Riḍván 2014 – Til bahá’ía um allan heim

knum okkar í hin helgu grafhýsi munum við fyrir ykkar hönd biðja Hinn almáttka af djúpri einlægni að Hann styðji ykkur og styrki, svo að viðleitni ykkar til að ná til þeirra sem enn hafa ekki heyrt um hinar guðlegu kenningar og staðfesta þá í málstað Hans, megi verða ríkulega blessuð og að traust ykkar á takmarkalausum gjöfum Hans verði óbifanlegt. Þið eruð ávallt í bænum okkar og við munum aldrei hætta að minnast þess helgaða og trúfasta starfs sem þið innið af hendi í bænaákalli okkar. Þegar við íhugum aðkallandi verkefnin sem bíða fylgjenda Hinnar blessuðu fegurðar næstu tvö árin, er ótvírætt kall Meistarans til framkvæmda hvatning til andans: ,,Rífið í sundur blæjurnar, fjarlægið hindranirnar, bjóðið fram hið lífgefandi vatn og vísið veg hjálpræðisins.“

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]