26. nóvember 1999 – Til bahá’ía um allan heim

graph">Tímabil tólf mánaða áætlunarinnar mun einkennast af mikilli starfsemi í þjóðfélaginu öllu nú er dregur að lokum tuttugustu aldarinnar. Nú þegar hafa framámenn auðsýnt brennandi áhuga á örlögum komandi kynslóða og er það von okkar að ákafi bahá’í samfélagsins, bæði í starfsemi sinni inn á við og í samskiptum sínum við þjóðfélagið, muni gefa til kynna tiltrú á framtíð mannkynsins.

Við munum biðja þess heitt við hin helgu grafhýsi að Bahá’u’lláh muni blessa viðleitni ykkar til að leiða fjögurra ára áætlunina til sigursamlegra loka.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]