Riḍván 2001 – Til bahá’ía um allan heim

Um leið og samfélag okkar fyllist fögnuði yfir þessari spennandi tilhugsun, skyldi sérhver einstaklingur hafa hugfast að enginn tími er til að láta sér nægja unnin afrek. Núverandi hörmungarástand mannkynsins er of vonlaust til að leyfa sér að hika jafnvel eitt einasta augnablik við að útdeila brauði lífsins sem hefur komið af himnum ofan á okkar tímum. Lát því ekki verða neina töf á því að flýta þróunarferlinu sem gefur öll fyrirheit um árangur við að vísa sálum allra þeirra sem hungrar eftir sannleikanum til gnægtaborðs Drottins herskaranna. Megi hann, sem stendur vörð um örlög síns guðlega kerfis, leiðbeina og vísa ykkur veginn og staðfesta sérhverja viðleitni sem þið auðsýnið við að takast á við hin aðkallandi verkefni sem fram undan eru.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]