2. mars 2013 – Til bahá’íanna í Íran

inu hvatning til að verða virkt í eins mörgum þáttum nútíma lífs og mögulegt er. Við val á sviðum samvinnu, verða bahá’íar að hafa í huga meginregluna sem felst í kenningunum að aðferðir séu í samræmi við markmiðin, göfugum markmiðum verður ekki náð með ósæmilegum ráðum. Sérstaklega er ófært að byggja varanlega einingu með átaki sem krefst deilna eða gera ráð fyrir að eðlislægir hagsmunaárekstrar liggi að baki öllum mannlegum samskiptum, í hversu litlum mæli sem það er. Þess er rétt að geta hér, að þrátt fyrir takmarkanir sem verða til vegna fylgni við þessa meginreglu, hefur samfélagið ekki upplifað skort á tækifærum til samstarfs, slíkur er fjöldi fólks í heiminum í dag sem vinnur af ákafa að einu eða öðru markmiði sem bahá’íar eiga sameiginlega með þeim. Í þessu tilliti gæta þeir þess að stíga ekki yfir viss mörk gagnvart samstarfsmönnum og félögum. Þeim ber ekki að líta á samstarfsverkefni sem tækifæri til að halda á lofti trúarlegri sannfæringu. Sjálfbirgingshátt og aðrar óheppilegar birtingarmyndir trúarlegs ákafa ætti að forðast algerlega. Bahá’íar bjóða samt samstarfsmönnum sínum fúslega þá fræðslu sem þeir hafa öðlast gegnum eigin reynslu, á sama hátt og þeir taka með gleði við innsýn sem þeir öðlast í gegnum slíkt samband, inn í viðleitni sína til samfélagsuppbyggingar.

Þá komum við að lokum að ákveðinni spurningu um virkni í stjórnmálum. Sú sannfæring bahá’í samfélagsins, að eftir að mannkynið hafi farið gegnum fyrri stig félagslegrar þróunar standi það á þröskuldi sameiginlegs fullþroska. Það trúir að grundvallarreglan um einingu mannkynsins, aðalsmerki tíma fullþroskans, feli í sér breytingar á sjálfri uppbyggingu þjóðfélagsins, helgun þess við lærdómsferlið sem þessi grundvallarregla örvar, rannsakar nýtt fyrirkomulag tengsla einstaklingsins, samfélagsins og stofnana þjóðfélagsins, hinna þriggja þátttakenda í framþróun siðmenningarinnar. Það er fullvisst um að endurmetinn skilningur á valdi, lausu við drottnunarviðhorf, ásamt meðfylgjandi hugmyndum um samkeppni, baráttu, klofning og yfirburði, liggi til grundvallar æskilegustu samskiptatengslunum. Skuldbinding þess við sýn á heim sem hagnast á ríkulegum menningarlegum margbreytileika mannkynsins, leggur engar línur aðskilnaðar – allt þetta eru mikilvægir þættir þess ramma sem mótar bahá’í viðhorfið til stjórnmála eins og það er sett fram í stuttu máli hér að neðan.

Bahá’íar sækjast ekki eftir pólitísku valdi. Þeir þiggja ekki pólitískar stöður innan þeirrar ríkisstjórnar sem þeir heyra undir, óháð ríkjandi stjórnkerfi, þótt þeir þiggi stöður sem þeir skilgreina sem hreint stjórnunarlegar í eðli sínu. Þeir ganga ekki stjórnmálaflokkum á hönd, flækjast í flokkspólitísk mál eða taka þátt í áætlunum sem valda klofningi nokkurs hóps eða flokksbrots. En um leið virða bahá’íar þá, sem af einlægri þrá að þjóna landi sínu, velja að fylgja pólitískum metnaði sínum eða taka þátt í pólitísku starfi. Þá nálgun sem bahá’í samfélagið hefur tileinkað sér með því að taka ekki þátt í slíkri starfsemi ber ekki að líta á sem yfirlýsingu sem tjái í grundvallaratriðum andúð á sönnu eðli stjórnmála, sannarlega skipuleggur mannkynið málefni sín með stjórnmálastarfi. Bahá’íar taka þátt í borgaralegum kosningum, svo lengi sem þeir þurfa ekki að tengjast pólitískum stjórnmálaflokki til þess að kjósa. Í þessu sambandi líta þeir á ríkisstjórn sem kerfi til að halda uppi velferð og reglubundnum framförum samfélagsins og allir sem einn ábyrgjast þeir að fylgja lögum þess lands sem þeir búa í, að undanskildu því að trúarleg viðhorf þeirra séu vanhelguð. Bahá’íar munu ekki verða hópur sem hvetur til þess að fella ríkisstjórn, né heldur munu þeir blanda sér í pólitísk tengsl milli ríkisstjórna mismunandi þjóða. Þetta þýðir þó ekki að þeir séu einfeldningar þegar kemur að pólitískum ferlum í veröldinni í dag og geri ekki greinarmun á réttlátri stjórn og harðstjórn. Stjórnendur heimsins hafa helgar skyldur til að uppfylla gagnvart þegnum sínum, sem líta ber á sem dýrmætasta fjársjóð hverrar þjóðar. Bahá’íar, hvar sem þeir búa, leitast við að halda uppi gunnfána réttlætis, mótmæla ranglæti sem beint er gegn þeim eða öðrum, en aðeins með þeim löglegu aðferðum sem þeim standa til boða og sneiða hjá hvers konar ofbeldisfullum mótmælum. Enn fremur fer ástin sem þeir bera í hjörtum sínum til mannkynsins ekki gegn skyldurækni þeirra til að nýta krafta sína í þjónustu fyrir land sitt.

Í heimi þar sem þjóðum og ættkvíslum er att saman og samfélagsgerðir aðskilja fólk og stía því sundur gerir nálgunin, eða stjórnlistin ef svo má að orði komast, samfélaginu kleift – með þeim einföldu breytum sem útskýrðar voru í undanfarandi málsgrein – að gæta samheldni sinnar og heiðurs sem eitt hnattrænt samfélag og tryggja að starfsemi bahá’ía í einu landi setji ekki í hættu þá sem búa í öðru. Þannig getur bahá’í samfélagið, verndað gegn samkeppnis-hagsmunum þjóða og stjórnmálaflokka, aukið hæfni sína og getu til að leggja af mörkum til ferla friðar og einingar.

Kæru vinir: Við gerum okkur grein fyrir að þessi braut sem þið hafið svo staðfastlega fetað áratugum saman felur í sér áskoranir. Hún kallar á óbifanleg heilindi, grandvara breytni sem ekkert fær haggað, skýra hugsun sem ekki myrkvast og föðurlandsást sem ekki er hægt að ráðskast með. Nú þegar samborgarar ykkar skilja hlutskipti ykkar, og möguleikar eiga án efa eftir opnast ykkur til að taka jafnvel enn meiri þátt í lífi samfélagsins, biðjum við þess að ykkur hlotnist aðstoð af hæðum að ofan til að útskýra fyrir vinum ykkar og samlöndum grunnþættina sem við höfum gert grein fyrir í þessu bréfi og að þið getið í samvinnu við þá fengið aukin tækifæri til að starfa í þágu þjóðar ykkar án þess að gera hina minnstu tilslökun við stöðu ykkar og auðkenni sem fylgjendur Hans sem fyrir meira en einni öld kallaði mannkynið til nýs heimsskipulags.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]