Riḍván 154 – Til bahá’ía um allan heim

skilaboðanna, sem mörkuðu upphaf áætlunarinnar, og eru útskýrðar í áætlunum viðkomandi ráða. Önnur og sérstaklega velkomin uppörvun, þegar við hefjum þetta annað ár, eru þær kringumstæður sem hafa gert kleift að endurstofna Andlega þjóðarráðið í Rúanda nú á Riḍván. Með þessum sigri fjölgar þeim andlegu þjóðarráðum í 175, sem geta tekið þátt í áttunda heimsþingi bahá’ía, sem verður haldið á næsta Riḍván í bahá’í heimsmiðstöðinni. Hversu heitt óskum við þess ekki að á þeim tíma, við miðbik áætlunarinnar, muni bahá’í heimurinn hafa tekið stórt skref fram á við hvað varðar eflingu mannauðs, þroskun andlegu ráðanna og þróun svæðissamfélaganna!

Tækifærin sem gefast á þeim skamma tíma sem er til loka þessarar aldar eru ólýsanlega dýrmæt. Aðeins sameinaðar og þrotlausar tilraunir vinanna alls staðar til að efla hópinngönguferlið sæma þeirri sögulegu stund. Mikil og óumflýjanleg ábyrgð hvílir þungt á hverri stofnun, sérhverjum meðlim samfélagsins sem sækir fram á við til þess hlutskiptis sem Guð hefur heitið. Þar sem aðeins gefst lítill tími til að vinna mikil afrek, megum við engan tíma missa og engu tækifæri glata. Verið þess fullviss, kæru vinir, að herskarar Abhá-ríkisins eru reiðubúnir að skunda til hjálpar hverjum þeim sem vill rísa upp og bjóða fram þjónustu sína við framvindu þeirra áhrifamiklu andlegu atburða sem eru að gerast á þessum einstæðu dögum.

[undirritað: Allsherjarhús réttvísinnar]