8. febrúar 2013 – Til bahá’ía um allan heim

um við Hina öldnu fegurð að laða fram hreinar sálir frá ráðvilltum og ringluðum þorra mannkyns – sálir sem gæddar eru skýrri sýn: ungmenni sem hafa til að bera heilindi og grandvarleika sem þau leyfa ekki að flekkast með því að horfa á ágalla annarra og sem láta ekki hugfallast vegna sinna eigin vankanta; ungmenni sem horfa til Meistarans og „taka þá sem útilokaðir hafa verið inn í náinn vinahóp“, ungmenni sem annmarkar samfélagsins knýja til að vinna að umbreytingu þess en halda sig ekki í fjarlægð frá því; ungmenni sem munu, hvað sem það kostar, neita að þola ranglæti í neinni af fjölmörgum birtingarmyndum þess en vinna í staðinn að því að láta „ljós réttlætisins lýsa upp allan heiminn“.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]