10. janúar 2010 – Til átrúenda í vöggu trúarinnar

ur, að því er virðist án þess að gera sér grein fyrir að slíkar gerðir spilla að lokum trúverðugleika þeirra sem fremja þær. Okkur er það hugarléttir að vita að þið eruð meðvituð um þá guðlegu krafta sem eru að verki. Þið gerið ykkur grein fyrir að í Hans höndum eru stjórntaumar allra hluta. Þið ákallið hin andlegu öfl sem fædd eru af slíkum skilningi til að hefjast yfir fjandskap og kúgun. Staðföst og óbifanleg hafið þið unnið til aðdáunar heimsins þar sem þið hafið haldið áfram að inna skyldur ykkar af hendi af ítrustu visku. Hjörtu okkar eru barmafull af ást og aðdáun á hverju og einu ykkar. Við hefjum upp hendur okkar í ákalli til almáttugs Guðs og sárbænum Hann að vernda ykkur og aðstoða við að efla hag málstaðarins og þjóna meðbræðrum ykkar og samlöndum.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]