25. mars 2007 – Til bahá’ía um allan heim

’íar eru hvattir til að kjósa í bahá’í kosningum ættu þeir að gera sér grein fyrir að þeir eru að vinna heilagt verkefni sem er einstætt fyrir þetta trúarkerfi. Þeir ættu að nálgast þessa skyldu í bænarhug, leita guðlegrar leiðsagnar og staðfestingar. Shoghi Effendi hefur ráðlagt þeim að „snúa sér algerlega til Guðs og taka þátt í kosningunum af hreinum hvötum, frelsi andans og helgi hjartans“.

Með því að viðurkenna heilshugar bahá’í kosningaferlið munu átrúendurnir verða vitni að því hvernig bahá’í stjórnskipulagið greinir sig í sífellt vaxandi mæli frá hinu hnignandi þjóðskipulagi allt í kring. Í þessum greinarmun birtist fyrirheitið um dýrð heimsskipulags Bahá’u’lláh sem á eftir að uppfylla stærstu væntingar mannkyns.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]