1. júlí 2013 – Til þátttakenda á fyrirhuguðum 114 ungmennaráðstefnum um allan heim

um ríkir sterk tilfinning fyrir nauðsyn þess að deila opinberun Bahá’u’lláh með næmum og móttækilegum hjörtum og kanna hvaða þýðingu þessi boðskapur hefur fyrir heiminn í dag. Svo margt í þjóðfélaginu býður upp á tómlæti og sinnuleysi eða, það sem verra er, hvetur til hegðunar sem skaðar mann sjálfan og aðra. Þetta er í hrópandi mótsögn við öflin sem starfa að því að auka hæfni manna til að rækta og viðhalda andlega auðgandi mynstri samfélagslífs.

En þótt margir dáist að krafti ykkar og hugsjónum gerir heimurinn sér almennt ekki grein fyrir sannri þýðingu þessa starfs. Þið eruð samt meðvituð um ykkar þátt í máttugu umbreytandi ferli sem að lokum mun bera ávöxt í heimssiðmenningu sem endurspeglar einingu mannkyns. Þið vitið vel að þær venjur huga og anda sem þið eruð að rækta með ykkur sjálfum og öðrum munu vara og hafa mikilvæg áhrif á ákvarðanir sem snerta hjónaband, fjölskyldu, nám, starf og jafnvel búsetu. Vitund um þetta breiða samhengi hjálpar til við að splundra brenglaðri mynd af hversdagslegum prófraunum, erfiðleikum, bakslögum og misskilningi sem óyfirstíganlegum hindrunum. Og í baráttunni sem hver og einn þarf að heyja í sínum andlega vexti er auðveldara að knýja fram viljann sem þarf til að taka framförum þegar orka hans eða hennar beinist að hærra markmiði – og það enn þá frekar þegar hann eða hún tilheyrir samfélagi sem er sameinað um það markmið.

Allar þessar hugleiðingar eru inngangur að sívaxandi og almennum umræðum sem munu fara fram á ráðstefnunum og löngu eftir að þeim er lokið þegar þið ræðið af alvöru og einlægni við marga aðra. Slíkar samræður lyfta huga og hjarta og vekja til umhugsunar um möguleikana sem fram undan eru. Að sækja þrótt í sameiginlega reynslu mun setja meiri lit á samræður ykkar og gera þær innihaldsríkari. Á þessum heillavænlega tíma erum við með ykkur af hugheilu hjarta og þegar hverri ráðstefnu lýkur hlökkum við til að sjá hvað tekur við af henni. Við biðjum Hinn alvalda að veita þátttakendum á sérhverri ráðstefnu af takmarkalausri náð sinni enda vitum við, eins og þið sjálf, að guðlegri aðstoð er heitið öllum sem svara ákalli Bahá’u’lláh með því að rísa til þjónustu við mannkyn.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]