Riḍván 2013 – Til bahá’ía um allan heim

’u’lláh, umfangsmikil áhrif hans og vaxandi vitund um hugsjónirnar sem hann varðveitir. Á þessum árstíma minningarafmæla leiðum við hugann að „degi æðstrar hamingju“ á Riḍvánhátíðinni fyrir einni og hálfri öld þegar Abhá fegurðin lýsti fyrst yfir köllun sinni í áheyrn félaga sinna í Najíbíyyih garðinum. Frá þeim helgaða stað hefur orð Guðs verið flutt til allra borga og stranda og kallar mannkynið til fundar við Drottinn sinn. Og af upphaflegu föruneyti hinna ölvuðu af ást Drottins hefur fjölbreytilegt marksækið samfélag sprottið, marglit blóm í garðinum sem Hann hefur ræktað. Með hverjum degi sem líður snýr vaxandi fjöldi nývaknaðra sálna sér í bæn til grafhýsis Hans, staðar þar sem við í minningu þess blessaða dags og þakklátir fyrir alla hylli sem veitt er samfélagi Hins mesta nafns, lútum höfði í bæn við hina helgu fótskör.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]