28. desember 2005 – Til allra andlegra þjóðarráða

stu sem þurfti til að koma vaxtarferli umdæma af stað. Við útskýrum raunar hreyfiaflið í þessu samhengi í boðskap okkar 27. desember 2005.

Við höfum nú kynnt okkur áætlanir Ruhi stofnunarinnar um þróun námsskrár en þær byggja á æ meiri reynslu sem skapast hefur um allan heim, af því hvernig halda megi uppi stórfelldri útbreiðslu og treystingu. Við fögnum til dæmis þeirri ákvörðun stofnunarinnar að breyta bókinni sem nú skipar fimmta sætið í röðinni, í hliðargrein með röð námskeiða í framhaldi af bók 3 en hún undirbýr þá sem sinna bahá’í barnakennslu. Í staðinn kemur í fimmta sæti ný bók sem er ætlað að þjálfa hvetjara unglingahópa. Þá er ekki síður ánægjulegt að áttunda bókin í námskeiðaröðinni, sem er upphaf að flokki þar sem fjallað er um þjónustu við málstaðinn í stofnunum trúarinnar, mun taka á því málefni sem öllu skiptir, nefnilega sáttmálanum. Með þetta í huga, höfum við komist að þeirri niðurstöðu að bækur Ruhi stofnunarinnar skuli notaðar sem aðalnámskeiðaröð þjálfunarstofnana alls staðar, að minnsta kosti til loka fyrstu aldar mótunaraldarinnar meðan bahá’í samfélagið einbeitir sér að eflingu hópinngönguferlisins innan aðgerðarammans sem settur er fram í skilaboðunum frá 27. desember.

Með því að velja eina námsskrá sem allar þjálfunarstofnanir í heiminum eiga að nota í ákveðinn tíma, er ekki verið að hafa að engu fjölbreyttar þarfir og áhugamál vinanna í viðleitni þeirra til skilja og beita kenningum Bahá’u’lláh betur. Þessi ákvörðun kastar heldur ekki rýrð á þær tilraunir sem hafa verið gerðar til að þróa námskeið og kennsluefni sem svarar þessum þörfum, né heldur er ætlunin að gefa í skyn að ein og sama námsskrá höfði endilega til allra. Það sem þessi ákvörðun felur hins vegar í sér er að núverandi kröfur um vöxt trúarinnar eru slíkar að þjálfunarstofnanir ættu ekki að reyna að koma til móts við allar þarfir og áhugamál vinanna.

Stofnanir trúarinnar munu áfram virða óskir þeirra sem af einhverjum ástæðum langar ekki að taka þátt í námsferli Ruhi stofnunarinnar. Þeim sem taka þessa afstöðu ætti að vera ljóst að þeim eru margar leiðir opnar til þjónustu, þar á meðal sú mikilvægasta, að kenna trúna, sem er æðsta skylda hvers bahá’ía. Dýpkanir ásamt sumar- og vetrarskólum, sem áfram gegna mikilvægu hlutverki í bahá’í samfélaginu, munu gefa þeim næg tækifæri til að dýpka þekkingu sína á kenningum trúarinnar. Það sem við höfum farið fram á við þessa vini og gerum enn, er að þeir láti ekki það sem þeir hafa dálæti á, hamla á nokkurn hátt gengi menntaferlis sem hefur sýnt fram á að geta svarað þörfum milljóna sálna af ólíkum bakgrunni. Hvað varðar annað kennsluefni sem hefur verið gert og mun halda áfram að þróast, á þetta efni sér svo sannarlega sinn sess í bahá’í samfélaginu. Sumt má til dæmis nota sem dýpkunarefni í grasrót samfélagsins en öðru má breyta og aðlaga það þannig að hægt sé að nota í ítarnámskeið á hliðargreinar frá aðalnámskeiðum Ruhi stofnunarinnar.

Í þessu sambandi finnst okkur nauðsynlegt að útskýra hvað átt er við þegar talað er um hliðargreinar. Í skilaboðum okkar 9. janúar 2001 til ráðstefnu álfuráðanna, líktum við aðal­námskeiðaröðinni við trjástofn sem ber uppi önnur námskeið sem greinast út frá honum, þar sem hver grein fjallar um ákveðið svið. Námsefni í heilsufræði sem þróað var í Afríku gefur góða mynd af nokkrum einkennum slíkra námskeiða. Eftir áralanga þjálfun heilsugæsluliða til starfa í þorpum seint á níunda áratugnum og í byrjun þess tíunda, ákváðu nokkur bahá’í samtök að gera ítarlegt námsefni sem miðaði að því að búa fólk undir að takast á við margþætt heilbrigðisvandamál í heimabyggð. Þegar byrjað var að nota fyrstu námskeiðin eins og þau upphaflega voru sniðin, hafði þjálfunarferlið styrkst og það kom í ljós að þeir sem sótt höfðu Ruhi námskeið í bók eitt og tvö, voru betur búnir undir að heimsækja fjarskylda ættingja og vini til að tala um það sem snerti heilsufar. Fyrirkomulagi námskeiðanna var breytt þannig að þau gátu orðið hliðargrein í framhaldi af bók tvö, sem þátttakendur læra meðan þeir halda áfram námi í meginefninu. Tilraunir í þessa veru hafa borið ótvíræðan árangur. Þetta dæmi sýnir að greinar með ítarnámskeiðum eru ekki samhengislaust samsafn af efni sem notað er á tilviljanakenndan hátt. Öllu heldur verður það að spretta upp úr raunverulegri reynslu og lúta ákveðnum rökum bæði hvað varðar efnistök og samhengi við námsskrá þjálfunarkerfisins til þess að standast kennslufræðilegar kröfur. Enn fremur vísar sjálft hugtakið hliðargrein til þess að það bjóði upp á frekari þjálfun sem aðeins veki áhuga sumra þeirra sem taka aðalnámsefnið. Við vonum að þróun slíkra námskeiða, sem svara sértækum þörfum í samræmi við atburði líðandi stundar, verði eðlileg afleiðing af viðleitni blómstrandi samfélaga sem kappkosta að gera kenningar Bahá’u’lláh að veruleika – samfélaga sem nota þjálfunarefnið sem leið til að nýta reynslu sína skipulega og deila með sífellt stækkandi hópi þeim skilningi sem þau öðlast.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]