7. apríl 1999 – Til allra andlegra þjóðarráða

"005489329">Þróun af þeirri gerð, sem lýst er hér, mun ekki koma þeim vinum á óvart sem kunnugir eru lýsingu Verndarans á samfelldum bylgjum „kreppu“ og „sigurs“, sem hefur einkennt sögu trúarinnar allt frá upphafi hennar. Það er nákvæmlega þetta síendurtekna ferli, segir Shoghi Effendi, sem hefur knúið áfram stöðuga birtingu á ætlunarverki Bahá’u’lláh, verið prófraun á helgun okkar við kenningar Hans, hreinsað samfélag Hans og leyst úr læðingi í æ ríkari mæli þá hæfileika sem fólgnir eru í opinberun Hans. Það að andstaða við Bahá’u’lláh skuli nú vera að koma upp í enn einu gervinu er í sjálfu sér vottur um aukinn styrk málstaðarins sem færir vinunum alls staðar ný tækifæri til dýpkunar á trú þeirra og er aflvaki fyrir starf þeirra.

Með ástkærum bahá’í kveðjum,

Ritaradeildin