Riḍván 2006 – Til bahá’ía um allan heim

það verður hið síðasta Mashriqu’l-Adhkár sem þjónar heimsálfu. Eftir því sem þessum verkefnum vindur fram munum við kalla eftir aðstoð við og við, bæði í formi fjárhagslegs stuðnings sem og sérhæfðrar kunnáttu um leið og við minnumst þess að tilföng trúarinnar ætti að nýta eins mikið og mögulegt er til að mæta þörfum áætlunarinnar.

Kæru vinir: Ekki er hægt að líta fram hjá að niðurrifsöflin aukast að umfangi og kröftum. Það er jafnljóst að samfélagi Hins mesta nafns hefur verið leiðbeint af Hönd guðlegrar forsjónar í átt að auknum styrk. Það verður nú að stækka og fjölga úrræðum sínum. Leiðin sem fimm ára áætlunin markar er ljós. Hvernig getum við, sem gerum okkur grein fyrir ástandi mannkynsins og vitum um þá stefnu sem framrás mannkynssögunnar er að taka, látið vera að virkja hæfni okkar til hins ítrasta og helga okkur markmiði hennar? Eru orð Verndarans um að „sviðið sé tilbúið“ ekki jafn sönn í dag eins og þau voru þegar hann skrifaði þau í fyrstu sjö ára áætluninni? Látið þessi orð hljóma í eyrum ykkar: „Það má engan tíma missa.“ „Það er enginn tími fyrir hálfvelgju.“ „Slíkt tækifæri er ómetanlegt.“ „Að reyna og að þrauka er það sama og að tryggja endanlegan og fullkominn sigur.“ Verið fullviss um stöðugar bænir okkar við hina helgu fótskör fyrir leiðsögn ykkar og varðveislu.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]