17. júlí 2013 – Til bahá’ía um allan heim

oc-numbering-paragraph">Bahá’u’lláh sá fyrir að Hið mesta hús myndi þurfa að þola hræðilega niðurlægingu, en hann sagði einnig að engu skipti hvert mótlætið yrði því málstaðurinn væri verndaður af Guði. Við biðjum því alla átrúendur að herða upp hugann. Í hjartnæmu ávarpi til þessa húss sagði Hin aldna fegurð af fullvissu. „Guð hefur í heimi sköpunarinnar prýtt þig djásni minningar um hann. Slíkt djásn getur enginn maður nokkru sinni svívirt.“ Hann lofaði einnig að hvað sem yfir þetta helga hús dyndi myndi dýrð þess verða tryggð. „Í fyllingu tímans mun Drottinn upphefja það í augum allra manna með valdi sannleikans. Hann mun gera það að gunnfána ríkis síns, helgireitinn sem fylkingar hinna trúföstu hringsóla um.“

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]