Riḍván 2009 – Til bahá’ía um allan heim

ysi og einlægni til að þjóna Honum. Í hverjum og einum mátti sjá votta fyrir þeim kynstofni manna, staðföstum og hugrökkum, hreinum og helguðum, sem fyrirhugað er að þróast kynslóð fram af kynslóð undir beinum áhrifum opinberunar Bahá’u’lláh. Í þeim sáum við fyrstu ummerki um uppfyllingu þeirrar vonar sem við létum í ljós í upphafi áætlunarinnar að uppbyggjandi áhrif trúarinnar myndu ná til hundruð þúsunda með tilstyrk þjálfunarferlisins. Allt bendir til þess að fjöldi öflugra vaxtaáætlana um heim allan verði kominn yfir 1.000 í lok Riḍván tímans. Hvað getum við annað gert við upphaf þessarar mestu fagnaðarhátíðar en að lúta höfði í auðmýkt frammi fyrir Guði og færa Honum þakkir fyrir óendanlega gjafmildi Hans til handa samfélagi Hins mesta nafns.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]