5. desember 2013 – Til bahá’ía um allan heim

öngun í raunhæf skref sem með degi hverjum, viku eftir viku leggjast saman og byggja upp lifandi og blómstrandi samfélög. Það er vel viðeigandi að á þessari stundu hafi kynslóð ungmenna vaxið í verki, tilbúin til að eigna sér vaxandi ábyrgð, þar sem framlag hennar til starfsins sem fyrir liggur mun reynast afgerandi á mánuðunum og árunum fram undan. Við munum einlæglega biðja Hinn almáttka í bænum okkar við hina helgu fótskör, að styðja alla þá sem munu verða hluti af þessu afarstóra verkefni, þá sem kjósa sanna velferð annarra fram yfir eigin vellíðan og frístundir og beina augum sínum að ‘Abdu’l‑Bahá sem fyrirmynd lýtalausrar hegðunar, allt þetta svo að „þeir sem ganga í myrkri komist í ljósið“ og „þeir sem eru utanveltu komist í innri hring konungsríkisins“.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]