Riḍván 2015 – Til bahá’ía um allan heim

um fyrir Skrifstofu félags- og efnahagsþróunar. Þar með hefur nýtt skref verið tekið í þróun þeirrar skrifstofu. Þrír meðlimir ráðsins munu einnig þjóna í samhæfingarteymi skrifstofunnar og búa í Landinu helga.

Á þessari Riḍvánhátíð sjáum við að þótt mikið verk sé óunnið eru margar hendur tilbúnar til að vinna það. Í þúsundum umdæma, hverfa og byggðarlaga opnast ferskar uppsprettulindir trúar og fullvissu og gleðja sálirnar sem lífgefandi máttur þeirra hefur snortið. Sums staðar eru þær sem stöðugt árrennsli, annars staðar eru þær strax orðnar að fljóti. Nú gefst engri sál tími til að staldra við á bakkanum – öll verðum við að fylgja flæðinu fram á við.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]