2. mars 2013 – Til bahá’íanna í Íran

sem þeir búa, leitast við að halda uppi gunnfána réttlætis, mótmæla ranglæti sem beint er gegn þeim eða öðrum, en aðeins með þeim löglegu aðferðum sem þeim standa til boða og sneiða hjá hvers konar ofbeldisfullum mótmælum. Enn fremur fer ástin sem þeir bera í hjörtum sínum til mannkynsins ekki gegn skyldurækni þeirra til að nýta krafta sína í þjónustu fyrir land sitt.

Í heimi þar sem þjóðum og ættkvíslum er att saman og samfélagsgerðir aðskilja fólk og stía því sundur gerir nálgunin, eða stjórnlistin ef svo má að orði komast, samfélaginu kleift – með þeim einföldu breytum sem útskýrðar voru í undanfarandi málsgrein – að gæta samheldni sinnar og heiðurs sem eitt hnattrænt samfélag og tryggja að starfsemi bahá’ía í einu landi setji ekki í hættu þá sem búa í öðru. Þannig getur bahá’í samfélagið, verndað gegn samkeppnis-hagsmunum þjóða og stjórnmálaflokka, aukið hæfni sína og getu til að leggja af mörkum til ferla friðar og einingar.

Kæru vinir: Við gerum okkur grein fyrir að þessi braut sem þið hafið svo staðfastlega fetað áratugum saman felur í sér áskoranir. Hún kallar á óbifanleg heilindi, grandvara breytni sem ekkert fær haggað, skýra hugsun sem ekki myrkvast og föðurlandsást sem ekki er hægt að ráðskast með. Nú þegar samborgarar ykkar skilja hlutskipti ykkar, og möguleikar eiga án efa eftir opnast ykkur til að taka jafnvel enn meiri þátt í lífi samfélagsins, biðjum við þess að ykkur hlotnist aðstoð af hæðum að ofan til að útskýra fyrir vinum ykkar og samlöndum grunnþættina sem við höfum gert grein fyrir í þessu bréfi og að þið getið í samvinnu við þá fengið aukin tækifæri til að starfa í þágu þjóðar ykkar án þess að gera hina minnstu tilslökun við stöðu ykkar og auðkenni sem fylgjendur Hans sem fyrir meira en einni öld kallaði mannkynið til nýs heimsskipulags.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]