Riḍván 2011 – Til bahá’ía um allan heim

fyrst var kveikt, logar það skært þrátt fyrir þá sem myndu vilja slökkva það. Meðal ýmissa þjóða lýsir það stöðugt í heilum hverfum og bæjum þegar hönd forsjónarinnar kveikir á hverju kertinu af öðru; það upplýsir íhugula umræðu á sérhverju stigi mannlegra samskipta; það varpar geislum sínum yfir fjölda frumkvæða sem tekin eru til að stuðla að velferð fólks. Og í öllum tilvikum geislar það frá hinum trúfasta átrúanda, frá lifandi og fjörmiklu samfélagi, ástríku andlegu ráði – allt eru þetta ljós sem skína í myrkrinu.

Við biðjum þess einlæglega við hina helgu fótskör að sérhverju ykkar, sem berið hinn ódeyjandi loga, megi hvaðanæva hlotnast öflugar staðfestingar Bahá’u’lláh þegar þið miðlið öðrum neista trúarinnar.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]