28. desember 1999 – Til bahá’ía um allan heim

rétti tíminn fyrir bahá’ía í öllum löndum að taka til íhugunar orð Kitáb-i-Aqdas: „Mælt er svo fyrir að hver sem trúir á Guð, Drottinn dómsins, skuli dag hvern eftir að hafa laugað hendur sínar og síðan andlit, setjast, snúa sér til Guðs og endurtaka ‚Alláh-u-Abhá‘ níutíu og fimm sinnum. Þetta var ákvörðun skapara himnanna þegar Hann með mætti og tign settist í hásæti nafna sinna.“ Lát alla njóta hins andlega auðs sem sálum þeirra hlotnast vegna þessarar einföldu tilbeiðslu- og íhugunargjörðar.

Sá andlegi vöxtur sem tilbeiðsla einstaklinga leiðir til er enn fremur styrkt af ástríkri samveru vinanna á hverju svæði, af tilbeiðslu samfélagsins í heild og af þjónustu við trúna og við meðbræður okkar. Þessar samfélagslegu hliðar guðlegs lífernis tengjast lögunum um Mashriqu’l-Adhkár sem eru birt í Kitáb-i-Aqdas. Enda þótt tími sé ekki kominn til að reisa svæðisbundin Mashriqu’l-Adhkár, þá eru reglulegar tilbeiðslusamkomur, sem opnar eru öllum, auk þátttöku bahá’í samfélaganna í áætlunum um þjónustu í þágu mannúðar tjáning á þessum þætti bahá’í lífernis og áframhaldandi skref í að koma á lögum Guðs.

Bahá’u’lláh hefur ritað: „Vér höfum prýtt himin tjáningar stjörnum guðlegs vísdóms og helgra tilskipana sem náðargjöf frá Vorri hendi. Sannarlega erum Vér sá er ætíð fyrirgefur, hinn gjafmildasti. Ó vinir Guðs á öllum svæðum! Berið kennsl á gildi þessara daga og haldið fast við hvaðeina sem hefur verið sent niður af Guði, hinum almesta, hinum upphafnasta. Sannarlega minnist Hann ykkar í Hinu almesta fangelsi og fræðir ykkur um það sem færir ykkur nær þeirri stöðu sem gleður augu hinna hreinhjörtuðu. Dýrð hvíli yfir yður og yfir þeim sem hafa náð til þessarar lifandi uppsprettu sem flæðir fram af undursamlegum penna Mínum.“

Það er bæn okkar við hina helgu fótskör að meiri áhersla á andlegum kjarna kenninganna, sem þessi lög tjá, muni efla helgun vinanna gagnvart uppsprettu allra náðargjafa og laða að málstaðnum móttækilegar sálir meðal andlega sveltra barna Hans.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]