26. nóvember 2007 – Til bahá’ía um allan heim

anlegur þáttur í skipulagi Bahá’u’lláh. Andlát dr. Varqá markar bæði kaflaskipti í bahá’í sögunni og upphaf nýs áfanga í framvindu þess skipulags.

Með þetta í huga skiljum við með aukinni furðu og þakklæti hve stórfenglegt framlag handa málstaðarins var fyrir vöxt og treystingu trúarinnar í öllum heimshlutum. Með djúpu þakklæti förum við með þá blessun sem Drottinn herskaranna flutti mælskri tungu: „Ljós og dýrð, hrós og árnaðaróskir veitist höndum málstaðar Hans en fyrir þær hefur ljós hugrekkis skinið og sá sannleikur verið grundvallaður að vald til að ákveða er hjá Guði, hinum volduga, máttuga, óhefta. Fyrir þær hafa bylgjurnar risið á úthafi gjafmildi og ilmur náðarsamlegrar hylli Guðs, Drottins mannkyns, borist að vitum.“

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]