrir Skrifstofu félags- og efnahagsþróunar. Þar með hefur nýtt skref verið tekið í þróun þeirrar skrifstofu. Þrír meðlimir ráðsins munu einnig þjóna í samhæfingarteymi skrifstofunnar og búa í Landinu helga.

Á þessari Riḍvánhátíð sjáum við að þótt mikið verk sé óunnið eru margar hendur tilbúnar til að vinna það. Í þúsundum umdæma, hverfa og byggðarlaga opnast ferskar uppsprettulindir trúar og fullvissu og gleðja sálirnar sem lífgefandi máttur þeirra hefur snortið. Sums staðar eru þær sem stöðugt árrennsli, annars staðar eru þær strax orðnar að fljóti. Nú gefst engri sál tími til að staldra við á bakkanum – öll verðum við að fylgja flæðinu fram á við.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]