Úrval
úr ritum Bahá’u’lláh
Í þessari bók eru valdir kaflar og brot úr nokkrum helstu ritum Bahá’u’lláh, höfundar bahá’í trúarinnar. Þessi rit eru mikil að vöxtum og fjölbreytt að efni. Tilgangurinn með þessari útgáfu er því ekki sá að gefa heildstæða og samfellda mynd af boðskap Bahá’u’lláh heldur öllu fremur að veita áhugasömum lesendum innsýn í opinberun Hans og miðla lifandi anda þeirrar trúar, sem Hann grundvallaði með lífi sínu og þjáningum.
Bahá’u’lláh fæddist í héraðinu Mázindarán í Persíu (nú Íran) árið 1817. Faðir Hans var ráðherra við hirð keisarans. Árið 1844 lýsti ungur maður frá Shíráz í suðurhluta Persíu því yfir að Hann væri Bábinn („hliðið“), sem shía-múslímar höfðu beðið eftir í meira en þúsund ár. Hlutverk Hans væri að ryðja braut nýjum boðbera og opinberanda Guðs sem væri í vændum og myndi stofna það ríki friðar og réttlætis á jörð sem öll trúarbrögð mannkyns hefðu sagt fyrir um. Hreyfingu Bábsins óx ört fylgi og persneska klerkastéttin hóf strax blóðugar ofsóknir gegn Honum og fylgismönnum Hans. Bahá’u’lláh gekk til liðs við hreyfingu Hans um leið og Honum bárust fregnir um hana. Eins og margir aðrir fylgismenn Bábsins sætti Hann fangelsun og pyntingum. Bábinn var líflátinn árið 1850. Níu árum síðar lýsti Bahá’u’lláh því yfir, að Hann væri sá boðberi Guðs, sem Bábinn hafði sagt fyrir um. Að ráði persneskra stjórnvalda og trúarleiðtoga var Hann sviptur öllum eigum sínum og sendur í útlegð, fyrst til , síðan til Konstantínópel og Adríanópel og loks til fangelsisborgarinnar ‘Akká í Palestínu. Þar var Hann fangi í 24 ár. Hann lést í Bahjí í grennd við ‘Akká árið 1892. Hann útnefndi son sinn, ‘Abdu’l‑Bahá, leiðtoga trúarinnar og túlkanda orða sinna eftir sinn dag. Því hlutverki gegndi hann þar til hann lést árið 1921. Shoghi Effendi, Verndari bahá’í trúarinnar, tók þá við af honum og mótaði stjórnskipan og framtíðarstefnu bahá’í heimssamfélagsins á grundvelli orða og kenninga Bahá’u’lláh.
Í útlegðinni ritaði Bahá’u’lláh mikinn fjölda rita þar sem Hann setur fram andlegan og siðferðilegan boðskap trúar sinnar og skýrir meginreglur hennar. Árið 1868 hóf Hann að kunngera köllun sína öllum helstu þjóðhöfðingjum og trúarleiðtogum samtímans úr fangelsinu í ‘Akká. Meðal þeirra voru Napóleon III. Frakkakonungur, Viktoría Bretadrottning, keisarar Þýskalands og Austurríkis, Tyrkjasoldán og páfinn í Róm. Í bréfum og pistlum sem þeim voru sendir skýrði Bahá’u’lláh frá opinberun sinni, hvatti þá til að játast trú sinni, varaði þá við afleiðingunum af því að hafna henni og fordæmdi í nokkrum tilvikum skeytingarleysi þeirra um hlutskipti þegna sinna. Í þessum pistlum sagði Bahá’u’lláh fyrir fall konungsríkja og keisaradæma, báðar heimsstyrjaldirnar og gjörbreytta heimsmynd og stjórnarhætti tuttugustu aldar. Í öðrum bókum sem Bahá’u’lláh ritaði um sama leyti lagði Hann undirstöðurnar að stjórnskipulagi bahá’í trúarinnar. Bahá’íar trúa því, að með þessu skipulagi hafi Bahá’u’lláh lagt grundvöllinn að því Guðsríki á jörð, sem heitið er í helgiritum trúarbragðanna. Bahá’íar líta á rituð orð Bábsins, Bahá’u’lláh og ‘Abdu’l‑Bahá sem heilagt orð.
Meðan Bábinn og Bahá’u’lláh lifðu voru milli 20–30.000 fylgjendur þeirra líflátnir með hroðalegum hætti í Íran. Ofsóknum gegn bahá’í trúnni hefur verið haldið áfram í Íran og víðar allt til þessa dags.
Grunnstef bahá’í trúarinnar er eining mannkyns og trúarbragða þess. Hún er ópólitísk, skyldar fylgjendur sína til löghlýðni og þjóðhollustu, en kennir jafnframt að mannkynið sé eitt og engin ein þjóð, kynstofn, stétt eða samfélag manna sé öðrum æðra. Í bahá’í trúnni eru hvorki prestar né safnaðarleiðtogar. Stjórn á málefnum trúarinnar byggist á samráði til þess kjörinna fulltrúa samfélagsins. Tekjur sínar hefur bahá’í samfélagið eingöngu af frjálsum og leynilegum framlögum þeirra sem eru fullgildir meðlimir bahá’í samfélagsins.
Kjarninn í boðskap Bahá’u’lláh er að trúarlegur sannleikur sé ekki algildur heldur afstæður. Ekkert lát getur orðið á guðlegri opinberun en hún er veitt mönnunum í samræmi við skilningsgetu þeirra með atbeina boðbera Guðs, höfunda hinna opinberuðu trúarbragða heims. Grundvallaráform allra trúarbragða mannkyns er að stuðla að einingu, ást og vináttu meðal manna. Ágreiningsefni trúarbragðanna eru verk manna og endurspegla ófullkominn skilning þeirra á „hinni eilífu trú Guðs“ sem birst hefur í tímanna rás meðal ólíkra þjóða í ýmsum myndum og undir mörgum nöfnum.
Bahá’í trúin hvetur til frjálsrar og óheftrar leitar að sannleikanum og hafnar skilyrðislaust hvers konar fordómum á grundvelli litarháttar, þjóðernis, kynferðis, stöðu eða stéttar. Hún kennir að trú og vísindi séu tvær jafngildar hliðar á sama veruleika; trú án vísindalegrar þekkingar jafngildi hjátrú, og vísindi án siðferðilegs aðhalds trúarinnar leiði til ófarnaðar fyrir mannkynið. Bahá’u’lláh boðar fullkomið jafnræði karla og kvenna, skyldumenntun, sem nær til allra á jörðinni, alþjóðastjórn og dómstól og Hann kveður einnig á um alheims hjálpartungumál, mynt, mál og vog til að auðvelda samskipti þjóðanna á þeirri leið til einingar, sem Hann segir óhagganlegan ásetning Guðs fyrir allt mannkyn.
Þegar Bahá’u’lláh lést í útlegðinni í Palestínu eftir að hafa verið nær fullkomlega einangraður frá umheiminum í samfellt 40 ár, var bahá’í trúin lítt þekkt hreyfing í Mið-Austurlöndum. Núna kemur hún næst á eftir kristindómi hvað varðar landfræðilega útbreiðslu. Innan vébanda hennar er fólk af öllum þjóðernum, þjóðabrotum og kynstofnum. Bahá’í samfélög eru starfandi í nær öllum þjóðlöndum og sjálfsstjórnarsvæðum. Bahá’í trúin rúmar því mestan fjölbreytileika og þjóðfélagslegar andstæður allra sjálfstæðra trúarbragða heims. Sú eining og samstaða sem ríkir innan bahá’í heimssamfélagsins afsannar þá kenningu sem oft er haldið á lofti, að óbrúanlegt bil sé staðfest á milli trúarbragða mannkyns. Milljónir múslíma, búddista, hindúa, kristinna manna, gyðinga og annarra hafa gengið bahá’í trúnni á hönd og taka virkan þátt í starfi hennar. Þeir telja sig ekki hafa hafnað eða snúið baki við fyrri trú sinni eða opinberanda hennar heldur miklu fremur staðfest dýrmætan veruleika trúar sinnar og fengið betri skilning á ætlunarverki opinberandans. Jafnframt viðurkenna þeir heilshugar, að öll önnur trúarbrögð mannkyns eru komin frá einum og sama Guði, að þau flytja í grundvallaratriðum einn og sama boðskap og eru andlegir áfangar á langri leið mannkynsins til gagnkvæms skilnings, vináttu og einingar.
Eins og fyrr segir eru í þessari bók teknir saman kaflar úr mörgum helstu ritum Bahá’u’lláh. Efni hennar má skipta í fimm hluta. Í fyrsta hlutanum lýsir Bahá’u’lláh þessum tíma í sögu mannkynsins sem „degi Guðs“ og segir að opinberun sinni hafi verið spáð í öllum heilögum ritningum. Hann líkir henni við vortíma í veröld mannsins, sem leysir dulda andlega krafta úr læðingi og endurskapar sálir mannanna.
Í öðrum hluta staðfestir Bahá’u’lláh þýðingu og sannleiksgildi fyrri trúarbragða og lýsir því yfir að allir boðberarnir hafi borið mönnum orð Guðs og opinberað eigindir Hans og nöfn, þ.e.a.s. þá eiginleika ástar, samhygðar, miskunnar og réttlætis, sem Guð hefur lagt manninum í brjóst. Þetta er tími uppfyllingar þegar fyrri trúarbrögð munu bera ávexti sína og menn og konur um allan heim sameinast í einum allsherjarmálstað.
Í þriðja hluta svarar Bahá’u’lláh ýmsum grundvallarspurningum sem varða sköpun og uppruna mannsins, andlegan þroska, ódauðleika sálarinnar og hlutskipti hennar eftir dauðann.
Í fjórða hluta fjallar Bahá’u’lláh um andlegar hliðar hins nýja heimsskipulags og „hinn mesta frið“, þann fyrirheitna tíma í sögu mannkynsins, þegar þjóðir heims hafa náð fullum sáttum og dagur friðar og réttlætis hefur runnið upp yfir mannkynið.
Í fimmta og síðasta hluta bókarinnar er fjallað um siðferðilegar og andlegar skyldur einstaklingsins, merkingu og tilgang lífsins og varað er við þeim hættum sem steðja að siðmenningu mannsins vegna skammsýni, öfgahyggju og trúleysis. Í bókarlok gefur Bahá’u’lláh fyrirheit um komu nýs boðbera Guðs, sem muni endurnýja „hina eilífu trú Guðs“. Í gegnum alla bókina gengur grunnstef bahá’í trúarinnar um einingu Guðs og einingu mannlífs á jörðinni: „Jörðin er aðeins eitt land og mannkynið íbúar þess.“
Þýðandi
Úrval úr ritum Bahá’u’lláh
1
Lofaður og vegsamaður sért Þú, ó Drottinn Guð minn! Hvernig get ég nefnt Þig þegar ég veit með vissu að enginn, hversu djúp sem viska hans er, getur miklað nafn Þitt svo Þér sæmi né heldur getur fugl mannshjartans, hversu heit sem þrá hans er, nokkru sinni vænst þess að stíga upp til himins tignar Þinnar og þekkingar.
Ef ég nefni Þig, ó Guð minn, þann sem allt skynjar, er ég knúinn til þess að viðurkenna að þeir sem eru hæstu holdtekjur skynjunar hafa verið skapaðir að boði Þínu. Og ef ég vegsama Þig sem Hinn alvitra, verð ég einnig að játa að sjálfar uppsprettur viskunnar hafa verið skapaðar fyrir vilja Þinn. Og ef ég lýsi Þér sem Hinum óviðjafnanlega, uppgötva ég brátt að þeir sem eru innsti veigur einingar hafa verið sendir niður af Þér og eru aðeins vitnisburður verka Þinna. Og ef ég hylli Þig sem þann er allt þekkir og veit, hlýt ég að játa að þeir sem eru innsti veigur þekkingar eru aðeins sköpun og verkfæri ráðsályktunar Þinnar.
Upphafinn, ómælanlega upphafinn ert Þú yfir tilraunir dauðlegra manna til að ljóstra upp leyndardómi Þínum, lýsa dýrð Þinni eða gefa jafnvel minnstu vísbendingu um verund Þína. Því hvað sem af slíkri viðleitni kann að leiða getur hún aldrei sigrast á þeim takmörkunum sem settar eru skepnum Þínum, því að þessi viðleitni sprettur af ákvörðun Þinni og er sköpun Þín. Háleitustu tilfinningar sem helgastir allra dýrlinga láta í ljósi er þeir vegsama Þig, og dýpsta viska sem mestir allra lærdómsmanna tjá í tilraunum sínum til að skilja eðli Þitt – allt hverfist þetta um þá Miðju sem lýtur fullkomnum yfirráðum Þínum, tilbiður fegurð Þína og er knúin af hreyfingu penna Þíns.
Nei, forða mér, ó Guð minn, frá því að mæla nokkru sinni orð sem túlka mætti svo að til séu einhver bein tengsl milli penna opinberunar Þinnar og innsta eðlis alls sem skapað er. Víðs fjarri eru slíkar hugmyndir þeim sem tengjast Þér! Allur samanburður og líkingar hrökkva skammt andspænis meiði opinberunar Þinnar og sérhver leið til skilnings á opinberun sjálfs Þín og sól fegurðar Þinnar er lokuð.
Fjarri, órafjarri dýrð Þinni, sé lof og vegsömun dauðlegs manns og fjarri henni það sem hann eignar Þér eða staðhæfir um Þig! Hver sú skylda sem Þú hefur lagt á þjóna Þína um að vegsama af hugheilum innileik tign Þína og dýrð er aðeins tákn um miskunn Þína þeim til handa til þess að þeir megi hefja sig upp til þeirrar stöðu sem veitt er innsta eðli þeirra, stöðu þekkingar á sjálfum sér.
Enginn annar en Þú hefur nokkru sinni skilið leyndardóm Þinn eða vegsamað tign Þína að verðleikum. Þú verður um alla eilífð órannsakanlegur og hátt hafinn yfir lofgjörð manna. Enginn er Guð nema Þú, hinn ótilkvæmilegi og alvaldi, hinn alvitri og allra heilagasti.
2
Upphaf alls er þekking á Guði og endir alls er fullkomin hlýðni við hvaðeina sem sent hefur verið niður frá hæsta himni hins guðdómlega vilja, sem gagntekur allt sem er á himnum og allt sem er á jörðu.
3
Opinberunin sem frá ómunatíð hefur verið yfirlýstur tilgangur og fyrirheit allra spámanna Guðs og heitasta ósk boðbera Hans, hefur nú verið birt mönnum í krafti alltumlykjandi vilja Hins alvalda og ómótstæðilegrar ráðsályktunar Hans. Öll helgiritin hafa boðað komu slíkrar opinberunar. Sjá hvernig mannkynið hefur þrátt fyrir slíka boðun villst af vegi og útilokað sig frá dýrð hennar.
Seg: Ó þér sem elskið hinn eina og sanna Guð! Sýnið kapp og atorku til þess að þér getið í sannleika borið kennsl á Hann, öðlast þekkingu á Honum og hlýtt boðum Hans af trúmennsku. Slík er þessi opinberun að leggi maður í sölurnar einn blóðdropa sakir hennar verða ógrynni úthafa endurgjald hans. Varist, ó vinir, að varpa frá yður svo ómetanlegri gjöf eða virða að vettugi yfirskilvitlega stöðu hennar. Leiðið hugann að þeim fjölda mannslífa sem fórnað hefur verið, og enn er fórnað, í heimi ærðum af vofu einberri sem fánýtar ímyndanir þjóða hans hafa vakið upp. Færið Guði þakkir, því að þér hafið fengið ósk hjartna yðar uppfyllta og sameinast Honum sem er fyrirheit allra þjóða. Standið vörð um flekkleysi þeirrar stöðu sem yður hefur hlotnast með hjálp hins eina sanna Guðs – mikluð sé dýrð Hans – og fylgið því staðfastlega sem kemur málstað Hans að liði. Hann brýnir vissulega fyrir yður það sem er rétt og stuðlar að því að upphefja stöðu mannsins. Vegsamaður sé Hinn almiskunnsami, opinberandi þessarar undursamlegu töflu.
4
Þetta er dagurinn þegar ágætustu gjöfum Guðs hefur rignt yfir mennina, dagurinn þegar máttugasta miskunn Hans veitist öllu sem skapað er. Öllum þjóðum jarðar ber að jafna ágreining sinn og hvílast í fullkominni einingu og friði í skugganum af tré umhyggju Hans og ástríkis. Það sæmir þeim að halda fast við allt sem á þessum degi upphefur stöðu þeirra og tryggir bestu hagsmuni þeirra. Sælir eru þeir sem Penninn aldýrlegi minnist og sælir þeir sem Vér í órannsakanlegri ráðsályktun Vorri höfum kosið að nefna ekki með nafni.
Biðjið hinn eina sanna Guð að gefa, að öllum mönnum verði náðarsamlega hjálpað til að uppfylla það sem er þóknanlegt fyrir augliti Voru. Brátt verður ríkjandi skipulagi vafið saman og nýtt breitt út í þess stað. Vissulega mælir Drottinn þinn sannleikann og þekkir hið óséða.
5
Þetta er dagurinn þegar hafdjúp náðar Guðs hafa opinberast mönnum og sól ástúðar Hans og gæsku vafið þá geislum sínum, dagurinn þegar ský gjafmildi Hans yfirskyggja allt mannkynið. Nú er tími til þess kominn að hressa og endurnæra hina döpru með styrkjandi andvara ástar og bræðralags og lifandi vötnum vináttu og umburðarlyndis.
Hvar sem ástvinir Guðs koma saman og hverjum sem þeir kunna að mæta verður viðhorf þeirra til Guðs og vegsömun á dýrð Hans að mótast af slíkri undirgefni og auðmýkt, að sérhver öreind duftsins undir fótum þeirra beri innilegri hollustu þeirra vitni. Slíkur máttur ætti að upplýsa samræður þessara heilögu sálna að hann hrífi með sér þessar sömu öreindir duftsins. Þessar sálir verða að hegða sér með þeim hætti að jörðinni sem þær ganga á leyfist aldrei að ávarpa þær orðum sem þessum: „Ég er yður fremri. Því sjá hve þolinmóð ég ber byrðina sem jarðyrkjumaðurinn leggur á mig. Ég er tækið sem í sífellu veitir öllum sköpuðum verum þær blessanir sem Hann, uppspretta allrar náðar, hefur trúað mér fyrir. Þrátt fyrir þennan heiður sem mér hefur veist og ótölulega vitnisburði um auðlegð mína – auðlegð sem uppfyllir þarfir alls sköpunarverksins – lítið auðmýkt mína, sjáið í hve fullkominni undirgefni ég læt mér lynda að vera troðin undir fótum manna.…“
Sýnið hver öðrum umburðarlyndi, góðvild og ást. Sé einhverjum yðar ókleift að skilja tiltekin sannindi eða leitist við að átta sig á þeim, sýnið honum fyllstu gæsku og ástúð þegar þér ræðið við hann. Hjálpið honum að skilja og bera skyn á sannleikann án þess að telja yður sjálf honum meiri eða fremri á nokkurn hátt.
Öll skylda mannsins á þessum degi felst í því að hljóta sinn skerf af þeim nægtum náðar og miskunnar sem Guð hefur úthlutað honum. Því skyldi enginn festa hugann við stærð keraldsins eða smæð þess. Hlutur sumra gæti komist fyrir í mannslófa, annarra gæti fyllt bikar og enn annarra heilt kerald.
Sérhvert auga ætti á þessum degi að leita þess sem kemur málstað Guðs að sem mestu gagni. Sannleikurinn eilífi ber Mér vitni! Ekkert getur á þessum degi skaðað þennan málstað meira en sundurlyndi og deilur, úlfúð, firring og sinnuleysi meðal ástvina Guðs. Flýið allt slíkt með valdi Guðs og æðsta fulltingi Hans, og reynið að knýta saman hjörtu manna í nafni Hans sem sameinar, hins alvísa og alvitra.
Biðjið hinn eina sanna Guð að gefa, að þér megið finna keiminn af þeim dáðum sem drýgðar eru á vegi Hans og njóta sætleika þeirrar auðmýktar og undirgefni sem sýnd er sakir Hans. Gleymið sjálfum yður og beinið sjónum að náunga yðar. Einbeitið kröftum yðar að öllu sem stuðlað getur að uppfræðslu mannanna. Ekkert er Guði hulið og ekkert getur nokkru sinni dulist Honum. Ef þér gangið á vegum Hans mun Hann úthella yfir yður ómældum og óforgengilegum blessunum. Þetta er hin skínandi tafla og heilög orð hennar hafa streymt frá penna Hans sem er Drottinn allra veraldanna. Íhugið hana í hjarta yðar og heyrið þeim til sem halda boð Hans.
6
Sjá hvernig hinar ýmsu þjóðir og kynkvíslir jarðar hafa beðið komu Hins fyrirheitna. Ekki fyrr hafði Hann sem er sól sannleikans opinberast en, sjá, allir sneru við Honum baki nema þeir sem Guði þóknaðist að leiðbeina. Vér dirfumst ekki á þessum degi að fella blæjuna sem hylur þá háu stöðu sem sérhverjum sönnum átrúanda getur hlotnast því að fögnuðurinn sem slík afhjúpun hlýtur að vekja gæti vel orðið til þess að einhverjir féllu í ómegin og gefi upp andann.
Hann sem er hjarta og miðja hefur skrifað: „Fræið sem ber í sér vaxtarmöguleika þeirrar opinberunar sem er í vændum, býr yfir mætti sem er meiri en samanlagðir kraftar allra þeirra sem fylgja Mér.“ Og enn segir Hann: „Af öllu því lofi sem Ég hef borið á Hann sem kemur á eftir Mér er þetta mest: Skrifleg játning Mín þess efnis að ekkert orða Minna fær lýst Honum til fulls og engin vísan til Hans í bók Minni, , gert málstað Hans rétt til.“
Segja má um hvern þann sem leitað hefur í hafdjúpum þessara háleitu orða og skilið þýðingu þeirra, að hann hafi séð bjarma fyrir þeirri óumræðilegu dýrð sem býr í þessari máttugu, æðstu og allra helgustu opinberun. Af yfirburðum svo voldugrar opinberunar má hæglega gera sér í hugarlund þann heiður sem tryggum fylgjendum hennar hlýtur að falla í skaut. Ég sver við réttlæti hins eina sanna Guðs! Einn saman andardráttur þessara sálna ber í sjálfu sér af öllum fjársjóðum jarðar. Sæll er sá sem þetta öðlast, og vei hinum gálausu.
7
Sannlega segi Ég, þetta er dagurinn þegar mannkynið getur litið ásjónu og heyrt rödd Hins fyrirheitna. Kall Guðs hefur hljómað og ljós ásýndar Hans runnið upp yfir mennina. Það sæmir sérhverjum manni að afmá sérhvern vott ónytjuorða af töflu hjarta síns og horfa með opnum og fordómalausum huga á tákn opinberunar Hans, sannindamerkin um ætlunarverk Hans og kennimerki dýrðar Hans.
Mikill er þessi dagur að sönnu! Skírskotanir allra helgiritanna til hans sem dags Guðs staðfesta mikilleik hans. Sál sérhvers spámanns, sérhvers guðdómlegs boðbera, hefur þyrst eftir þessum undursamlega degi. Allar ættkvíslir jarðarinnar hafa einnig þráð að upplifa hann. Þó hafði sól opinberunar Hans ekki fyrr birst á himni vilja Guðs en í ljós kom að allir menn voru úrræðalausir og agndofa, nema þeir sem Hinum alvalda þóknaðist að leiða.
Ó þú sem hefur minnst Mín! Hörmulegasta blæja hefur byrgt þjóðum jarðar sýn á dýrð Hans og komið í veg fyrir að þær hlýddu kalli Hans. Guð gefi að ljós einingarinnar umvefji alla jörðina og innsiglið „ríkið er Guðs“ verði sett á enni allra þjóða hennar.
8
Ég sver við réttlæti Guðs! Þetta eru þeir dagar þegar Guð rannsakar hjörtu allra boðbera sinna og spámanna, og einnig þeirra sem standa vörð um heilagan griðastað Hans, íbúanna í laufskálum himins og þeirra sem dvelja í athvarfi dýrðarinnar. Hversu þungbær verður því ekki prófraunin, sem þeir verða látnir sæta sem eigna Guði jafningja!
9
Ó Ḥusayn! Íhuga af hvílíkri eftirvæntingu vissar kynkvíslir og þjóðir hafa beðið endurkomu . Hinir útvöldu Guðs, vegsömuð sé dýrð Hans, hafa á umliðnum öldum spáð endurkomu Hans að opinberuðum. Þessir helgu menn hafa einnig kunngert að þegar Hann sem er sól margvíslegra miskunnsemda Guðs opinberast, munu allir spámennirnir og boðberarnir, þar á meðal , fylkja sér undir það heilaga merki sem Hinn fyrirheitni hefur á loft. Sú stund er nú runnin upp. Heimurinn er fullur af ljósi dýrðar frá ásýnd Hans. Sjá þó hvernig þjóðirnar hafa villst af vegi Hans! Enginn hefur trúað á Hann nema þeir sem með mætti nafna Drottins hafa sundurmolað hjáguði fánýtra ímyndana sinna og spilltra hneigða og gengið inn í . Innsiglið á úrvals víni opinberunar Hans hefur verið rofið á þessum degi í nafni Hans, hins sjálfumnóga. Náð þess og miskunn streymir nú yfir mennina. Fyll bikar þinn og drekk í Hans nafni, hins sannhelga, hins altignaða.
10
Stundin sem var fyrirhuguð þjóðum og ættkvíslum jarðar er nú runnin upp. Fyrirheit Guðs sem skráð eru í helgar bækur hafa öll verið efnd. Frá Síon hafa lög Guðs út gengið og Jerúsalem, land hennar og hæðir, eru fullar af dýrð opinberunar Hans. Sæll er sá sem í hjarta sínu hugleiðir það sem opinberað er í bókum Guðs, hjálparans í nauðum, hins sjálfumnóga. Hugleiðið þetta, ó ástvinir Guðs, og hneigið eyru yðar með athygli að orði Hans svo að þér megið, fyrir náð Hans og miskunn, drekka fylli yðar af kristaltæru vatni staðfestunnar og verðið jafn stöðugir og óbifanlegir og fjallið í málstað Hans.
Í bók Jesaja stendur skrifað: „Gakk þú inn í bjargið og fel þig í jörðu fyrir ógnum Drottins og ljóma hátignar hans.“ Enginn sem hugleiðir þessi orð kemst hjá því að viðurkenna mikilfengleik þessa málstaðar eða staðfesta háleit einkenni þessa dags, sem er dagur Guðs sjálfs. Á eftir þessu ritningarversi koma orðin: „Og Drottinn einn mun á þeim degi upphafinn verða.“ Þetta er dagurinn sem penni Hins hæsta hefur vegsamað í öllum helgum bókum. Í þeim er hvergi að finna orð sem ekki vegsamar dýrð Hans heilaga nafns og allar bera þær vitni um upphafningu þessa aldýrlega stefs. Ef Vér minntumst á allt sem þessar himnesku bækur og helgu rit hafa sagt um þessa opinberun, yrði þessi tafla of viðamikil. Á þessum degi ber öllum að setja allt sitt traust á margvíslegar vildargjafir Guðs og hefjast handa um að útbreiða sannindi málstaðar Hans af sem mestri visku. Þá, og aðeins þá, mun árbjarmi opinberunar Hans umvefja alla jörðina.
11
Öll dýrð sé þessum degi þegar ilmur miskunnar hefur borist yfir allt sem skapað er; degi sem nýtur slíkrar blessunar að liðnar aldir og árþúsundir geta aldrei komist í samjöfnuð við hann; deginum þegar auglit Hins aldna beinist að heilögu hásæti sínu. Þá hóf allt sem skapað hefur verið upp raust sína og handan þess herskarar himnanna: „Haf hraðann á, ó , því sjá, ljós ásýndar Guðs, yfirbjóðanda í ríki nafnanna og skapara himnanna, hefur birst yfir þér.“
Í fagnaðarleiðslu hóf hún upp rödd sína og hrópaði: „Megi lífi mínu verða fórnað Þér því að Þú hefur fest sjónir á mér, veitt mér af veglyndi Þínu og nálgast mig. Aðskilnaður við Þig, ó Þú uppspretta eilífs lífs, hefur nær eytt mér og fjarlægðin frá Þér tært upp sál mína. Lof sé Þér fyrir að hafa gert mér kleift að hlýða kalli Þínu, heiðrað mig með skrefum Þínum og endurnært sál mína með lífgandi ilmi dags Þíns og gjallandi rödd penna Þíns sem Þú hefur gert að lúðurhljóm Þínum meðal lýða Þinna. Er sú stund rann upp að voldug og ómótstæðileg trú Þín opinberaðist, blést Þú anda Þínum í penna Þinn og, sjá, undirstöður gjörvallrar sköpunarinnar bifuðust og birtu í augsýn mannkyns leyndardómana sem fólgnir voru í fjárhirslum Hans, sem er eigandi alls.“
Ekki fyrr hafði rödd hennar borist til þessa upphafnasta staðar en Vér svöruðum og sögðum: „Fær Drottni þínum þakkir, ó . Eldur aðskilnaðar frá Mér hafði nær eytt þér, en þá brimaði haf návistar Minnar frammi fyrir þér og gladdi augu þín og allrar sköpunarinnar og fyllti fögnuði allt hið séða og óséða. Fagna, því að Guð hefur á þessum degi reist á þér hásæti sitt, gert þig að dagsbrún tákna sinna og dögun vitnisburðar um opinberun sína. Heill þeim sem hringsólar um þig, kunngerir opinberun dýrðar þinnar og skýrir frá því sem Drottinn, Guð þinn, hefur af veglyndi sínu úthellt yfir þig. Tak við kaleik ódauðleikans í nafni Drottins þíns, hins aldýrlega, og fær Honum þakkir því að Hann hefur sem tákn um miskunn sína með þér breytt sorg þinni í gleði og snúið harmi þínum í fagnaðarríka sælu. Vissulega elskar Hann staðinn sem hefur verið gerður að hásæti Hans, staðinn sem varðveitir fótspor Hans og var heiðraður með návist Hans, þaðan sem Hann hóf upp ákall sitt og þar sem Hann felldi tár sín.
„Kalla til Síonar, ó , og kunnger fagnaðartíðindin: Hann sem var hulinn augum dauðlegra manna er kominn! Alltsigrandi yfirráð Hans eru opinberuð; alltumlykjandi dýrð Hans hefur birst. Varast að hika eða nema staðar. Haf hraðann á og gakk umhverfis borg Guðs sem hefur stigið niður af himnum, hina himnesku . Um hana hafa þeir sem njóta hylli Guðs, hinir hjartahreinu og fylkingar göfugustu engla, hringsólað í lotningarfullri tilbeiðslu. Ó, hve Ég þrái að boða sérhverjum stað á yfirborði jarðar og færa sérhverri borg gleðitíðindi þessarar opinberunar sem hjarta þráði og fengið hefur til að hrópa í hennar nafni: „Guði, Drottni drottna, tilheyra ríki jarðar og himins.“ Vissulega er þetta dagurinn þegar bæði láð og lögur fagna þessari boðun, dagurinn þegar Guð hefur af veglyndi sínu, langt ofar skilningi dauðlegs huga og hjarta, safnað því saman sem Hann áformaði að opinbera. Áður en langt um líður mun Guð sigla á þér örk sinni og birta fylgjendur sem nefndir hafa verið í bók nafnanna.“
Heilagur sé Drottinn alls mannkyns. Þegar nafn Hans er nefnt titra allar öreindir jarðar og Tunga tignarinnar ljóstrar því upp sem hjúpað var þekkingu Hans og falið í hirslu máttar Hans. Hann er í sannleika sá sem ríkir yfir öllu sem er á himnum og öllu sem er á jörðu í krafti nafns síns, hins máttuga og alvolduga, hins hæsta.
12
Vaknið til dáða, ó menn, og búið yður undir daga guðdómlegs réttlætis því að stundin fyrirheitna er runnin upp. Varist að vanmeta þýðingu hennar og verða taldir til hinna villuráfandi.
13
Leið þér í huga liðna tíma. Hversu margir, bæði háir og lágir, hafa ekki á öllum tímum beðið þess óþreyjufullir að Guð birtist í heilögum persónum sinna útvöldu? Hve oft hafa þeir ekki vænst komu Hans, hve oft sárbænt um að blær guðlegrar miskunnar mætti anda og Fegurðin fyrirheitna fella huliðsblæjuna og opinbera sig öllum heimi? Og ætíð þegar hlið náðarinnar opnuðust, ský himneskrar gjafmildi sendu regn sitt yfir mannkynið og ljós Hins ósýnilega birtist yfir sjónarrönd himnesks máttar, afneituðu þeir Honum allir sem einn og sneru baki við ásjónu Hans – ásýnd Guðs sjálfs.…
Íhuga – hver er ástæðan að baki slíkum gerðum? Hvað gat valdið slíkri framkomu gagnvart opinberendum fegurðar Hins aldýrlega? Hvaðeina sem fyrr á dögum olli höfnun og andstöðu þessa fólks hefur nú leitt til þverúðar manna á þessari öld. Að halda því fram að vitnisburður forsjónarinnar hafi verið ófullkominn, og sú sé ástæðan fyrir afneitun manna, er aðeins augljóst guðlast. Hve fjarri væri það eigi náð Hins almiskunnsama, ástríkri forsjón Hans og mildri miskunn, að útvelja eina sál meðal allra manna til að leiðbeina skepnum Hans, meina henni annars vegar um fullan skerf guðlegs vitnisburðar og beita þjóð hennar hins vegar ægilegri refsingu fyrir að hafa snúið sér frá Hans útvöldu sál! Nei, margvíslegar vildargjafir Drottins allra verunda hafa ætíð streymt yfir jörðina og alla sem á henni dvelja fyrir milligöngu þeirra sem opinbera guðdómlegt eðli Hans. Ekki eitt andartak hefur Hann haldið aftur af náð sinni og aldrei hefur regn gæsku Hans og ástríkis hætt að falla á mannkynið. Þar af leiðandi getur slík hegðun ekki stafað af neinu öðru en smásálarhætti þeirra sálna sem reika í dölum hroka og drambs, eru týndar á auðnum fjarlægðar, láta stjórnast af fánýtum ímyndunum og fylgja boðum trúarleiðtoga sinna. Fyrir þeim vakir aðeins mótþrói; það eina sem þeir þrá er að virða sannleikann að vettugi. Sérhverjum glöggum áhorfanda er ljóst að hefðu þessir menn helgað augu sín, eyru og hjörtu á dögum sérhvers opinberanda sólar sannleikans frá öllu sem þeir höfðu séð, heyrt og skynjað, hefðu þeir vissulega hvorki farið varhluta af fegurð Guðs né villst langt frá híbýlum dýrðarinnar. En þegar þeir lögðu mælistiku sinnar eigin þekkingar, sem þeir höfðu úr kenningum trúarleiðtoga sinna, á vitnisburð Guðs og sáu að hann fór í bága við takmarkaðan skilning sinn, hófu þeir að fremja svo ósæmilegar gerðir.…
Leið hugann að ! Hann skein frá ljóssins á veröldina, vopnaður sprota himneskra yfirráða og prýddur hvítri hönd himneskrar þekkingar steig Hann fram frá ástar Guðs og hóf upp höggorm valds og eilífrar tignar. Hann kallaði allar þjóðir og ættkvíslir jarðar til ríkis eilífðarinnar og bauð þeim að eta af ávöxtunum af tré tryggðarinnar. Þér er án efa kunnugt um heiftuga andstöðu Faraós og þjóðar hans og um þá steina fánýtra ímyndana sem hendur hinna guðlausu grýttu í það blessaða tré. Svo mjög ágerðust þessir hlutir að Faraó og þjóð hans reis að lokum upp og gerðu sitt ítrasta til að slökkva með vatni fláræðis og afneitunar eld þess heilaga trés og gleymdu þeim sannleika að ekkert jarðneskt vatn getur slökkt loga guðlegrar visku og enginn dauðlegur gjóstur slökkt á lampa eilífra yfirráða. Nei, slíkt vatn magnar aðeins eldinn og sá gjóstur tryggir einungis öryggi lampans, ef þér horfið skilningsríkum augum og gangið vegu heilags vilja og velþóknunar Guðs.…
Og þegar dagar voru taldir og ljós Jesú, sem skein frá dagsbrún andans, umlukti veröldina reis Ísraelslýður gegn Honum og lýsti því yfir fullur ofstopa að Hann sem Biblían boðaði yrði að kunngera og uppfylla lögmál , en þessi ungi maður frá Nazaret sem gerði tilkall til stöðu hins guðdómlega Messíasar hefði aftur á móti numið úr gildi skilnaðarlögin og hvíldardaginn – þungvægustu lög . Og hvað um tákn opinberandans sem enn var ókominn? Enn í dag bíður Ísraelslýður opinberandans sem spáð var í Biblíunni! Hversu margir opinberendur heilagleikans, hversu margir opinberendur eilífs ljóss, hafa ekki komið fram síðan á dögum og enn bíður Ísrael, hjúpaður þykkustu blæjum djöfullegra ímyndana og hugarburðar, eftir því að sá hjáguð sem hann sjálfur hefur smíðað komi með þeim táknum sem hann sjálfur hefur spunnið upp! Þess vegna hefur Guð hremmt þá vegna synda þeirra, slökkt í þeim anda trúarinnar og kvalið þá í logum hins neðsta elds. Og það fyrir þær sakir einar að Ísrael neitaði að skilja merkingu orða Biblíunnar um tákn opinberunarinnar sem var í vændum. Þar sem þeir aldrei skildu sanna þýðingu þeirra og þau rættust aldrei á ytra borði, voru þeir sviptir þekkingu á fegurð Jesú og sáu aldrei auglit Guðs. Og enn bíða þeir komu Hans! Frá ómunatíð og allt til þessa dags hafa allar ættkvíslir og þjóðir jarðar haldið dauðahaldi í svo fánýtar og ósæmandi hugmyndir og þannig svipt sig þeim tæru vötnum sem streyma frá uppsprettum hreinleika og heilagleika.…
Þeim sem hafa skilning er ljóst að þegar eldur ástar Jesú eyddi blæjum gyðinglegra takmarkana og vald Hans var opinberað og að nokkru leyti framfylgt, vísaði Hann, opinberandi Hinnar ósýnilegu fegurðar, til dauða síns þegar Hann dag nokkurn ávarpaði lærisveina sína. Hann glæddi í hjörtum þeirra eld saknaðar og sagði við þá: „Ég fer burt og kem aftur til yðar.“ Og á öðrum stað sagði Hann: „Ég fer og annar kemur sem mun segja yður allt sem Ég hef ekki sagt yður og uppfylla það sem Ég hef sagt.“ Þessi orð eru einnar og sömu merkingar ef þú hugleiðir opinberendur einingar Guðs af guðlegu innsæi.
Sérhver skilningsríkur áhorfandi sér að í trúarkerfi er sannleiksgildi bókar og málstaðar Jesú staðfestur. Hvað nöfnum viðvíkur hefur sjálfur sagt: „Ég er Jesús.“ Hann skildi sannleika táknanna, spádómanna og orða Jesú og bar því vitni að allt væri þetta af Guði. Í þessum skilningi hefur enginn munur verið á persónu Jesú og orðum Hans annars vegar og á og Hans helgu bók hins vegar því að báðir hafa barist fyrir málstað Guðs, sungið Honum lof og opinberað boð Hans. Því sagði Jesús sjálfur: „Ég fer burt og kem aftur til yðar.“ Íhuga sólina. Ef hún segði nú: „Ég er sól gærdagsins,“ þá segði hún sannleikann. Og ef hún með hliðsjón af réttri tímaröð segðist vera önnur sól, segði hún líka sannleikann. Sömuleiðis væri það satt og rétt ef fullyrt væri að allir dagar væru einn og sami dagurinn. Og ef sagt væri með hliðsjón af sérstökum nöfnum þeirra og merkingum, að þeir væru hver öðrum ólíkir væri það líka sannleikur. Því þótt þeir séu einn og sami dagurinn hefur hver og einn þeirra mismunandi heiti, sérstök auðkenni og eigindir. Íhuga enn fremur þau sérkenni, einingu og tilbrigði sem auðkenna ýmsa opinberendur heilagleikans til þess að þú getir skilið vísanir Skapara allra nafna og eiginda til leyndardóma sérkenna og einingar og finnir svarið við spurningu þinni um hvers vegna þessi eilífa Fegurð skuli á ýmsum tímum hafa auðkennt sig ýmsum nöfnum og titlum.…
Þegar Hin ósýnilega, eilífa og guðdómlega verund lét sól rísa yfir sjónarhring þekkingar var ein ákæranna sem guðsmenn Gyðinga báru á hendur Honum sú, að eftir myndi enginn spámaður koma frá Guði. Já, í helgiritunum var skýrt frá sál sem átti að birtast og vinna trúnni brautargengi og efla hag -þjóðar til þess að lög trúarkerfis Hans mættu umlykja alla jörðina. Þannig hefur Konungur eilífrar dýrðar vitnað í bók sinni til orða sem þessir vegfarendur í dal fjarlægðar og villu mæltu: „„Hönd Guðs,“ segja Gyðingar, „er fjötruð.“ Fjötraðar séu þeirra eigin hendur! Og bölvaðir voru þeir fyrir orð sín. Nei, framréttar eru báðar hendur Hans!“ „Hönd Guðs er ofar þeirra höndum.“ Þótt skýrendur hafi með ýmsum hætti sagt frá aðstæðunum við opinberun þessara helgu orða, ættir þú samt að reyna að skilja merkingu þeirra. Hann sagði: Hversu fráleitt er það ekki sem Gyðingar hafa ímyndað sér! Hvernig getur hönd Hans sem er konungur í sannleika, sem opinberaði ásýnd og skrýddi Hann kyrtli spámannsdæmis – hvernig gæti slík hönd verið fjötruð? Hvernig er hægt að gera sér í hugarlund að Hann skorti mátt til að reisa upp annan opinberanda eftir ? Sjá hve fjarstæðukennd orð þeirra eru, hversu langt þeir hafa villst af vegi þekkingar og skilnings! Sjá hvernig allt þetta fólk hefur einnig á þessum degi gert sér dælt við slíka fjarstæðu. Í meira en þúsund ár hafa þeir lesið þessi helgu orð og óafvitandi fellt dóm yfir Gyðingum án þess að gera sér minnstu grein fyrir því að þeir sjálfir, opinskátt og á laun, tjá tilfinningar og trúarskoðanir Gyðinga! Þér er vissulega kunnugt um marklausa staðhæfingu þeirra þess efnis að öll opinberun sé á enda runnin, að hlið guðlegrar náðar séu lokuð, að engin sól rísi framar yfir sjónarhring eilífs heilagleika, að hafdjúp ævarandi veglyndis hafi kyrrst að eilífu og að boðberar Guðs séu hættir að birtast frá helgidómi aldinnar dýrðar. Slíkur er skilningur þessa þröngsýna, fyrirlitlega fólks. Það hefur ímyndað sér að flaumur alltumlykjandi náðar og ríkulegrar miskunnar Guðs hafi stöðvast þótt slíkt sé með öllu óhugsandi. Þeir hafa risið upp á alla vegu og gyrt lendar sínar harðstjórn og reynt til hins ítrasta að slökkva með rammbeisku vatni fánýtra ímyndana sinna eldinn sem brennur í runna Guðs. Þeir gleyma því að ljóshjálmur valds og máttar skýlir loga Guðs í sínu eigin rammgerða vígi.…
Sjá hvernig vald , boðbera Guðs, opinberast mönnum með augljósum hætti á þessum degi. Þér er fullkunnugt um þá meðferð sem trú Hans sætti á fyrstu dögum trúarkerfis Hans. Hversu sárum þjáningum sætti ekki þetta innsta eðli andans, þessi tárhreina og helgasta Verund, af hendi hinna trúlausu og villuráfandi, guðsmanna aldarinnar og félaga þeirra! Hversu mörgum þistlum og þyrnum stráðu þeir ekki á veg Hans! Það er einsýnt að í illri og djöfullegri ímyndun sinni leit sú fyrirlitlega kynslóð á sérhvern áverka sem hún veitti þessari ódauðlegu Verund sem leið til varanlegrar hamingju; því að viðurkenndir kennimenn þeirrar aldar, svo sem , , einbúinn, og litu allir á Hann sem svikara og lýstu Hann guðlastara og geðsjúkling. Svo svívirðilegar voru ákærurnar sem þeir báru fram á hendur Honum, að þegar Vér segjum frá þeim bannar Guð blekinu að renna, penna Vorum að hreyfast og blaðsíðunni að bera þær. Þessar illkvittnislegu ásakanir espuðu upp lýðinn sem hófst handa um að særa Hann og kvelja. Og hversu sár er ekki sú kvöl ef þeir sem valda henni eru kennimenn aldarinnar; ef þeir fordæma Hann í áheyrn fylgjenda sinna, gera Hann brottrækan úr sínum hópi og lýsa Hann trúvilling! Hefur ekki hið sama fallið í hlut þessa Þjóns og hafa ekki allir orðið vitni að því?
Af þessari ástæðu hrópaði : „Enginn spámaður Guðs hefur þolað jafn sárar raunir og Ég.“ Og í eru skráðar allar ófrægingarnar og hrakyrðin sem ausið var yfir Hann ásamt þeim þrengingum sem Hann sætti. Kynn þér þær til þess að þú getir gengið úr skugga um hvað opinberun Hans féll í skaut. Svo þungbært varð hlutskipti Hans að um tíma hættu allir að samneyta Honum og félögum Hans. Allir sem samneyttu Honum urðu fórnarlömb vægðarlausrar grimmdar óvina Hans.…
Leið hugann að þeim miklu breytingum sem orðið hafa í dag! Sjá allan þann fjölda þjóðhöfðingja sem fellur á knén frammi fyrir nafni Hans! Hversu margar eru ekki þjóðirnar og konungsríkin sem hafa leitað athvarfs í skugga Hans, lýsa hollustu við trú Hans og hreykja sér af því! Frá predikunarstólnum stígur í dag upp lofgjörð þar sem blessað nafn Hans er vegsamað í fullri auðmýkt; og efst úr bænaturnunum hljómar ákallið sem býður herskörum fylgjenda Hans að tilbiðja Hann. Jafnvel þeir konungar jarðar sem hafa neitað að játast trú Hans eða afklæðast flíkum vantrúar, viðurkenna engu að síður mikilleika og yfirþyrmandi tign þessarar sólar ástríkisins. Slík eru jarðnesk yfirráð Hans. Vitnisburðina um þau sérð þú á alla vegu. Þessi yfirráð verða að opinberast og hljóta staðfestingu annaðhvort í lífi sérhvers opinberanda Guðs eða eftir uppstigningu Hans til sinna sönnu híbýla í ríkjunum á hæðum.…
Það er augljóst að umbyltingarnar sem verða í sérhverju trúarkerfi eru þau dimmu ský sem byrgja mannlegum skilningi sýn á þeim himnesku ljósgjöfum sem skína frá dagsbrún guðdómlegs eðlis. Íhuga hvernig menn hafa kynslóð eftir kynslóð líkt í blindni eftir forfeðrum sínum og hlotið uppeldi og þjálfun í samræmi við fyrirmæli trúar sinnar. Ef þessir menn kæmust skyndilega að raun um að Maður sem lifir mitt á meðal þeirra, háður sömu mannlegu takmörkunum og þeir sjálfir, væri byrjaður að nema úr gildi allar viðurkenndar meginreglur trúar þeirra – reglur sem voru lagðar til grundvallar uppeldi þeirra og þjálfun og sérhver afneitari eða andstæðingur þeirra talinn trúvillingur, siðleysingi og illmenni – yrðu þeir vissulega slegnir blindu og gætu ekki viðurkennt sannleika Hans. Þetta eru „skýin“ sem byrgja þeim sýn sem innra með sér hafa ekki fundið keiminn af andlegrar lausnar né drukkið af þekkingar Guðs. Þegar þeir mæta slíkum aðstæðum blindast þeir svo að án nokkurs hiks lýsa þeir opinberanda Guðs trúvilling og dæma Hann til dauða. Þú hlýtur að hafa heyrt um slíka atburði sem gerst hafa á öllum öldum og sérð þá gerast nú á dögum.
Því sæmir okkur að sýna ítrustu viðleitni og leita ósýnilegrar aðstoðar Guðs svo að þessar dimmu blæjur, þessi ský prófrauna af himni ofan, byrgi okkur ekki sýn á geislandi fegurð ásýndar Hans og við getum aðeins þekkt Hann af Hans eigin sjálfi.
14
Vorið himneska er komið, ó upphafnasti Penni, því að hátíð Hins almiskunnsama nálgast óðum. Rís til dáða og mikla nafn Guðs frammi fyrir allri sköpun og vegsama lof Hans svo að allt sem skapað er lifni við og endurnýist. Tala og ver ekki þögull. Fagnaðarsól rís skínandi yfir sjónarhring nafns Vors, hins alsæla, því að nafn Drottins þíns, skapara himnanna, hefur prýtt ríki nafna Guðs djásnum sínum. Rís upp frammi fyrir þjóðum jarðar og vopnast afli Hins mesta nafns og heyr ekki til hinum seinlátu.
Mér virðist sem þú hafir numið staðar á töflu Minni og hreyfist ekki. Gæti birta hinnar guðdómlegu ásýndar hafa gert þig ráðvilltan eða fánýtt hjal hinna vegvilltu fyllt þig hryggð og dregið úr þér mátt? Varast að láta nokkuð koma í veg fyrir að þú vegsamir mikilleik þessa dags, þegar hönd tignar og valds hefur rofið innsiglið á víni endurfunda og kallað alla sem eru á himnum og alla sem eru á jörðu. Vilt þú heldur halda kyrru fyrir þegar andblærinn sem boðar dag Guðs leikur um þig eða telst þú til þeirra sem hyljast Honum líkt og með blæju?
Alls engri blæju hef ég, ó Drottinn allra nafna og skapari himnanna, leyft að byrgja mér sýn á dýrlegum ljóma dags Þíns – dagsins sem er lampi leiðsagnar öllum heimi og tákn Hins aldna öllum sem þar dvelja. Ástæðan fyrir þögn minni eru blæjurnar sem hylja Þig augum skepna Þinna, og það sem varnar mér máls eru þær hindranir sem aftra lýðum Þínum að viðurkenna sannleika Þinn. Þú veist hvað býr í mér, en ég veit ekki hvað býr í Þér. Þú ert sá sem allt þekkir, hinn alvísi. Ég sver við nafn Þitt sem er öllum nöfnum fremra. Ef Þín æðsta og alknýjandi skipun bærist mér myndi hún gera mér kleift að endurlífga sálir allra manna með upphafnasta orði Þínu sem ég hef heyrt rödd valds Þíns mæla í ríki dýrðar Þinnar. Hún myndi gera mér kleift að kunngera opinberun geislandi ásýndar Þinnar. Af hennar völdum hefur allt sem dulið var augum manna verið leitt fram í dagsljósið í Þínu nafni, hins augljósa og æðsta verndara, hins sjálfumnóga.
Kemur þú auga á nokkuð nema Mig, ó penni, á þessum degi? Hvað hefur orðið af sköpunarverkinu og birtingarmyndum þess? Hvað um nöfnin og ríki þeirra? Hvert hefur allt hið sýnilega og ósýnilega horfið? Hvað um hulda leyndardóma alheimsins og opinberanir hans? Sjá, öll sköpunin hefur liðið undir lok! Ekkert stendur eftir nema ásjóna Mín, hins eilífa og skínandi, hins aldýrlega.
Þetta er dagurinn þegar ekkert er að sjá nema birtuna af ljósi ásýndar Drottins Þíns, hins náðuga og algjöfula. Vissulega höfum Vér deytt sérhverja sál með ómótstæðilegu og alltsigrandi drottinvaldi Voru. Vér höfum síðan kallað til lífs nýja sköpun sem tákn um miskunn Vora við mennina. Ég er í sannleika hinn algjöfuli, hinn aldni.
Þetta er dagurinn þegar veröldin ósýnilega hrópar: „Mikil er blessun þín, ó jörð, því þú hefur verið gerð að fótskör Guðs þíns, útvalin sem aðsetur voldugs hásætis Hans.“ Ríki dýrðarinnar kallar: „Megi lífi mínu verða fórnað Þér, því að ástvinur Hins almiskunnsama hefur grundvallað á þér fullveldi sitt með mætti nafns síns, þess sem heitið var öllu sem skapað er, hvort heldur er í fortíð eða framtíð.“ Þetta er dagurinn þegar allt sem ilmar fær angan frá ilmi klæða Minna – klæða sem hafa veitt ilman sinni yfir alla sköpunina. Þetta er dagurinn þegar kliðandi vötn eilífs lífs fossa frá vilja Hins almiskunnsama. Hafið hraðann á af hjarta yðar og sál og drekkið fylli yðar, ó herskarar ríkisins á hæðum!
Seg: Hann er sá sem opinberar Hinn óþekkjanlega, Hinn leyndasta allra leynidóma, ef aðeins þér vissuð. Hann hefur afhjúpað augum yðar hina duldu og dýrmætu gersemi, ef þér leituðuð hennar. Hann er eini ástvinur alls sem skapað er, hvort heldur er í fortíð eða framtíð. Ef aðeins þér festuð vonir yðar og hjörtu við Hann!
Vér höfum heyrt bænarrödd þína, ó penni, og fyrirgefum þögn þína. Hvað hefur valdið þér svo sárri hugraun?
Ölvun af návist Þinni, ó Ástvinur allra veraldanna, hefur hrifið mig og gagntekið.
Rís upp og kunnger allri sköpuninni þau tíðindi að Hinn almiskunnsami hafi beint för sinni til paradísar () og gengið þar inn. Leið síðan mennina að þeim garði unaðar sem Guð hefur gert að veldisstól paradísar sinnar. Vér höfum útvalið þig sem máttugasta lúður Vorn og hljómur hans verður til marks um upprisu alls mannkyns.
Seg: Þetta er paradísin þar sem vín orða og máls hefur greypt í laufskrúð svofelldan vitnisburð: „Hann sem hulinn var augum manna hefur opinberast, gyrtur valdi og yfirráðum!“ Þetta er paradísin þar sem þessi orð þjóta í laufi: „Ó þér sem byggið himnana og jörðina! Það sem augun aldrei litu fyrr hefur birst. Hann sem frá eilífu hefur hulið ásýnd sína augum sköpunar er kominn.“ Frá andvaranum sem hvíslar í greinum hennar berst ákallið: „Allsráðandi Drottinn hefur opinberast. Ríkið er Guðs.“ Og frá niðandi vötnum hennar heyrist kliðurinn: „Öll augu ljóma af gleði því að Hann, sem enginn hefur augum litið og sem býr yfir leyndardómi sem enginn hefur skilið, hefur fellt blæju dýrðar og afhjúpað ásýnd fegurðar.“
Innan þessarar paradísar og frá háleitustu vistarverum hennar hafa meyjar himinsins kallað: „Fagnið þér íbúar ríkjanna á hæðum því að hendur Hans, sem er hinn aldni, hringja klukkunni mestu í nafni Hins aldýrlega mitt í hjarta himnanna. Hendur veglyndis hafa reitt fram bikar eilífs lífs. Komið nær og drekkið fylli yðar. Drekkið með mikilli velþóknun, ó þér sem eruð líkamning löngunar, ó þér holdtekjur heitrar ástríðu!“
Þetta er dagurinn þegar Hann sem er opinberandi nafna Guðs hefur stigið út úr helgidómi dýrðarinnar og kunngert öllum sem eru á himnum og öllum sem eru á jörðu: „Leggið frá yður bikara paradísar og allt lífsvatnið sem þeir geyma, því sjá, fylgjendur hafa gengið inn í sælan reit himneskrar nálægðar og bergt vín endurfunda úr kaleik fegurðar Drottins síns, eiganda alls, hins hæsta.“
Gleym heimi sköpunarinnar, ó penni, og snú þér að ásýnd Drottins þíns, Drottins allra nafna. Skrýð síðan heiminn skarti gjafa Drottins þíns, konungs eilífðarinnar. Því að Vér finnum ilminn af þeim degi þegar Hann, sem er eftirlöngun allra þjóða, hefur úthellt yfir ríki hins séða og óséða dýrðarljóma ágætustu nafna sinna og umvafið þau ljósi mestu vildargjafa sinna. Enginn getur fest tölu á þeim gjöfum nema Hinn alvaldi, verndari allrar sköpunarinnar.
Lít skepnur Guðs aðeins augum gæsku og miskunnar, því að ástrík forsjón Vor hefur gagntekið allt sem skapað er og miskunn Vor umlukið jörðina og himnana. Þetta er dagurinn þegar sannir þjónar Guðs bergja lífsvatn endurfunda, dagurinn þegar þeir sem eru nálægir Honum geta drukkið úr lygnu fljóti ódauðleikans, og þeir sem trúa á einingu Hans teygað vín návistar Hans með því að bera kennsl á Hann sem er hæsta og hinsta takmark alls sem er og kallar raust tignar og dýrðar: „Ríkið er Mitt. Ég er sjálfur í Mínum eigin rétti yfirbjóðandi þess.“
Laðið að yður hjörtu manna með kalli Hans, ástvinarins eina. Seg: Þetta er rödd Guðs, ef aðeins þér heyrðuð. Þetta er sól opinberunar Guðs, ef þér aðeins vissuð. Þetta er dagsbrún málstaðar Guðs, ef þér aðeins bæruð kennsl á hana. Þetta er uppspretta boða Guðs, ef þér aðeins dæmduð af sanngirni. Þetta er hinn augljósi og huldi leyndardómur, ef aðeins þér hefðuð skilning. Ó þjóðir heimsins! Varpið frá yður í Mínu nafni, sem er öllum nöfnum æðra, því sem þér eigið og sökkvið yður í þetta úthaf sem geymir í djúpum sér perlur visku og máls, úthaf sem brimar í Mínu nafni, hins almiskunnsama. Þannig fræðir yður Hann sem hefur í greip sér móðurbókina.
Ástvinurinn er kominn. Í hægri hönd Hans er innsiglað vín nafns Hans. Sæll er sá sem hefur snúið sér til Hans, drukkið fylli sína, og hrópað: „Lofaður sért Þú, ó opinberandi tákna Guðs!“ Ég sver við réttlæti Hins alvalda! Allt sem var hulið hefur verið afhjúpað með valdi sannleikans. Allar gjafir Guðs hafa verið sendar niður sem tákn um náð Hans og miskunn. Vötn eilífs lífs hafa í allri sinni gnótt verið boðin mönnunum. Hendur Ástvinarins hafa reitt fram sérhvern bikar. Komið nær og staðnæmist ekki eitt andartak.
Sælir eru þeir sem hafa svifið á vængjum andlegrar lausnar og náð þeirri tignarstöðu sem að boði Guðs yfirskyggir alla sköpunina; þeir sem hvorki fánýtum hugarórum hinna lærðu né herskörum jarðar hefur tekist að snúa frá málstað Hans. Hver á meðal yðar, ó þér menn, vill afneita heiminum og nálgast Guð, Drottin allra nafna? Hvar er þann að finna sem með afli nafns Míns, ofar öllu sem skapað er, vill varpa því frá sér sem mennirnir eiga og halda af öllum sínum mætti fast við það sem Guð, þekkjandi hins séða og óséða, hefur boðið honum að gæta? Þannig hafa vildargjafir Hans verið sendar niður yfir alla menn, vitnisburður Hans fullkomnast og staðfesting Hans skinið yfir sjónarhring miskunnar. Mikið endurgjald fellur í skaut þeim sem hefur trúað og hrópað: „Lofaður sért Þú, ó ástvinur allra veraldanna! Miklað sé nafn Þitt, ó Þú sem ert þrá sérhvers hjarta sem skilur!“
Fagnið með dýrlegri gleði, ó fylgjendur , þegar þér minnist þess mesta hamingjudags þegar rödd Hins aldna hljómaði, þá er Hann lagði af stað frá híbýlum sínum og hélt á þann stað þar sem Hann fyllti alla sköpunina ljóma nafns síns, hins almiskunnsama. Guð ber Oss vitni. Ef Vér ljóstruðum upp huldum leyndardómum þess dags, myndu allir sem dvelja á himnum og jörðu líða í ómegin og deyja, nema þeir sem njóta verndar Guðs, hins almáttuga og alvísa, hins alvitra.
Slík eru ölvandi áhrif orða Guðs á Hann, sem er opinberandi órækra sannana Hans, að penni Hans fær ekki lengur skrifað. Með þessum orðum lýkur Hann töflu sinni: „Enginn er Guð nema Ég, hinn upphafnasti og voldugasti, hinn ágætasti, sá sem allt þekkir.“
15
Penni opinberunar hrópar: „Ríkið er Guðs á þessum degi!“ Rödd valds og máttar kallar: „Allt vald er í sannleika hjá Guði á þessum degi!“ Fönix ríkjanna á hæðum kallar frá hinni ódauðlegu grein: „Dýrð allrar tignar og mikilleika tilheyrir Guði, hinum óviðjafnanlega og alknýjandi!“ Hin dulvitra dúfa kunngerir frá sælu laufskýli sínu í paradísinni eilífu: „Uppspretta alls veglyndis er á þessum degi með Guði, hinum eina, þeim sem fyrirgefur!“ Fugl hásætisins syngur í athvarfi heilagleikans: „Æðstu yfirráð tilheyra á þessum degi engum nema Guði, Honum sem á sér engan líka eða jafningja, hinum voldugasta og alltsigrandi!“ Innsta eðli alls sem skapað er veitir í öllu sem skapað er þennan vitnisburð: „Öll fyrirgefning streymir á þessum degi frá Guði, hinum óviðjafnanlega, Honum sem er án jafnoka, æðsta verndara allra manna, Honum sem hylur syndir þeirra!“ Innsti veigur dýrðar hefur hafið upp rödd sína yfir höfði Mér og kallar frá þeim hæðum sem hvorki penni né tunga geta með nokkru móti lýst: „Guð er Mér til vitnis! Hann, hinn aldni og eilífi, er kominn íklæddur tign og valdi. Enginn er Guð nema Hann, hinn aldýrlegi og almáttugi, hinn hæsti og alvísi, sá sem allt yfirskyggir, alsjáandinn, gjörþekkjandinn, verndarinn æðsti, uppspretta eilífs ljóss!“
Ó þjónn Minn sem hefur leitað velþóknunar Guðs og ekki hvikað í ást þinni á Honum á þeim degi þegar allir menn, að fáeinum undanskildum sem innsæi voru gæddir, hafa sagt skilið við Hann! Megi Guð af náð sinni veita þér ríkulegt, óforgengilegt og eilíft endurgjald, því að þú hefur leitað Hans á þeim degi þegar augun voru blind. Vita skalt þú, að ef Vér birtum þér þótt ekki væri nema örlítinn vott þeirra hörmunga, sem að boði Guðs og af völdum hinna öfundsjúku og illgjörnu, hafa rignt yfir Oss, myndir þú gráta sáran og kveina yfir hlutskipti Voru nótt og dag. Ó, ef aðeins mætti finna skilningsríka og sanngjarna sál sem viðurkenndi undursamleg verk þessarar opinberunar – verk sem kunngera drottinvald Guðs og mikilleik máttar Hans – og sú sál risi til dáða sakir Guðs og einskis annars, og áminnti mennina opinskátt og á laun til þess að þeir vakni og hjálpi Hinum rangtleikna sem ójafnaðarmennirnir hafa leikið svo grátt.
Mér þykir sem Ég heyri rödd heilags anda kalla að baki Mér og segja: Skipt um umræðuefni og lát kveða við annan tón til þess að hjarta hans sem hefur fest sjónir á ásýnd Þinni fyllist ekki hryggð. Seg: Ég hef með náð Guðs og mætti Hans ekki leitað hjálpar nokkurs manns í fortíðinni né heldur mun Ég leita á náðir nokkurs í framtíðinni. Hann er sá sem hjálpaði Mér með valdi sannleikans á útlegðardögum Mínum í Írak. Hann er sá sem yfirskyggði Mig vernd sinni þegar kynkvíslir jarðar deildu við Mig. Hann er sá sem gerði Mér kleift að fara frá borginni íklæddan slíkri tign að enginn nema afneitarinn og hinn illgjarni getur borið á það brigður.
Seg: Herafli Minn er traust Mitt á Guði; fylgjendur Mínir kraftur fullvissu Minnar um Hann. Ást Mín er gunnfáni Minn og félagi Minn hugsunin um Guð, allsráðandi Drottin, hinn voldugasta, aldýrlega og óskilyrta.
Rís upp, ó vegfarandi á vegi ástar Guðs, og hjálpa málstað Hans. Seg: Skiptið ekki á þessum Æskumanni, ó menn, og hégóma þessa heims eða unaðssemdum himinsins. Ég sver við réttlæti hins eina sanna Guðs! Eitt hár af höfði Hans er ágætara öllu sem er á himnum og öllu sem er á jörðu. Varist, ó mannanna börn, að freistast til að snúa við Honum baki í skiptum fyrir gullið og silfrið sem þér eigið. Látið ást Hans vera fjársjóð sálna yðar á þeim degi þegar ekkert nema Hann getur hjálpað yður, daginn þegar allar undirstöður bifast, þegar hrollur fer um sjálft hörund mannanna, þegar öll augu stara upp í skelfingu. Seg: Ó mannanna börn! Óttist Guð og snúið ekki í fyrirlitningu frá opinberun Hans. Fallið fram fyrir Guði og færið Honum lof á degi sem nóttu.
Lát sál þína brenna svo í loga þess ódeyjandi elds sem bálar í miðju hjarta heimsins að vötn alheimsins geti ekki kælt hita hans. Nefn síðan nafn Drottins þíns svo að orð þín verði áminning hinum gálausu meðal þjóna Vorra og gleðji hjörtu hinna réttlátu.
16
Seg: Ó þér menn! Óviðjafnanlegur er þessi dagur. Óviðjafnanleg verður einnig að vera tungan sem lofsyngur Hann, þrá og eftirlöngun allra þjóða, og óviðjafnanleg sú gerð sem vill öðlast velþóknun fyrir augliti Hans. Öll mannsins ætt hefur þráð þennan dag til þess að hún megi uppfylla það sem sæmir stöðu hennar og er verðugt hlutskipti hennar. Sæll er sá sem ekki hefur látið málefni heimsins aftra sér frá að viðurkenna Drottin alls sem er.
Svo blint er hjarta mannsins að þótt borgin sé lögð í eyði og fjallið verði að dufti og jafnvel jörðin klofni getur hann ekki hrist af sér sinnuleysið. Tilvísanir helgra bóka hafa verið afhjúpaðar og táknin sem þar eru skráð opinberuð og hið spámannlega kall hljómar án afláts. Og samt eru allir úrræðalausir í ölvun gáleysis síns nema þeir sem Guði þóknast að leiðbeina!
Sjá hvernig ný ógæfa dynur yfir heiminn á degi hverjum. Hrellingar hans aukast stöðugt. Frá þeirri stund er (Tafla til Ra’ís) var opinberuð og allt til þessa dags hefur hvorki heimurinn fengið ró né hjörtu þjóðanna fundið frið. Eitt sinn var hann í uppnámi vegna deilna og sundurlyndis, öðru sinni í krampateygjum styrjalda, fórnarlamb þrálátra sjúkdóma. Sjúkleiki hans nálgast stig fullkomins vonleysis því að Hinum sanna græðara er meinað að veita lækningu meðan vanhæfum læknum er tekið fegins hendi og þeim gefið óskorað frelsi til athafna.… Dust undirróðurs skyggir á hjörtu mannanna og blindar augu þeirra. Áður en langt um líður munu þeir sjá afleiðingar gerða sinna á þessum degi Guðs. Þannig áminnir yður Hinn alvísi að boði Hins almáttuga og alvalda.
17
Ég sver við Hann sem er boðunin mikla! Hinn almiskunnsami er kominn með óskoruðum yfirráðum. Metin á vogarskálunum hafa verið jöfnuð og öllum sem dvelja á jörðu safnað saman. Lúðurinn hefur verið þeyttur og sjá, öll augu hafa litið upp í skelfingu og hjörtu allra á himnum og jörðu nötra nema hjörtu þeirra sem andi orða Guðs hefur gefið nýtt líf og snúið hafa baki við öllum hlutum.
Þetta er dagurinn þegar jörðin mun segja tíðindi sín. Ójafnaðarmennirnir eru byrði hennar, gætuð þér aðeins skilið. Máni fánýts hugarburðar hefur verið klofinn og himinninn gefið frá sér þykkan reykjarmökk. Vér sjáum mennina slegna niður, lostna ótta við Drottin þinn, hinn almáttuga og voldugasta. Kallarinn hefur kallað og mennirnir verið hrifnir á brott, slík er heiftarreiði Hans. Þeir sem eru til vinstri handar kveina og andvarpa. Þeir sem eru til hægri handar dvelja í göfugum híbýlum. Þeir drekka vínið sem er lífið sjálft úr höndum Hins almiskunnsama og teljast að sönnu til hinna sælu.
Jörðin hefur verið skekin og fjöllin liðið undir lok og skarar engla birst frammi fyrir Oss. Flestir eru úrræðalausir í ölvun sinni og andlit þeirra afmynduð af heift. Þannig höfum Vér safnað saman ójafnaðarmönnunum. Vér sjáum þá skunda á vit hjáguðs síns. Seg: Enginn skal óhultur vera á þessum degi fyrir ráðsályktun Guðs. Þetta er að sönnu hörmungadagur. Vér bendum þeim á þá sem hafa villt þeim sýn. Þeir sjá þá en þekkja ekki. Augu þeirra eru drukkin; þeir eru að sönnu slegnir blindu. Sannanir þeirra er óhróðurinn sem þeir flytja; Guð, hjálpin í nauðum, hinn sjálfumnógi, fordæmir óhróður þeirra. Hinn illi hefur vakið upp meinfýsni í hjörtum þeirra og þeir eru haldnir kvöl sem enginn getur linað. Þeir hraða sér til hinna illu, berandi merki ójafnaðarmannanna. Slík eru verk þeirra.
Seg: Himnunum hefur verið undið saman og jörðin er í greip Hans og spellvirkjarnir hafa verið hrifnir upp á ennislokkum sínum og samt skilja þeir ekki. Þeir drekka hið spillta vatn og vita það eigi. Seg: Kallið hefur hljómað og mennirnir risið upp úr gröfum sínum og skimað í kringum sig. Sumir hafa hraðað för sinni til heilags aðseturs hins miskunnsama Guðs, aðrir hafa fallið á andlitin í vítiseld og enn aðrir eru ráðvilltir og lostnir furðu. Orð Guðs hafa verið opinberuð og samt snúa þeir baki við þeim. Staðfesting Hans blasir við og þó sjá þeir ekki. Og er þeir líta ásýnd Hins almiskunnsama eru andlit þeirra mæðufull meðan þeir gamna sér að leikjum. Þeir hraða sér í átt til vítiselds og halda að hann sé ljós. Fjarri sé Guði sú sæla trú þeirra! Seg: Hvort sem þér fagnið eða fyllist heift, hafa himnarnir klofnað og Guð hefur stigið niður, íklæddur geislandi yfirráðum. Allt sem skapað er heyrist hrópa: „Ríkið er Guðs, hins almáttuga og alvitra, hins alvísa.“
Vita skalt þú einnig að Oss hefur verið varpað í kvalafulla prísund og óvinaskari setið um Oss sakir þess sem hendur hinna trúlausu hafa gert. Slík er þó gleði Æskumannsins að engin jarðnesk sæla jafnast á við hana. Ég sver við Guð! Tjónið sem Hann þolir af hendi kúgarans getur aldrei hryggt hjarta Hans né heldur getur upphefð þeirra sem hafa snúið baki við sannleika Hans valdið Honum sorg.
Seg: Þrengingin er sem sjónarhringur opinberunar Minnar. Skínandi náðarsól rís yfir hann og geislar ljósi sem hvorki ský hégómlegra ímyndana manna né fánýtir hugarórar árásarmannsins geta myrkvað.
Feta í fótspor Drottins þíns og minnst þú þjóna Hans líkt og Hann minnist þín, geiglaus andspænis ofstopa hinna gálausu og sverði óvinarins.… Dreif víða vegu ljúfri angan Drottins þíns og hika ekki eitt andartak í þjónustu við málstað Hans. Sá dagur nálgast þegar kunngert verður um sigur Drottins þíns, Hans sem ætíð fyrirgefur, hins algjöfula.
18
Seg: Vér höfum látið elfur himneskra orða streyma frá veldisstól Vorum til þess að ljúfar jurtir visku og skilnings fái sprottið úr jarðvegi hjartna yðar. Ætlið þér ekki að sýna þakklæti? Þeir sem forsmá að vegsama Drottin sinn verða meðal hinna útskúfuðu. Og jafn oft og orð Vor eru lesin upp fyrir þeim, þverskallast þeir í drambsamri fyrirlitningu og með hróplegum brotum á lögum Hans og vita það eigi. Og svartur reykjarmökkur yfirskyggir þá sem ekki trúa á Hann. „Stundin“ er runnin upp yfir þá meðan þeir gamna sér að leikjum. Þeir hafa verið hrifnir upp á ennislokkum sínum og vita það eigi.
Það sem koma átti kom skyndilega; sjá hvernig þeir flýja það! Hið óhjákvæmilega hefur gerst; sjá hvernig þeir hafa varpað því að baki sér! Þetta er dagurinn þegar sérhver maður flýr sjálfan sig, hversu miklu fremur ættmenni sín, ef þér aðeins skilduð. Seg: Sem Guð lifir! Lúðurinn hefur gjallað og sjá, mannkynið hefur hnigið í ómegin frammi fyrir Oss! Kallarinn hefur kallað og hrópandinn hafið upp raust sína og sagt: „Ríkið er Guðs, hins voldugasta, hjálparans í nauðum, hins sjálfumnóga.“
Þetta er dagurinn þegar öll augu munu stara upp í skelfingu, dagurinn þegar hjörtu allra á jörðu munu skjálfa, að undanskildum þeim sem Drottni þínum, hinum alvísa og alvitra, þóknast að frelsa. Öll andlit eru myrkvuð nema þeirra sem Guð miskunnar hefur gefið geislandi hjarta. Drukkin eru augu þeirra sem opinskátt hafa neitað að líta ásjónu Guðs, hins aldýrlega og altignaða.
Seg: Lásuð þér eigi ? Lesið hann til þess að sannleikurinn verði yður ljós því að sú bók er sannarlega hinn beini vegur. Þetta er vegur Guðs fyrir alla á himnum og alla á jörðu. Þótt þér skeytið engu um er ekki fjarri yður. Lítið hann standa opinn fyrir augum yðar. Lesið heilög orð Hans, að þér megið forðast að vinna verk sem valda sorg og kveinstöfum boðbera Guðs.
Hraðið yður upp úr gröfum yðar. Hve lengi ætlið þér að sofa? Í annað sinn hefur lúðurinn verið þeyttur. Á hvern horfið þér? Þetta er Drottinn yðar, Guð miskunnar. Sjá hvernig þér andmælið táknum Hans! Jörðin hefur bifast og skolfið og varpað af sér byrði sinni. Viljið þér ekki viðurkenna það? Seg: Viljið þér ekki sjá hvernig fjöllin eru orðin sem ullarlagðar, hve sárþjakaðir mennirnir eru andspænis ægitign málstaðar Guðs? Sjá, hús þeirra eru tómar rústir og þeir sjálfir drukknuð hjörð.
Þetta er dagurinn þegar Hinn almiskunnsami hefur stigið niður í skýjum þekkingar, íklæddur augljósum yfirráðum. Honum er vel kunnugt um gerðir mannanna. Enginn getur villst á dýrð Hans, ef aðeins þér skilduð. Himinn allra trúarbragða hefur verið klofinn, jörð mannlegs skilnings sundrað og englar Guðs sjást stíga niður. Seg: Þetta er dagur gagnkvæmra svikráða; hvert flýið þér? Fjöllin hafa liðið undir lok og himnunum verið undið saman og öll jörðin er í greip Hans, ef þér aðeins skilduð. Hver getur verndað yður? Ég sver við Hinn almiskunnsama, það getur enginn! Enginn nema Guð, hinn almáttugi og aldýrlegi, hinn gæskuríki. Sérhver kona sem gekk með barni leystist höfn. Vér lítum mennina ölvaða á þessum degi þegar mönnum og englum hefur verið safnað saman.
Seg: Getur nokkur vafi leikið á Guði? Sjá hvernig Hann hefur stigið niður frá himni náðar sinnar, gyrtur valdi og íklæddur yfirráðum. Leikur nokkur vafi á táknum Hans? Opnið augu yðar og íhugið skýran vitnisburð Hans. Paradís er yður til hægri handar og hefur nálgast yður en eldur vítis blossar. Lítið eyðandi loga hans. Hraðið yðar inn í paradís sem tákn um miskunn Vora með yður og drekkið úr höndum Hins almiskunnsama vínið sem er lífið sjálft.
Drekkið með mikilli velþóknun, ó fylgjendur . Þér eruð í sannleika þeir sem vel mun farnast. Þetta er hlutskipti þeirra sem nálægir eru Guði. Þetta er straumvatnið sem yður var heitið í og síðar í sem endurgjald frá Drottni yðar, Guði miskunnar. Sælir eru þeir sem af því drekka.
Ó þjónn Minn sem fest hefur sjónir á mér! Fær Guði þakkir fyrir að hafa sent niður til þín þessa töflu frá þessu fangelsi til þess að þú megir minna mennina á daga Drottins þíns, hins aldýrlega og alvísa. Þannig höfum Vér lagt fyrir þig grundvöllinn að trú Þinni með vötnum visku Vorrar og orða. Þetta er að sönnu vatnið þar sem veldisstóll Drottins þíns hefur verið reistur. „Hásæti Hans stóð á vötnunum.“ Íhuga þetta í hjarta þínu, að þú megir skilja merkingu þess. Seg: Lof sé Guði, Drottni allra veraldanna.
19
Sérhverju skilningsríku og upplýstu hjarta er ljóst að Guð, hið óþekkjanlega frumeðli, hin guðdómlega verund, er ómælanlega hátt hafinn yfir sérhverja mannlega eigind, svo sem líkamlega tilvist, uppstigningu og niðurstigningu, framþróun og afturför. Fjarri sé það dýrð Hans að mannleg tunga geti vegsamað Hann að verðleikum eða mannshjartað skilið ómælisdul Hans. Hann er og hefur ætíð verið hjúpaður aldinni eilífð verundar sinnar og veruleiki Hans verður hulinn sjónum manna um allar aldir. „Enginn fær litið Hann augum, en sýn Hans spannar allt sem er. Hann er hinn óræði, sá er allt veit og skilur.“…
Þar sem dyrnar að þekkingu á Hinum aldna eru þannig luktar öllum verum, hefur uppspretta óendanlegrar náðar samkvæmt þessum orðum Hans: „Náð Hans hefur sigrað alla hluti; náð Mín hefur umlukið þá alla,“ látið þessar skínandi gersemar heilagleikans birtast úr ríki andans í göfugri mynd mannlegs musteris og opinberað þá öllum mönnum til þess að þeir geti skýrt heiminum frá leyndardómum Hinnar óbreytilegu verundar og sagt frá óræðum eigindum óforgengilegs eðlis Hans.
Þessir helguðu speglar, þessar sólir aldinnar dýrðar, eru hér á jörðu allir sem einn útskýrendur Hans sem er miðlægur ljósgjafi alheimsins, innsta eðli Hans og hinsta áform. Frá Honum kemur þekking þeirra og vald, frá Honum fá þeir yfirráð sín. Fegurð ásýnda þeirra endurspeglar aðeins ímynd Hans og opinberun þeirra er tákn um eilífa dýrð Hans. Þeir eru fjársjóðir himneskrar þekkingar og vörsluhafar guðdómlegrar visku. Fyrir þá veitist náð sem engan enda tekur og sakir þeirra opinberast ljós sem getur aldrei bliknað.… Þessi musteri heilagleikans, þessir frumspeglar sem endurvarpa ljósi ófölnandi dýrðar, eru aðeins tákn Hans sem er ósýnilegastur alls hins ósýnilega. Með opinberun þessara gersema guðdómlegrar dyggðar birtast öll nöfn og eigindir Guðs, svo sem þekking og vald, yfirráð og drottinvald, náð og viska, dýrð, hylli og miskunn.
Þessar eigindir Guðs eru ekki og hafa aldrei verið veittar sumum spámannanna sérstaklega og öðrum ekki. Nei, allir spámenn Guðs, eftirlæti Hans, heilagir og útvaldir boðberar Hans, bera án undantekninga nöfn Hans og eru holdtekjur eiginda Hans. Hið eina sem skilur þá að er kraftur opinberunar þeirra og hlutfallslegur máttur ljóssins sem frá þeim stafar. Líkt og Hann hefur opinberað: „Suma postulana höfum Vér látið skara fram úr hinum.“
Auðsætt er af þessu að ljós takmarkalausra nafna og upphafinna eiginda Guðs hefur endurspeglast í opinberendum Hans og Hans útvöldu, jafnvel þótt svo kunni að virðast að ljós sumra þessara eiginda hafi ekki ávallt opinberast augum manna frá þessum skínandi musterum. Þótt virðast kunni að þessar verundir andlegrar lausnar hafi ekki opinberað ákveðna eigind Guðs þýðir það engan veginn að þessar sólir eiginda Guðs og hirslur heilagra nafna Hans hafi í raun ekki búið yfir henni. Þess vegna hafa allar þessar upplýstu sálir, þessar ægifögru ásýndir, verið gæddar öllum eigindum Guðs, svo sem drottinvaldi, yfirráðum og öðru slíku, jafnvel þótt þeir hið ytra virtust rúnir allri jarðneskri tign.…
20
Vit með vissu að Hinn óséði getur á engan hátt líkamnað eðlisgerð sína og opinberað hana mönnum. Hann er og hefur ætíð verið ómælanlega hátt hafinn yfir alla tjáningu eða skynjun. Frá athvarfi dýrðar sinnar kunngerir rödd Hans án afláts: „Sannlega er Ég Guð; enginn er Guð nema Ég, hinn alvitri og alvísi. Ég hef opinberað Mig mönnum og sent niður þann sem er dagsbrún tákna opinberunar Minnar. Með fulltingi Hans hef Ég látið allt sköpunarverkið bera því vitni að enginn er Guð nema Hann, hinn óviðjafnanlegi og alvitri, hinn alvísi.“ Hann sem er að eilífu hulinn sjónum manna er aðeins hægt að þekkja af opinberanda Hans og opinberandi Hans getur ekki gefið neina frekari staðfestingu á sannleiksgildi ætlunarverks síns en sína eigin persónu.
21
Ó ! Dyrnar að þekkingu á Hinum aldna hafa ætíð verið og verða ætíð luktar sjónum manna. Mannlegur skilningur mun aldrei fá aðgang að heilögu aðsetri Hans. Sem tákn um miskunn sína og staðfestingu á gæsku sinni hefur Hann opinberað mönnum sólir himneskrar leiðsagnar, tákn guðdómlegrar einingar sinnar, og mælt svo fyrir að þekking á þessum heilögu verum jafngildi þekkingu á Hans eigin sjálfi. Hver sem þekkir þá hefur þekkt Guð. Hver sem hlýðir kalli þeirra hefur hlýtt á rödd Guðs og hver sem vitnar um sannleika opinberunar þeirra hefur vitnað um sannleika Guðs sjálfs. Hver sem snýr við þeim baki hefur snúið baki við Guði og hver sem ekki trúir á þá hefur ekki trúað á Guð. Sérhver þeirra er vegur Guðs sem tengir þessa veröld ríkjunum hið efra og mælikvarði sannleika Hans öllum í ríkjum jarðar og himins. Þeir eru opinberendur Guðs meðal manna, vitnisburður um sannleika Hans og tákn dýrðar Hans.
22
Þeir sem varðveita trúnað Guðs birtast þjóðum jarðar sem útskýrendur nýs málstaðar og þeir opinbera nýjan boðskap. Þar sem þessir fuglar hins himneska hásætis eru allir sendir niður frá himni vilja Guðs og þar sem þeir hefjast allir handa um að kunngera ómótstæðilega trú Hans, er litið á þá sem eina sál og eina og sömu persónu. Því allir drekka þeir af sama bikar Guðs ástar og neyta af ávexti eins og sama trés einingarinnar.
Sérhver þessara opinberenda Guðs gegnir tvíþættri stöðu. Önnur er staða fullkomins andlegleika og eðliseiningar, þannig að ef þú nefnir þá alla sama nafni og eignar þeim sömu eigindir hefur þú ekki villst frá sannleikanum. Líkt og Hann hefur opinberað: „Engan greinarmun gerum Vér á boðberum Hans!“ Því að sérhver þeirra býður þjóðum jarðarinnar að viðurkenna einingu Guðs og flytur þeim takmarkalausrar náðar og mildi. Þeir eru allir prýddir kyrtli spámennsku og heiðraðir með skikkju dýrðar. Þess vegna hefur , punktur , opinberað: „Ég er allir spámennirnir.“ Einnig segir Hann: „Ég er hinn fyrsti Adam, Nói, og Jesús.“ Á svipaða lund voru staðhæfingar . Slíkar yfirlýsingar sem gefa til kynna eðliseiningu þessara boðbera einingar hafa einnig borist úr farvegum ódauðlegra orða Guðs og þeim fjárhirslum sem geyma eðalsteina guðdómlegrar þekkingar, og verið skráðar í helgar bækur. Þessar ásýndir taka við guðlegum fyrirmælum og eru dagsbrúnir opinberunar Hans. Þessi opinberun er hafin yfir blæjur margfeldni og takmarkanir talna. Hann mælti svo: „Málstaður Vor er aðeins einn.“ Þar eð málstaðurinn er einn og hinn sami, hljóta opinberendur Hans einnig að vera einn og hinn sami. Sömuleiðis hafa íslams, þessir lampar fullvissunnar, sagt: „ er okkar fyrsti, okkar síðasti, okkar allt.“
Þér er það ljóst að allir spámennirnir eru musteri málstaðar Guðs sem hafa birst í ýmsum klæðum. Ef þú aðgættir glöggum augum sæir þú þá alla dvelja í sömu tjaldbúð, svífa á sama himni, sitja í sama hásæti, mæla sömu orð og boða sömu trú. Slík er eining þessara eðliskjarna verundarinnar, þessara ljósgjafa ómælanlegrar og takmarkalausrar dýrðar! Ef einn þessara opinberenda heilagleikans kunngerði: „Ég er endurkoma allra spámannanna,“ segði Hann vissulega sannleikann. Á sama hátt er endurkoma fyrri opinberunar staðreynd sem er tryggilega staðfest í næstu opinberun.…
Hin er staða auðkenna og tilheyrir heimi sköpunar og takmörkunum hans. Í þeim skilningi hefur sérhver opinberandi Guðs sérstök einstaklingseinkenni, fyrirhugað ætlunarverk, forákvarðaða opinberun og sérstaklega tilgreindar takmarkanir. Sérhver þeirra er þekktur undir sérstöku nafni, ber ákveðin einkenni, uppfyllir tiltekið verkefni og er treyst fyrir sérstakri opinberun. Líkt og Hann sagði: „Suma postulana höfum Vér látið skara fram úr hinum. Við suma hefur Guð talað, aðra hefur Hann reist upp og gert dýrlega. Og Jesú, syni Maríu, gáfum Vér augljós tákn og Vér styrktum Hann heilögum anda.“
Það er vegna þessa greinarmunar á stöðu þeirra og ætlunarverki að orðin og ummælin sem streyma frá þessum uppsprettum guðdómlegrar þekkingar virðast ósamhljóða. Að öðru leyti eru öll ummæli þeirra í raun og veru aðeins tjáning eins sannleika í augum þeirra sem eru innvígðir í leyndardóma guðdómlegrar visku. Þar sem flestum mönnum hefur mistekist að meta að verðleikum þær stöður sem Vér höfum vísað til fyllast þeir ótta og úrræðaleysi vegna mismunandi ummæla opinberenda sem eru í eðli sínu einn og hinn sami.
Það hefur ætíð verið ljóst að allan þennan greinarmun á orðum þeirra má rekja til greinarmuns á stöðu þeirra. Þannig hafa eigindir guðdóms, guðdómleika, fullkomins einstæðis og innsta eðlis frá sjónarhorni einingar þeirra og fullkominnar lausnar frá veröldinni vísað til þessara eðliskjarna Verundarinnar og gera það enn. Því þeir sitja allir í hásæti himneskrar opinberunar og eru grundvallaðir í sessi guðdómlegrar leyndar. Opinberun Guðs birtist með komu þeirra og ásýndir þeirra opinbera fegurð Hans. Þess vegna hefur rödd Guðs sjálfs borist frá vörum þessara opinberenda hinnar guðdómlegu Verundar.
Í ljósi annarrar stöðu þeirra – stöðu auðkenna, sundurgreiningar, tímanlegra takmarkana, einkenna og mælikvarða – opinbera þeir óbifandi þjónustu, fullkomna örbirgð og algjöra sjálfsafmáun. Því sagði Hann: „Ég er þjónn Guðs. Ég er aðeins maður eins og þið.“…
Ef einhver hinna alltumlykjandi opinberenda Guðs segði: „Ég er Guð!“ mælti Hann vissulega sannleikann og það án nokkurs vafa. Því þráfaldlega hefur verið sýnt fram á að með opinberun Hans, eigindum og nöfnum, er opinberun Guðs, nöfn Hans og eigindir birtar heiminum. Því segir Hann einnig: „Þessi spjót voru Guðs, ekki Þín!“ Einnig segir Hann: „Í sannleika sóru þeir Guði trúnað sem sóru Þér trúnað.“ Og ef einhver þeirra segði: „Ég er boðberi Guðs,“ segði Hann einnig sannleikann ótvíræðan. Líkt og Hann sagði: „ er ekki faðir neins á meðal yðar, en Hann er boðberi Guðs.“ Frá þessu sjónarhorni eru þeir allir einungis boðberar Hins fullkomna konungs, hinnar óbreytanlegu verundar. Og ef þeir allir kunngerðu: „Ég er ,“ segðu þeir vissulega sannleika sem hafinn er yfir allan vafa. Því þeir eru aðeins ein persóna, ein sál, einn andi, ein verund, ein opinberun. Þeir eru allir opinberendur „upphafsins“ og „endalokanna“, hins „fyrsta“ og hins „síðasta“, hins „séða“ og hins „óséða“ – allt á þetta við um Hann sem er innsti andi alls anda og eilífur eðliskjarni alls eðlis. Og ef þeir segðu: „Við erum þjónar Guðs,“ er það einnig ótvíræð og óhrekjandi staðreynd. Því þeir hafa opinberast í stöðu fullkominnar þjónustu, þjónustu sem enginn maður getur nokkru sinni öðlast. Þess vegna sögðu þessir eðliskjarnar Verundarinnar að orð þeirra væru orð guðdómsins, ákall Guðs sjálfs, þegar þeir voru umluktir hafdjúpum aldins og eilífs heilagleika eða svifu til háleitustu tinda guðlegra leyndardóma.
Ef augu skilnings opnuðust myndu þau sjá að einmitt í þessu ástandi hafa þeir talið sjálfa sig algjörlega útþurrkaða og án tilvistar frammi fyrir augliti Hans sem er hinn alsjáandi og óforgengilegi. Mér virðist sem þeir hafi litið á sig sem alls ekkert og talið það jafngilda guðlasti að nefna sig á nafn í þeirri heilögu návist. Því að minnsta hvískur sjálfsins í þeirri návist er vitnisburður um sjálfshafningu og óháða tilvist. Í augum þeirra sem hafa gengið þar inn er ávæningur af öllu slíku hrapalleg yfirtroðsla í sjálfu sér. Hve miklu hörmulegra væri það ekki ef eitthvað annað væri nefnt í þeirri návist; ef hjarta mannsins, tunga hans, hugur eða sál væri upptekin af einhverju öðru en Hinum ástfólgna, ef augu hans sæju einhverja ásýnd aðra en fegurð Hans, ef eyru hans hneigðust að einhverjum öðrum söng en rödd Hans og ef fætur hans fetuðu einhverja vegu aðra en Hans.…
Í krafti þessarar stöðu hafa þeir meðal annars lýst því yfir að orð þeirra væri orð Guðs um leið og þeir í krafti stöðu sinnar sem sendiboðar hafa kallað sig boðbera Guðs. Í sérhverju tilviki hafa þeir lagað orð sín að þörfum tilefnisins og eignað sjálfum sér allar þessar yfirlýsingar sem spanna ríki himneskrar opinberunar og ríki sköpunar, veldi Guðs og veldi jarðneskrar tilveru. Þess vegna eru öll orð þeirra sönn án minnsta vafa, hvort sem þau eiga við ríki guðdómleika, drottnunar, spámennsku, boðberadæmis, vörslu, postuladóms eða þjónustu. Þess vegna ber að íhuga með athygli þau orð sem Vér höfum vitnað til máli Voru til sönnunar til þess að margvísleg ummæli opinberenda Hins óséða og dagsbrúna heilagleikans hætti að glepja hugann og valda sálinni uppnámi.
23
Leið hugann að fyrri kynslóðum. Gæt að því að í hvert sinn sem opinberandi sólar guðlegs örlætis hefur fyllt heiminn ljósi opinberunar sinnar hafa samtímamenn Hans risið gegn Honum og hafnað sannleika Hans. Þeir sem voru taldir leiðtogar manna hafa undantekningarlaust reynt að aftra fylgjendum sínum að snúa sér til Hans sem er úthaf takmarkalausrar hylli Guðs.
Sjá hvernig lýðurinn varpaði Abraham, vini Guðs, í eldinn vegna dómsins sem skriftlærðir samtímamenn Hans kváðu upp; hvernig , sem ræddi við Hinn alvalda, var fordæmdur sem lygari og rógberi. Íhuga hvernig óvinir Jesú, anda Guðs, léku Hann þrátt fyrir mikla auðmýkt Hans og fullkomna hjartagæsku. Svo heiftug var andstaðan gegn Honum, þessum eðliskjarna Verundar og Drottni hins sýnilega og ósýnilega, að Hann átti hvergi höfði sínu að halla. Hann reikaði stöðugt frá einum stað til annars, sviptur varanlegum dvalarstað. Hugleið hlutskipti , , megi lífi alls annars verða fórnað Honum. Hversu þungbærar voru ekki raunirnar sem leiðtogar gyðinga og hjáguðadýrkendanna létu rigna yfir Hann, sem er allsráðandi Drottinn, vegna þess að Hann kunngerði einingu Guðs og staðfesti sannleika boðskapar Hans! Ég sver við réttlæti málstaðar Míns! Penni Minn kveinar og allt sem skapað er grætur sáran vegna þeirra þjáninga sem Hann þoldi af hendi þeirra sem hafa rofið sáttmála Guðs, brotið gegn fyrirmælum erfðaskrár Hans, hafnað staðfestingum Hans og borið brigður á tákn Hans. Þannig skýrum Vér þér frá því sem gerðist fyrr á dögum svo að þú fáir skilið.
Þér er ljóst hversu sárt spámenn Guðs, boðberar Hans og Hans útvöldu hafa verið leiknir. Hugleið um stund hvatirnar og ástæðurnar að baki slíkum ofsóknum. Aldrei í neinu trúarkerfi hafa spámenn Guðs sloppið undan guðlasti óvina sinna, grimmd kúgaranna og fordæmingu lærðra samtímamanna sem komu fram undir yfirskini ráðvendni og guðrækni. Nótt sem dag þoldu þeir slíkar raunir að ekkert fær metið þær nema þekking hins eina sanna Guðs, upphafin sé dýrð Hans.
Leið hugann að þessum Rangtleikna. Þótt skýrustu sannanir liggi fyrir um sannleika málstaðar Hans, þótt ótvíræðir spádómar Hans hafi ræst og þótt Hann teljist ekki til lærdómsmanna, sé óskólagenginn og óreyndur í þeim kappræðum sem tíðkast meðal klerkanna, hefur Hann úthellt mikilli og guðlega innblásinni þekkingu sinni yfir mennina. Sjá hvernig þessi kynslóð hefur samt hafnað myndugleika Hans og risið gegn Honum! Hann hefur mestallt líf sitt verið þjakaður í klóm óvina sinna. Þjáningar Hans hafa nú náð hámarki í þessari kvalafullu prísund sem kúgarar Hans hafa svo ranglega varpað Honum í. Guð gefi að þú sjáir skýrri sýn og geislandi hjarta það sem hefur gerst og er að gerast, og getir í hjarta þínu viðurkennt það sem flestum mönnum hefur ekki tekist að skilja á þessum degi. Guð gefi að þú finnir ljúfa angan þessa dags Hans, eignist hlut í takmarkalausri úthellingu náðar Hans, drekkir fylli þína sakir náðar Hans og hylli úr hafinu mesta sem brimar á þessum degi í nafni Hins aldna konungs, og verðir stöðugur og óhaggandi sem fjallið í málstað Hans.
Seg: Dýrð sé Þér sem hefur látið alla heilaga játa hjálparleysi sitt frammi fyrir margvíslegum opinberunum máttar Þíns og sérhvern spámann viðurkenna tilvistarleysi sitt frammi fyrir ljóma eilífrar dýrðar Þinnar. Ég bið Þig við nafn Þitt sem hefur opnað hlið himinsins og fyllt herskara himnanna sælu, að gera mér kleift að þjóna Þér á þessum degi og styrkja mig til að gæta þess sem Þú mæltir fyrir um í bók Þinni. Þú veist, ó Drottinn minn, hvað býr í mér, en ég veit ekki hvað býr í Þér. Þú ert hinn alvitri og alvísi.
24
Sýnið aðgát, ó þér sem trúið á einingu Guðs, að þér freistist ekki til að gera minnsta greinarmun á opinberendum málstaðar Hans eða gera upp á milli táknanna sem hafa boðað og komið í kjölfar opinberunar þeirra. Þetta er í sannleika merking guðlegrar einingar, ef þér teljist með þeim sem skilja og trúa þessum sannleika. Verið þess einnig fullvissir að gerðir og hegðun sérhvers opinberanda Guðs, nei, hvaðeina sem þeim viðkemur og þeir kunna að opinbera í framtíðinni, er fastráðið af Guði og endurspeglar vilja Hans og ásetning. Hver sem gerir minnsta greinarmun á persónum þeirra, orðum, boðskap, gerðum og hegðun hefur að sönnu ekki trúað á Guð, hafnað táknum Hans og svikið málstað boðbera Hans.
25
Það er augljóst að sérhver öld sem opinberandi Guðs lifir á er guðlega áformuð og hana má í vissum skilningi nefna tilsettan dag Guðs. Þessi dagur er þó einstæður og hann ber að greina frá fyrri dögum. Heitið „“ lýsir til fulls hárri stöðu hans. Spámannshringurinn hefur að sönnu lokast. Sannleikurinn eilífi er kominn. Hann hefur hafið upp gunnfána valds og úthellir á þessari stundu yfir heiminn skýlausum ljóma opinberunar sinnar.
26
Lof sé Guði, eiganda alls, konungi óviðjafnanlegrar dýrðar, lof sem er ómælanlega upphafið yfir skilning alls sem skapað er og æðra allri mannlegri hugsun. Enginn annar en Hann hefur nokkru sinni getað fært Honum verðuga lofgjörð og engum mun nokkru sinni takast að lýsa til fulls dýrð Hans. Hver getur fullyrt að hann hafi náð til hæða upphafinnar verundar Hans og hvaða hugur getur kafað regindjúp leyndardóms Hans? Frá sérhverri opinberun sem streymir frá uppsprettu dýrðar Hans hafa birst heilagir og takmarkalausir vitnisburðir óumræðilegs ljóma, og frá sérhverri birtingu ósigrandi máttar Hans hafa streymt úthöf eilífs ljóss. Hversu óumræðilega upphafnir eru ekki dásamlegir vitnisburðir ofurveldis Hans. Ef minnsti vottur þeirra snerti þá myndi hann gjöreyða öllu sem er á himnum og jörðu! Hve ólýsanlega háleit eru ekki kennimerkin um fullkomið vald Hans. Aðeins eitt tákn þeirra, hversu lítilfjörlegt sem það kann að vera, er ofar skilningi alls sem hefur verið skapað frá því upphafi sem á sér ekkert upphaf, eða verður skapað í framtíðinni til þess endis sem á sér engan endi. Allar holdtekjur nafna Hans reika í eyðimörk leitar, sárþyrstar og fullar löngunar að uppgötva verund Hans, og allir opinberendur eiginda Hans sárbæna Hann frá heilagleikans um að afhjúpa leyndardóm sinn.
Dropi úr svellandi hafi takmarkalausrar miskunnar Hans hefur prýtt alla sköpunina djásni tilvistar og andinn sem berst frá óviðjafnanlegri paradís Hans hefur íklætt allar verur kyrtli heilagleika Hans og dýrðar. Örsmár dropi úr ómælisdjúpi alvoldugs og alltumlykjandi vilja Hans hefur úr algjöru tilvistarleysi kallað fram sköpunarverk sem er óendanlegt og líður ekki undir lok. Ekkert lát getur orðið á furðuverkum veglyndis Hans og aldrei verður hægt að stöðva framrás náðarríkra miskunnsemda Hans. Ferli sköpunar Hans á sér ekkert upphaf og getur aldrei tekið enda.
Á hverri öld og í hverri hringrás hefur Hann endurskapað allt sem er með geisladýrðinni frá þeim sem opinbera undursamlega verund Hans til þess að allt sem endurspeglar tákn dýrðar Hans á himni og jörðu fari ekki varhluta af úthellingu náðar Hans né örvænti um regn gjafa Hans. Hve alltumlykjandi eru eigi dásemdarverk takmarkalausrar miskunnar Hans! Sjá hvernig þau hafa umvafið allt sköpunarverkið. Slíkt er ágæti þeirra að ekki er að finna eina öreind í öllum alheimi sem ekki ber vitni um mátt Hans, vegsamar heilagt nafn Hans og geislar ljósi einingar Hans. Svo fullkomin og altæk er sköpun Hans að enginn hugur, hversu skarpur sem hann er, og ekkert hjarta, hversu hreint sem það er, getur nokkru sinni skilið eðli hinnar þýðingarminnstu af skepnum Hans, hversu miklu síður leyndardóm Hans sem er sól sannleikans, hins ósýnilega og óþekkjanlega eðlis. Hugmyndir dyggustu dulsjáenda, afrek hinna hæfustu meðal manna, mesta lof sem tungan getur tjáð eða penninn ritað – allt eru þetta afurðir endanlegs huga mannsins og háð takmörkunum hans. Tíu þúsund spámenn, sérhver þeirra , standa þrumulostnir á leitar sinnar við ógnvekjandi raust Hans, „Þú munt aldrei líta Mig!“; og aragrúi boðbera, sérhver þeirra á við Jesúm, standa lostnir ógn við himnesk hásæti sín er þeir heyra forboð Hans: „Eðli Mitt færð þú aldrei skilið!“ Frá ómunatíð hefur Hann verið hjúpaður ósegjanlegum heilagleika síns upphafna sjálfs og verður að eilífu sveipaður órannsakanlegum leyndardómi óþekkjanlegs eðlis síns. Sérhver tilraun til að öðlast skilning á ótilkvæmilegum veruleika Hans hefur endað í fullkomnu ráðleysi og sérhver tilraun til að nálgast upphafið sjálf Hans og gera sér grein fyrir eðli Hans hefur endað í vonleysi og uppgjöf.
Hve torveld reynist mér, þýðingarlítill sem ég er, viðleitni mín til að rýna í heilög djúp þekkingar Þinnar! Hve fánýtar eru ekki tilraunir mínar til að leiða mér fyrir sjónir mikilleika valdsins sem býr í verkum handa Þinna – opinberun skapandi máttar Þíns! Hvernig getur auga mitt sem enga hæfni hefur til að greina sjálft sig fullyrt að það fái greint eðli Þitt, og hvernig getur hjarta mitt, sem nú þegar þrýtur mátt til að skilja þýðingu sinna eigin möguleika, látið sem það hafi skilið eðlisgerð Þína? Hvernig get ég staðhæft að ég hafi þekkt Þig þegar allt sköpunarverkið stendur ráðþrota frammi fyrir leyndardómi Þínum, og hvernig get ég sagt að ég hafi ekki þekkt Þig þegar, sjá, allur alheimurinn kunngerir návist Þína og ber sannleika Þínum vitni? Hlið náðar Þinnar hafa um alla eilífð staðið opin og leiðirnar til að nálgast Þig gerðar greiðfærar öllu sem skapað er, og opinberanir óviðjafnanlegrar fegurðar Þinnar hafa ævinlega verið greyptar í veruleika allra verunda, sýnilegra og ósýnilegra. Þrátt fyrir þessa náðarsamlegustu hylli, þessa fullkomnu og æðstu gjöf, er ég knúinn til að bera því vitni að aðsetur heilagleika Þíns og dýrðar er ómælanlega hátt hafið yfir þekkingu allra nema Þín sjálfs og leyndardómur návistar Þinnar er órannsakanlegur sérhverjum huga nema Þínum eigin. Enginn nema Þú getur afhjúpað leyndardóm eðliseiginda Þinna og ekkert nema yfirskilvitlegt eðli Þitt fær skilið veruleika óþekkjanlegrar verundar Þinnar. Hve fjölmargar eru ekki þær himnesku og aldýrlegu verur sem hafa reikað alla daga lífs síns í eyðimörk aðskilnaðar frá Þér og mistekist að lokum að finna Þig! Hve ótalmargar voru ekki þær helguðu og ódauðlegu sálir sem ráfuðu týndar og ráðvilltar á auðnum leitar sinnar þegar þær reyndu að líta ásýnd Þína! Óteljandi eru þeir áköfu elskendur Þínir sem eyðandi eldur fjarlægðar frá Þér sökkti og tortímdi og óteljandi þær trúföstu sálir sem fúslega gáfu líf sitt í von um að líta ljós ásýndar Þinnar. Andvörp og kveinstafir þessara löngunarfullu hjartna sem þyrstir eftir Þér geta aldrei náð til heilags aðseturs Þíns né heldur getur harmakvein vegfarendanna, sem þrá að ganga fram fyrir auglit Þitt, borist til sætis dýrðar Þinnar.
27
Allt lof sé einingu Guðs og allur heiður Honum, allsráðandi Drottni, hinum óviðjafnanlega og aldýrlega stjórnanda alheimsins, sem úr fullkominni eiveru hefur kallað fram veruleika allra hluta, sem úr alls engu hefur kallað til verundar fáguðustu og fíngerðustu þætti sköpunar sinnar, bjargað skepnum sínum frá niðurlægingu fjarlægðar og úr háska endanlegrar útslokknunar og veitt þeim viðtöku í ríki óforgengilegrar dýrðar sinnar. Engu nema alltumlykjandi náð Hans og fullkominni miskunn gæti hafa tekist það. Hvernig hefði að öðrum kosti verið kleift fyrir fullkomna eiveru að öðlast af sjálfu sér verðskuldun og hæfni til að hverfa úr tilvistarleysi til ríkis verundar?
Er Hann hafði skapað heiminn og allt sem í honum lifir og hrærist, kaus Hann með beinum tilverknaði óhefts og allsráðandi vilja síns að miðla manninum einstæðum auðkennum og hæfni að þekkja Hann og elska. Á þá hæfni verður að líta sem hina skapandi hvöt að baki öllu sköpunarverkinu og frumtilgang þess.… Yfir innsta veruleika sérhvers skapaðs hlutar úthellti Hann ljósi eins af nöfnum sínum og gerði hann að viðtakanda dýrðar einnar eiginda sinna. En í veruleika mannsins safnaði Hann saman geisladýrð allra nafna sinna og eiginda og gerði hann að spegli síns eigin sjálfs. Af öllu sem skapað er hefur manninum einum verið veitt svo dýrmæt gjöf, svo óforgengileg hylli.
Þessir kraftar sem sól guðlegrar hylli og uppspretta himneskrar leiðsagnar hefur gætt veruleika mannsins eru þó duldir sem möguleikar í eðli hans eins og loginn á kertinu og ljósið í lampanum. Veraldlegar ástríður geta myrkvað ljóma þessara krafta líkt og ryk og sori á speglinum geta hulið ljós sólarinnar. Það kviknar ekki sjálfkrafa á kertinu eða lampanum og spegillinn getur aldrei hreinsað sjálfan sig af rykinu. Því er auðsætt að lampinn lýsir ekki fyrr en eldur hefur verið kveiktur og sé spegillinn ekki fægður getur hann aldrei birt ímynd sólarinnar né endurspeglað ljós hennar og dýrð.
Og þar eð engin bein tengsl eru á milli hins eina sanna Guðs og sköpunar Hans og enginn samjöfnuður milli hins hverfula og hins eilífa, hins stundlega og hins algilda, hefur Hann fastráðið að á hverri öld og í sérhverju trúarkerfi skuli hrein og flekklaus sál opinberast í ríkjum himins og jarðar. Þessa fíngerðu, leyndardómsfullu og ljósvakakenndu Verund hefur Hann gætt tvíþættri eðlisgerð: líkamlegri af heimi efnisins og andlegri af eðlisgerð Guðs sjálfs. Hann hefur auk þess veitt Honum tvíþætta stöðu. Í hinni fyrri sem tengist innsta veruleika Hans, birtist Hann sem rödd Guðs sjálfs. Þetta vottar : „Margvísleg og leyndardómsfull eru tengsl Mín við Guð. Ég er Hann og Hann er Ég, nema hvað ég er sá sem ég er og Hann sá sem Hann er.“ Og auk þess orðin: „Rís upp, ó , því sjá, elskandinn og Hinn ástfólgni sameinast og verða eitt í Þér.“ Hann sagði einnig: „Alls engin munur er á Þér og þeim nema hvað þeir eru þjónar Þínir.“ Hin staðan er staða mannsins eins og eftirfarandi orð sýna: „Ég er aðeins maður eins og þið.“ „Seg, lof sé Drottni mínum! Er ég annað og meira en maður, postuli?“ Þessir eðliskjarnar andlegrar lausnar, þessir geislandi veruleikar eru farvegir alltumlykjandi náðar Guðs. Leiddir ljósi óskeikullar leiðsagnar eru þeim falin æðstu yfirráð og boðið að nota innblástur orða sinna, úthellingu óbrigðullar miskunnar og helgandi andblæ opinberunar sinnar til að hreinsa sérhvert löngunarfullt hjarta og sérhvern móttækilegan anda af ryki og sora jarðneskra takmarkana og áhyggjuefna. Þá og aðeins þá, mun vörslufé Guðs sem dulið er í veruleika mannsins birtast geislandi eins og rísandi sól guðlegrar opinberunar að baki hinni hjúpandi blæju og reisa fána opinberaðrar dýrðar sinnar á tindum mannshjartnanna.
Í fyrrnefndum málsgreinum og vísbendingum kemur ótvírætt fram að í ríkjum jarðar og himins verður að birtast Verund, eðliskjarni sem verða á farvegur náðar guðdómsins sjálfs og opinberandi allsráðandi Drottins allra manna. Fyrir kenningar þessarar sólar sannleikans þroskast sérhver maður og tekur framförum uns hann nær þeirri stöðu þar sem hann getur birt alla þá duldu krafta sem eru fólgnir í hans innsta og sanna sjálfi. Það er í þessum tilgangi sem spámenn Guðs og Hans útvöldu hafa birst meðal manna á hverri öld og í hverju trúarkerfi og sýnt þess konar vald sem fætt er af Guði og þess konar mátt sem aðeins Hinn eilífi getur opinberað.
Getur heilbrigður hugur nokkru sinni ímyndað sér í fullri alvöru að vegna tiltekinna orða sem hann ekki fær skilið hafi hlið takmarkalausrar handleiðslu Guðs lokast frammi fyrir augliti manna? Getur hann nokkru sinni gert sér í hugarlund að þessar guðdómlegu sólir, þessi geislandi ljósgjafar, eigi sér upphaf eða endi? Hvaða steypiflóð kemst í samjöfnuð við úrhelli alltumlykjandi náðar Hans og hvaða blessun er fremri vitnisburðinum um svo mikla og altæka miskunn? Enginn vafi getur leikið á því að ef flóð miskunnar Hans og náðar hætti eitt andartak að streyma yfir heiminn myndi hann fullkomlega tortímast. Af þessari ástæðu og frá því upphafi sem á sér ekkert upphaf hafa hlið guðlegrar miskunnar staðið opin á gátt fyrir öllu sem skapað er og gjafir Hans og náð mun streyma úr skýjum sannleika Hans yfir jörð mannlegrar hæfni, veruleika og persónuleika, allt til þess endis sem á sér engan endi. Slík hefur aðferð Guðs verið frá eilífð til eilífðar.
28
Sæll er sá sem rís upp og þjónar málstað Mínum og vegsamar alfagurt nafn Mitt. Tak föstu taki um bók Mína og fylg staðfastlega öllum boðum sem Drottinn þinn, yfirbjóðandinn, hinn alvitri, hefur skráð í hana. Sjá, ó , hvernig orð og gerðir fylgjenda -íslam hafa dregið úr þeim fögnuði og eldmóði sem ríkti á fyrstu dögum trúarinnar og flekkað ósnortinn ljóma hennar. Meðan þeir enn héldu fast við fyrirmælin sem tengdust nafni spámanns þeirra, Drottni mannkyns, á upphafsdögum trúarinnar var ferill þeirra ein samfelld sigurganga. Er þeir smám saman villtust af vegi fullkomins leiðtoga síns og meistara, sneru sér frá ljósi Guðs, spilltu meginreglu guðlegrar einingar Hans og beindu athygli sinni í auknum mæli að þeim sem einungis birtu máttinn sem bjó í orði Hans, snerist styrkur þeirra í veikleika, dýrð þeirra í smán, hugrekki þeirra í ótta. Þú sérð í hvers konar ógöngur þeir hafa ratað. Sjá hvernig þeir hafa eignað Honum, sem er miðdepill guðlegrar einingar, jafningja. Sjá hvernig misgerðir þeirra hafa á upprisudeginum hindrað þá frá að viðurkenna orð sannleikans, upphafin sé dýrð Hans. Vér berum þá von í brjósti að þetta fólk muni héðan í frá verja sig fánýtum vonum og hégómlegum hugarburði og öðlast sannan skilning á þýðingu guðdómlegrar einingar.
Persóna opinberandans hefur ætíð verið fulltrúi og talsmaður Guðs. Hann er í sannleika sól ágætustu nafna Guðs og dagsbrún upphafinna eiginda Hans. Séu einhverjir taldir jafningjar Hans og ígildi Hans eigin persónu, hvernig er þá hægt að halda því fram að Hin guðdómlega verund sé ein og óviðjafnanleg og eðli hennar ódeilanlegt og án jafningja? Hugleið það sem Vér höfum með valdi sannleikans opinberað þér og tilheyr þeim sem skilja merkingu þess.
29
Tilgangur Guðs með sköpun mannsins hefur verið og verður ætíð sá að gera honum kleift að þekkja skapara sinn og komast í návist Hans. Þessu ágætasta markmiði, þessum æðsta tilgangi, bera allar himneskar bækur og guðdómlega opinberuð og mikilsverð helgirit einróma vitni. Hver sem borið hefur kennsl á dagsbrún guðlegrar leiðsagnar og gengið inn í heilagt aðsetur Hans hefur nálgast Guð og komist í návist Hans, sem er hin raunverulega paradís. Háleitustu híbýli himinsins eru aðeins tákn þeirrar návistar. Slíkur maður hefur öðlast þekkingu á stöðu Hans sem er „í tveggja örskota nánd“ og stendur handan . Sá sem ekki ber kennsl á Hann hefur kallað yfir sig eymd fjarlægðar og sú fjarlægð er ekkert annað en fullkomin eivera og kjarni hins neðsta elds. Þetta verður hlutskipti hans þótt hann hið ytra skipi öndvegi í heiminum og sitji þar á hæstu tignarsessum.
Hann sem er sól sannleikans er án efa fullfær um að frelsa vegvilltar sálir frá slíkri fjarlægð og leiða þær á sinn fund í heilögum griðastað sínum. „Hefði Guði þóknast hefði Hann vissulega gert alla menn að einni þjóð.“ Tilgangur Hans er þó sá að gera þeim sem eru hreinir í anda og frjálsir í hjarta kleift að ná til stranda Hins mesta hafs í krafti áskapaðs valds síns svo hægt sé að þekkja og aðgreina þá sem leita fegurðar Hins aldýrlega frá hinum vegvilltu og öfugsnúnu. Slík er ákvörðun Hins aldýrlega og skínandi penna.…
Þetta sama lögmál aðskilnaðar og sundurgreiningar má einnig sjá að baki þeirri ráðsályktun Guðs að ætíð þegar opinberendur guðlegs réttlætis, dagsbrúnir himneskrar náðar, birtast meðal manna eru þeir rúnir öllu jarðnesku valdi og sviptir tækifærum til veraldlegra yfirráða. Ef Hin eilífa verund birti allt sem í Honum býr, ef Hann skini í fyllingu dýrðar sinnar, myndi enginn draga vald Hans í efa né afneita sannleika Hans. Nei, vitnisburðurinn um ljós Hans mundi gera alla sköpunina höggdofa og ljósta hana slíkri furðu að hún yrði að alls engu. Hvernig væri þá hægt að greina hina guðlegu frá hinum villuráfandi?
Þessi meginregla hefur verið í gildi í öllum fyrri trúarkerfum og fengið ríkulega staðfestingu.… Þetta er ástæðan fyrir því að hvert sinn sem nýr boðberi Guðs kom fram og birti yfirskilvitlegt vald sitt að nýju, villti þessi opinberun Hinnar eilífu og óviðjafnanlegu fegurðar í klæðum dauðlegra manna þeim sýn sem ekki trúðu á Hann og aftraði þeim að bera kennsl á Hann. Þeir hafa villst af vegi Hans og forðast samneyti við Hann – samneyti sem er tákn návistar við Guð. Þeir hafa jafnvel hafist handa um að fækka í röðum hinna trúföstu og útrýma þeim sem trúðu á Hann.
Sjá hvernig hinir fákænu og einskisverðu hafa í þessu trúarkerfi lifað í þeirri sælu trú að með því að beita aðferðum eins og fjöldamorðum, þjófnaði og útlegðardómum geti þeir slökkt ljósið sem hönd guðlegs valds hefur tendrað í lampa sínum eða myrkvað sól eilífrar dýrðar. Hve fullkomlega óvitandi virðast þeir ekki vera um þau sannindi að slík andstaða er olían sem nærir logann í þessum lampa! Slíkt er skapandi afl Guðs. Hann breytir hverju sem Honum líst; Hann hefur vissulega vald yfir öllu sem er.…
Íhugið ávallt yfirráð Hins fullkomna konungs og lítið kennimerki valds Hans og æðstu áhrifa. Helgið eyru yðar frá fánýtu hjali þeirra sem eru tákn afneitunar og málsvarar ofbeldis og heiftar. Sú stund nálgast er þér munuð sjá vald hins eina sanna Guðs sigrast á öllu sem skapað er og tákn yfirráða Hans umlykja allt sköpunarverkið. Á þeim degi munuð þér uppgötva hvernig allt annað en Hann hverfur í gleymskunnar djúp og telst án tilvistar.
Þess ber þó að minnast að ekki er undir neinum kringumstæðum hægt að rjúfa tengslin milli Guðs og opinberenda Hans og þeirrar tignar og mikilfengleika sem tilheyrir innsta eðli þeirra. Nei, tign og mikilleiki eru í sjálfu sér sköpun orðs Hans, ef þér kjósið að sjá með Mínum augum en ekki yðar eigin.
30
Guð ber því vitni að enginn er Guð nema Hann, hinn miskunnsami og ástfólgnasti. Öll náð og hylli er Hans. Hverjum sem Hann vill gefur Hann hvaðeina sem Honum þóknast. Hann er vissulega hinn alvoldugi og almáttugi, hjálpin í nauðum, hinn sjálfumnógi. Vér játum vissulega trú Vora á Hann sem í persónu var sendur niður fyrir vilja hins eina sanna Guðs, konungs konunga, hins altignaða. Vér sverjum auk þess trúnað Honum sem fyrirhugað er að birtast á tíma og einnig þeim sem koma á eftir Honum allt til þeirra endaloka sem eiga sér engan endi. Í opinberun sérhvers þeirra sjáum Vér eingöngu opinberun Guðs, bæði hið ytra og innra, ef þér teljist til þeirra sem skilja. Sérhver þeirra er spegill Guðs sem endurspeglar aðeins sjálf Hans, fegurð, mátt og dýrð, ef þér viljið skilja. Á alla aðra en þá ber að líta sem spegla er geta birt dýrð þessara opinberenda sem sjálfir eru frumspeglar Hinnar himnesku verundar, ef þér eruð ekki rúnir skilningi. Enginn fær nokkru sinni umflúið þá og ekki er heldur hægt að koma í veg fyrir að þeir nái markmiði sínum. Þessir speglar munu að eilífu taka við hver af öðrum og halda áfram að endurvarpa ljósi Hins aldna. Þeir sem endurspegla ljós þeirra verða einnig til um alla eilífð því ekkert lát getur orðið á náð Guðs. Þetta er sannleikur sem enginn fær hrakið.
31
Íhuga með innra auga þínu samfellda röð opinberanna allt frá opinberun Adams til opinberunar . Ég votta frammi fyrir Guði að sérhver þessara opinberenda var sendur niður fyrir tilbeina guðlegs vilja og áforms, að hver og einn þeirra flutti sérstakan boðskap, sérhverjum þeirra var trúað fyrir opinberaðri bók Guðs og falið að afhjúpa leyndardóma máttugrar töflu. Umfang opinberunarinnar sem hver og einn þeirra var kenndur við var forákvarðað. Þetta er í sannlega tákn um miskunn Vora með þeim, ef þér teljist til þeirra sem skilja þann sannleika.… Og þegar þetta ferli stighækkandi opinberunar náði hámarki á þeim tíma er óviðjafnanleg, sannheilög og upphöfnust ásýnd Hans átti að opinberast augum manna kaus Hann að hylja sitt eigið sjálf þúsund blæjum til þess að guðlaus og dauðleg augu gætu ekki litið dýrð Hans. Þetta gerði Hann á þeim tíma þegar táknum og kennimerkjum þeirrar opinberunar sem Guð hafði fyrirhugað var úthellt yfir Hann. Enginn getur fest tölu á þeim táknum og kennimerkjum nema Drottinn, Guð yðar, Drottinn allra veraldanna. Og þegar tilskilinn tími leyndar var fullnaður birtum Vér, meðan Vér enn vorum hjúpaðir ótalföldum blæjum, örlítinn glampa af þeim dýrðarljóma sem umlykur andlit Æskumannsins, og sjá, ofsafengið uppnám greip alla sem dvelja í ríkjunum hið efra en þeir sem Guð hefur dálæti á féllu í tilbeiðslu fram fyrir ásýnd Hans. Hann hefur vissulega opinberað slíka dýrð að enginn í öllu sköpunarverkinu hefur áður orðið vitni að slíku, því að Hann hefur risið upp í eigin persónu til að kunngera málstað sinn öllum sem eru á himnum og öllum sem eru á jörðu.
32
Það sem þú hefur heyrt um Abraham, vin Hins almiskunnsama, er sannleikanum samkvæmt og á því leikur enginn vafi. Rödd Guðs bauð Honum að fórna Ísmael til þess að staðfesta Hann í trú Guðs og til þess að lausn Hans frá öllu nema Guði mætti verða mönnum ljós. Áform Guðs var aukinheldur að gefa Hann sem lausnargjald fyrir syndir og ójöfnuð allra þjóða jarðar. Þennan sama heiður bað Jesús, sonur Maríu, hinn eina sanna Guð, upphafið sé nafn Hans og dýrð, að veita sér. Af sömu ástæðu var fórnað af , postula Guðs.
Enginn maður getur nokkru sinni fullyrt að hann hafi skilið huldar og margvíslegar miskunnsemdir Guðs; enginn fær skilið alltumlykjandi náð Hans og miskunn. Slíkar eru misgerðir og öfughneigð mannanna, svo þungar raunir hafa fallið í hlut spámanna Guðs og þeirra útvöldu, að allt mannkynið verðskuldar að þjást og tortímast. Hulin og ástríkust forsjón Guðs hefur hins vegar með fulltingi sýnilegra og ósýnilegra afla verndað það og mun áfram vernda frá illsku sinni. Íhuga þetta í hjarta þínu svo að sannleikurinn megi opinberast þér og ver staðfastur á vegi Hans.
33
Vér höfum fastráðið að orð Guðs og mátturinn sem í því býr opinberist mönnum í fullu samræmi við þau skilyrði sem Hann, hinn alvitri og alvísi, hefur forákvarðað. Vér höfum auk þess áformað að blæjan sem hylur það sé ekkert annað en þess eigið sjálf. Slíkt er að sönnu valdið sem Vér höfum til að framkvæma ætlan Vora. Væri orðinu leyft að leysa skyndilega úr læðingi alla orkuna sem í því býr gæti enginn maður borið ofurþunga svo máttugrar opinberunar. Nei, allt sem er á himnum og á jörðu myndi flýja hana í ofboði.
Íhuga það sem hefur verið sent niður til , postula Guðs. Hinn alvaldi og alvoldugi hafði með skýlausum hætti forákvarðað mátt opinberunar Hans. Þeir sem hlýddu á orð Hans gátu aðeins skilið áform Hans að því marki sem staða þeirra og andleg hæfni leyfði. Á sama hátt afhjúpaði Hann ásýnd viskunnar með hliðsjón af getu þeirra til að bera byrði boðskapar Hans. Ekki fyrr hafði mannkynið náð þroska en Orðið birti því þá duldu krafta sem í því bjó; krafta sem opinberuðust í fyllingu dýrðar sinnar þegar Hin aldna fegurð steig fram á foldu í persónu , .
34
Allt lof og dýrð sé Guði sem með valdi máttar síns hefur frelsað sköpun sína frá nekt tilvistarleysis og klætt hana kyrtli lífsins. Af öllu sem skapað er hefur Hann kosið að auðsýna hinum hreina, djásnfagra veruleika mannsins sérstaka hylli og gæða hann einstæðri hæfni til að þekkja og endurspegla mikilleika dýrðar Guðs. Þessi tvíþætta vegsemd sem honum veitist hefur hreinsað af hjarta hans gróm sérhverrar fánýtrar ástríðu og gert hann verðugan klæðanna sem Skapara hans hefur þóknast að færa hann í. Hún hefur frelsað sál hans frá eymd fáfræðinnar.
Þessi kyrtill sem líkami og sál mannsins hefur verið prýddur er sjálf undirstaða velferðar hans og þroska. Ó hve sæll er sá dagur þegar maðurinn hefur með fulltingi náðar og valds Guðs frelsað sig úr ánauðinni og leyst sig úr viðjum spillingar heimsins og öllu sem í honum er og fengið sanna og varanlega hvíld í skugga þekkingartrésins!
Söngvarnir sem fugl hjarta þíns hefur sungið í innilegri ást á vinum sínum hafa borist þeim til eyrna og knúið Mig til að svara spurningum þínum og opinbera þér þá leyndardóma sem Mér leyfist að ljóstra upp. Í heiðruðu bréfi þínu hefur þú spurt hvern af spámönnum Guðs beri að telja hinum fremri. Vita skalt þú með vissu að eðli allra spámanna Guðs er eitt og hið sama. Þeir hafa aðeins eitt áform og leyndardómur þeirra er einn og hinn sami. Eining þeirra er fullkomin. Guð, skaparinn, segir: Alls enginn munur er á þeim sem flytja boðskap Minn. Að heiðra einn þeirra öðrum framar, að hefja suma yfir aðra, er með öllu óheimilt. Sérhver sannur spámaður hefur litið svo á að grundvallaratriðin í boðskap Hans séu þau sömu og opinberuð voru af sérhverjum spámanni sem fór á undan Honum. Ef einhverjum tekst ekki að skilja þennan sannleika og leyfir sér af þeim sökum að mæla hégómleg og vansæmandi orð, ætti enginn sem hefur skarpa sýn og upplýstan skilning að láta svo fánýtt hjal hagga trú sinni.
Opinberun spámanna Guðs í þessum heimi hlýtur þó að vera misjöfn að styrk. Sérhver þeirra hefur flutt ákveðinn boðskap og verið falið að opinbera sig með sérstökum gerðum. Það er af þessari ástæðu sem sumir sýnast öðrum fremri. Opinberun þeirra má líkja við skin mánans sem upplýsir jörðina. Þótt ljós hans sé nýtt í hvert sinn sem það birtist getur áskapaður ljómi hans aldrei dvínað og enginn fær slökkt ljós hans.
Því er ljóst og auðsætt að skýringanna á öllum sýndarmun birtunnar sem frá þeim stafar ber ekki að leita í sjálfu ljósinu heldur mismunandi móttækileika síbreytilegrar veraldar. Sérhverjum opinberanda sem Hinn almáttugi og óviðjafnanlegi skapari hefur áformað að senda þjóðum jarðar hefur verið trúað fyrir boðskap og falið að hegða sér með þeim hætti sem kemur samtíma Hans að sem mestu gagni. Tilgangur Guðs með því að senda mönnunum opinberendur sína er tvíþættur. Í fyrsta lagi að frelsa mannanna börn frá myrkri fáfræðinnar og leiða þau inn í ljós sanns skilnings. Í öðru lagi að tryggja frið og rósemi mannkyns og sjá fyrir öllu sem nauðsynlegt er til að slíkt geti tekist.
Líta ætti á opinberendur Guðs sem græðara er hafa það hlutverk að vaka yfir velferð heimsins og þjóða hans svo að þeir með anda einingar geti grætt sjúkdómana sem hrjá sundrað mannkyn. Engum er gefinn réttur til að efast um orð þeirra eða óvirða hegðun þeirra því þeir eru hinir einu sem geta fullyrt að þeir hafi skilið sjúklinginn og greint meinsemdir hans réttilega. Enginn maður, hversu skarpur sem skilningur hans er, getur nokkru sinni vænst þess að öðlast visku og skilning þessara guðlegu græðara. Ekki er að undra þótt meðferðin sem græðarinn mælir fyrir um á þessum degi sé önnur en sú sem Hann fyrirskipaði fyrr á tímum. Hvernig gæti annað verið þegar meinsemdirnar sem hrjá sjúklinginn þarfnast nýrrar meðferðar á hverju sjúkdómsstigi? Í hvert sinn sem opinberendur Guðs hafa borið veröldinni birtu frá sól guðlegrar þekkingar hafa þeir einnig undantekningarlaust brýnt fyrir þjóðum hennar að veita ljósi Guðs viðtöku samkvæmt þeim leiðum og aðferðum sem best hæfðu þörfum samtíma þeirra. Þannig gátu þeir dreift myrkri fáfræðinnar og úthellt yfir veröldina dýrð sinnar eigin þekkingar. Þess vegna verða augu sérhvers skilningsríks manns að beinast að innsta eðli þessara opinberenda því að tilgangur þeirra hefur ætíð verið sá einn að leiðbeina hinum villuráfandi og færa þjáðum frið.… Þetta eru ekki dagar ríkidæmis og sigurs. Allt mannkynið þjáist af margvíslegum meinsemdum. Reyn því að bjarga lífi þess með þeim læknisdómi sem almáttug hendi Hins óskeikula græðara hefur tilreitt.
Víkjum nú að spurningu þinni um eðli trúarbragðanna. Vit með vissu að þeir sem eru vitrir í sannleika hafa líkt veröldinni við mannlegt musteri. Líkami mannsins þarfnast klæða og því þarf einnig að prýða líkama mannkynsins kyrtli réttlætis og visku. Þegar þessi kyrtill hefur lokið hlutverki sínu mun Hinn almáttugi vissulega endurnýja hann. Því að sérhvert aldaskeið þarfnast ljóss Guðs að nýju. Sérhver guðleg opinberun er því send niður í samræmi við ástand og aðstæður tímanna.
Hvað varðar spurningu þína um orðin sem leiðtogar fyrri trúarbragða létu falla. Sérhver vitur og lofsverður maður mun án efa forðast svo hégómlegt og gagnslaust tal. Skaparinn óviðjafnanlegi hefur skapað alla menn af einu og sama efni og hafið veruleika þeirra yfir veruleika annarra skepna sinna. Þess vegna hlýtur árangur eða mistök, ávinningur og tjón, að skilyrðast af eigin viðleitni mannsins. Því meira sem hann leggur á sig, þeim mun meiri verða framfarir hans. Það er einlæg von Vor að veglyndi Guðs megi líkt og vorregn fá blóm sanns skilnings til að spretta úr jarðvegi mannshjartnanna og hreinsa þá af öllum jarðneskum sora.
35
Íhuga um stund. Hvað var það sem fékk þjóðir jarðar í sérhverju trúarkerfi til að sniðganga opinberanda Hins almiskunnsama? Hvað knúði þær til að snúa við Honum baki og ögra myndugleika Hans? Ef menn hugleiddu þessi orð sem hafa streymt frá penna guðlegs Yfirbjóðanda myndu þeir hiklaust allir sem einn staðfesta sannleika þessarar sístæðu opinberunar Guðs og bera því vitni sem Hann sjálfur hefur staðfest ótvíræðum orðum. Blæja fánýtra ímyndana hefur á dögum opinberenda einingar Guðs og dagsbrúna eilífrar dýrðar Hans byrgt mönnunum sýn á þá og svo mun verða framvegis. Því á þessum dögum opinberast Sannleikurinn eilífi samkvæmt sinni eigin ráðsályktun en ekki í samræmi við þrár og væntingar manna. Líkt og opinberuð orð Hans votta: „Jafn oft og postuli færir yður það sem sálir yðar vilja ekki bólgnið þér upp af drambi, farið með suma sem svikara og vegið aðra.“
Alls enginn vafi getur leikið á því að hefðu þessir postular á umliðnum öldum og hringrásum birst með þeim hætti sem hjörtu mannanna ímynduðu sér í hégómleik sínum, hefði enginn afneitað sannleika þessara helguðu Verunda. Þótt þeir hinir sömu hafi nótt sem nýtan dag beðið til hins eina sanna Guðs og sinnt helgihaldi af einlægni, höfnuðu þeir að endingu náðinni sem streymdi frá sólum tákna Guðs og opinberenda óvéfengjanlegs vitnisburðar Hans og fengu því ekki hlutdeild í henni. Þessu bera helgiritin vitni. Þú hefur án efa heyrt þess getið.
Íhuga trúarkerfi Jesú Krists. Sjá hvernig allir lærdómsmenn þeirrar kynslóðar afneituðu Honum þótt þeir hafi fullir eftirvæntingar beðið komu Hins fyrirheitna. Bæði , lærðasti kennimaður þess tíma, og æðstipresturinn fordæmdu Hann og kváðu yfir Honum dauðadóm.
Og þegar , spámaður Guðs, birtist – megi öllum mönnum verða fórnað sakir Hans – gerðist það einnig að lærdómsmennirnir í og risu gegn Honum á fyrstu dögum opinberunarinnar og afneituðu boðskap Hans, en ólærðir menn viðurkenndu trú Hans og játuðust Henni. Íhuga um stund. Hugleið hvernig Eþíópíumaðurinn steig upp til himins trúar og fullvissu þótt hann væri óskólagenginn, en , leiðtogi lærdómsmannanna, snerist gegn Honum af heiftarhug. Sjá hvernig óbreyttur fjárhirðir varð svo hugfanginn af orðum Guðs að hann fékk inngöngu í híbýli Ástvinar síns og sameinaðist Drottni mannkynsins, en þeir sem stærðu sig af þekkingu sinni og visku reikuðu langt af vegi Hans og hlotnaðist ekki náð Hans. Af þessum sökum hefur Hann ritað: „Sá sem upphafinn er á meðal yðar verður niðurlægður og hinn niðurlægði verður upphafinn.“ Tilvísanir til þessa málefnis er að finna í flestum himneskum bókum og í orðum spámanna og boðbera Guðs.
Sannlega segi Ég, mikilleiki þessa málstaðar er slíkur að faðir flýr son sinn og sonur föður sinn. Minnist sögunnar um Nóa og Kanaan. Guð gefi að þér farið ekki varhluta af ljúfri angan hins aldýrlega Guðs á þessum dögum himnesks unaðar og öðlist hlutdeild í þessu andlega vori þegar náð Hans streymir yfir yður. Rísið upp í nafni Hans sem er takmark allrar þekkingar og hefjið upp raust yðar, fullkomlega lausir úr viðjum mannlegs lærdóms, og kunngerið málstað Hans. Ég sver við sól himneskrar opinberunar! Á sama andartaki og þér rísið upp munuð þér skynja hvernig elfur guðlegrar þekkingar streymir frá hjörtum yðar og sjá undur himneskrar visku Hans birtast í allri sinni dýrð fyrir augliti yðar. Ef þér fynduð keiminn af sætleika orðanna sem Hinn almiskunnsami hefur mælt mynduð þér hiklaust snúa baki við sjálfum yður og fórna lífi yðar fyrir Ástvininn.
Hver getur nokkru sinni trúað því að þessi þjónn Guðs hafi nokkurn tíma borið í hjarta sér von um jarðneskan heiður eða gæði af einhverju tagi? Málstaðurinn sem tengist nafni Hans er hátt hafinn yfir þessa hverfulu veröld. Lítið Hann, útlagann, fórnarlamb kúgarans, í þessari mestu prísund. Óvinir Hans hafa sótt að Honum úr öllum áttum og munu halda því áfram uns ævi Hans lýkur. Allt sem Hann segir yður hefur Hann sagt eingöngu sakir Guðs til þess að þjóðir jarðar megi hreinsa hjörtu sín af saurgun illra ástríðna, svipta sundur blæjunni og öðlast þekkingu á hinum eina sanna Guði – upphöfnustu stöðu sem nokkur maður getur vonast til að ná. Trú þeirra eða vantrú á málstað Minn getur hvorki skaðað Mig né komið Mér að haldi. Vér köllum þá einungis sakir Guðs. Hann kemst vissulega af án skepna sinna.
36
Vita skalt þú að þegar Mannssonurinn fórnaði Guði anda sínum grét öll sköpunin sárum gráti. Með þeirri fórn öðlaðist hins vegar allt sem skapað er nýja hæfni. Vitnisburðinn um þetta má finna með öllum þjóðum eins og nú blasir við þér. Dýpsta viska vitringanna, mesti lærdómur sem nokkur hugur hefur aflað sér, listirnar sem hæfustu hendur hafa skapað, áhrifamáttur voldugustu valdsherra, eru aðeins birtingarmyndir þessa endurlífgandi krafts sem yfirskilvitlegur, alltumvefjandi og geislandi andi Hans leysti úr læðingi.
Vér berum því vitni að þegar Hann kom í heiminn úthellti Hann ljóma dýrðar sinnar yfir allt sem skapað er. Sakir Hans læknaðist hinn líkþrái af líkþrá öfughneigðar og fáfræði. Sakir Hans fengu hinir óhreinlífu og vegvilltu græðingu. Sakir valds Hans, sem var af almáttugum Guði, opnuðust augu hinna blindu og sál syndarans helgaðist.
Á líkþrá má líta sem hverja þá blæju sem kemur á milli mannsins og viðurkenningar á Drottni, Guði hans. Hver sem leyfir sér að hyljast Honum er að sönnu líkþrár og hans verður ekki minnst í ríki Guðs, hins máttuga og altignaða. Vér berum því vitni að með mættinum sem býr í orði Guðs voru hinir líkþráu hreinsaðir, sérhver sjúkdómur græddur og allir mannlegir veikleikar gerðir útlægir. Hann er sá sem hreinsaði heiminn. Sæll er sá sem hefur snúið sér til Hans með geislandi ásýnd.
37
Sæll er sá sem hefur játað trú sína á Guð og tákn Hans og viðurkennt að „Hann verður ekki spurður gerða sinna.“ Slíka viðurkenningu hefur Guð gert að höfuðdjásni sérhverrar trúar og sjálfan grundvöll hennar. Á henni veltur viðtaka sérhverrar göfugrar gerðar. Festið sjónir á henni til þess að hvískur hinna uppreisnargjörnu leiði yður ekki til hrösunar.
Ef Hann leyfði það sem frá ómunatíma hefur verið bannað og bannaði það sem ávallt hefur verið leyft, er engum gefinn réttur til að draga myndugleika Hans í efa. Hvern sem efast, þótt ekki sé nema örskotsstund, ætti að skoða sem misgerðarmann.
Vindar efans munu næða um hvern þann sem ekki hefur viðurkennt þennan æðsta grundvallarsannleik og ekki tekist að hljóta þessa upphöfnu stöðu, og orð hinna trúlausu munu raska sálarró hans. Hver sem viðurkennt hefur þessa meginreglu öðlast fullkomið stöðuglyndi. Allur heiður sé þessari aldýrlegu stöðu sem vegsömuð er í sérhverri háleitri töflu. Slík er kenningin sem Guð gefur yður, kenning sem mun frelsa yður frá hvers kyns vafa og ráðleysi og gera yður kleift að hljóta hjálpræði, bæði í þessum heimi og þeim sem kemur. Hann er vissulega sá sem ætíð fyrirgefur, hinn algjöfuli.
38
Vit með vissu að í sérhverju trúarkerfi hefur ljós guðlegrar opinberunar hlotnast mönnum í réttu hlutfalli við andlega hæfni þeirra. Íhuga sólina. Hve veikburða eru ekki geislar hennar þegar hún birtist á sjónarhringnum. Hægt og sígandi eykst hiti hennar og kraftur þegar hún nálgast hádegisstað og samtímis nær allt sem skapað er að laga sig að vaxandi styrk ljóssins. Hægt og örugglega hnígur hún til viðar uns hún hverfur. Ef hún birti skyndilega orkuna sem í henni býr myndi hún án efa skaða allt sem skapað er.… Ef sól sannleikans birti þannig skyndilega á fyrstu stigum opinberunar sinnar alla þá krafta sem forsjón Hins almáttuga hefur gætt hana myndi jörð mannlegs skilnings sviðna og eyðast, því hjörtu mannanna gætu hvorki staðist ofsa þeirrar opinberunar né endurspeglað ljóma hennar. Yfirþyrmdir og lostnir skelfingu myndu þeir tortímast.
39
Lof sé Þér, ó Guð minn, fyrir undursamlegar opinberanir órannsakanlegrar ákvörðunar Þinnar og þær margvíslegu raunir og þrengingar sem Þú hefur fyrirbúið mér. Eitt sinn seldir Þú mig í hendur ; í annað sinn leyfðir Þú sprota Faraós að ofsækja mig. Þú einn getur í alltumlykjandi þekkingu Þinni og með vilja Þínum metið þær ómældu þrautir sem ég hef þolað af þeirra hendi. Aftur varpaðir Þú mér í prísund hinna óguðlegu fyrir engar sakir aðrar en þær að ég var knúinn til að hvísla í eyru útvalinna íbúa ríkis Þíns ávæningi af þeirri vitrun sem Þú hafðir með þekkingu Þinni innblásið mér og opinberað mér merkingu hennar með mætti Þínum. Og í annað sinn ákvaðst Þú að ég skyldi höggvinn sverði trúníðingsins. Aftur var ég krossfestur fyrir að hafa afhjúpað augum manna huldar gersemar dýrlegrar einingar Þinnar, fyrir að hafa opinberað þeim undursamleg tákn Þíns æðsta og eilífa valds. Hversu beisk var ekki auðmýkingin sem ég þoldi á síðari tímum á sléttum ! Hve einmana var ég ekki meðal fólks Þíns! Hve hjálparvana var ég ekki í því landi! Ofsækjendur mínir gerðu sér ekki að góðu slíka vanvirðu heldur hjuggu af mér höfuðið og báru það fylktu liði frá einu landi til annars frammi fyrir augum vantrúaðs múgsins og settu það fram fyrir hásæti hinna öfugsnúnu og trúlausu. Á síðari öld var ég hengdur upp í böndum og grimmir og illgjarnir andstæðingar höfðu brjóst mitt að skotmarki. Kúlnahríð tætti sundur limi mína og líkama mínum var tvístrað. Sjá loks á þessum degi hvernig svikulir fjandmenn hafa fylkt liði gegn mér og ráðgera stöðugt að byrla sálum þjóna Þinna eitri haturs og illgirni. Með launráðum reyna þeir af öllum mætti að ná markmiði sínu.… Þótt hlutskipti mitt sé hörmulegt, ó Guð ástvinur minn, færi ég Þér þakkir og andi minn er fullur þakklætis fyrir allt sem mér fellur í hlut á vegi velþóknunar Þinnar. Ég er fullsáttur við það sem Þú hefur ákvarðað mér og býð velkomin sárindin og sorgirnar sem ég er látinn þola, hversu hörmulegar sem þær eru.
40
Ó Ástvinur minn! Þú hefur blásið í mig anda Þínum og leyst mig frá mínu eigin sjálfi. Þú ákvaðst síðan að óljós endurspeglun, eitt saman tákn veruleika Þíns innra með mér, yrði eftir meðal hinna öfugsnúnu og afbrýðisömu. Sjá hvernig þeir hafa látið blekkjast af þessu tákni, risið gegn mér og ausið yfir mig afneitunum sínum! Afhjúpa því sjálf Þitt, ó Ástvinur minn, og leys mig undan oki mínu.
Þá svaraði Rödd: „Ég elska þetta tákn og Mér er það afar kært. Hvernig get Ég samþykkt að augu Mín horfi ein á þetta tákn og ekkert annað hjarta beri kennsl á það? Ég sver við fegurð Mína sem er fegurð Þín! Ósk Mín er að hylja Þig Mínum eigin augum, hversu þá miklu fremur augum manna!“
Ég ætlaði að svara þegar, sjá, töflunni lauk skyndilega, efnið var óútkljáð og perlur orða Minna runnu af festinni.
41
Guð er mér til vitnis, þér menn! Ég lá sofandi á beði Mínum þegar sjá, andvari Guðs barst yfir Mig og vakti Mig af mókinu. Endurnærandi andi Hans lífgaði Mig og tungu Minni var gefið mál til að tjá ákall Hans. Sakið Mig ekki um misgerðir gegn Guði. Lítið Mig ekki yðar augum heldur Mínum eigin. Þannig áminnir yður Hinn náðugi og alvísi. Haldið þér, ó menn, að Ég fái einhverju ráðið um hinsta vilja og áform Guðs? Fjarri sé Mér að gera slíkt tilkall. Þetta votta Ég frammi fyrir Guði, hinum almáttuga og upphafna, hinum alvitra og alvísa. Hefðu endanleg forlög trúar Guðs verið í Mínum höndum, hefði Ég ekki eitt andartak samþykkt að opinberast yður né leyft Mér að mæla orð frá vörum. Þessu ber Guð sjálfur vitni.
42
Ó sonur réttvísinnar! Á næturþeli hafði fegurð Hins ódauðlega horfið frá smaragðshæðum trúfestinnar til og grátið svo sáran, að herskararnir á hæðum og þeir sem dvelja í ríkjunum hið efra, kveinuðu er þeir heyrðu það. Þá var spurt: Hvers vegna grátur og kveinstafir? Hann svaraði: Eins og Mér var boðið beið Ég fullur eftirvæntingar á hæð tryggðarinnar, samt barst Mér ekki að vitum angan trúfestinnar frá þeim sem dvelja á jörðu. Er Mér var skipað að snúa við sá Ég og sjá, tilteknar dúfur heilagleikans voru sárt leiknar í klóm jarðneskra hunda. Þá hraðaði hin himneska mær sér fram blæjulaus og skínandi frá híbýlum dular sinnar og spurði um nöfn þeirra og var skýrt frá þeim öllum, nema einu. Og þegar gengið var eftir því var fyrsti bókstafur þess sagður og þá þustu allir íbúar hinna himnesku vistarvera út úr híbýlum dýrðar sinnar. Og er hinn annar bókstafur var sagður féllu þeir allir sem einn í duftið. Á þeirri stund heyrðist rödd frá hinum innsta helgidómi: „Hingað og eigi lengra.“ Vissulega berum Vér því vitni sem þeir hafa gert og eru nú að gera.
43
Ó , ó þú sem ert runninn af aldinni rót Minni! Dýrð Mín og ástúð hvíli yfir þér. Hve víðáttumikill er ekki tjaldbúð málstaðar Guðs! Hún hefur yfirskyggt allar þjóðir og kynkvíslir jarðar og áður en langt um líður mun allt mannkyn safnast saman í athvarfi hennar. Dagur þjónustu er nú á lofti. Ótal töflur eru til vitnis um þá hylli sem þér er sýnd. Rís til sigurs fyrir málstað Minn og sigra hjörtu mannanna með valdi orða þinna. Þú verður að sýna í verki það sem tryggja mun frið og velferð hinna vesælu og fótumtroðnu. Bú þig til dáða til þess að þú getir leyst bandingjann úr hlekkjum og gera honum kleift að öðlast raunverulegt frelsi.
Réttvísin kveinar á þessum degi yfir hlutskipti sínu og sanngirnin stynur undan kúgunarokinu. Þykk ský harðstjórnar hafa myrkvað ásýnd jarðar og umlukið þjóðir hennar. Með hreyfingu penna dýrðar Vorrar höfum Vér að boði Hans sem öllu ræður blásið nýju lífi í sérhvern líkama og gætt sérhvert orð nýrri hæfni. Allt sem skapað er ber vitni þessari heimsumlykjandi endurnýjun. Þetta eru mestu og fagnaðarríkustu tíðindin sem penni Hins rangtleikna flytur mannkyninu. Hvers vegna óttist þér, ó ástvinir Mínir? Hver getur skelft yður? Rakavottur nægir til að leysa upp harðan leirinn sem þessi öfugsnúna kynslóð er mótuð úr. Það eitt að þér safnist saman nægir til að flæma á brott öfl þessa hégómlega og einskisverða fólks.…
Sérhver maður innsæis mun á þessum degi viðurkenna fúslega að ráðgjöfin sem penni Hins rangtleikna hefur opinberað er mesti aflvakinn fyrir framþróun heimsins og upphafningu þjóða hans. Rísið upp, ó menn, og fastráðið með mætti Guðs að sigrast á yðar eigin sjálfi svo að öll jörðin megi frelsast og helgast frá þjónkun sinni við skurðgoð fánýtra ímyndana sinna – guði sem bera ábyrgð á og hafa valdið slíku tjóni og eymd vesalla dýrkenda sinna. Þessi skurðgoð eru hindranirnar sem tefja manninn í þroskaviðleitni hans á vegi fullkomnunar. Vér berum þá von í brjósti að hönd guðdómlegs valds ljái mannkyni aðstoð og frelsi það frá hörmulegri niðurlægingu sinni.
Í einni af þessum töflum hafa svofelld orð verið opinberuð: Ó fylgjendur Guðs! Verið ekki uppteknir af eigin málefnum; festið hugann við það sem endurreisa mun giftu mannkynsins og helga hjörtu og sálir manna. Því verður best til leiðar komið með hreinum og heilögum gerðum, með dyggðugu lífi og göfugu framferði. Hetjudáðir munu tryggja sigur þessa málstaðar og heilög skaphöfn efla kraft hans. Hvikið ekki frá réttlætinu, ó fylgjendur ! Þetta eru vissulega fyrirmælin sem Hinn rangtleikni gefur yður og hið fyrsta sem óheftur vilji Hans kýs yður öllum.
Ó vinir! Það sæmir yður að endurnæra og endurlífga sálir yðar með þeirri náðarsamlegu hylli sem á þessu guðdómlega, sálarvekjandi vori streymir yfir yður. Sól mikillar dýrðar Hans hefur úthellt ljóma sínum yfir yður og ský takmarkalausrar náðar Hans yfirskyggt yður. Hversu mikil verður eigi umbun þess sem sviptir sig ekki slíkri náð og tekst að bera kennsl á fegurð Ástvinar síns í þessum Hans nýju klæðum. Hafið vökult auga með sjálfum yður því hinn illi bíður færis, reiðubúinn að leiða yður í gildru. Búist til varna gegn lastafullum ástríðum hans og flýið myrkrið sem umlykur yður með nafn alsjáandi Guðs að leiðarljósi. Takmarkið ekki sýn yðar við eigið sjálf – látið hana umlykja allan heiminn. Hinn illi er sá sem aftrar mannanna börnum að taka andlegum framförum.
Sérhverjum manni ber á þessum degi skylda til að fylgja því staðfastlega sem eflir hag og upphefur stöðu allra þjóða og réttlátra ríkisstjórna. Með sérhverju orði sem penni Hins hæsta hefur opinberað hafa dyr ástar og einingar verið opnaðar á gátt frammi fyrir mönnum. Vér höfum áður lýst því yfir – og orð Vort er sannleikur: „Samneytið fylgjendum allra trúarbragða í anda vináttu og bræðralags.“ Með opinberun þessara orða hefur allt sem olli óvináttu, sundrung og misklíð milli mannanna barna verið numið úr gildi og að engu gert. Þau hafa verið send niður frá himni vilja Guðs sem áhrifaríkasta leiðin til uppfræðslu alls mannkyns og í þeim tilgangi að göfga verundarheim og upphefja hugi og sálir mannanna. Innsti veigur og fullkomnasta tjáning alls sem menn sögðu eða rituðu til forna hefur með þessari máttugustu opinberun stigið niður frá himni vilja Hans sem er eigandi alls, hins ævarandi Guðs. Fyrr á tímum var opinberað: „Ættjarðarást er þáttur í trú Guðs.“ Rödd tignarinnar hefur hins vegar á þessum degi opinberunar sinnar kunngert: „Hans er ekki að miklast sem elskar ættjörð sína heldur hans sem elskar heiminn.“ Með kraftinum sem þessi upphöfnu orð hafa leyst úr læðingi hefur Hann veitt fuglum mannshjartnanna nýtt afl, gefið þeim nýja stefnu og afmáð sérhvern vott takmarkana og skerðinga úr heilagri bók Guðs.
Ó fylgjendur réttlætis! Verið bjartir sem ljósið og skínandi eins og eldurinn sem logar í . Birtan af eldi ástar yðar mun án efa sameina stríðandi þjóðir og kynkvíslir jarðar, en heiftareldur óvináttu og haturs getur ekki endað í öðru en átökum og hruni. Vér biðjum Guð þess að Hann verndi skepnur sínar frá illum áformum óvina sinna. Hann hefur vissulega vald yfir öllu sem er.
Allt lof sé hinum eina sanna Guði – upphafin sé dýrð Hans – því Hann hefur með penna Hins hæsta opnað dyrnar að hjörtum mannanna. Sérhvert orð sem þessi Penni hefur opinberað er bjart og skínandi hlið sem opnast að dýrð heilags og guðrækilegs lífs, hreinna og flekklausra dáða. Ákallið og boðskapurinn sem Vér létum frá Oss fara átti aldrei að gagnast eða ná til aðeins eins lands eða einnar þjóðar. Mannkynið allt verður að fylgja staðfastlega öllu sem því hefur verið opinberað og fært að gjöf. Þá og aðeins þá getur það öðlast raunverulegt frelsi. Öll jörðin er full af skínandi dýrð opinberunar Guðs. hóf Hann sem var forboði guðdómlegrar leiðsagnar – megi sköpuninni verða fórnað sakir Hans – að kunngera nýja opinberun guðlegs anda og var tuttugu árum síðar fylgt eftir af Honum sem gerði jörðina að viðtakanda þessarar fyrirheitnu dýrðar og undursamlegu náðar. Sjá hvernig þorri mannkyns hefur öðlast hæfni til að hlýða á upphafnasta orð Guðs – orð sem er forsendan fyrir sameiningu og andlegri upprisu allra manna.…
Hneigið hjörtu yðar, ó fólk Guðs, að ráðum Hins sanna og óviðjafnanlega vinar. Orði Guðs má líkja við teinung sem hefur verið gróðursettur í hjörtum manna. Yður ber skylda til að hlúa að vexti hans með lifandi vatni visku, helgaðra og heilagra orða svo hann fái skotið rótum og greinar hans vaxi til himins og honum ofar.
Ó þér sem á jörðu dveljið! Skýrustu einkenni þessarar æðstu opinberunar eru þau að Vér höfum annars vegar afmáð af blöðum heilagrar bókar Guðs allt sem valdið hefur deilum, illgirni og fláttskap meðal mannanna barna, og hins vegar sett fram meginforsendur samlyndis, skilnings, fullkominnar og varanlegrar einingar. Heill þeim sem halda boð Mín.
Æ ofan í æ höfum Vér hvatt ástvini Vora til að forðast, nei flýja, allt sem ber daun fláttskapar. Mikið umrót hefur gripið um sig í veröldinni og hugir manna eru fullkomlega ráðvilltir. Vér biðjum Hinn almáttuga þess að Hann af náð sinni upplýsi þá dýrð réttlætis síns og geri þeim kleift að uppgötva það sem er þeim ætíð og undir öllum kringumstæðum til hagsbóta. Hann er vissulega eigandi alls, hinn hæsti.
44
Vísið ekki frá yður guðsótta, ó lærdómsmenn heimsins, og dæmið af sanngirni um málstað Minn, hins ólærða, sem allar bækur Guðs, verndarans, hins sjálfumnóga, hafa borið vitni.… Mun ekki ótti við vanþóknun Guðs, ótti við Hann sem á sér engan jafningja, vekja yður? Hann sem veröldin hefur leikið rangt hefur aldrei samneytt yður, aldrei lesið verk yðar né tekið þátt í rökræðum yðar. Fötin sem Hann klæðist, höfuðbúnaður Hans og slegið hár votta sannleika orða Hans. Hversu lengi ætlið þér að þverskallast í ranglæti yðar? Lítið híbýlin þar sem Hann sem er holdtekja réttlætis hefur verið neyddur til að dvelja. Opnið augu yðar og þegar þér sjáið hlutskipti Hans hugleiðið af kostgæfni það sem þér hafið gert svo að þér farið ekki á mis við ljós guðdómlegra orða Hans né glatið yðar hlut í hafdjúpum þekkingar Hans.
Tilteknir menn, bæði meðal alþýðu og aðals, hafa mótmælt og sagt að Hinn rangtleikni sé hvorki meðlimur klerkastéttar né afkomandi spámannsins. Seg: Ó þér sem þykist réttlátir! Hugleiðið um stund og þér munuð sjá hve ómælanlega upphafin núverandi staða Hans er yfir þá stöðu sem þér fullyrðið að Hann eigi að hafa. Vilji Guðs hefur ákvarðað að af ætt sem er rúin öllu sem hinir skriftlærðu, fræðimennirnir, vitringarnir og hinir lærðu eiga sameiginlegt skuli málstaður Hans rísa og opinberast.
Andblær hins guðlega anda vakti Hann og bað Hann rísa upp og kunngera opinberun sína. Ekki fyrr hafði Hann verið vakinn af blundi sínum en Hann hóf upp rödd sína og kvaddi allt mannkynið til fundar við Guð, Drottin allra veraldanna. Vér höfum opinberað þessi orð með hliðsjón af veikleika og vanmætti mannanna; að öðru leyti er málstaðurinn sem Vér höfum kunngert slíkur að enginn penni getur lýst honum né nokkur hugur skilið mikilfengleik hans. Þessu ber vitni Hann sem hefur móðurbókina.
45
Hin aldna fegurð hefur samþykkt að vera lögð í hlekki til þess að mannkynið leysist úr fjötrum, og Hann hefur fallist á fangelsun sína í þessu mesta virki til þess að öll veröldin finni raunverulegt frelsi. Hann hefur drukkið bikar sorgarinnar í botn til þess að allar þjóðir jarðar geti fundið varanlegan fögnuð og fyllst gleði. Þetta er sakir náðar Guðs, Drottins yðar, hins vorkunnláta og almiskunnsama. Vér höfum samþykkt niðurlægingu, ó þér sem trúið á einingu Guðs, til þess að þér upphefjist og höfum liðið margvíslegar þjáningar til þess að þér getið blómstrað og dafnað. Sjá hvernig þeir sem eignað hafa Guði jafningja hafa þvingað Hann, sem kom til að endurreisa heiminn, til að dvelja í hinni ömurlegustu allra borga!
46
Ég hryggist ekki vegna þeirrar byrðar sem fangavistin leggur á Mig né heldur harma Ég niðurlægingu Mína eða þrenginguna sem Ég þoli af hendi óvina Minna. Ég sver við líf Mitt! Þetta er dýrð Mín, dýrð sem Guð hefur prýtt sitt eigið sjálf. Ef aðeins þér vissuð!
Sú smán sem Mér var gert að bera hefur afhjúpað dýrðina sem allri sköpuninni hefur hlotnast og sakir grimmdarverkanna sem Ég hef þolað hefur sól réttlætisins runnið upp og úthellt ljóma sínum yfir mennina.
Ég hryggist vegna þeirra sem hafa gefið sig á vald spilltum ástríðum sínum og segjast tengdir trú Guðs, hins náðuga og altignaða.
Það sæmir fylgjendum að deyja veröldinni og öllu sem í henni er, að leysa sig svo fullkomlega úr viðjum hins jarðneska að íbúar paradísar megi finna af klæðum þeirra ljúfa angan heilagleikans, allar þjóðir jarðar sjái birtu Hins almiskunnsama á ásjónum þeirra og að tákn og kennimerki Guðs, hins almáttuga og alvísa, verði kunngerð með fulltingi þeirra. Þeir sem flekkað hafa fagurt nafn málstaðar Guðs með því að ganga eftir ástríðum holdsins – þeir hafa ratað í augljósa villu!
47
Ó Gyðingar! Ef þér ætlið aftur að krossfesta Jesú, anda Guðs, takið Mig af lífi því Hann hefur opinberast yður á ný í persónu Minni. Gerið við Mig það sem yður líst því Ég hef heitið því að fórna lífi Mínu á vegi Guðs. Ég mun engan óttast þótt öfl jarðar og himins fylki sér gegn Mér. Fylgjendur guðspjallanna! Ef þér þráið að vega , postula Guðs, handsamið Mig og bindið endi á líf Mitt því Ég er Hann og sjálf Mitt er sjálf Hans. Gerið við Mig það sem yður þóknast því heitasta þrá hjarta Míns er að nálgast ástvin Minn í ríki dýrðar Hans. Slík er ákvörðun Guðs ef aðeins þér vissuð. Fylgjendur ! Ef þér viljið með skeytum yðar tvístra brjósti Hans sem lét bók sína, , stíga niður yfir yður, handsamið Mig og ofsækið því Ég er ástvinur Hans, opinberun Hans eigin sjálfs þótt Ég beri annað nafn. Ég er kominn yfirskyggður dýrð og Guð hefur falið Mér ósigrandi yfirráð. Hann er í sannleika sá sem þekkir hið óséða. Ég vænti Mér vissulega þeirrar meðferðar sem þér létuð Hann sæta sem kom á undan Mér. Þessu bera allir hlutir sannarlega vitni, ef þér teljist til þeirra sem hlusta. Ó fylgjendur ! Ef þér hafið einsett yður að úthella blóði Hans sem sagði fyrir um, sem spáði að koma ætti og sem Jesús Kristur sjálfur kunngerði að myndi opinberast, sjáið Mig standa frammi fyrir yður, reiðubúinn og varnarlausan. Gerið við Mig það sem hneigðir yðar blása yður í brjóst.
48
Guð er Mér til vitnis! Hefði það ekki verið andstætt því sem töflur Guðs hafa ákvarðað hefði Ég feginshugar kysst hendur hvers sem reynt hefði að úthella blóði Mínu á vegi Ástvinarins. Ég hefði auk þess gefið honum hluta af þeim veraldlegu gæðum sem Guð hefði heimilað Mér jafnvel þótt sá sem fremdi slíkan verknað hefði vakið reiði Hins almáttuga, kallað yfir sig fordæmingu Hans og verðskuldaði að kveljast um alla eilífð Guðs, eiganda alls, hins réttláta og alvitra.
49
Vit með vissu að ætíð þegar þessi Æskumaður beinir augum að sínu eigin sjálfi telur Hann sig þýðingarlausastan allra í sköpunarverkinu. En þegar Hann íhugar geisladýrðina sem Honum hefur verið gefið vald til að opinbera, sjá, þetta sjálf ummyndast frammi fyrir Honum í allsráðandi mátt sem gagntekur innsta kjarna alls sem er, sýnilegs og ósýnilegs. Dýrð sé Honum sem með valdi sannleikans hefur sent niður opinberun síns eigin sjálfs og treyst Honum fyrir boðskap sínum til alls mannkyns.
50
Rísið upp, ó þér skeytingarlausir, úr móki gáleysisins svo yður auðnist að sjá ljómann sem dýrð Hans hefur látið renna upp yfir veröldina. Hve fávísir eru ekki þeir sem mæla gegn ótímabærri birtingu ljóss Hans. Ó þér sem eruð blindir á hjarta! Hvort sem það er of seint eða of snemmt er vitnisburðurinn um dýrðarljóma Hans nú augljós og opinberaður. Það sæmir yður að ganga úr skugga um hvort slíkt ljós hafi birst eða ekki. Það er hvorki í yðar valdi né Mínu að ákveða tímann fyrir opinberun Hans. Órannsakanleg viska Guðs hefur forákvarðað stundina. Gerið yður að góðu, ó menn, það sem Guð hefur fyrirhugað og þráð yður til handa.… Ó þér sem óskið Mér ills! Sól eilífrar handleiðslu ber Mér vitni: Hefði það staðið í Mínu valdi, hefði Ég aldrei undir neinum kringumstæðum samþykkt að auðkenna sjálfan Mig meðal manna, því að nafnið sem Ég ber er því fullkomlega frábitið að tengjast þessari kynslóð sem hefur flekkaða tungu og fölsk hjörtu. Og í hvert sinn er Ég kaus að halda kyrru fyrir og mæla eigi, sjá, raust heilags anda sem stóð Mér til hægri handar reisti Mig upp og hinn æðsti andi birtist frammi fyrir Mér og Gabríel yfirskyggði mig og andi dýrðarinnar bærðist í brjósti Mínu, bauð Mér að rísa upp og rjúfa þögnina. Sé heyrn yðar hrein og eyru yðar athugul, munuð þér vissulega skynja að sérhver limur líkama Míns, nei, sérhver frumeind verundar Minnar ber vitni og kunngerir þetta ákall: „Guð sem á sér engan jafningja og Hann, sem nú er opinberaður í fegurð sinni, er endurspeglun dýrðar Hans öllum á himni og á jörðu.“
51
Ó menn! Ég sver við hinn eina sanna Guð! Þetta er úthafið þaðan sem öll höf eru komin og þangað sem þau öll hverfa aftur. Frá Honum hafa allar sólir risið og til Hans munu þær allar hníga aftur. Fyrir mátt Hans hafa tré guðlegrar opinberunar borið ávexti sína, sérhvert þeirra sent niður í mynd opinberanda sem flytur boðskap skepnum Guðs í öllum veröldunum sem Guð einn í alltumlykjandi þekkingu sinni getur talið. Þetta hefur Honum tekist með atbeina aðeins eins bókstafs í orði sínu, opinberuðu af pennanum sem fingur Hans stýra – fingur sem fá afl sitt frá sannleika Guðs.
52
Seg: Ó menn! Sviptið ekki sjálfa yður náð Guðs og miskunn Hans. Sá sem það gerir hefur vissulega beðið hrapallegt tjón. Hvað hafist þér að, ó menn! Tignið þér duftið og snúið baki við Drottni yðar, hinum náðuga og algjöfula? Óttist Guð og teljist ekki til þeirra sem tortímast. Seg: Bók Guðs hefur verið send niður í mynd þessa Æskumanns. Heilagur sé því Drottinn, ágætastur skapara! Sýnið aðgát, ó þjóðir heims, og flýið ekki ásýnd Hans. Nei, hraðið yður á fund Hans og teljist til þeirra sem hafa snúið aftur til Hans. Biðjið um fyrirgefningu, ó menn, fyrir að hafa brugðist skyldum yðar við Guð og brotið gegn málstað Hans og tilheyrið ekki hinum fávísu. Hann er sá sem hefur skapað yður, endurnært sálir yðar með málstað sínum og gert yður kleift að viðurkenna Hinn almáttuga, upphafnasta og alvitra. Hann er sá sem hefur afhjúpað fyrir augum yðar fjársjóði þekkingar sinnar og hafið yður upp til himins fullvissu – fullvissu um ómótstæðilega, ótvíræða og upphöfnustu trú sína. Varist að svipta yður náð Guðs og ónýta verk yðar og hafnið ekki sannleika þessarar augljósu, háleitu, skínandi og dýrlegu opinberunar. Dæmið um málstað Guðs, skapara yðar, af sanngirni. Horfið á það sem hefur verið sent niður frá hásætinu á hæðum og hugleiðið það með saklausum og helguðum hjörtum. Þá mun sannleikur þessa málstaðar verða yður jafn augljós og dýrð sólar í hádegisstað. Þá munuð þér fylla flokk þeirra sem hafa trúað á Hann.
Seg: Það sem fyrst og fremst staðfestir sannleika Hans er Hans eigið sjálf. Næst þessari staðfestingu er opinberun Hans. Fram fyrir þann sem hvorugt viðurkennir hefur Hann lagt opinberuð orð sín til staðfestingar á veruleika sínum og sannleika. Þetta er vissulega vitnisburður um milda miskunn Hans við mennina. Hann hefur gætt sérhverja sál hæfni til að bera kennsl á tákn Guðs. Hvernig gæti Hann annars hafa uppfyllt vitnisburð sinn meðal manna, ef þér teljist til þeirra sem íhuga málstað Hans í hjarta sínu. Hann beitir engan órétti og leggur ekki byrðar á sálina sem hún getur ekki borið. Hann er vissulega hinn samúðarfulli, almiskunnsami.
Seg: Svo mikil er dýrð málstaðar Guðs að jafnvel hinn blindi getur séð hana, hversu miklu fremur þeir sem hafa skörp augu og hreina sýn. Þótt hinir blindu geti ekki séð ljós sólarinnar skynja þeir samt stöðugan yl hennar. En hinir hjartablindu meðal fylgjenda – og þessu ber Guð vitni – geta hvorki greint dýrðarljóma sólarinnar né fundið ylinn frá geislum hennar, hversu lengi sem hún skín á þá.
Seg: Ó fylgjendur ! Vér höfum útvalið yður úr öllum heimi til að þekkja Oss og viðurkenna. Vér höfum látið yður nálgast hægri hlið paradísar – staðinn þar sem eldurinn ódeyjandi hrópar með margvíslegum blæbrigðum: „Enginn er Guð nema Ég, hinn alvoldugi, hinn hæsti!“ Gætið þess að hyljast ekki líkt og með blæju þessari sól sem skín ofar dagsbrún vilja Drottins yðar, hins alnáðuga, og hefur stafað ljóma sínum á bæði stórt og smátt. Hreinsið sjón yðar, að þér megið líta dýrð hennar eigin augum og treystið ekki á sjón neins annars en yðar sjálfs, því Guð hefur aldrei lagt þyngri byrði á sálina en hún getur borið. Þetta er það sem sent var niður til spámannanna og sendiboðanna fyrr á dögum og skráð í allar helgar bækur.
Reynið, ó menn, að fá inngöngu í þetta mikla regindjúp sem Guð hefur ákveðið að skuli hvorki hafa upphaf né endi, þar sem Hann hefur hafið upp raust sína og dreift ljúfum ilmi heilagleika síns og dýrðar. Sviptið yður ekki kyrtli tignarinnar né látið hjörtu yðar fara á mis við að minnast Drottins síns, og lokið eyrum yðar ekki fyrir ómfögrum söng þessarar undursamlegu, æðstu, alknýjandi og snjöllustu raddar Hans.
53
Ó Naṣír, ó þjónn Minn! Guð, sannleikurinn eilífi, er Mér til vitnis. Hinn himneski æskumaður hefur lyft dýrlegum kaleik ódauðleikans yfir höfuð manna. Hann bíður eftirvæntingarfullur við sess sinn og hugleiðir hvaða auga muni bera kennsl á dýrð Hans og hvaða hönd muni óhikað teygja sig fram, taka bikarinn úr mjallhvítri hendi Hans og drekka í botn. Aðeins fáeinir hafa enn sem komið er drukkið af þessari mildu og óviðjafnanlegu náð Hins aldna konungs. Þeir dvelja í háleitustu híbýlum paradísar og eru tryggilega staðfestir í sæti valds og myndugleika. Ég sver við réttvísi Guðs! Hvorki speglar dýrðar Hans né opinberendur nafna Hans né neitt sem skapað hefur verið fyrr eða síðar getur nokkru sinni orðið þeim fremri, ef þér teljist til þeirra sem skilja þennan sannleika.
Ó Naṣír! Ágæti þessa dags er óumræðilega langt ofar skynjun manna, hversu mikil sem þekking þeirra er, hversu djúpur sem skilningur þeirra er. Hversu miklu ofar er það þá ekki hugarburði þeirra sem hafa villst frá ljósi Hans og hulið sig dýrð Hans! Ef þú sviptir frá þeirri hryggilegu blæju sem blindar augu þín myndir þú líta slíka hylli og blessun, að ekkert frá því upphafi sem er án upphafs til þeirra endaloka sem eiga sér engan endi getur jafnast á við hana. Hvaða tungumál ætti málsvari Guðs að tala til þess að þeir sem hyljast Honum líkt og með blæju geti borið kennsl á dýrð Hans? Hinir réttlátu, íbúar ríkisins á hæðum, munu teyga vín heilagleikans í Mínu nafni, hins aldýrlega. Engir aðrir fá hlut í þeim gæðum.
54
Svo sannarlega sem Guð, ástvinur Minn, er réttlátur! Ég hef aldrei sóst eftir veraldlegri forystu. Eina áform Mitt var að rétta það niður til mannanna sem Guð, hinn náðugi, hinn óviðjafnanlegi, bauð Mér að færa þeim til þess að það mætti leysa þá frá öllu sem þessari veröld tilheyrir og hefja þá til hæða sem hvorki hinir óguðlegu geta skilið né hinir þverúðarfullu gert sér í hugarlund.
55
Minnst þú, ó (Teheran), fyrri daga þegar Drottinn þinn gerði þig að aðsetri hásætis síns og umlukti þig ljóma dýrðar sinnar. Hversu fjölmargar voru ekki þær helguðu sálir, þessi tákn fullvissunnar, sem í innilegri ást á þér fórnuðu lífi sínu og öllu sem þær áttu sakir þín! Fögnuður falli þér í skaut og sæla þeim sem í þér dvelja. Ég ber því vitni að frá þér, eins og sérhvert skilningsríkt hjarta veit, kemur lifandi andi Hans sem heimurinn þráir. Í þér hefur hið óséða verið afhjúpað og frá þér útgengið það sem var hulið sjónum manna. Hvers af öllum fjölda einlægra elskenda þinna eigum Vér að minnast, þeirra sem vegnir voru innan hliða Þinnar og hyljast nú mold þinni? Ljúfum ilmi Guðs hefur verið veitt yfir þig óaflátanlega og svo verður að eilífu. Penni Vor er knúinn til að minnast þín og vegsama fórnarlömb kúgunar, þeirra karla og kvenna sem sofa í dusti þínu.
Meðal þeirra er systir Vor sem Vér nú minnumst til merkis um tryggð Vora og til vitnis um ást Vora á henni. Hve átakanlegt var eigi hlutskipti hennar! Í hvílíkri undirgefni sneri hún ekki aftur til Guðs! Vér einir vitum það í alltumlykjandi þekkingu Vorri.
Ó ! Þú ert enn sakir náðar Guðs sá miðdepill sem ástvinir Hans safnast um. Sælir eru þeir; sæll hver flóttamaður sem leitar athvarfs hjá þér í þrengingu sinni á vegi Guðs, Drottni þessa undursamlega dags! Sælir eru þeir sem minnast hins eina sanna Guðs, mikla nafn Hans og reyna af kostgæfni að þjóna málstað Hans. Það er til þeirra sem helgiritin vísuðu fyrr á dögum. Á þá hefur leiðtogi hinna trúföstu borið lof og sagt: „Blessunin sem bíður þeirra er meiri en sú blessun sem Vér nú njótum.“ Hann hefur vissulega talað sannleikann og þessu berum Vér nú vitni. Dýrðin sem umlykur stöðu þeirra hefur þó ekki verið afhjúpuð enn. Hönd guðdómlegs valds mun vissulega fella blæjuna og birta augum manna það sem mun gleðja og upplýsa augu heimsins.
Færið þakkir Guði, sannleikanum eilífa, upphafin sé dýrð Hans, fyrir að hafa fengið svo undursamlega náðargjöf og prýðst djásni lofgjörðar Hans. Metið gildi þessara daga og fylgið staðfastlega öllu sem sæmir þessari opinberun. Hann er vissulega ráðgjafinn, hinn vorkunnláti og alvísi.
56
Lát ekkert hryggja þig, ó (Teheran), því að Guð hefur útvalið þig sem uppsprettu fagnaðar öllu mannkyni. Hann mun ef Honum þóknast blessa hásæti þitt með þeim sem stjórnar af réttlæti og safnar saman hjörð Guðs sem úlfarnir hafa dreift. Slíkur stjórnandi mun glaður og fagnandi beina augliti sínu að fylgjendum og auðsýna þeim hylli. Fyrir augliti Guðs er hann vissulega gersemi meðal manna. Dýrð Guðs sé með honum að eilífu og dýrð allra sem dvelja í ríki opinberunar Hans.
Fagna með mikill gleði því að Guð hefur gert þig að „dagsbrún ljóss síns“ því að í þér fæddist opinberandi dýrðar Hans. Gleðst yfir þessu nafni sem þér hefur verið gefið því að sakir þess hefur sól miskunnar skinið og uppljómað bæði himin og jörð.
Áður en langt um líður verður breyting á högum þínum og fólkið tekur stjórntaumana í sínar hendur. Vissulega er Drottinn þinn hinn alvísi. Vald Hans umlykur allt sem skapað er. Haf fullt traust á náðarsamlegri hylli Drottins þíns. Augu ástríkis Hans munu að eilífu beinast að þér. Sá dagur nálgast þegar uppnámi þínu verður snúið í frið og kyrrláta ró. Þetta er ákvörðun hinnar undursamlegu bókar.
57
Þegar þú yfirgefur heilagt aðsetur návistar Minnar, ó , hald áleiðis til húss Míns (í ) og vitja þess fyrir hönd Drottins þíns. Þegar þú kemur að dyrum þess, nem staðar og seg: Hvert er Hin aldna fegurð horfin, ó mesta hús Guðs, Hann sem kom því til leiðar að Guð gerði þig að leiðarstjörnu hugfanginnar veraldar og kunngerði að þú værir tákn minningar um Hann frammi fyrir öllum á himnum og öllum á jörðu? Ó, þeir liðnu dagar þegar þú, hús Guðs, gerðist fótskör Hans, dagarnir þegar fagrir hljómar Hins almiskunnsama bárust stöðugt frá þér! Hvað hefur orðið af gersemi þinni sem hefur uppljómað allt sköpunarverkið? Hvar eru dagarnir þegar Hann, konungurinn aldni, gerði þig að hásæti dýrðar sinnar, þegar Hann útvaldi þig sem lampa hjálpræðis milli himins og jarðar og lét þig dreifa ljúfum ilmi Hins aldýrlega kvölds og morgna?
Hvar, ó hús Guðs, er sól tignar og valds sem hefur upplýst þig birtu návistar Hans? Hvar er Hann, dagsbrún mildra miskunnsemda Drottins þíns, hins óhefta, sem reisti hásæti sitt innan veggja þinna? Hvað, ó hásæti Guðs, hefur umbreytt ásýnd þinni og fengið stoðir þínar til að skjálfa? Hvað gæti hafa lokað dyrum þínum fyrir augum þeirra sem áfjáðir leita þín? Hvað hefur gert þig að slíkri auðn? Getur verið að þú hafir fregnað að fjandmenn Ástvinar þíns ofsæki Hann brugðnu sverði? Drottinn blessi þig og blessi tryggð þína við Hann því að þú varst félagi Hans í þraut Hans og þjáningum.
Ég ber því vitni að þú ert vettvangur yfirskilvitlegrar dýrðar Hans – helgustu híbýli Hans. Frá þér hefur útgengið andi Hins aldýrlega sem borist hefur öllu sem skapað er og fyllt fögnuði brjóst hinna einlægu sem dvelja í höllum paradísar. Herskarar himinsins og þeir sem dvelja í borg nafna Guðs kveina yfir þér og gráta hlutskipti þitt.
Enn ert þú tákn nafna og eiginda Hins almáttuga, miðdepillinn sem augu Drottins himins og jarðar beinast að. Hlutskipti þitt er hlutskipti arkarinnar þar sem fyrirheiti Guðs um frið og öryggi var fengin bólstaður. Heill þeim sem skilur merkingu þessara orða og ber kennsl á áform Drottins allrar sköpunar.
Sælir eru þeir sem anda að sér ljúfri angan Hins miskunnsama, viðurkenna upphafningu þína, standa vörð um helgi þína og sýna stöðu þinni ævinlega lotningu. Vér biðjum Hinn alvalda að ljúka upp augum þeirra sem hafa snúið frá þér og meta þig ekki að verðleikum svo að þeir megi í sannleika þekkja þig og Hann sem með valdi sannleikans hefur hafið þig til hæstu hæða. Blindir eru þeir vissulega á þig og sviptir allri vitneskju um þig á þessum degi. Drottinn þinn er sannlega hinn náðugi, fyrirgefandinn.
Ég ber því vitni að með þér hefur Guð reynt hjörtu þjóna sinna. Sæll er sá sem beinir til þín för sinni og heimsækir þig. Vei þeim sem afneitar rétti þínum, snýr við þér baki, vanheiðrar nafn þitt og svívirðir helgi þína.
Syrg ekki, ó hús Guðs, þótt hinir trúlausu svipti sundur blæju heilagleika þíns. Guð hefur í heimi sköpunarinnar prýtt þig djásni minningar um Hann. Slíkt djásn getur enginn maður nokkru sinni svívirt. Augu Drottins þíns munu beinast að þér undir öllum kringumstæðum. Hann mun vissulega ljá eyra bæn hvers sem heimsækir þig, hringsólar um þig og ákallar Hann í þínu nafni. Hann er í sannleika fyrirgefandinn, hinn almiskunnsami.
Ég bið þig, ó Guð minn, við þetta hús sem hefur þolað slík umskipti í aðskilnaði við Þig, sem kveinar yfir fjarlægð sinni frá Þér og harmar þrengingu þína, að fyrirgefa mér og foreldrum mínum og ættingjum og þeim bræðrum mínum sem hafa trúað á þig. Gef að öllum þörfum mínum verði fullnægt sakir veglyndis Þíns, ó Þú sem ert konungur nafna. Þú ert gjafmildastur allra gjafara, Drottinn allra veraldanna.
58
Minnst þess sem var opinberað , þjóni Vorum, á fyrsta ári útlegðar Vorrar í Landi leyndardómsins (Adríanópel). Honum sögðum Vér fyrir um hlutskipti húss Vors (í ), á komandi dögum til þess að hann hryggðist ekki vegna gripdeildanna og ofbeldisins sem nú er hlutskipti þess. Sannlega þekkir Drottinn Guð þinn allt sem er á himnum og allt sem er á jörðu.
Til hans höfum Vér skrifað: Þetta er ekki fyrsta niðurlægingin sem kemur yfir hús Mitt. Fyrr á dögum svívirti kúgarinn það. Vissulega verður niðurlæging þess slík á komandi dögum að sérhvert skilningsríkt auga mun tárast. Þannig höfum Vér birt þér það sem hulið er handan blæjunnar, órannsakanlegt öllum nema Guði, hinum almáttuga og altignaða. Í fyllingu tímans mun Drottinn upphefja það í augum allra manna með valdi sannleikans. Hann mun gera það að gunnfána ríkis síns, helgireitinn sem fylkingar hinna trúföstu hringsóla um. Svo mælir Drottinn, Guð þinn, áður en dagur kveinstafanna rennur upp. Þetta höfum Vér opinberað þér í heilagri töflu Vorri svo að þú hryggist ekki yfir hlutskipti húss Vors þegar óvinurinn ræðst gegn því. Allt lof sé Guði sem allt þekkir, hinum alvitra.
59
Sérhver óvilhallur áhorfandi viðurkennir fúslega að allt frá upphafi opinberunar sinnar hefur Hinn rangtleikni boðið öllu mannkyni að festa sjónir á dagsbrún dýrðarinnar og lagt bann við spillingu, hatri, kúgun og illmennsku. Sjáið þó hvað hönd kúgarans hefur gert! Enginn penni dirfist að færa harðneskju hans í letur. Þótt áform Hans sem er sannleikurinn eilífi hafi verið að veita öllum mönnum eilíft líf, tryggja öryggi þeirra og frið, sjá þó hvernig þeir hafa tekið sér fyrir hendur að úthella blóði ástvina Hans og dæma Hann sjálfan líflausan.
Upphafsmenn þessarar kúgunar eru einmitt hinir sömu og taldir eru vitrastar hinna vitru þótt þeir séu jafn fákænir og raun ber vitni. Slík er blinda þeirra að þeir hafa af vægðarlausri grimmd lokað Hann inni í þessari víggirtu og kvalafullu dýflissu þótt veröldin hafi verið sköpuð fyrir þá sem þjóna við fótskör Hans. Þrátt fyrir þetta og í andstöðu við óskir þeirra sem afneita sannleika þessarar „miklu boðunar“ hefur Hinn almáttugi breytt þessari dýflissu í upphöfnustu paradís, himin himnanna.
Vér höfnuðum ekki þeim efnisgæðum sem gátu linað þjáningar Vorar. Sérhver félagi Vor getur þó vottað að heilagt aðsetur Vort er hafið yfir og helgað frá slíkum gæðum. Meðan Vér vorum bandingjar í þessari prísund veittum Vér samt viðtöku því sem hinir trúlausu reyndu að svipta Oss. Ef einhver fyrirfyndist sem vildi reisa í Voru nafni mannvirki af skíragulli eða silfri eða byggingu alsetta ómetanlegum eðalsteinum yrði án efa gefið til þess leyfi. Hann gerir vissulega það sem Honum líst og ákvarðar það sem Honum þóknast. Auk þess hefur hverjum sem það vill verið heimilað að reisa um þetta land þvert og endilangt göfugar og tilkomumiklar byggingar og helga hin ríku og heilögu landsvæði, sem liggja að ánni Jórdan og nærliggjandi héruðum, tilbeiðslu og þjónustu við hinn eina sanna Guð, mikluð sé dýrð Hans, til þess að spádómarnir sem penni Hins hæsta hefur skráð í helgar bækur megi rætast og það sem Guð, Drottinn allra veraldanna, hefur áformað í þessari hæstu og sannheilögu, þessari máttugu og undursamlegu opinberun, verði að veruleika.
Vér höfum fyrr á tímum mælt þessi orð: Breið út vængi þína, ó Jerúsalem! Íhugið þetta í hjörtum yðar, ó fylgjendur , og færið þakkir Drottni yðar, fræðaranum, hinum sýnilegasta.
Ef leyndardómarnir sem Guð einn þekkir yrðu dregnir fram í dagsljósið myndi allt mannkynið verða vitni að fullkomnu og algjöru réttlæti. Með fullvissu sem enginn gæti dregið í efa myndu allir menn staðfastlega fylgja boðum Hans og varðveita þau samviskusamlega. Vér höfum vissulega ákvarðað í bók Vorri mikið og ríkulegt endurgjald hverjum þeim sem snýr sér frá illsku og lifir hreinu og guðlegu lífi. Hann er í sannleika gjafarinn mikli, hinn algjöfuli.
60
Helsi Mitt getur ekki fært Mér neina skömm. Nei, Ég sver við líf Mitt, það færir Mér dýrð. Það sem bakar Mér smán er hegðun þeirra fylgjenda Minna sem þykjast elska Mig en fylgja þó hinum illa. Þeir teljast að sönnu til hinna týndu.
Þegar stundin sem var ákvörðuð þessari opinberun rann upp og Hann sem er sól heimsins birtist í Írak, bauð Hann fylgjendum sínum að gæta þess sem myndi hreinsa þá af allri jarðneskri saurgun. Sumir vildu heldur fylgja lastafullum hneigðum sínum, en aðrir gengu veg réttlætis og sannleika og fengu sanna leiðsögn.
Seg: Sá verður ekki talinn til fylgjenda sem fylgir veraldlegum ástríðum eða festir hjarta sitt við jarðneska hluti. Sannur fylgjandi Minn er sá sem snýr hvorki við né hikar er hann kemur í dal af skíragulli heldur gengur yfir hann þveran, fáskiptinn sem ský. Slíkur maður er vissulega af Mér. Af klæðum hans geta herskararnir á hæðum fundið angan heilagleikans.… Og þótt hann mætti hinni björtustu og fegurstu meðal kvenna myndi hann alls ekki í hjarta sínu láta glepjast af þrá eftir fegurð hennar. Slíkur maður er vissulega sköpun flekklauss hreinlífis. Svo fræðir yður penni Hins aldna eins og Honum er boðið af Drottni yðar, hinum almáttuga og algjöfula.
61
Veröldin er beygð af áþján og umbrot hennar magnast dag frá degi. Augu hennar beinast að rangindum og vantrú. Slíkt verður hlutskipti hennar að hvorki væri rétt né sæmandi að ljóstra því upp nú. Öfughneigð hennar mun lengi vara. Og þegar hinn tilsetti tími rennur upp birtist það skyndilega sem fær limu mannkynsins til að skjálfa. Þá, og aðeins þá, verður sigurfáninn himneski dreginn að hún og næturgali paradísar syngur söngljóð sitt.
62
Minnst þú sorga Minna, kvíða og áhyggjuefna, þrenginga og rauna, fangelsunar Minnar, táranna sem Ég hef úthellt, beiskrar þjáningar Minnar og nú síðast frelsissviptingar í þessu fjarlæga landi. Guð er Mér til vitnis, ó Muṣṭafá. Ef hægt væri að skýra þér frá hlutskipti Hinnar öldnu fegurðar myndir þú flýja út í eyðimörkina og gráta sáran. Þú myndir slá þér á höfuð í sorg þinni og hljóða líkt og höggormur hefði stungið þig. Fær Guði þakkir fyrir að Vér höfum neitað að segja þér frá leyndardómum þeirra órannsakanlegu ákvarðana sem hafa verið sendar niður yfir Oss frá himni vilja Drottins þíns, hins almáttuga og alvolduga.
Ég sver við réttlæti Guðs! Á hverjum morgni reis Ég úr rekkju og sá hersingu rauna þrengjast að dyrum Mínum og hvenær sem Ég lagðist til svefns að kvöldi, sjá! hjarta Mitt var sárt og kramið vegna djöfullegrar grimmdar óvina þess. Sérhverjum brauðbita sem Hin aldna fegurð brýtur fylgir ný þraut og sérhver dropi sem Hann drekkur er blandinn beiskju hörmunga. Við hvert fótmál fer á undan Honum herskari ófyrirsjáanlegra rauna og á hæla Hans kemur aragrúi sárustu sorgarefna.
Slíkt er hlutskipti Mitt, ef þú hugleiddir það í hjarta þínu. Lát þó sál þína ekki daprast vegna þess sem Guð hefur látið yfir Oss ganga. Lát vilja þinn lúta velþóknun Hans því að Vér höfum aldrei þráð neitt annað en vilja Hans og höfum feginsamlega veitt viðtöku öllum órannsakanlegum ákvörðunum Hans. Ver þolinmóður í hjarta þínu og óttast eigi. Fylg ekki vegum þeirra sem eru í ofsafengnu uppnámi.
63
Ó þú sem beinir augum að Mér! Á sama andartaki og augu þín líta í fjarska fæðingarborg Mína (Teheran), nem staðar og seg: Ég er kominn til þín frá prísundinni, ó , með fregnir frá Guði, Honum sem hjálpar í nauðum, hinum sjálfumnóga. Ég kunngeri þér, ó móðir heimsins og ljósuppspretta allra þjóða hans, mildar miskunnsemdir Drottins þíns og heilsa þér í nafni Hans sem er sannleikurinn eilífi og þekkir hið óséða. Ég ber því vitni að í þér opinberaðist Hann sem er hið hulda nafn og í þér var fjársjóðurinn faldi afhjúpaður. Fyrir þínar sakir hafa leyndardómar allra hluta, hvort heldur er í fortíð eða framtíð, verið dregnir fram í dagsljósið.
Ó ! Hann sem er Drottinn nafna minnist þín í dýrlegri tign sinni. Þú varst dagsbrún málstaðar Guðs, uppspretta opinberunar Hans, birting mesta nafns Hans – nafns sem fengið hefur hjörtu og sálir mannanna til að skjálfa. Hversu fjölmargir eru ekki karlarnir og konurnar sem hafa fórnað lífi sínu á vegi Guðs innan borgarmúra þinna og verið huslaðir í dusti þínu af slíkri grimmd að sérhver heiðraður þjónn Guðs grætur hlutskipti þeirra.
64
Ósk Vor er að minnast sælustu híbýlanna (Teheran), hinnar helgu og skínandi borgar þar sem ilmi Ástvinarins hefur verið dreift, þaðan sem tákn Hans bárust, þar sem vitnisburður dýrðar Hans hefur verið opinberaður, þar sem gunnfánar Hans voru hafnir á loft, þar sem tjaldbúð Hans var reist og sérhver viturleg ráðsályktun Hans kunngerð.
Þetta er borgin þar sem ljúfri angan endurfunda hefur verið dreift, borgin sem fengið hefur einlæga ástvini Guðs til að nálgast Hann og ganga inn í híbýli heilagleika Hans og fegurðar. Sæll er vegfarandinn sem beinir för sinni til þessarar borgar, fær þar inngöngu og drekkur vín endurfunda fyrir yfirfljótandi náð Drottins síns, hins náðuga og altignaða.
Ég er kominn til þín, ó land hjartans þrár Minnar, með fregnir frá Guði og kunngeri þér náðarsamlega hylli Hans og miskunn og heilsa þér og vegsama í Hans nafni. Hans er í sannleika ósegjanleg rausn og gæska. Sæll er sá sem snýr ásjónu sinni til þín og finnur frá þér ilminn af návist Guðs, Drottins allra veraldanna. Dýrð Hans sé með þér og birtan frá ljósi Hans leiki um þig, því að Guð hefur gert þig að paradís þjóna sinna og lýst þig landið blessaða og heilaga sem Hann sjálfur nefndi í þeim bókum sem spámenn Hans og boðberar hafa opinberað.
Sakir þín, ó land ljómandi dýrðar, hefur gunnfáninn: „Enginn er Guð nema Hann,“ breitt úr sér og merkið: „Vissulega er Ég sannleikurinn sem þekkir hið óséða,“ verið hafið á loft. Það sæmir hverjum og einum sem heimsækir þig að miklast af þér og þeim sem þig byggja, þá sem sprottnir eru af meiði Mínum, eru lauf hans, tákn dýrðar Minnar, fylgja Mér, eru ástvinir Mínir og hafa af fyllstu einurð fest sjónir á dýrlegri stöðu Minni.
65
Minnst þess er Þú komst til borgarinnar (Konstantínópel), að ráðherrar soldánsins álitu Þig fákunnandi í lögum þeirra og reglugerðum og töldu Þig í hópi hinna óupplýstu. Seg: Já, Ég kalla Drottin Minn Mér til vitnis! Ég er fáfróður um allt nema það sem Guði hefur af hylli sinni og veglyndi þóknast að kenna Mér. Þessu berum Vér vissulega vitni og játum það fúslega.
Seg: Ef lögin og reglurnar sem þér fylgið af festu eru yðar eigin verk, munum Vér alls ekki fylgja þeim. Svo er Mér boðið af Hinum alvitra og alupplýsta. Slík var aðferð Mín í fortíðinni og slík verður hún í framtíðinni með valdi Guðs og mætti Hans. Þetta er vissulega vegurinn sanni og rétti. Séu þau af Guði reiðið þá fram sönnunargögnin, ef þér teljist til þeirra sem tala sannleikann. Seg: Vér höfum ritað í bókina þar sem skráðar eru gerðir sérhver manns, hversu lítilsverðar sem þær eru, allt sem þeir hafa ranglega sakað Þig um og allt sem þeir hafa gert Þér.
Seg: Það sæmir yður, ó ráðherrar ríkisins, að halda boð Guðs og hafna yðar eigin lögum og reglum og tilheyra þeim sem njóta sannrar handleiðslu. Betra er það fyrir yður en allt sem þér eigið, ef aðeins þér vissuð. Ef þér brjótið gegn boðum Guðs mun ekki ein einasta gerð yðar hljóta náð fyrir augum Hans. Áður en langt um líður munuð þér sjá afleiðingarnar af því sem þér gerðuð í þessu fánýta lífi og uppskera endurgjaldið. Þetta er vissulega óskeikull sannleikur.
Hversu mikill fjöldi manna vann ekki á umliðnum öldum þau verk sem þér hafið unnið, og þótt þeir hafi verið yður æðri að tign hurfu þeir að endingu í duftið og hlutu sinn óumflýjanlega dóm. Ef þér aðeins hugleidduð málstað Guðs í hjörtum yðar! Þér munuð fylgja þeim eftir og verða vísað til híbýla þar sem enginn vingast við yður eða kemur yður til hjálpar. Þér verðið vissulega spurðir gerða yðar og kallaðir til reikningsskila fyrir að bregðast skyldum yðar við málstað Guðs og vísa með fyrirlitningu á brott ástvinum Hans sem fullir einlægni komu á fund yðar.
Það eruð þér sem bruggið þeim launráð, þér sem hafið kosið að ganga eftir eigin hneigðum og snúa baki við boðum Guðs, hjálparans í nauðum, hins almáttuga.
Seg: Hvað! Haldið þér fast við ráðagerðir yðar og varpið frá yður fyrirmælum Guðs? Þér hafið að sönnu gert yður sjálfum og öðrum rangt til. Óskandi væri að þér skilduð það! Seg: Ef lög yðar og reglur byggjast á réttvísi, hvers vegna fylgið þér aðeins þeim sem henta spilltum hneigðum yðar en hafnið hinum sem ganga í berhögg við langanir yðar? Með hvaða rétti gerið þér þá tilkall til að dæma réttvíslega milli manna? Réttlæta lög yðar og reglur að þér ofsækið Hann sem að yðar boði gekk á fund yðar – að þér afneitið Honum og særið Hann dag hvern djúpum sárum? Hefur Hann nokkru sinni óhlýðnast yður eitt andartak? Allir íbúar Íraks og auk þeirra sérhver skilningsríkur áhorfandi vottar sannleika orða Minna.
Veitið réttlátan úrskurð, ó ráðherrar ríkisins! Hvað höfum Vér gert sem gæti réttlætt brottvísun Vora? Hvaða afbrot höfum Vér framið að það verðskuldi útlegð Vora? Vér leituðum til yðar, sjá þó hvernig þér hafið neitað að taka á móti Oss! Svo sannarlega sem Guð lifir! Hróplegt er ranglæti yðar og engri jarðneskri rangsleitni verður við það jafnað. Þessu hefur Hinn almáttugi sjálfur borið vitni.…
Þér skuluð vita að heimurinn, hégómi hans og skart, mun líða undir lok. Ekkert varir nema ríki Guðs sem tilheyrir Honum einum, allsráðandi Drottni, Honum sem hjálpar í nauðum, hinum aldýrlega og almáttuga. Ævi yðar er senn á enda og allt sem þér festið hugann við og hreykið yður af mun tortímast og flokkur engla mun vissulega kveðja yður á þann stað þar sem limir allrar sköpunarinnar nötra og angistarhrollur fer um sérhvern kúgara. Þér verðið spurðir um það sem þér gerðuð í þessu fáfengilega lífi yðar og munuð uppskera launin. Þetta er dagurinn sem óhjákvæmilega rennur upp yfir yður, stundin sem enginn getur skotið á frest. Þetta vottar tunga Hans sem talar sannleikann, hins alvísa.
66
Óttist Guð, ó íbúar borgarinnar (Konstantínópel), og sáið ekki sæði sundurlyndis meðal manna. Gangið ekki vegu hins illa. Gangið á vegum hins eina sanna Guðs þá fáu daga sem þér eigið eftir ólifaða. Ævi yðar rennur sitt skeið eins og ævi þeirra sem fóru á undan yður. Til duftsins munuð þér hverfa eins og forfeður yðar.
Vitið að Ég óttast engan nema Guð. Ég hef ekki sett traust Mitt á neitt nema Hann, fylgi Honum einum af staðfestu og óska einskis annars en þess sem Hann óskar Mér. Þetta er í sannleika þrá hjarta Míns, ef aðeins þér vissuð. Ég hef fórnað sálu Minni og líkama Guði, Drottni allra veraldanna. Hver sem hefur þekkt Guð mun ekki þekkja neitt nema Hann, og hver sem óttast Guð óttast ekkert nema Hann, jafnvel þótt öll öfl jarðar rísi upp og fylki sér gegn honum. Ég mæli ekki nema að boði Hans og fylgi með hjálp Guðs engu nema sannleika Hans. Hann mun vissulega endurgjalda hinum sannorðu.
Seg, ó þjónn, frá því sem þú sást þegar þú komst til borgarinnar til þess að vitnisburður þinn megi vara meðal manna og verða áminning þeim sem trúa. Er Vér komum til borgarinnar sáum Vér leiðtoga hennar og öldunga eins og börn sem þyrpast saman og föndra með leir. Vér fundum engan sem hafði nægan þroska til að inna Oss eftir þeim sannindum sem Guð hefur kennt Oss né var reiðubúinn að hlýða á undursamleg orð visku Vorrar. Innra auga Vort grét sáran yfir þeim og misgerðum þeirra og fullkomnu skeytingarleysi um tilganginn með sköpun sinni. Þetta er það sem Vér sáum í borginni og höfum kosið að rita í bók Vora svo að það megi verða þeim og öllum öðrum til áminningar.
Seg: Ef þér leitið þessa lífs og hégóma þess hefðuð þér átt að leita meðan þér voruð enn í móðurlífi því þá nálguðust þér það stöðugt, ef aðeins þér skilduð. Síðan þér fæddust og komust til þroska hafið þér á hinn bóginn verið að fjarlægjast veröldina og nálgast duftið. Hvers vegna sýnið þér þá slíka græðgi við aðdrátt jarðneskra fjársjóða þegar dagar yðar eru taldir og tækifæri yðar nær glötuð? Viljið þér ekki, gálausir, vakna af svefni yðar?
Hneigið eyru yðar að þeim ráðum sem þessi þjónn gefur yður sakir Guðs. Hann biður yður vissulega ekki um endurgjald og er undirgefinn öllu sem Guð hefur áformað Honum og beygir sig fullkomlega undir vilja Guðs.
Langt er liðið á ævi yðar, ó þér menn, og endalokin nálgast óðum. Snúið því baki við ráðabruggi og því sem altekur hugi yðar og haldið fast við fyrirmæli Guðs svo að yður megi hlotnast það sem Hann hefur fyrirhugað yður og getið talist til þeirra sem ganga réttan veg. Gleðjist ekki yfir hlutum þessa heims og hégómlegu skarti hans og bindið engar vonir við hann. Setjið traust yðar á orð Guðs, hins upphafnasta, hins hæsta. Áður en langt um líður mun Hann gera að engu allt sem þér eigið. Óttist Hann og gleymið ekki sáttmála Hans við yður og teljist ekki til þeirra sem hyljast Honum líkt og með blæju.
Varist að bera yður drambsamlega frammi fyrir Guði og hafna ástvinum Hans með fyrirlitningu. Lútið í auðmýkt hinum trúföstu, þeim sem hafa trúað á Guð og tákn Hans, eiga hjörtu sem vitna um einingu Hans, tungur sem kunngera einleika Hans og mæla ekki nema með Hans leyfi. Þannig hvetjum Vér yður af réttvísi og áminnum yður með sannleika til þess að þér megið vakna af svefni yðar.
Leggið ekki á neina sál þá byrði sem þér viljið ekki bera sjálfir og óskið engum þess sem þér ekki óskið sjálfum yður. Þetta eru bestu ráð Mín yður til handa, ef þér aðeins gættuð þeirra.
Virðið guðsmennina og hina lærðu meðal yðar, þá sem láta gerðir fylgja orðum, fara ekki yfir mörkin sem Guð hefur sett og dæma samkvæmt fyrirmælum Hans eins og þau opinberast í bók Hans. Vitið að þau eru leiðarljós þeim sem eru á himnum og jörðu. Þeir sem virða að vettugi og afrækja guðsmennina og hina lærðu – þeir hafa vissulega hafnað þeim gjöfum sem Guð hefur gefið þeim.
Seg: Bíðið uns Guð hafnar því sem Hann hefur gefið yður. Alls ekkert er Honum dulið. Hann þekkir leyndardóma himnanna og jarðarinnar. Þekking Hans umlykur alla hluti. Gleðjist ekki yfir þeim verkum sem þér hafið unnið eða vinnið í framtíðinni og kætist ekki vegna þjáninganna sem þér hafið valdið Oss því þannig tekst yður ekki að hækka stöðu yðar, ef þér skoðið verk yðar af kostgæfni. Ekki heldur tekst yður að lækka upphafna stöðu Vora. Nei, Guð mun auka endurgjald Vort fyrir að hafa borið með þolgæði raunirnar sem verða á vegi Vorum. Hann eykur sannlega endurgjald þeirra sem þolgóðir þreyja.
Vitið að raunir og þrengingar hafa frá ómunatíð verið hlutskipti hinna útvöldu Guðs, ástvina Hans og þeirra þjóna sem hafa leyst sig úr viðjum alls nema Hans, þeirra sem láta engin jarðnesk verðmæti tæla sig frá að minnast Hins almáttuga, þeirra sem ekki mæla fyrr en Hann hefur mælt og fara að boðum Hans. Slík var aðferð Guðs í fortíðinni og slík verður hún í framtíðinni. Sælir eru þeir sem stöðugir þreyja, sýna þolgæði í raunum og erfiðleikum, kveina ekki yfir neinu sem þeim fellur í skaut og feta stigu undirgefni.…
Sá dagur nálgast þegar Guð reisir upp menn sem minnast daga Vorra, skýra frá raunum Vorum, krefjast uppreisnar réttar Vors af þeim sem án minnstu sönnunargagna hafa beitt Oss augljósum rangindum. Guð ræður vissulega yfir lífi þeirra sem hafa gert Oss rangt til og Honum er vel kunnugt um gerðir þeirra. Hann mun vissulega hremma þá sakir synda þeirra. Hann er vissulega heiftugastur hefnenda.
Þannig höfum Vér skýrt yður frá hinum eina sanna Guði og sent niður yfir yður það sem Hann hefur forákvarðað til þess að þér megið biðja Hann fyrirgefningar, snúa aftur til Hans, iðrast í sannleika, gera yður grein fyrir misgerðum yðar, vakna af móki yðar, rísa upp af gáleysi yðar, gera yfirbót vanrækslunnar og teljast til þeirra sem ástunda það sem gott er. Hver sem vill viðurkenni sannleika orða Minna, og hvað varðar þann sem ekki vill, hann snúi á brott. Eina skylda Mín er að minna yður á að þér hafið brugðist skyldu yðar við málstað Guðs, ef þér teljist til þeirra sem gæta að viðvörun Minni. Hlýðið því á mál Mitt og snúið til Guðs og iðrist, að Hann megi af náð sinni sýna yður miskunn, hreinsa yður af syndum og fyrirgefa misgerðir yðar. Máttur miskunnar Hans er meiri en heift reiði Hans og náð Hans umlykur allt sem hefur verið kallað til tilvistar og íklætt kyrtli lífsins, hvort sem það er í fortíð eða framtíð.
67
Í þessari opinberun hefur birst það sem aldrei fyrr hefur borið fyrir augu. Hvað varðar hina trúlausu sem urðu vitni að því sem var opinberað, þá mögla þeir og segja: „Vissulega er þetta töframaður sem hefur spunnið upp lygi gegn Guði.“ Þeir eru vissulega úrhrök.
Seg þú öllum þjóðum, ó penni Hins aldna, frá því sem gerðist í Írak. Seg þeim frá erindrekanum sem hópur hinna skriftlærðu sendi á fund Vorn. Þegar hann kom í návist Vora spurði hann um tilteknar greinar vísinda og Vér svöruðum í krafti þeirrar þekkingar sem Oss er ásköpuð. Drottinn þinn er sannlega sá sem þekkir hið óséða. „Við berum því vitni,“ sagði hann, „að ekkert jafnast á við þekkingu Þína. Sú þekking nægir þó ekki til að staðfesta þá upphöfnu stöðu sem fólkið segir Þig hafa. Ef Þú mælir sannleikann, birt það sem samanlögðum öflum þjóða heimsins er um megn að birta.“ Slík var sú óafturkallanlega ákvörðun sem tekin var í návist Drottins þíns, hins aldýrlega og ástríka.
„Sjá! Hvað sérð þú?“ Hann var þrumu lostinn. Og þegar hann kom til sjálfs sín sagði hann: „Vissulega trúi ég á Guð, hinn aldýrlega og altignaða.“ „Far þú til fólksins og seg: „Biðjið hvers sem yður þóknast. Hann hefur vald til að gera það sem Honum líst. Alls ekkert, hvorki í fortíð né framtíð, fær staðist vilja Hans.“ Seg: „Ó þér guðsmannafjöld! Veljið hvað sem yður þóknast og biðjið Drottin yðar, Guð miskunnar, að opinbera yður það. Ef Hann uppfyllir ósk yðar í krafti yfirráða sinna, játið þá trú á Hann og teljist ekki til þeirra sem hafna sannleika Hans.““ „Nú bjarmar af degi skilnings,“ sagði hann, „og vitnisburður Hins almiskunnsama hefur verið uppfylltur.“ Hann reis upp og sneri aftur til þeirra sem sendu hann að boði Guðs, hins aldýrlega og ástfólgna.
Dagarnir liðu og hann kom ekki aftur. Loks kom annar erindreki sem skýrði Oss frá því að mennirnir hefðu horfið frá upphaflegu áformi sínu. Þeir eru í sannleika fyrirlitlegir. Þetta er það sem gerðist í Írak og því sem Ég opinbera ber Ég sjálfur vitni. Þessi atburður spurðist víða en enginn skildi merkingu hans. Slík er ákvörðun Vor. Ef aðeins þér vissuð!
Ég sver við Mitt eigið sjálf! Hver og einn sem á umliðnum öldum bað Oss að birta sér tákn Guðs hafði ekki fyrr séð Oss opinbera þau en hann hafnaði sannleika Guðs. Flestir hafa þó verið skeytingarlausir. Þeir sem hafa augu upplýst ljósi skilnings munu finna ljúfa ilman Hins almiskunnsama og játast sannleika Hans. Þeir eru í sannleika hinir einlægu.
68
Ó þú sem ert ávöxtur trés Míns og lauf þess! Dýrð Mín og miskunn hvíli yfir þér. Ver ekki hrygg í hjarta þínu vegna þess sem þér hefur fallið í hlut. Ef þú skoðaðir síðurnar í bók lífsins fyndir þú vissulega það sem myndi dreifa sorgum og eyða angist þinni.
Vit, ó ávöxtur á meiði Mínum, að ákvarðanir Hins æðsta yfirbjóðanda hvað varðar örlög og forákvörðun eru tvenns konar. Hvorutveggja ber að virða og hlýða. Önnur er óafturkallanleg, hin er yfirvofandi samkvæmt orðfæri manna. Þeirri fyrri verða allir menn skilyrðislaust að hlíta því hún er fyrirhuguð og fastráðin. Guð getur þó breytt henni eða ógilt. Þar sem tjónið sem af því hlýst er meira en ef ákvörðunin stæði óhögguð, ættu allir að sætta sig fúslega við vilja Guðs og fylgja honum af fullvissu.
Sú ákvörðun sem er yfirvofandi er þó þess eðlis að bæn og innilegt ákall geta afstýrt henni.
Guð gefi að þér, ávexti á meiði Mínum, og þeim sem þér eru tengdir verði hlíft við illum afleiðingum sem af því hljótast.
Seg: Ó Guð, Guð minn! Þú hefur falið mér í hendur vörslufé Þitt og hefur nú að velþóknun vilja Þíns kallað það aftur til þín. Það er ekki á mínu valdi, þjónustumeyjar þinnar, að segja hvaðan það kom eða hvers vegna það gerðist, því að Þú ert dýrlegur í öllum verkum Þínum og ákvörðun Þinni ber að lúta. Þjónustumær þín, ó Drottinn minn, hefur sett vonir sínar á náð þína og veglyndi. Gef að hún hljóti það sem færir hana nær þér og stoðar hana í öllum veröldum Þínum. Þú ert fyrirgefandinn, hinn algjöfuli. Enginn er Guð nema Þú, ákvarðandinn, hinn aldni.
Veit blessanir þínar, ó Drottinn Guð minn, þeim sem hafa drukkið vín ástar Þinnar frammi fyrir mönnum og viðurkennt einingu Þína þrátt fyrir fjandskap óvina Þína, vitnað um einleika Þinn og játað trú sína á það sem fær limi kúgaranna meðal skepna Þinna til að skjálfa og vekur hroll hinum drambsömu á jörðinni. Ég ber því vitni að yfirráð Þín geta aldrei liðið undir lok og vilja Þínum verður ekki haggað. Fyrirhuga þeim sem hafa fest sjónir á Þér og þeim þjónustumeyjum þínum sem hafa tekið föstu taki í haldreipi Þitt það sem sæmir hafdjúpi veglyndis Þíns og himni náðar Þinnar.
Þú ert sá, ó Guð, sem hefur kallað sig Drottin ríkidæmis og nefnt alla þjóna sína fátæklinga og þurfamenn. Eins og rituð orð Þín bera vitni: „Ó þér sem trúið! Þér eruð aðeins þurfalingar sem þarfnist Guðs en Guð er eigandi alls og Honum heyrir öll lofgjörð.“ Er ég hef viðurkennt fátækt mína og borið kennsl á ríkidæmi Þitt, lát mig ekki fara varhluta af dýrð auðæfa Þinna. Þú ert vissulega verndarinn æðsti, hinn alvitri og alvísi.
69
Minnst þess hvernig móðir brást við þegar sonur hennar fórnaði lífi sínu í (Zanján). Hann er vissulega í sessi sannleikans í návist Hans sem er hinn almáttugi, hinn alvoldugi.
Þegar hinir trúlausu ákváðu í rangsleitni sinni að lífláta hann sendu þeir eftir móður hans til þess að hún gæti áminnt hann og fengið hann til að ganga af trúnni og feta í fótspor þeirra sem hafa afneitað sannleika Guðs, Drottins allra veraldanna.
Ekki fyrr hafði hún litið ásýnd sonar síns en hún mælti til hans orðin sem fengu hjörtu ástvina Guðs og herskaranna á hæðum til að kveina af sárum harmi. Vissulega veit Drottinn þinn hvað munnur Minn mælir. Hann ber sjálfur vitni orðum Mínum.
Og hún ávarpaði hann og sagði: „Sonur minn, minn eigin sonur! Lát ekki bregðast að fórna þér á vegi Drottins þíns. Varast að svíkja trú þína á Hann sem allir á himnum og allir á jörðu lúta í tilbeiðslu. Hald rakleiðis áfram, ó sonur minn, og ver þolinmóður á vegi Drottins, Guðs þíns. Hraða þér á fund Hans sem er ástvinur allra veraldanna.“
Yfir henni hvíli blessun Mín og náð, dýrð Mín og vegsömun. Ég mun sjálfur friðþægja fyrir missi þessa sonar sem nú dvelur í helgidómi tignar Minnar og dýrðar. Ásýnd hans geislar ljósi sem umvefur meyjar himinsins í himneskum vistarverum sínum og handan þeirra íbúa paradísar Minnar og íbúanna í borgum heilagleikans. Ef einhver liti ásýnd hans augum, myndi hann hrópa: „Sjá, þetta er eigi annað en göfugur engill!“
70
Veröldin hefur gengið úr skorðum vegna gjörtæks áhrifavalds þessa nýja og æðsta heimsskipulags. Skipulögðu lífi mannkynsins hefur verið umbylt með atbeina þessa einstæða, undursamlega kerfis hvers líka dauðleg augu hafa aldrei litið.
Sökkvið yður í úthaf orða Minna svo þér megið afhjúpa leyndardóm þeirra og uppgötva allar perlur viskunnar sem eru fólgnar í djúpum þess. Varist að hvika í ásetningi yðar að játast sannleika þessa málstaðar – málstað sem opinberar möguleikana sem búa í mætti Guðs og grundvallar yfirráð Hans. Hraðið yður til Hans með andlitin skínandi af fögnuði. Þetta er óbreytanleg trú Guðs, eilíf í fortíðinni, eilíf í framtíðinni. Sá sem leitar hennar, hann finni, en hvað þann varðar sem neitar að leita hennar – sannlega er Guð sjálfum sér nógur, ofar öllum þörfum skepna sinna.
Seg: Þetta er hin óskeikula vog sem Guð hefur í hendi sér. Á henni verða allir á himnum og jörðu vegnir og örlög þeirra ákvörðuð, ef þér teljist til þeirra sem trúa og þekkja þennan sannleika. Seg: Með hennar tilstilli hafa fátækir verið auðgaðir, lærðir upplýstir og leitendum gert kleift að ganga í návist Guðs. Varist að gera hana að misklíðarefni. Verið jafn óhaggandi og fjallið í málstað Drottins yðar, hins máttuga og ástríka.
71
Óttist eigi, ó þjóðir heimsins, þegar sól fegurðar Minnar er hnigin til viðar og himinn tjaldbúðar Minnar hylst augum yðar. Rísið upp til að efla málstað Minn og upphefja orð Mitt meðal manna. Vér erum ætíð hjá yður og munum styrkja yður með valdi sannleikans. Vér erum vissulega almáttugir. Hver sem borið hefur kennsl á Mig mun rísa upp og þjóna Mér af slíkri atorku og staðfestu að öfl himins og jarðar geta ekki aftrað áformi hans.
Þjóðir heimsins sofa þungum svefni. Ef þær vöknuðu af móki sínu myndu þær feginshugar hraða sér til Guðs, hins alvitra og alvísa. Þær myndu varpa frá sér öllu sem þær eiga, jafnvel öllum fjársjóðum jarðarinnar, til þess að Guð mætti minnast þeirra þótt ekki væri nema með einu orði. Slík eru fyrirmælin sem Hann, sem þekkir hið hulda, hefur fært yður í töflu sem augu sköpunar hafa aldrei litið og engum er opinberuð nema Hans eigin sjálfi, alvoldugum verndara allra veraldanna. Svo ráðvilltar eru þær í ölvun lasta sinna að þær fá ekki borið kennsl á Drottin allrar verundar sem hvaðanæva lætur hljóma ákallið: „Enginn er Guð nema Ég, hinn máttugi og alvitri.“
Seg: Gleðjist ekki yfir þeim hlutum, sem þér eigið; í kvöld eru þeir yðar, á morgun munu aðrir sitja að þeim. Þannig áminnir yður Hinn alvísi, sá sem allt þekkir. Seg: Getið þér staðhæft að það sem yður tilheyrir sé tryggt og varanlegt? Nei! Ég sver við sjálfan Mig, hinn almiskunnsama… Dagar lífs yðar flýja á brott eins og vindblærinn og allri upphefð yðar og dýrð verður undið saman eins og upphefð og dýrð þeirra sem fóru á undan yður. Gaumgæfið, ó þér menn! Hvað hefur orðið af liðnum dögum yðar, yðar glötuðu öldum? Sælir eru þeir dagar sem helgaðir hafa verið minningu Guðs og sælar þær stundir sem eytt hefur verið í lofgjörð til Hans sem er hinn alvitri. Ég sver við líf Mitt! Hvorki íburður hinna voldugu né auðæfi hinna ríku, né jafnvel upphefð hinna óguðlegu, mun vara. Allt mun tortímast fyrir eitt orð frá Honum. Hann er vissulega hinn alvoldugi og alknýjandi, hinn almáttugi. Hvaða fremd er í þeim jarðnesku hlutum sem mennirnir eiga? Þeir hafa gjörsamlega vanrækt það sem getur komið þeim að gagni. Áður en langt um líður munu þeir vakna af móki sínu og komast að raun um að þeir geta ekki hlotið það sem rann þeim úr greipum á dögum Drottins þeirra, hins almáttuga og altignaða. Ef þeir aðeins vissu myndu þeir snúa baki við öllu til þess að nöfn þeirra yrðu nefnd frammi fyrir hásæti Hans. Þeir teljast að sönnu til hinna dauðu.
72
Látið hjörtu yðar ekki fyllast órósemi, ó menn, þegar sól návistar Minnar gengur til viðar og haf orða Minna kyrrist. Í návist Minni á meðal yðar er að finna visku og í fjarvist Minni enn aðra, órannsakanlega öllum nema Guði, hinum óviðjafnanlega og alvitra. Vissulega sjáum Vér yður frá ríki dýrðar Vorrar og munum aðstoða hvern þann sem rís til sigurs fyrir málstað Vorn með liðssveitum herskaranna á hæðum og fylkingu útvalinna engla Vorra.
Ó þjóðir jarðar! Guð, sannleikurinn eilífi, er Mér til vitnis um að elfur ferskra og lygnra vatna hefur sprottið af klettunum sakir ómþýðra orða Drottins yðar, hins óhefta – og enn mókið þér. Varpið frá yður öllu sem þér eigið og hefjið yður á vængjum sjálfslausnar yfir allt sem skapað er. Svo býður yður Drottinn sköpunarinnar sem með hreyfingu penna síns hefur gerbylt sál mannkynsins.
Vitið þér frá hvaða hæðum Drottinn yðar, hinn aldýrlegi, kallar? Teljið þér yður þekkja pennann sem Drottinn yðar, Drottinn allra nafna, ritar með fyrirmæli sín? Nei, svo sannarlega sem Ég lifi! Ef þér aðeins vissuð það mynduð þér afneita heiminum og af öllu hjarta hraða yður á fund Ástvinarins. Svo hugfangnar yrðu sálir yðar af orði Hans að hinn æðri heimur kæmist í uppnám – hversu þá miklu fremur þessi hinn smái og lítilsverði! Þannig hefur regn gjafa Minna streymt frá himni ástríkis Míns til vitnisburðar um náð Mína, að þér megið teljast til hinna þakklátu.…
Varist að ástríður holdsins og spilltra hneigða valdi misklíð meðal yðar. Verið sem fingur einnar handar, limir eins líkama. Þannig ráðleggur yður Penni opinberunar, ef þér tilheyrið þeim sem trúa.
Íhugið náð Guðs og gjafir Hans. Hann hvetur yður til þess sem kemur yður að haldi þótt Hann sjálfur komist vel af án skepna sinna. Illgerðir yðar geta aldrei skaðað Oss né góðverk yðar komið Oss að gagni. Vér köllum yður einungis sakir Guðs. Þessu ber sérhver maður skilnings og innsæis vitni.
73
Það er ljóst og auðsætt að blæjunum, sem hylja veruleika þeirra sem birta nöfn og eigindir Guðs, nei, allra skapaðra hluta sýnilegra og ósýnilegra, hefur verið svipt frá. Ekkert stendur eftir nema tákn Guðs – tákn sem Hann sjálfur hefur lagt innra með þessum veruleika. Þetta tákn varir eins lengi og Drottni Guði þínum, Drottni himins og jarðar, þóknast. Ef slík blessun veitist öllum sköpuðum hlutum, hversu miklu fremra hlýtur ekki hlutskipti hins sanna átrúanda að vera, en líf hans og tilveru verður að skoða sem frumtilgang alls sköpunarverksins. Líkt og trúarhugtakið hefur verið til frá því upphafi sem er án upphafs og mun vara til þess endis sem er án endis, þannig lifir hinn sanni átrúandi og varir að eilífu. Andi hans mun eilíflega snúast um vilja Guðs. Hann varir jafnlengi og Guð sjálfur. Hann opinberast með opinberun Guðs og er hulinn að boði Hans. Það er augljóst að háleitustu híbýlin í ríki ódauðleikans eru fyrirhuguð þeim sem hafa í sannleika trúað á Guð og tákn Hans. Dauðinn getur aldrei náð til þess heilaga aðseturs. Þannig höfum Vér trúað þér fyrir táknum Drottins þíns, að þú megir þreyja í ást þinni á Honum og teljast til þeirra sem skilja þennan sannleika.
74
Sérhvert orð sem framgengur af munni Guðs er gætt slíku valdi að það getur blásið nýju lífi í sérhverja mannveru, ef þér teljist til þeirra sem skilja þennan sannleika. Öll þau undraverðu verk sem þér sjáið í þessum heimi hafa birst fyrir æðsta og upphafnasta vilja Hans, óhaggandi og undursamlega ákvörðun Hans. Með einni saman opinberun orðsins „Mótandinn“ sem framgengur af vörum Hans og boðar mannkyni þessa eigind Hans, leysist slíkur kraftur úr læðingi að hann getur öld eftir öld fætt af sér öll þau margvíslegu listform sem hendur mannanna skapa. Þetta er vissulega óskeikull sannleikur. Ekki fyrr hefur þetta geislandi orð verið mælt en endurlífgandi áhrif þess, sem bærast innra með öllu sköpuðu, ala af sér aðferðir og leiðir til að kalla fram slíkar listir og fullkomna þær. Öll þau undursamlegu afrek sem þér nú eruð vitni að eru bein afleiðing af opinberun þessa nafns. Á komandi dögum munuð þér vissulega verða vitni að fyrirbærum sem þér hafið aldrei heyrt um áður. Slík er ákvörðunin í töflu Guðs og enginn getur skilið hana nema sá sem hefur skýra sýn. Á sama hátt og á sama andartaki og orðið sem lýsir eigind Minni „Hinn alvitri,“ framgengur af vörum Mínum er öllu sem skapað er gefinn máttur til að öðlast þekkingu á undraverðustu vísindum í samræmi við hæfni sína og takmarkanir, og getur birt þau á tilsettum tíma að boði Hans sem er hinn alvaldi og alvísi. Vit með vissu að opinberun allra annarra nafna fylgir sams konar birting guðlegs valds. Sérhver bókstafur sem framgengur af munni Guðs er móðurbókstafur og sérhvert orð sem uppspretta guðlegrar opinberunar mælir er móðurorð og tafla Hans er móðurtaflan. Heill þeim sem skilja þennan sannleika.
75
Sviptið sundur í Mínu nafni blæjunum sem svo hörmulega blinda yður sýn og stökkvið á flótta hjáguðum fánýtra blekkinga með aflinu sem fæðst hefur af trú yðar á einingu Guðs. Gangið síðan inn í heilaga paradís velþóknunar Hins almiskunnsama. Helgið sálir yðar frá öllu sem ekki er af Guði og smakkið sætleik hvíldarinnar innan víðfeðmrar og máttugrar opinberunar Hans og í forsælu Hans æðsta og óskeikula valds. Leyfið yður ekki að hjúpast þykkum blæjum eigingjarnra ástríðna því Ég hef fullkomnað sköpun Mína í hverjum og einum yðar til þess að ágæti handaverks Míns megi að fullu opinberast mönnum. Af þessu leiðir að sérhver maður getur af eigin hvötum borið kennsl á fegurð Guðs, hins dýrlega, og mun geta það framvegis. Hefði slík hæfni ekki verið lögð honum í brjóst, hvernig væri hægt að kalla hann til ábyrgðar á vanrækslu sinni? Yrði nokkur maður spurður í návist Guðs á þeim degi þegar öllum sem á jörðu dvelja verður safnað saman: „Hvers vegna hefur þú ekki trúað á fegurð Mína og hví hefur þú snúið frá sjálfi Mínu?“ og sá hinn sami svaraði og segði: „Þar eð allir menn hafa farið villur vegar og engan var að finna sem vildi festa sjónir á sannleikanum, fylgdi ég fordæmi þeirra og mistókst hrapallega að bera kennsl á fegurð Hins eilífa,“ þá yrði slíkri bón vissulega hafnað. Því að enginn getur skilyrt trú nokkurs manns nema hann sjálfur.
Þetta er eitt þeirra sannleiksorða sem fólgin eru í opinberun Minni – sannindi sem Ég hef opinberað í öllum himneskum bókum og látið Rödd tignarinnar mæla og Penna valdsins rita niður. Íhugið þetta um stund, að þér megið með innri og ytri augum yðar skynja torræða merkingu guðlegrar visku og uppgötva gersemar himneskrar þekkingar sem Ég hef í skýru og þungvægu máli opinberað í þessari upphöfnu og óforgengilegu töflu, og villist eigi frá hásæti Hins hæsta, frá trénu á leiðarenda, frá híbýlum ævarandi máttar og dýrðar.
Tákn Guðs skína jafn augljós og geislandi og sólin meðal verka skepna Hans. Allt sem frá Honum kemur er frábrugðið uppfinningum manna og mun ætíð aðgreinast þeim. Úr lind þekkingar Hans hefur sprottið aragrúi leiðarstjarna lærdóms og visku og frá paradís penna Hans hefur andblær Hins almiskunnsama óaflátanlega borist yfir hjörtu og sálir manna. Sælir eru þeir sem hafa viðurkennt þennan sannleika.
76
Ljá því eyra, ó þjónn Minn, sem hefur verið sent niður til þín frá hásæti Drottins þíns, hins ótilkvæmilega, hins æðsta. Enginn er Guð nema Hann. Hann hefur kallað til lífs skepnur sínar svo að þær megi þekkja Hann sem er hinn vorkunnláti og almiskunnsami. Til allra þjóðlanda og borga hefur Hann sent boðbera sína og falið þeim að kunngera mönnum tíðindin um paradís velþóknunar sinnar og laða þá nær athvarfi ævarandi öryggis, aðsetri eilífs heilagleika og yfirskilvitlegrar dýrðar.
Ljós Guðs leiðbeindi sumum þeirra; þeir fengu inngöngu í heilagt aðsetur návistar Hans og drukku vatn eilífs lífs úr höndum undirgefni og töldust til þeirra sem hafa í sannleika viðurkennt Hann og trúað á Hann. Aðrir risu upp gegn Honum og höfnuðu táknum Guðs, hins almáttka og voldugasta, hins alvísa.
Aldir liðu uns þær náðu fyllingu sinni á þessum drottni allra daga, deginum þegar sól birtist yfir sjónarhring miskunnar og fegurð Hins aldýrlega skein í upphafinni persónu ‘, . Ekki hafði Hann fyrr opinberað sig en allir risu gegn Honum. Sumir fordæmdu Hann fyrir rógburð gegn Guði, hinum aldna og alvalda. Aðrir töldu Hann sleginn sturlun og þá ásökun heyrði Ég sjálfur af vörum eins hinna skriftlærðu. Enn aðrir höfnuðu tilkalli Hans til að vera málsvari Guðs. Þeir lastmæltu Honum, sögðu Hann hafa stolið orðum Hins almáttuga og gert þau að sínum, brenglað merkingu þeirra og blandað þeim saman við sín eigin. Auga tignarinnar grætur sáran yfir því sem varir þeirra hafa mælt meðan þeir enn fagna á sessum sínum.
„Guð,“ segir Hann „er Mér til vitnis, ó menn! Ég er kominn til yðar með opinberun frá Drottni, Guði yðar, Drottni forfeðra yðar. Gætið ekki, ó menn, að því sem þér eigið. Hugið heldur að því sem Guð hefur sent niður til yðar. Þetta mun að sönnu stoða yður betur en allt sköpunarverkið, gætuð þér aðeins skilið. Rannsakið aftur, ó menn, og ígrundið vitnisburð Guðs og staðfestingu sem er í fórum yðar og berið saman við opinberunina sem send er niður til yðar á þessum degi til þess að sannleikurinn, traustur og ótvíræður, megi birtast yður. Fetið ekki, ó menn, í fótspor hins illa, fylgið trú Hins almiskunnsama og tilheyrið þeim sem trúa í sannleika. Hvað stoðar það manninn að láta undir höfuð leggjast að bera kennsl á opinberun Guðs? Alls ekkert. Þessu ber vitni Mitt eigið sjálf, hins alvalda og alvitra, hins alvísa.“
Því meir sem Hann brýndi þá, þeim mun heiftugri varð fjandskapur þeirra uns þeir að endingu líflétu Hann með smánarlegri grimmd. Bölvun Guðs hvíli yfir kúgurunum!
Fáeinir trúðu á Hann, fáeinir þjónar Vorir eru þakklátir. Hann áminnti þá í öllum töflum sínum – nei, í sérhverri málsgrein undursamlegra rita sinna – að gefast ekki upp fyrir neinu á þessum degi hinnar fyrirheitnu opinberunar, hvort sem það kæmi af himnum eða jörðu. „Ó þér menn!“ sagði Hann. „Ég hef opinberað Mig fyrir birtingu Hans og sent bók Mína, , niður til yðar í þeim tilgangi einum að leggja stoðir undir sannleika málstaðar Hans. Óttist Guð og deilið ekki við Hann eins og fylgjendur hafa deilt við Mig. Hvenær sem þér heyrið um Hann, hraðið yður á fund Hans og fylgið staðfastlega öllu sem Hann kann að opinbera yður. Ekkert annað en Hann getur nokkru sinni stoðað yður, nei, jafnvel þótt þér leggið fram vitnisburði allra sem fóru á undan yður.“
Og þegar himinn guðlegrar ráðsályktunar klofnaði að nokkrum árum liðnum og fegurð birtist í skýjum nafna Guðs, búin nýjum klæðum, risu þessir sömu menn í meinfýsni gegn Honum sem upplýsir dýrð og ljóma allt sem skapað. Þeir rufu sáttmála Hans, höfnuðu sannleika Hans, deildu við Hann, gerðu gys að táknum Hans, litu á vitnisburð Hans sem fals og gengu í flokk hinna trúlausu. Loks ákváðu þeir að svipta Hann lífi. Slíkt er ásigkomulag þeirra sem vaða í villu og svíma!
Og þegar þeir skildu að þeim tækist ekki að ná markmiði sínu gerðu þeir samsæri gegn Honum. Sjá hvernig þeir ala sífellt á nýjum launráðum til að vinna Honum miska svo þeir geti sært og vanheiðrað málstað Guðs. Seg: Vei yður! Ég sver við Guð! Leynimakk yðar hjúpar yður smán. Drottinn yðar, Guð miskunnar, kemst vel af án skepna sinna. Alls ekkert getur aukið ríkidæmi Hans né dregið úr því. Ef þér trúið er það yður sjálfum í hag og ef þér trúið ekki munuð þér sjálfir þjást. Hönd trúleysingjans getur aldrei vanhelgað kyrtilfald Hans.
Ó þjónn minn, þú sem trúir á Guð! Ég sver við réttlæti Hins almáttuga! Ef Ég skýrði þér frá því sem Ég hef þurft að þola, gætu sálir og hugir manna ekki borið það. Guð ber Mér sjálfur vitni. Vak yfir sjálfum þér og feta ekki í fótspor þessa fólks. Hugleið gaumgæfilega málstað Drottins þíns. Reyn að þekkja Hann af Hans eigin sjálfi en ekki annarra. Því að enginn en Hann getur nokkru sinni komið þér að haldi. Um þetta vitnar allt sem skapað er, gætir þú aðeins skilið.
Lyft blæjunni og gakk fram með leyfi Drottins þíns, hins aldýrlega og alvolduga, og tak kaleik ódauðleikans frammi fyrir augliti þeirra sem eru á himnum og jörðu í nafni Drottins þíns, hins ótilkvæmilega, hins hæsta. Drekk fylli þína og ver ekki í hópi hinna seinlátu. Ég sver við Guð! Á sama andartaki og bikarinn snertir varir þínar munu herskarar himinsins hylla þig og segja: „Drekk með mikilli velþóknun, ó þú sem í sannleika hefur trúað á Guð!“ Og íbúarnir í borgum ódauðleikans munu kalla: „Heill og hamingja fylgi þér, ó þú sem hefur drukkið bikar ástar Hans í botn!“ Og Rödd tignarinnar hyllir þig þessum orðum: „Mikil er blessunin sem bíður þín, ó þjónn Minn, því þér hefur hlotnast það sem engum hefur hlotnast nema þeim sem hafa leyst sig úr viðjum alls sem er á himnum og alls sem er á jörðu og eru tákn sannrar andlegrar lausnar.“
77
Víkjum nú að spurningu þinni um sköpun mannsins. Vit að eðli allra manna er mótað af Guði, verndaranum, hinum sjálfumnóga. Hver og einn hefur fengið sinn fyrirhugaða skerf eins og ákvarðað er í máttugri og varðveittri töflu Guðs. Ekkert sem í yður býr getur þó birst nema með beitingu yðar eigin vilja. Gerðir yðar bera þessum sannleika vitni. Leið til að mynda hugann að því sem mönnum hefur verið forboðið í . Í þeirri bók hefur Guð samkvæmt ráðsályktun sinni heimilað hvaðeina sem Honum þóknast og lagt bann við hverju sem Honum líst í krafti allsráðandi máttar síns. Þessu ber vitni texti þeirrar bókar. Viljið þér ekki staðfesta það? Samt hafa mennirnir vitandi vits brotið lög Hans. Á að eigna Guði slíka hegðun eða þeim sjálfum? Fellið sanngjarnan úrskurð. Allt hið góða kemur frá Guði og allt hið illa frá yður sjálfum. Viljið þér ekki skilja? Öll helgiritin hafa opinberað þennan sama sannleika, ef þér teljist til þeirra sem skilja. Sérhvert verk sem þér hugleiðið er Honum jafn augljóst og hafi það þegar verið unnið. Enginn er Guð nema Hann. Honum tilheyrir öll sköpunin og veldi hennar. Allt stendur afhjúpað frammi fyrir Honum; allt er skráð á heilagar og huldar töflur Hans. Þó ber ekki að líta svo á að þessi forþekking Guðs sé ástæðan fyrir verkum mannanna, ekki fremur en ósk þín eða vitneskja um að tiltekinn atburður muni gerast getur orsakað þann atburð.
78
Víkjum að spurningu þinni um uppruna sköpunarinnar. Vit með vissu að sköpun Guðs hefur verið til frá eilífð og mun standa að eilífu. Upphaf hennar er án upphafs og endir hennar þekkir engan endi. Nafn Hans, skaparinn, hefur sköpun að forsendu líkt og titill Hans, Drottinn manna, hlýtur að fela í sér tilvist þjóns.
Hvað varðar þau ummæli sem eignuð eru spámönnunum fyrri tíma, svo sem: „Í upphafi var Guð; enginn var að finna sem þekkti Hann,“ og „Drottinn var einn og enginn til að vegsama Hann,“ þá er merking þessara og annarra svipaðra ummæla skýr og augljós og þau ætti aldrei að mistúlka. Um þennan sama sannleika vitna opinberuð orð Hans: „Guð var einn, enginn var nema Hann. Hann verður ævinlega sá sem Hann ætíð hefur verið.“ Sérhvert skilningsríkt auga sér glöggt að Drottinn er nú opinberaður, samt er engan að finna sem ber kennsl á dýrð Hans. Með þessu er átt við að híbýlin þar sem Hin guðlega verund dvelur eru hátt hafin yfir skilning og þekkingu alls nema Hans sjálfs. Alls ekkert sem hægt er að tjá eða skynja í þessum stundlega heimi getur sigrast á þeim takmörkunum sem því eru sett. Guð einn er hafinn yfir slíkar takmarkanir. Hann er sannlega sá sem varir að eilífu. Hann getur aldrei átt sér neinn jafningja eða félaga. Ekkert nafn kemst í samjöfnuð við nafn Hans. Enginn penni getur lýst eðli Hans og engin tunga tjáð dýrð Hans. Hann verður um alla eilífð ómælanlega hátt hafinn yfir allt nema sjálfan sig.
Íhuga stundina þegar hin æðsta opinberun birtist mönnum. Áður en sú stund rennur upp er Hinn aldni, sem enn er ókunnur mönnum og hefur enn ekki fært orð Guðs í búning, sá sem allt þekkir í veröld sem ekki þekkir Hann. Hann er í sannleika skapari án sköpunar. Því að einu andartaki áður en Guð kunngerir opinberun sína hrífur Hann til sín sál alls sem skapað er. Þetta er að sönnu dagurinn sem ritað er um: „Hvers er ríkið á þeim degi?“ Og svar er ekki að finna hjá neinum!
79
Víkjum að spurningu þinni um veraldir Guðs. Vit í sannleika að veraldirnar sem Guð hefur skapað eru óendanlega margar og sérhver þeirra er takmarkalaus. Enginn getur gert sér grein fyrir þeim né fest á þeim tölu nema Guð, hinn alvitri og alvísi. Leið hugann að ástandi þínu er þú sefur. Sannlega segi Ég, þetta fyrirbrigði er hið leyndardómsfyllsta af öllum táknum Guðs meðal manna, ef þeir hugleiddu það í hjarta sínu. Sjá hvernig draumsýn þín rætist eftir töluverðan tíma. Væri þessi draumaveröld þín sama veröldin og þú sérð í vöku hlytu atburðirnir sem þig dreymdi að gerast í þessum heimi á sama andartaki. Þú hefðir þá sjálfur borið því vitni. En svo er ekki og því hlýtur veröld vöku þinnar að vera frábrugðin heimi draumsins. Þessi síðari heimur hefur hvorki upphaf né endi. Ef þú héldir því fram að hann væri, að ráði hins aldýrlega og almáttuga Guðs, innra með sjálfum þér, dulinn í verund þinni, væri það sannleikanum samkvæmt. Sú staðhæfing væri einnig sönn að andi þinn hefði rofið takmarkanir svefnsins, slitið af sér alla jarðneska fjötra og ferðast fyrir atbeina Guðs um ríki sem er dulið í innsta veruleika þessa heims. Sannlega segi Ég, sköpun Guðs nær yfir aðra heima og aðrar verur en þennan heim og þessar verur. Í öllum þessum veröldum hefur Hann ákvarðað hluti sem enginn getur grennslast fyrir um nema Hann sjálfur, rannsakandi alls sem er, hinn alvísi. Íhuga það sem Vér höfum opinberað þér svo að þú megir ganga úr skugga um áform Guðs, Drottins þíns og Drottins allra veraldanna. Þessi orð geyma leyndardóma guðlegrar visku. Vér höfum ekki viljað fjölyrða um þetta málefni vegna þeirra sorga sem þeir sem voru skapaðir með orði Voru hafa valdið Oss með verkum sínum, ef þér teljist til þeirra sem vilja hlýða á rödd Vora.
80
Þú hefur spurt Mig hvort aðrir en spámenn Guðs og Hans útvöldu muni eftir líkamsdauðann hafa sömu einstaklingseinkenni, persónuleika, meðvitund og skilning og þeir höfðu í þessum heimi. Ef svo er, segir þú, hvernig víkur því við að þar sem smávægilegir áverkar á hugrænum skynvitum, svo sem öngvit og alvarlegur sjúkleiki, svipta þá skilningi og meðvitund, getur dauði þeirra sem hlýtur að fela í sér eyðingu og upplausn líkamans ekki eytt þessum skilningi né slökkt á meðvitundinni? Hvernig er hægt að ímynda sér að meðvitund og persónuleiki mannsins lifi áfram þegar sjálf tækin sem eru forsendan fyrir tilvist þeirra og starfsemi verða fullkominni eyðingu að bráð?
Vita skalt þú að sál mannsins er óháð og ofar öllum líkamlegum og hugrænum sjúkleika. Sýni sjúkur maður hnignunarmerki stafa þau af hindrunum sem koma á milli sálar hans og líkama, því sálin er sjálf óháð öllum líkamlegum meinsemdum. Íhuga ljósið sem skín í lampanum. Þótt ytri fyrirstaða geti skyggt á birtu þess heldur ljósið áfram að skína og birta þess dofnar ekki. Sömuleiðis hindrar sérhver sjúkleiki sem hrjáir líkama mannsins sálina frá því að birta áskapaðan mátt sinn og vald. Þegar hún yfirgefur líkamann verða yfirráð hennar og áhrifavald þess eðlis að engu afli á jörðu verður saman við það jafnað. Sérhver hrein, fáguð og helguð sál öðlast feiknlegt vald og fagnar af mikilli gleði.
Íhuga lampann sem falinn er undir mælikeri. Þótt ljósið skíni sjá mennirnir ekki birtu þess. Íhuga einnig sólina þegar hún er hulin skýjum. Sjá hvernig geisladýrð hennar virðist dofna þótt engin breyting hafi í rauninni orðið á uppsprettu ljóssins. Sál mannsins ætti að líkja við sólina og allt á jörðu ætti að skoða sem líkama hans. Meðan engin ytri hindrun kemur á milli þeirra heldur allur líkaminn áfram að endurspegla ljós sálarinnar og nærast af mætti hennar. En um leið og blæja kemur á milli þeirra virðist ljósið dofna.
Íhuga á ný sólina þegar hún hylst skýjaþykkni. Þótt birtan frá henni haldi áfram að upplýsa jörðina hefur hún þó dofnað til muna. Sólin getur ekki skinið aftur í fyllingu dýrðar sinnar fyrr en skýin dreifast. Sólarljósið er hið sama hvort sem ský eru á himni eða ekki. Líta ætti á sál mannsins eins og sólina sem lýsir upp líkama hans og nærir hann.
Íhuga einnig hvernig ávöxturinn býr sem möguleiki í trénu áður en hann vex á greinum þess. Væri tréð höggvið sundur mundi ekki sjást neinn vottur eða ummerki um ávöxtinn. En þegar hann birtist, opinberast hann þér í undursamlegri fegurð og dýrlegri fullkomnun. Sumir ávextir ná raunar ekki fullum þroska fyrr en þeir skiljast frá trénu.
81
Víkjum nú að spurningu þinni um sál mannsins og líf hennar eftir dauðann. Vit með vissu að sálin heldur áfram að þróast eftir viðskilnaðinn við líkamann uns hún kemst í návist Guðs í ástandi og ásigkomulagi sem hvorki framrás alda og árþúsunda né breytingar og umskipti þessa heims geta breytt. Hún varir jafn lengi og ríki Guðs, yfirráð Hans, vald og herradómur. Hún birtir tákn Guðs og eigindir Hans og opinberar ástríki Hans og hylli. Penni Minn staðnæmist er hann reynir að lýsa svo verðugt sé upphafningu og dýrð svo háleitrar stöðu. Hönd miskunnseminnar mun veita sálinni heiður sem engin tunga getur tjáð né nokkur jarðnesk hugmynd lýst. Blessuð er sú sál sem á stundu viðskilnaðar síns við líkamann er helguð frá fánýtum hugarórum þjóða heimsins. Slík sál lifir og hrærist í samræmi við vilja Skapara síns og gengur inn í alhæstu paradís. Meyjar himinsins, íbúar hinna upphöfnustu híbýla, munu hringsóla um hana og spámenn Guðs og Hans útvöldu leita félagsskapar hennar. Sú sál mun ræða við þá hindrunarlaust og skýra þeim frá því sem hún var látin þola á vegi Guðs, Drottins allra veraldanna. Yrði nokkrum manni skýrt frá því hvað slíkri sál hafi verið fyrirhugað í veröldum Guðs, Drottins hásætisins hið efra og á jörðu, myndi öll verund hans blossa upp í ákafri þrá til að öðlast þessa upphöfnustu, þessa helguðu og geislandi stöðu.… Eðli sálarinnar eftir dauðann verður aldrei hægt að lýsa né heldur er rétt og leyfilegt að opinbera mönnunum öll einkenni hennar. Spámenn og boðberar Guðs hafa verið sendir niður í þeim tilgangi einum að leiða mannkynið á hinn beina veg sannleikans. Tilgangurinn með opinberun þeirra er sá að uppfræða alla menn til þess að þeir megi á dauðastundinni stíga upp í fullkomnum hreinleika og heilagleika og í algjörri andlegri lausn til hásætis Hins hæsta. Ljósið sem þessar sálir geisla er forsendan fyrir framþróun heimsins og þroska þjóðanna. Þær eru líkt og súrdeigið sem sýrir verundarheim, og þær eru hreyfiaflið að baki listum og furðuverkum heimsins. Sakir þeirra láta skýin gjöfum sínum rigna yfir mennina og jörðin ber ávexti. Allir hlutir eiga sér orsök, hreyfihvöt, lífgefandi meginreglu. Þessar sálir, tákn andlegrar lausnar, hafa miðlað og munu áfram miðla æðsta hreyfiaflinu í heimi verundar. Heimurinn fyrir handan er jafn ólíkur þessum heimi og þessi heimur er ólíkur veröld barns í móðurlífi. Þegar sálin kemur í návist Guðs tekur hún á sig það form sem best sæmir ódauðleika hennar og er verðugt himneskum híbýlum hennar. Slík tilvist er orsakabundin en ekki algild því hin fyrri á sér orsök en sú síðari ekki. Algild tilvera einskorðast við Guð, upphafin sé dýrð Hans. Heill þeim sem skilja þennan sannleika. Ef þú íhugaðir framferði spámanna Guðs í hjarta þínu myndir þú votta fúslega og af fullri vissu að til hljóta að vera aðrar veraldir en þessi. Í aldanna rás hafa flestir sannir vitringar og lærdómsmenn borið vitni þeim sannleika sem heilög bók Guðs hefur opinberað, eins og Penni dýrðarinnar hefur ritað í töflu viskunnar. Jafnvel efnishyggjumennirnir hafa í ritum sínum vitnað um visku þessara boðbera sem Guð hefur sent og litið svo á að orð spámannanna um paradís, helvítiseld, komandi umbun og refsingu, séu sprottin af löngun til að fræða og upphefja sálir mannanna. Hugleið því hvernig allur þorri manna, hver sem trú þeirra og fræði eru, hefur borið kennsl á ágæti og viðurkennt yfirburði þessara spámanna Guðs. Sumir hylla þessa gimsteina andlegrar lausnar sem holdtekjur viskunnar en aðrir trúa því að þeir séu málsvarar Guðs sjálfs. Hvernig gætu slíkar sálir hafa samþykkt að gefa sig óvinum sínum á vald ef þær tryðu því að allar veraldir Guðs takmörkuðust við þetta jarðneska líf? Myndu þær af fúsum vilja hafa þolað þess konar píslir og þrengingar sem enginn hefur þolað fyrr né orðið vitni að?
82
Þú hefur spurt Mig um eðli sálarinnar. Vita skalt þú í sannleika að sálin er tákn Guðs, himnesk gersemi; flestum lærdómsmannanna hefur ekki tekist að skilja veruleika hennar og enginn hugur, hversu skarpskyggn sem hann er, getur nokkru sinni vænst þess að afhjúpa leyndardóm hennar. Hún er fyrst alls sem skapað er til að kunngera ágæti Skapara síns, fyrst til að þekkja dýrð Hans, fylgja staðfastlega sannleika Hans og krjúpa í lofgjörð frammi fyrir Honum. Ef hún er trú Guði mun hún endurspegla ljós Hans og snúa að lokum til Hans aftur. Ef hún á hinn bóginn bregst trúnaði sínum við Skapara sinn verður hún fórnarlamb sjálfs og ástríðna og sekkur að endingu í djúp þeirra.
Hver sem á þessum degi hefur neitað að láta efasemdir og ímyndanir manna snúa sér frá sannleikanum eilífa og ekki leyft uppnáminu sem trúarleg og veraldleg yfirvöld hafa vakið aftra sér að viðurkenna boðskap Hans – Guð, Drottinn allra manna, mun meta slíkan mann sem eitt af máttugum táknum sínum og nafn hans verður á meðal þeirra sem penni Hins hæsta hefur skráð í bók sína. Sæll er sá sem kemur auga á raunverulegt mikilvægi slíkrar sálar, viðurkennir stöðu hennar og gerir sér grein fyrir dyggðum hennar.
Margt hefur verið ritað í fornar bækur um hin ýmsu stig í þróun sálarinnar, svo sem lostasemi, bráðlyndi, innblástur, góðvild, gleði og nægjusemi, guðlega velþóknun og þess háttar. Penni Hins hæsta er þó frábitinn því að fjölyrða um þetta. Sérhver sál sem gengur auðmjúk með Guði á þessum degi og heldur fast við Hann verður gædd heiðri og dýrð allra göfugra nafna og staða.
Þegar maðurinn sefur er ekki hægt að segja að sál hans hafi í sjálfu sér á nokkurn hátt orðið fyrir ytri áhrifum. Hún er ekki móttækileg fyrir neinni breytingu á upprunalegu ástandi sínu eða einkennum. Sérhver breyting á starfsemi hennar stafar af ytri áhrifum. Það er vegna þessara áhrifa sem umhverfi hennar, skilningur og skynjun breytist.
Íhuga mannsaugað. Þótt það hafi hæfni til að sjá og skynja allt sem skapað er getur minnsta fyrirstaða byrgt því svo sýn að það sjái alls ekkert. Miklað sé nafn Hans sem hefur skapað þessar orsakir, er frumorsök þeirra og hefur gert þær að forsendu allra breytinga og umskipta í heimi tilvistar. Allt sem skapað er í alheiminum er aðeins hlið að þekkingu Hans, tákn um herradóm Hans, opinberun nafna Hans, kennimerki hátignar Hans, ímynd valds Hans, vörður sem vísa leiðina að beinum vegi Hans.…
Sannlega segi Ég, mannssálin er í eðli sínu eitt af táknum Guðs, leyndardómur meðal leyndardóma Hans. Hún er eitt af máttugum táknum Hins alvalda, fyrirboðinn að veruleika allra veralda Guðs. Hið innra með henni býr það sem heiminum er öldungis ókleift að skilja á þessari stundu. Íhuga í hjarta þínu opinberun sálar Guðs sem umlykur lög Hans, og ber hana saman við hið lága og ágjarna eðli sem hefur risið gegn Honum, meinar mönnum að snúa sér til Drottins nafnanna og hvetur þá til að ganga eftir sínum eigin ástríðum og illvilja. Slík sál hefur í sannleika villst langt af hinum rétta vegi.…
Þú hefur einnig spurt Mig um ástand sálarinnar eftir viðskilnaðinn við líkamann. Vit í sannleika að ef sál mannsins hefur gengið á vegum Guðs mun hún vissulega hverfa aftur til dýrðar Ástvinarins. Ég sver við réttlæti Guðs! Slík verður tignarstaða hennar að enginn penni getur lýst því né tunga fært í orð. Sú sál sem hefur verið trú málstað Guðs og staðið óbifanleg á vegi Hans verður eftir andlátið gædd slíkum mætti að allar veraldirnar sem Hinn almáttugi hefur skapað geta hagnast fyrir hennar tilverknað. Slík sál er að boði Hins fullkomna konungs og himneska fræðara ómengað súrdeig sem sýrir heim tilvistar og miðlar aflinu sem þarf til að birta listir og furðuverk heimsins. Sjá hvernig mjölið þarf súrdeig til að sýrast. Þær sálir sem eru tákn sjálfslausnar eru súrdeig þessa heims. Hugleið þetta og gakk með hinum þakklátu.
Í allmörgum töflum höfum Vér vísað til þessa máls og lýst ýmsum stigum í þroska sálarinnar. Sannlega segi Ég, mannssálin er hafin yfir útgöngu og inngöngu. Hún stendur kyrr og samt svífur hún; hún hreyfist og samt er hún kyrr. Hún er í sjálfu sér vitnisburður um tilvist heims sem er skilyrtur og jafnframt er hún staðfesting á veruleika heims sem á sér hvorki upphaf né endi. Sjá hvernig draumurinn sem þig dreymir rætist eftir mörg ár fyrir augum þínum. Íhuga hve torræður leyndardómur þeirrar veraldar er sem birtist þér í draumi. Íhuga í hjarta þínu órannsakanlega visku Guðs og hugleið margvíslegar birtingarmyndir hennar.…
Sjá undursamlega vitnisburði um handaverk Guðs og íhuga umfang þeirra og einkenni. hefur sagt: „Auk furðu mína og undrun á Þér, ó Guð!“
Hvað varðar spurningu þína um hvort hinn jarðneski heimur sé einhverjum takmörkunum háður. Vita mátt þú að skilningur á þessu málefni er undir athugandanum sjálfum kominn. Að einu leyti er hann takmarkaður, að öðru leyti er hann hafinn yfir allar takmarkanir. Hinn sanni Guð hefur verið til frá eilífu og mun að eilífu verða til. Sköpun Hans er einnig án upphafs og endis. Allt sem skapað er á sér hins vegar orsök. Þessi staðreynd tekur í sjálfu sér af öll tvímæli um einingu Skaparans.
Þú hefur einnig spurt mig um eðli hinna himnesku hvela. Til að skilja eðli þeirra væri nauðsynlegt að kanna merkingu þeirra tilvísana sem finna má í fornum bókum til himneskra hvela og himinsviða, og ganga úr skugga um hvernig þau tengjast þessum jarðneska heimi og hvaða áhrif þau hafa á hann. Sérhvert hjarta fyllist undrun yfir svo torskildu málefni og sérhver hugur stendur ráðþrota andspænis leyndardómi þess. Guð einn getur skilið þýðingu þess. Lærdómsmennirnir sem halda því fram að jörðin sé nokkur þúsund ára gömul hafa allan þann tíma sem rannsóknir þeirra hafa staðið yfir ekki íhugað fjölda og aldur hinna plánetanna. Íhuga einnig þann margvíslega ágreining sem rekja má til kenninga þessara manna. Vita skalt þú að sérhver fastastjarna hefur sínar eigin plánetur og sérhver pláneta sínar eigin verur og enginn getur fest á þeim tölu.
Ó þú sem hefur fest sjónir á ásýnd Minni! Dagsbrún dýrðar hefur á þessum degi opinberað ljóma sinn og rödd Hins hæsta kallar. Vér höfum áður mælt þessi orð „Þetta er dagurinn þegar enginn getur efast um Drottin sinn. Það sæmir hverjum og einum sem heyrir kall Guðs af vörum Hans sem er dagsbrún dýrðarinnar, að rísa upp og hrópa: „Hér er ég, hér er ég, ó Drottinn allra nafna; hér er ég, hér er ég, ó Skapari himnanna! Ég votta að með opinberun Þinni hefur það komið fram sem hulið var í bókum Guðs og allt sem boðberar Þínir skráðu í heilög rit sín náð fram að ganga.““
83
Íhuga gjöf skynseminnar sem Guð hefur veitt mannlegu eðli. Leið hugann að þínu eigin sjálfi og sjá hvernig hreyfing þín og kyrrstaða, vilji og áform, sjón og heyrn, lyktarskyn og mál og allt annað sem tengist eða hafið er yfir líkamleg skilningarvit þín og andlega skynjun, sprettur af þessari gjöf eða á tilvist sína undir henni. Svo óaðskiljanlegt er allt þetta skynseminni að ef samband hennar við líkamann rofnaði eitt andartak myndi starf allra þessara skynvita stöðvast og þau gætu ekki lengur sinnt hlutverki sínu. Það er augljóst og hafið yfir allan efa að eðlileg starfsemi allra þessara skynvita er og verður ætíð háð þessari gjöf skynseminnar. Á hana ætti að líta sem tákn um opinberun allsráðandi Drottins. Með birtingu hennar hafa öll þessi nöfn og eiginleikar opinberast og stöðvist starfsemi hennar verða þau öll upplausn og eyðingu að bráð.
Alrangt væri að halda því fram að þessi gjöf sé hin sama og sjónskynið því að það sprettur af henni og er henni háð. Fánýtt væri einnig að ætla að þessi gáfa sé hin sama og heyrnarskynið því að heyrnin fær frá skynseminni þá orku sem hún þarf til að gegna hlutverki sínu.
Þessi sömu bönd tengja skynsemina öllu sem veitir þessum nöfnum og eigindum viðtöku í musteri mannsins. Þessi ýmsu nöfn og opinberuðu eigindir hafa verið skapaðar með tilbeina þessa tákns Guðs. Þetta tákn er í eðli sínu og veruleika ómælanlega upphafið yfir öll slík nöfn og eigindir. Nei, allt annað gleymist og verður að engu í samanburði við dýrð þess.
Ef þú hugleiddir í hjarta þínu þennan guðlega áformaða og óræða veruleika, þetta tákn um opinberun aldýrlegs og ævarandi Guðs, héðan í frá og til þeirra endaloka sem eiga sér engan endi og með samanlögðum vitsmunum og skilningi mestu hugsuða fortíðar og framtíðar myndi þér ekki takast að skilja leyndardóm þessa veruleika né meta mátt hans að verðleikum. Þegar þú kemst að raun um að þér er um megn að öðlast fullan skilning á þeim veruleika sem býr innra með þér munt þú fúslega viðurkenna að viðleitni þín og alls sem skapað er getur ekki fært þér skilning á leyndardómi lifanda Guðs, sólar ófölnandi dýrðar, hins aldna og eilífa. Þessi viðurkenning á vanmætti þínum, sem íhugun og yfirvegun hlýtur að lokum að knýja fram í huga hvers manns, er í sjálfu sér hátindur mannlegs skilnings og markar hæsta stigið í þroska hans.
84
Þú skalt líta svo á að hinn eini sanni Guð sé aðskilinn og ómælanlega hátt hafinn yfir allt sem skapað er. Allur alheimurinn speglar dýrð Hans en sjálfur er Hann óháður og ofar skilningi þeirra sem Hann hefur skapað. Þetta er sönn merking guðlegrar einingar. Sannleikurinn eilífi er eina aflið sem hefur óskorað vald yfir allri tilverunni og öll sköpunin endurspeglar ímynd Hans. Með Honum er uppsprettan sem nærir allt sem skapað er og öll tilveran er á valdi Hans. Þetta er merking og meginregla guðlegrar einingar.
Sumir, ærðir hégómlegum hugarburði, hafa ímyndað sér að allt sem skapað er sé jafngildi Guðs og sameinað Honum, og þeir telja sig útskýrendur einingar Hans. Ég sver við hinn eina sanna Guð! Slíkir menn hafa verið og munu áfram vera fórnarlömb blindrar eftirlíkingar og tilheyra þeim sem hafa takmarkað og reist skorður við hugmyndinni um Guð.
Sá trúir í sannleika á einingu Guðs sem blandar ekki saman tvíhyggju og einleika, neitar að láta sérhverja hugmynd um margfeldni skyggja á hugmynd sína um einstæði Guðs og lítur svo á að Hin guðdómlega verund sé eðli sjálfs sín samkvæmt hafin yfir takmarkanir talna.
Kjarni trúar á guðlega einingu felst í því að líta svo á að Hann sem er opinberandi Guðs, og Hann sem er hin ósýnilega, ótilkvæmilega og óþekkjanlega verund sé einn og hinn sami. Með þessu er átt við að allt sem tilheyrir hinum fyrri, allar gerðir Hans og verk, öll boð Hans og bönn, ætti að skoða í öllum sínum myndum, undir öllum kringumstæðum og án nokkurs fyrirvara, sem ígildi vilja Guðs sjálfs. Þetta er háleitasta staðan sem sannur átrúandi á einingu Guðs getur nokkru sinni vonast til að hljóta. Sæll er sá sem hana hlýtur og telst með þeim sem eru staðfastir í trú sinni.
85
Ó þjónar Mínir. Það sæmir yður að hressa og endurlífga sálir yðar með þeirri náðarsamlegu hylli sem á þessu guðdómlega, sálarvekjandi vori streymir yfir yður. Sól mikillar dýrðar Hans hefur varpað á yður ljóma sínum og ský takmarkalausrar náðar Hans yfirskyggja yður. Hve ríkuleg verður eigi umbun þess sem tekur á móti svo veglegri gjöf og ber kennsl á fegurð ástvinar síns í þessum Hans nýja búningi.
Seg: Ó menn! lýsir – gætið þess að stríðir vindar óhlýðni yðar slökkvi ekki ljós hans. Nú er tími til þess kominn að þér rísið upp og vegsamið Drottin, Guð yðar. Sækist ekki eftir líkamlegum þægindum og haldið hjörtum yðar hreinum og flekklausum. Hinn illi liggur í leyni reiðubúinn að leiða yður í gildru. Búist til varna gegn vélabrögðum hans og frelsið yður frá myrkrinu sem umlykur yður með fulltingi ljóssins sem skín frá nafni hins eina sanna Guðs. Beinið hugsunum yðar að Ástvininum fremur en yðar eigin sjálfi.
Seg: Ó þér sem hafið ratað í villu! Boðberinn himneski, sem aðeins mælir sannleikann, hefur kunngert yður komu Hins ástfólgna. Sjá, Hann er nú þegar á meðal yðar. Hvers vegna eruð þér daprir og niðurdregnir? Hvers vegna eruð þér örvilnaðir þegar Hinn hreini og duldi hefur birst blæjulaus á meðal yðar? Hann sem er bæði upphaf og endir, hreyfing og kyrrð, stendur afhjúpaður fyrir augum yðar. Sjá hvernig upphafið speglast í endinum á þessum degi, hvernig hreyfing fæðist af kyrrstöðu. Þessi hreyfing hefur verið sköpuð með voldugu afli sem orð Hins alvalda hafa leyst úr læðingi í allri sköpuninni. Hver sem lífgandi andblær þeirra vekur er til þess knúinn að leita inngöngu í heilagt aðsetur Ástvinarins en sá sem fer varhluta af þeim fyllist óslökkvandi örvæntingu. Sá er að sönnu vitur sem ekki lætur veröldina og allt sem í henni er aftra sér frá að viðurkenna ljós þessa dags, og leyfir ekki að fánýtt tal manna sveigi sig af braut réttlætisins. Sá telst að sönnu dauður sem ekki lifnar við sálarvekjandi andvara þessarar opinberunar í undursamlegri dögun hennar. Sá er að sönnu fangi sem hefur ekki borið kennsl á Endurlausnarann æðsta en leyfir sál sinni, hryggri og hjálparvana, að fjötrast í hlekkjum ástríðna sinna.
Ó þjónar Mínir! Hver sem hefur drukkið úr þessari uppsprettu öðlast eilíft líf og hver sem neitar að drekka úr henni er sem dauður. Seg: Ó misgerðarmenn! Ágirnd hefur aftrað yður að hlýða á ljúfa rödd Hans sem öllum nægir. Hreinsið ágirndina af hjörtum yðar til þess að yður verði gert kleift að þekkja hinn guðlega leyndardóm. Lítið Hann opinberaðan og skínandi eins og sólina í allri sinni dýrð.
Seg: Ó þér skilningslausir! Mikil ógæfa fer á hæla yðar og mun skyndilega hremma yður. Vaknið svo að hún megi líða hjá og ekki vinna yður miska. Viðurkennið að nafn Drottins, Guðs yðar, sem kominn er til yðar í mikilleik dýrðar sinnar, ber háleit einkenni. Hann er vissulega sá sem allt þekkir, eigandi alls, verndarinn æðsti.
86
Víkjum nú að spurningu þinni um hvort sálir mannanna haldi áfram að vera meðvitaðar hver um aðra eftir viðskilnaðinn við líkamann. Vita skalt þú að sálir fylgjenda , sem gengið hafa inn og fengið staðfestu í örkinni fagurrauðu, munu bindast böndum og hafa náin samskipti hver við aðra og verða svo nátengdar í lífi sínu, eftirsókn, áformum og athöfnum, að þær verða sem ein sál. Þetta eru að sönnu þeir sem eru vel upplýstir, skarpskyggnir og gæddir skilningi. Þetta er fastráðið af Honum sem er hinn alvitri og alvísi.
Fylgjendum , sem eru íbúar arkar Guðs, er vel kunnugt um ástand og ásigkomulag hvers annars og tengjast böndum innilegrar vináttu og samlyndis. Slíkt ástand hlýtur samt sem áður að vera háð trú þeirra og hegðun. Þeir sem eru sama stigs og sömu stöðu eru sér fyllilega meðvitaðir um hæfni hvers annars, lyndiseinkunn, afrek og verðleika. Þeim sem eru á lægra stigi er þó fyrirmunað að skilja til fulls eða meta verðleika þeirra sem eru þeim ofar settir. Sérhver fær sinn skerf frá Drottni sínum. Sæll er sá sem beint hefur augliti sínu að Guði og verið staðfastur í ást Hans uns sál hans tekur flugið til Guðs, allsráðandi Drottins, hins máttugasta, Hans sem ætíð fyrirgefur, hins almiskunnsama.
Sálum hinna vantrúuðu mun á dauðastundinni – og þessu ber Ég vitni – verða sýnt hið góða sem þær hafa farið á mis við og þær munu kveina yfir hlutskipti sínu og auðmýkja sig frammi fyrir Guði. Því munu þær halda áfram eftir viðskilnaðinn við líkamann.
Það er ljóst og auðsætt að allir menn munu eftir líkamsdauðann gera sér grein fyrir gildi þess sem þeir hafa gert og skilja hverju þeir hafa komið til leiðar með verkum sínum. Ég sver við sólina sem skín yfir sjónarhring himnesks valds! Fylgjendur hins eina sanna Guðs munu á sömu stund og þeir skiljast frá þessu lífi verða gripnir slíkum fögnuði og gleði að ógjörningur er að lýsa því, en þeir sem lifa í villu verða gripnir slíkum ótta og uppnámi og fyllast slíkri skelfingu að engu verður við það jafnað. Heill þeim sem hefur drukkið útvalið og óspillanlegt vín trúarinnar fyrir náðarsamlega hylli og ríkulegt örlæti Hans sem er Drottinn allra trúarbragða.…
Þetta er dagurinn þegar ástvinir Guðs ættu að beina augum að opinberanda Hans og festa sjónir við hvaðeina sem Honum þóknast að opinbera. Vissar liðinna alda eiga sér alls enga stoð og þær hugmyndir sem liðnar kynslóðir hafa gert sér og skráð í bækur sínar mótast að mestu leyti af spilltum hneigðum. Þú sérð að flest skýringarrit og túlkanir á orði Guðs, sem nú tíðkast meðal manna, hafa ekkert sannleiksgildi. Í sumum tilvikum kom óhreinlyndi þeirra í ljós þegar blæjunum var svipt frá. Þeir hafa sjálfir viðurkennt að þeim hafi ekki tekist að skilja merkingu neins af orðum Guðs.
Áform Vort er að sýna fram á að ef ástvinir Guðs helga hjörtu sín og eyru frá marklausum ummælum sem höfð voru uppi fyrr á tímum og snúa sér af innstu sál og hjarta til Hans sem er dagsbrún opinberunar Guðs og alls sem Hann hefur opinberað, teldist það afar lofsvert fyrir augliti Guðs.…
Mikla nafn Hans og heyr til hinum þakklátu. Flyt ástvinum Mínum kveðjur, þeim sem Guð hefur útvalið fyrir ást sína og látið ná markmiði sínu. Öll dýrð sé Guði, Drottni allra veraldanna.
87
Víkjum nú að spurningu þinni: „Hvernig ber það við að engar heimildir er að finna um spámennina sem voru uppi fyrir daga Adams, föður mannkyns, eða konungana sem voru samtímamenn þessara spámanna?“ Vit með vissu að þótt þeir séu hvergi nefndir sannar það ekki að þeir hafi aldrei verið til. Ástæðurnar fyrir því að engar heimildir um þá eru lengur tiltækar eru hve langt er síðan þeir voru uppi og þær feiknlegu breytingar sem orðið hafa á jörðinni síðan þá.
Auk þess þekktu kynslóðirnar fyrir daga Adams ekki þau tákn og þann rithátt sem nú tíðkast meðal manna. Um tíma voru menn jafnvel alls ófróðir um ritlistina og höfðu tekið upp kerfi sem er með öllu frábrugðið því sem nú er notað. Til að greina frá þessu til hlítar þyrfti ítarlegar útskýringar.
Íhuga þær breytingar sem hafa orðið síðan á dögum Adams. Þau mörgu og víðkunnu tungumál sem þjóðir jarðar nú tala voru upphaflega óþekkt og hið sama gildir einnig um margvíslegar reglur og siði sem nú tíðkast meðal þeirra. Á þeim tíma talaði fólk tungu sem er ólík þeim sem nú þekkjast. Aðgreining tungumála hófst á síðari öld í landi sem kallað var Babel. Nafnið fékk það vegna þess að orðið merkir „staðurinn þar sem ruglingur tungumála hófst“.
Seinna varð fornsýrlenska ríkjandi meðal tungumála tímans. Helgirit fyrri tíma voru opinberuð á því máli. Síðar birtist Abraham, vinur Guðs, og úthellti yfir heiminn ljósi guðlegrar opinberunar. Málið sem Hann talaði þegar Hann fór yfir Jórdan varð þekkt sem hebreska (‘Ibrání), sem þýðir „mál ferðarinnar (yfir fljótið)“. Bækur Guðs og helgirit voru þá opinberuð á þeirri tungu og ekki fyrr en að töluverðum tíma liðnum varð arabíska tungumál opinberunar.…
Sjá því hve miklar og víðtækar breytingar hafa orðið á tungumáli, tali og skrift síðan á dögum Adams. Hversu miklu meiri hljóta breytingarnar ekki að hafa verið fyrir Hans tíma!
Áform Vort með opinberun þessara orða er að sýna fram á að hinn eini sanni Guð hefur í sinni æðstu og yfirskilvitlegu stöðu ætíð verið hafinn yfir skilning og vegsömun allra nema Hans sjálfs, og svo mun verða að eilífu. Sköpun Hans hefur alltaf verið til og opinberendur guðlegrar dýrðar Hans og dagsbrúnir eilífs heilagleika hafa verið sendar niður frá ómunatíð og þeim falið að kalla mannkynið til hins eina sanna Guðs. Ástæðan fyrir því að nöfn sumra hafa gleymst og heimildir um líf þeirra glatast eru þær breytingar og umrót sem orðið hefur í heiminum.
Í vissum bókum er minnst á flóð sem tortímdi öllu á jörðu, sögulegum heimildum og öðru. Auk þess hafa margvíslegar náttúruhamfarir afmáð menjar um fjölmarga atburði. Enn fremur gætir misræmis í þeim sögulegu heimildum sem tiltækar eru og sérhver þjóð jarðar á sínar eigin arfsagnir um aldur jarðar og sögu. Sumar rekja sögu sína allt að átta þúsund ár aftur í tímann, aðrar allt að tólf þúsund ár. Öllum sem hafa lesið bók Júks er ljóst hversu mikill munur er á frásögnum hinna ýmsu bóka.
Guð gefi að þú festir sjónir á hinni mestu opinberun og virðir algjörlega að vettugi þessar mótsagnakenndu frásögur og arfsagnir.
88
Vit í sannleika að bæði eðli og uppspretta réttlætis líkamnast í fyrirmælum opinberanda Guðs meðal manna, ef þér tilheyrið þeim sem skiljið þennan sannleika. Hann er vissulega holdtekja hins æðsta og óskeikula mælikvarða réttlætis í allri sköpuninni. Ef lög Hans vektu ógn í hjörtum allra á himnum og jörðu, væri það ekki annað en augljóst réttlæti. Óttinn og uppnámið sem opinberun þessara laga vekur í hjörtum manna ætti að sönnu að líkja við grát hvítvoðungs sem vaninn er af brjósti móður sinnar, ef þér teljist til þeirra sem skilja. Ef menn bæru skyn á tilganginn með opinberun Guðs mundu þeir vissulega láta af ótta sínum og fagna, fullir gleði og þakklætis.
89
Vit með vissu að líkt og þú trúir staðfastlega að orð Guðs, upphafin sé dýrð Hans, vari að eilífu, þannig verður þú einnig að trúa af efunarlausri fullvissu að merking þess sé óþrotleg. Þeir sem eru útnefndir túlkendur þess og varðveita leyndardóma þess í hjörtum sínum eru hins vegar þeir einu sem geta skilið margþætta visku þess. Hver sem freistast til að velja það sem honum hæfir úr helgum bókum til að ögra myndugleika fulltrúa Guðs á jörðu, er að sönnu dauður þótt hann að ytri sýn gangi með nágrönnum sínum, ræði við þá og deili með þeim mat og drykk.
Ó, ef veröldin aðeins tryði Mér! Yrði mannkyni skýrt frá öllu sem falið er í hjarta og sem Drottinn, Guð Hans, Drottinn allra nafna, hefur kennt Honum yrði sérhver maður á jörðu orðvana og furðulostinn.
Hversu margvísleg eru eigi sannindin sem aldrei verður hægt að færa í orð! Hve fjölmörg eru eigi þau sannindi sem aldrei verða ráðin, orð fá ekki lýst og engin vísbending fæst um! Hversu margbrotinn er eigi sá sannleikur sem ekki verður tjáður með orðum fyrr en á tilsettum tíma! Sagt hefur verið: „Ekki er hægt að ljóstra upp öllu sem maðurinn veit né er hægt að líta svo á að öll uppljóstrun sé tímabær né heldur geta öll tímabær orð og ummæli talist hæfa skilningsgetu þeirra sem heyra þau.“
Frá sumum þessara sanninda er aðeins hægt að skýra að því marki sem skilningsgeta þeirra leyfir sem varðveita ljós þekkingar Vorrar og þiggja hulda náð Vora. Vér biðjum Guð að styrkja þig með valdi sínu og gera þér kleift að bera kennsl á Hann, sem er uppspretta allrar þekkingar, og þér auðnist þannig að losna úr viðjum allrar mannlegrar þekkingar, því „hvað stoðar það manninn að leita þekkingar þegar hann hefur fundið og þekkt Hann sem er markmið allrar þekkingar?“ Fest sjónir á undirstöðum þekkingar og uppsprettu hennar svo að þú verðir óháður öllum sem segjast margfróðir í mannlegum fræðum en geta ekki stutt tilkall sitt neinni skýrri staðfestingu né vitnisburði upplýsandi bókar.
90
Allt á himni og jörðu ber innra með sér órækt vitni um opinberun nafna Guðs og eiginda Hans því að í hverri öreind má finna tákn sem staðfesta opinberun þess æðsta ljósgjafa. Mér virðist sem engin vera geti lifað nema fyrir mátt þeirrar opinberunar. Hversu bjartar eru eigi þær sólir þekkingar sem skína í öreindinni og hve víðáttumikil þau höf viskunnar sem ólga í einum dropa! Þetta á ekki við um neinn í jafn ríkum mæli og manninn sem einn af öllu sem skapað er hefur verið íklæddur kyrtli slíkra gjafa og útvalinn fyrir dýrð þvílíkra auðkenna. Því í honum býr möguleikinn á opinberun allra nafna og eiginda Guðs í slíkum mæli að engin önnur sköpuð vera kemst þar nærri. Við hann eiga öll þessi nöfn og eigindir. Þessi eru orð Hans: „Maðurinn er leyndardómur Minn og Ég er leyndardómur hans.“ Í öllum himneskum bókum og helgum ritningum má víða finna orð sem lýsa þessu margslungna og háleita stefi. Þannig hefur Hann kunngert: „Vér munum vissulega sýna þeim teikn Vor á jörðu og innra með þeim sjálfum.“ Enn fremur sagði Hann: „Og sjáið þér þá ekki einnig tákn Guðs í yðar eigin sjálfi?“ Og enn kunngerði Hann: „Og tilheyrið ekki þeim sem gleymdu Guði með þeim afleiðingum að Hann lét þá gleyma sínu eigin sjálfi.“ Í þessu sambandi hefur Hann, konungurinn eilífi – megi sálum allra sem dvelja í hinum dulúðuga helgidómi verða fórnað Honum – mælt: „Sá hefur þekkt Guð sem þekkt hefur sjálfan sig.“
…Af framangreindum orðum má ljóst vera að sérhver hlutur vitnar í innsta veruleika sínum um opinberun nafna og eiginda Guðs innra með sér. Sérhver þeirra gefur til kynna og tjáir þekkingu Guðs í samræmi við eðlisgerð sína. Svo máttug og altæk er þessi opinberun að hún hefur umlukið alla hluti sýnilega og ósýnilega. Þess vegna hefur Hann kunngert: „Býr nokkuð annað en Þú yfir valdi opinberunar sem Þú hefur ekki, að það gæti hafa birt Þig? Blint er augað sem ekki sér Þig.“ Eins hefur Konungurinn eilífi sagt: „Ekkert hef Ég séð að Ég hafi ekki séð Guð innra með því, Guð á undan því og Guð á eftir því.“ Einnig er skráð í : „Sjá, ljós hefur skinið frá dagsbrún eilífðarinnar og sjá, bylgjur þess hafa brotið sér leið inn í innsta veruleika manna.“ Maðurinn, göfugastur og fullkomnastur allra skepna, ber af þeim öllum í ofurmætti þessarar opinberunar og er fyllri tjáning dýrðar hennar. Og af öllum mönnum eru opinberendur sólar sannleikans hinir hæfustu, virtustu og ágætustu. Nei, tilvist allra annarra er háð vilja þessara opinberenda; þeir lifa og hrærast fyrir úthellingu náðar þeirra.
91
Meðal þeirra sannana sem staðfesta gildi þessarar opinberunar er að á hverri öld og í sérhverju trúarkerfi sem Verundin ósýnilega birtist í persónu opinberanda síns, hafa tilteknar sálir, óþekktar og fráhverfar veröldinni, leitað upplýsingar frá sól spámannsdæmis og mána guðdómlegrar leiðsagnar og komist í návist Guðs. Af þessum sökum drógu klerkar og auðmenn samtímans að þeim dár og spott. Svo hefur Hann sagt um hina afvegaleiddu: „Vantrúaðir leiðtogar þjóðar Hans sögðu: „Við sjáum í Þér aðeins mann á borð við okkur sjálfa; og meðal fylgismanna Þinna finnum við aðeins hina dómgreindarlitlu og lágkúrulegustu á meðal okkar. Okkur tekst ekki heldur að koma auga á að Þú sért okkur fremri að einhverju leyti: Nei, við lítum á Þig sem lygara.““ Þeir lastmæltu þessum heilögu opinberendum og andæfðu þeim með svofelldum orðum: „Enginn hefur komið til liðs við ykkur nema hinir lítilmótlegu á meðal okkar, þeir sem engrar athygli eru verðir.“ Ætlun þeirra var að sýna fram á að enginn hinna lærðu, ríku og nafnkunnu trúði á þá. Með þessum og þvílíkum sönnunum reyndu þeir að sýna fram á óheilindi Hans sem talar ekkert nema sannleikann.
Í þessu ægibjarta trúarkerfi, þessu máttugasta veldi, hefur þó fjöldi upplýstra guðsmanna komist í heilagt athvarf Hans – meistarar á sviði þekkingar, vitrir og þroskaðir fræðimenn. Þeir hafa drukkið af bikar guðdómlegrar návistar Hans og verið heiðraðir með ágætustu gjöfum Hans. Þeir hafa hafnað heiminum og öllu sem í honum er sakir Ástvinarins.…
Allir fengu þeir leiðsögn frá ljósi þeirrar Sólar guðdómlegrar opinberunar, játuðu sannleika Hans og báru Honum vitni. Slík var trú þeirra að þeir sneru flestir baki við eigum sínum og ættmennum og héldu fast við velþóknun Hins aldýrlega. Þeir gáfu líf sitt Ástvini sínum og fórnuðu öllu sem þeir áttu á vegi Hans. Óvinurinn notaði brjóst þeirra sem skotmörk og trúleysingjarnir prýddu spjót sín höfðum þeirra. Ekkert land er að finna sem ekki drakk í sig blóð þessara manna sem voru holdtekjur fráhvarfs frá veröldinni, og ekkert sverð að finna sem ekki hjó að hálsum þeirra. Afrek þeirra ein saman eru til vitnis um að þeir töluðu sannleikann. Nægir mönnum í dag ekki vitnisburður þessara heilögu sálna sem hafa með svo stórbrotnum hætti risið upp og fórnað lífinu fyrir Ástvin sinn að allur heimurinn undraðist fórn þeirra? Nægir hann ekki sem staðfesting á ótryggð þeirra sem sviku trú sína fyrir lítilræði, skiptu á ódauðleika fyrir það sem tortímist, höfnuðu guðdómlegrar návistar fyrir brimsalt brunnvatn og höfðu hugann við það eitt að hrifsa til sín eigur annarra? Þú hefur sjálfur séð hvernig þeir blinduðust allir af hégóma heimsins og villtust langt frá Drottni, hinum hæsta.
Ver sanngjarn: Er vitnisburður þeirra verður athygli og viðurkenningar sem láta gerðir fylgja orðum og samræma ytri hegðun innra lífi? Hugurinn stendur ráðþrota andspænis dáðum þeirra og sálin undrast hugrekki þeirra og líkamlegt atgervi. Eða er vitnisburður þessara trúlausu sálna, sem anda að sér engu nema eigingirni og löstum og eru fangar í búri fánýtra ímyndana, verður viðurkenningar? Eins og leðurblökur myrkursins rísa þeir ekki úr beði nema til að eltast við hverfula hluti heimsins og finna enga næturhvíld nema í eftirsókn lasta og ódyggða. Þeir eru uppteknir af eigingjörnum ráðagerðum og gleyma ráðsályktun Guðs. Á daginn sækjast þeir af allri sálu sinni eftir veraldlegum gæðum og á nóttunni eru þeir uppteknir af því einu að uppfylla lastafull markmið lífs síns. Hvaða lögmál eða mælikvarði réttlætir að menn styðji afneitanir slíkra lítilmenna og virði að vettugi trú þeirra sem til að þóknast Guði sneru baki við lífi sínu og efnum, frægð sinni og orðstír, heiðri og sæmd?…
Með hvílíkri ást, hollustu, fögnuði og heilögum unaði fórnuðu þeir ekki lífi sínu á vegi Hins aldýrlega! Þessum sannleika bera allir vitni. Og hvernig geta þeir þá gert lítið úr þessari opinberun? Hefur nokkur öld orðið vitni að jafn afdrifaríkum viðburðum? Ef þessir félagar eru ekki sannir leitendur Guðs, hverja aðra er hægt að kalla því nafni? Hafa þessir félagar sóst eftir valdi og dýrð? Hafa þeir nokkru sinni þráð ríkidæmi? Hafa þeir alið með sér nokkra aðra ósk en að þóknast Guði? Ef þessir félagar með hrífandi vitnisburði sínum og göfugum gerðum eru ósannindamenn, hverjir eru þá þess verðugir að kallast sannir? Ég sver við Guð! Gerðir þeirra einar og sér nægja sem vitnisburður og óhrekjandi staðfesting öllum þjóðum jarðar, ef menn hugleiddu í hjörtum sínum leyndardóma guðlegrar opinberunar. „Og þeir sem sýna rangsleitni munu brátt fá að vita hvað bíður þeirra!“…
Leið hugann að þessum píslarvottum sem sýndu svo djúpa einlægni. Skýr texti bókarinnar ber sannleiksást þeirra vitni. Eins og þú hefur orðið áskynja hafa þeir allir fórnað lífi sínu, eignum, konum, börnum, öllu sem þeim tilheyrði, og stigið til háleitustu vistarvera paradísar. Er sanngjarnt að afneita vitnisburði þessara andlega frjálsu og upphöfnu sálna um þessa dýrlegu og framúrskarandi opinberun og taka undir lastyrði þessara trúlausu manna gegn þessu skínandi ljósi – menn sem fyrir gull hafa snúið baki við trú sinni og fyrir völd og forystu afneitað Honum sem er fremsti leiðtogi alls mannkyns? Og það þótt eiginleikar þeirra séu nú ljósir öllum sem skilja að þeir munu aldrei afsala sér minnsta votti tímanlegs forræðis fyrir heilaga trú Guðs, hversu miklu síður lífi sínu, eignum og öðru slíku.
92
Bók Guðs stendur opin og með orði sínu kallar Hann mannkynið til sín. Aðeins örfáir eru þó fúsir að fylgja málstað Hans af stöðuglyndi eða vinna að útbreiðslu hans. Þessum fáeinu hefur verið fengin sú guðlega ódáinsveig sem ein getur breytt sora heimsins í skírasta gull og þeim gefið vald til að græða til fulls allar meinsemdir sem hrjá mannanna börn. Enginn maður getur öðlast eilíft líf nema hann játist sannleika þessarar ómetanlegu, undursamlegu og æðstu opinberunar.
Hneigið eyru yðar, ó vinir Guðs, að rödd Hans sem veröldin hefur leikið rangt og fylgið staðfastlega öllu sem upphefur málstað Hans. Hann leiðir vissulega hvern sem Honum þóknast á hinn beina veg. Þetta er opinberun sem styrkir hinn veikburða og krýnir öreigann ríkidæmi.
Takið ráð saman í innilegustu vináttu og anda fullkomins bræðralags og helgið dýrmæta ævidaga yðar því verkefni að bæta heiminn og útbreiða málstað hins aldna og allsráðandi Drottins. Hann hvetur mennina vissulega til að breyta rétt og bannar allt sem lækkar stöðu þeirra.
93
Vit með vissu að sérhver skapaður hlutur er tákn opinberunar Guðs. Sérhver þeirra er tákn Hins almáttuga samkvæmt þeirri hæfni sem honum er gefin og svo mun ætíð verða. Allsráðandi Drottinn hefur valið að opinbera yfirráð sín í ríki nafna og eiginda og fyrir guðlegan vilja Hans hefur sérhver skapaður hlutur verið gerður að tákni dýrðar Hans. Svo gjörtæk og alltumlykjandi er þessi opinberun að ekki er hægt að koma auga á neitt í öllum alheimi sem ekki endurspeglar dýrð Guðs. Undir slíkum kringumstæðum hverfur sérhver hugmynd um nálægð eða fjarlægð.… Ef hönd guðlegs valds svipti allt hið skapaða þessari dýrmætu gjöf yrði alheimurinn auðn og tóm.
Sjá hve ómælanlega hátt Drottinn Guð yðar er hafinn yfir allt sem skapað er! Sjá hátign yfirráða Hans, herradóm og æðsta vald. Ef það sem Hann – mikluð sé dýrð Hans – hefur skapað og gert að birta nöfn sín og eigindir er hafið yfir alla nálægð og fjarlægð í krafti þeirrar náðar sem því veitist, hversu miklu háleitari er þá ekki Hin guðdómlega verund sem kallaði það til tilvistar?…
Hugleið það sem skáldið hefur skrifað: „Undrast ekki að Ástvinur minn skuli vera nær mér en mitt eigið sjálf; undrast að þrátt fyrir slíka nálægð skuli ég vera svo fjarri Honum.“… Með hliðsjón af því sem Guð hefur opinberað vísar skáldið í þessum orðum til þess að „Vér erum nær manninum en sjálf lífæð hans“ – að þótt verund mín sé svo gagntekin af opinberun ástvinar míns að Hann sé nær mér en mín eigin lífæð er ég enn fjarlægur Honum, jafnvel þótt mér sé fullkunnugt um þennan veruleika og viðurkenni stöðu hans. Með þessu á skáldið við að þess eigið hjarta, sem er aðsetur Hins almiskunnsama og hásætið þar sem ljós opinberunar Hans dvelur, gleymir skapara sínum, villist af vegi Hans, útilokar sig frá dýrð Hans og flekkast af sora jarðneskra ástríðna.
Þess ber að minnast í þessu sambandi að hinn eini sanni Guð er sjálfur hafinn yfir nálægð og fjarlægð. Veruleiki Hans er hátt hafinn yfir slíkar takmarkanir. Tengsl Hans við skepnur sínar þekkir engin stig. Ef sumir eru fjarlægir og aðrir nálægir ber að tilreikna það opinberendunum sjálfum.
Þau helgu ummæli sem Vér höfum áður opinberað bera því vitni að hjartað er hásætið sem opinberun Guðs, hins almiskunnsama, beinist að. Meðal þeirra er þetta: „Himinn og jörð fá ekki rúmað mig; hið eina sem fær rúmað Mig er hjarta þess sem á Mig trúir og er tryggur málstað Mínum.“ Hversu oft hefur ekki mannshjartað sem veitir ljósi Guðs viðtöku og er aðsetur opinberunar Hins almiskunnsama villst frá uppsprettu þess ljóss og lind þeirrar opinberunar. Það er villa hjartans sem leiðir það afvega frá Guði og dæmir það til fjarlægðar frá Honum. En þau hjörtu sem eru sér meðvituð um návist Hans eru nálæg Honum og því ber að líta svo á að þau hafi nálgast hásæti Hans.
Íhuga einnig hve oft maðurinn gleymir sínu eigin sjálfi þar sem Guð aftur á móti er meðvitaður um skepnu sína í krafti alltumlykjandi þekkingar sinnar og heldur áfram að úthella yfir hana augljósri birtu dýrðar sinnar. Því er auðsætt að undir slíkum kringumstæðum er Hann nær manninum en hans eigið sjálf. Það verður Hann að sönnu um alla eilífð, því þar sem hinn eini sanni Guð þekkir allt, skynjar og skilur allt, verða dauðlegum manni gjarnan á mistök og hann er fáfróður um leyndardómana sem búa innra með honum.…
Enginn skyldi halda að með staðhæfingu Vorri þess efnis að allt sem skapað er sé tákn opinberunar Guðs sé átt við – Guð forði því – að allir menn, hvort sem þeir eru góðir eða illir, guðræknir eða trúlausir, séu jafnir fyrir augliti Guðs. Ekki er heldur gefið í skyn að Hin guðlega verund – miklað sé nafn Hans og upphafin dýrð Hans – sé undir nokkrum kringumstæðum sambærileg mönnum eða geti með nokkru móti tengst skepnum Guðs. Vissum fávísum mönnum hafa orðið á slík mistök. Er þeir höfðu stigið upp til himins fánýtra ímyndana sinna útskýrðu þeir guðlega einingu á þann veg að þar sem allar skapaðar verundir væru tákn Guðs væri ekki hægt að gera neinn greinarmun á þeim. Sumir hafa jafnvel gengið enn lengra og haldið því fram að þessi tákn séu jafningjar og félagar Guðs sjálfs. Miskunnsami Guð! Hann er vissulega einn og ósundurgreinanlegur; einn í eðli sínu, einn í eigindum sínum. Allt annað en Hann er sem ekkert þegar það stígur fram fyrir geislandi opinberun aðeins eins af nöfnum Hans, sem þó gefur aðeins óljósustu vísbendingu um dýrð Hans – hversu miklu fremur þegar það stendur andspænis Hans eigin sjálfi!
Ég sver við réttlæti nafns Míns, hins almiskunnsama! Penni Hins hæsta titrar og kemst í mikið uppnám við opinberun þessara orða. Hversu lítilmótlegur og þýðingarlaus er svipull dropinn þegar hann er borinn saman við öldurnar á takmarkalausu og eilífu úthafi Guðs. Og hve fullkomlega fyrirlitlegur hlýtur sérhver stundlegur og tortímanlegur hlutur að vera þegar hann stendur augliti til auglitis við óskapaða og óumræðilega dýrð Hins eilífa! Vér biðjum Guð, hinn alvolduga, að fyrirgefa þeim sem ganga í slíkri trú og mæla þvílík orð. Seg: Ó þér menn! Hvernig getur hverfull hugarburður komist í samjöfnuð við Hinn sjálfumnóga og hvernig er hægt að líkja Skaparanum við skepnur Hans sem eru aðeins rittákn penna Hans? Nei, rittákn Hans er öllu ágætara, helgað frá og ómælanlega hátt hafið yfir allt sem skapað er.
Íhuga aukinheldur hvernig tákn opinberunar Guðs tengjast hvert öðru. Er hægt að líta svo á að sólin, sem er aðeins eitt þessara tákna, sé jöfn myrkrinu? Hinn eini sanni Guð ber Mér vitni! Enginn getur trúað því nema hann teljist til þeirra sem hafa villuráfandi hjörtu og afvegaleidd augu. Seg: Íhugið yðar eigin sjálf. Neglur yðar og augu eru hvorutveggja hlutar af líkama yðar. Leggið þér þau að jöfnu? Ef þér svarið játandi hafið þér vissulega brugðið Drottni, Guði Mínum, hinum aldýrlega, um blekkingu því að þér skerið annað en gætið hins eins og yðar eigin lífs.
Engum er á neinn hátt leyfilegt að fara yfir mörk stöðu sinnar og tignar. Heiður sérhverrar stöðu og tignar verður að varðveita. Með þessu er átt við að allt sem skapað er ber að skoða í ljósi þeirrar stöðu sem því hefur verið ætluð.
Þess ber þó að minnast að þegar ljós nafns Míns, hins alltumlykjandi, hafði lýst upp alheiminn var öllu sem skapað er veitt ákveðið áhrifavald og það gætt sérstakri dyggð samkvæmt óhagganlegri ákvörðun. Íhuga áhrif eiturs. Þótt það sé banvænt getur það undir vissum kringumstæðum haft heillavænleg áhrif. Hæfnin sem veitist öllu sköpuðu er bein afleiðing af opinberun þessa blessaða nafns. Dýrlegur sé Skapari allra nafna og eiginda! Varpið á eldinn fúna og visnaða trénu og hvílist í forsælu Hins græna og göfuga trés og neytið af ávöxtum þess.
Þeir sem mæltu svo ósæmileg orð lifðu í flestum tilvikum á dögum opinberanda Guðs. Orð þeirra hafa verið skráð af kostgæfni í opinberaðar bækur og heilög rit.
Sá trúir í sannleika á einingu Guðs sem sér í öllu sem skapað er tákn um opinberun sannleikans eilífa, en ekki sá sem staðhæfir að enginn munur sé á skepnunni og Skapara hennar.
Íhuga til dæmis opinberunina á ljósi nafns Guðs, fræðarans. Sjá, hvernig vitnisburður slíkrar opinberunar birtist í öllu sem skapað er og hvernig framfarir allra manna er háður henni. Þessi fræðsla er tvíþætt. Annars vegar er hún altæk. Áhrif hennar gagntaka og næra allt sem er. Það er af þessum sökum sem Guð hefur tekið sér titilinn „Drottinn allra veraldanna“. Á hinn bóginn einskorðast hún við þá sem hafa leitað í forsælu þessa nafns og komist í athvarf þessarar alvoldugu opinberunar. En þeir, sem hafa ekki leitað þess athvarfs, hafa svipt sig þeim forréttindum og geta ekki notið góðs af andlegri fæðu hennar sem send er niður fyrir himneska náð þessa mesta nafns. Hvílík gjá er ekki staðfest milli hinna fyrri og hinna síðari! Væri blæjunni svipt frá og augun sæju dýrðina sem upplýsir stöðu þeirra sem hafa snúið sér algjörlega til Guðs, yrði öll sköpunin agndofa. Sá sem í sannleika trúir á einingu Guðs mun, eins og þegar hefur verið útskýrt, sjá í átrúandanum og hinum vantrúaða vitnisburði um opinberun beggja þessara nafna. Ef lát yrði á þessari opinberun myndu allir tortímast.
Íhuga sömuleiðis opinberunina á ljósinu frá nafni Guðs, hins óviðjafnanlega. Sjá hvernig þetta ljós hefur umlukið alla sköpunina, hvernig sérhver hlutur birtir tákn einingar Hans, vitnar um veruleika Hans, sem er sannleikurinn eilífi, kunngerir yfirráð Hans, einingu og vald. Þessi opinberun er tákn náðar Hans sem hefur umvafið allt sem skapað er. Þeir sem eigna Honum jafningja eru samt óvitandi um slíka opinberun og sviptir trúnni sem getur gert þeim kleift að nálgast Hann og sameinast Honum. Sjá hvernig ýmsar þjóðir og kynkvíslir jarðar vitna um einingu Hans og staðfesta einleika Hans. Ef ekki væri fyrir tákn einingar Guðs hið innra með þeim hefðu þeir aldrei viðurkennt sannleika orðanna „enginn er Guð nema Guð“. Og íhuga hversu hrapallega þeim hefur samt skjátlast og hvernig þeir hafa villst af vegi Hans. Þar sem þeir hafa ekki þekkt opinberandann æðsta eru þeir ekki lengur taldir með þeim sem í sannleika trúa á einingu Guðs.
Þetta tákn opinberunar Hinnar guðlegu verundar innra með þeim sem hafa eignað Honum jafningja má í vissum skilningi skoða sem endurspeglun dýrðarinnar sem upplýsir hina trúföstu. Enginn getur samt gert sér grein fyrir þessum sannindum nema þeir sem hafa skilning. Þeir sem í sannleika hafa borið skyn á einingu Guðs ættu að teljast frumbirting þessa nafns. Þeir hafa drukkið vín guðlegrar einingar úr bikarnum sem hönd Guðs hefur boðið þeim og fest sjónir á Honum. Ómælisdjúp aðskilur þessar helguðu verur frá þeim sem eru svo fjarri Guði!…
Guð gefi að þú getir skynjað skýrri sýn í öllum hlutum tákn opinberunar Hins aldna konungs og skilið hve upphafin og helguð sú tárhreina og ginnhelga Verund er yfir alla sköpunina. Þetta er í sannleika sjálf undirstaða og kjarni trúarinnar á einingu og einleika Guðs. „Guð var einn; enginn var nema Hann.“ Hann er á þessari stundu það sem Hann ætíð hefur verið. Enginn er Guð nema Hann, hinn eini og óviðjafnanlegi, hinn almáttugi og upphafnasti, hinn hæsti.
94
Víkjum nú að vísun þinni til tveggja Guða. Varast, varast að láta leiðast til að eigna Drottni, Guði þínum, jafningja. Hann er og hefur frá eilífu verið einn og einstæður, án jafningja eða líka, eilífur í fortíð, eilífur í framtíð, laus úr viðjum alls sem er, ævarandi, óbreytanlegur og sjálfumnægur. Hann hefur ekki ætlað sér neinn félaga í ríki sínu, engan ráðgjafa til að ráðgast við, engan sem gæti jafnast á við Hann, engan sem keppt gæti um dýrð Hans. Um þetta vitna allar frumeindir alheimsins og ofar þeim íbúar ríkjanna á hæðum, þeir sem sitja í upphöfnustu sessum og minnst er frammi fyrir hásæti dýrðarinnar.
Staðfest innst í hjarta þínu þann vitnisburð sem Guð sjálfur hefur gefið sakir sjálfs sín, að enginn er Guð nema Hann, að allt annað en Hann er skapað að boði Hans, mótað með leyfi Hans, undirgefið lögum Hans, gleymist þegar það er borið saman við dýrlega vitnisburði einingar Hans og sem hjómið eitt þegar það stendur augliti til auglitis við máttugar opinberanir einingar Hans.
Hann hefur í sannleika um alla eilífð verið einn í eðli sínu, einn í eigindum sínum, einn í verkum sínum. Sérhver samanburður á eingöngu við um skepnur Hans og allar hugmyndir um tengsl tilheyra þeim einum sem þjóna Honum. Ómælanlega hátt er eðli Hans hafið yfir lýsingar skepna Hans. Hann einn situr í sæti yfirskilvitlegrar hátignar, æðstrar og ótilkvæmilegrar dýrðar. Hversu hátt sem fuglar mannshjartnanna svífa geta þeir aldrei vænst þess að ná til hæða óþekkjanlegs eðlis Hans. Hann er sá sem kallað hefur til tilvistar alla sköpunina og látið allt spretta fram að boði sínu. Ætti sá sem fæddist í krafti orðsins sem penni Hans hefur opinberað og sem fingur vilja Hans hafa stjórnað, að teljast jafnoki Hans eða holdtekja? Fjarri sé það dýrð Hans að mannlegur penni eða tunga geti gefið vísbendingu um leyndardóm Hans eða mannshjartað skilið innsta eðli Hans. Allir aðrir en Hann standa allslausir og örvilnaðir við dyr Hans, allir eru magnvana frammi fyrir mikilleik máttar Hans, allir eru einungis bandingjar í ríki Hans. Hann er nægilega ríkur til að komast af án allrar skepnu.
Sú taug þjónustu sem tengir tilbiðjandann og Hinn tilbeðna, skepnuna og skaparann, ætti í sjálfu sér að skoða sem tákn um náð Hans og miskunn við mennina en ekki vísbendingu um einhverja verðskuldun þeirra sjálfra. Þessu ber vitni sérhver sannur og skilningsríkur átrúandi.
95
Vita skalt þú að samkvæmt ráðsályktun Drottins þíns í bók Hans, Drottins allra manna, er náðin sem Hann veitir mannkyninu takmarkalaus og svo mun verða að eilífu. Fremst meðal þeirra gjafa sem Hinn almáttugi hefur gefið manninum er skilningsgáfan. Tilgangur Hans með slíkri gjöf er enginn annar en sá að gera skepnum Hans kleift að þekkja og bera kennsl á hinn eina sanna Guð – vegsömuð sé dýrð Hans. Gjöf þessi veitir manninum vald til að greina sannleika allra hluta, leiðir hann á réttan veg og hjálpar honum að uppgötva leyndardóma sköpunarinnar. Næst að stöðu er sjónskynið sem er helsta skilningsstoð hans. Skyn heyrnar, hjarta og annars þess háttar telst sömuleiðis til þeirra gjafa sem mannslíkaminn hefur fengið. Ómælanlega upphafinn er Hinn alvaldi sem er höfundur þessara krafta og hefur birt þá í líkama mannsins.
Sérhver þessara gjafa er áreiðanlegur vitnisburður um tign, vald, upphafningu og alltumlykjandi þekkingu hins eina sanna Guðs – upphafin sé dýrð Hans. Íhugið snertiskynið. Sjá hvernig áhrifavald þess nær til alls mannslíkamans. Þar sem skynfæri sjónar og heyrnar eru hvert um sig staðbundin í sérstakri miðstöð, umlykur snertiskynið allan líkama mannsins. Dýrlegt er vald Hans, vegsömuð yfirráð Hans!
Þessar gjafir eru áskapaðar manninum sjálfum. Það sem er öllum gjöfum ágætara, óspillanlegt í eðli sínu og af Guði sjálfum, er gjöf himneskrar opinberunar. Allar aðrar náðargjafir sem Skaparinn veitir manninum, hvort sem þær eru efnislegar eða andlegar, eru henni óæðri. Hún er og verður ævinlega í innsta eðli sínu brauðið sem kemur af himnum. Hún er æðsti vitnisburður Guðs, skýrasta dæmið um sannleika Hans, tákn fullkominnar gjafmildi Hans og alltumlykjandi miskunnar, staðfesting á ástríkustu forsjónar Hans og fullkominni náð. Sá sem hefur þekkt opinberanda Guðs á þessum degi hefur að sönnu fengið hlutdeild í þessari æðstu gjöf Hans.
Fær þakkir Drottni þínum fyrir að hafa veitt þér svo veglega gjöf. Hef upp rödd þína og seg: Allt lof sé Þér, ó Þú sem sérhvert skilningsríkt hjarta þráir!
96
Penni Hins hæsta kallar án afláts. Hve fáir hafa þó hneigt eyru sín að rödd Hans! Íbúar í ríkjum nafnanna eru uppteknir af glaumi og glysi heimsins og gleyma því að sérhver maður sem hefur augu að sjá og eyru að heyra hlýtur að viðurkenna hve hverful litbrigði hans eru.
Á þessari öld bærist nýtt líf innra með öllum þjóðum jarðar; þó hefur enginn komið auga á orsökina eða skilið tilganginn. Leiðið hugann að þjóðum Vesturlanda. Sjá hvernig þær hafa fórnað, og fórna enn í dag, ótölulegum fjölda mannslífa í eftirsókn eftir hinu hégómlega og lítilsverða til þess að útbreiða það og efla. En þótt persneska þjóðin sé hirsla augljósrar og geislandi opinberunar, sem hefur sveipað alla jörðina dýrlegri upphafningu sinni og orðstír, er hún hnipin og sokkin í djúpt sinnuleysi.
Ó vinir! Verið ekki skeytingarlausir um dyggðirnar sem yður voru lagðar í brjóst né hirðulausir um háleit forlög yðar. Varpið ekki erfiði yðar á glæ vegna fánýtra ímyndana sem vaknað hafa í vissum hjörtum. Þér eruð stjörnur á himni skilnings, andvari morgunsins, lygnstreym vötn sem allt mannlíf þarfnast, bókstafir greyptir á heilagt bókfell Hans. Sýnið viðleitni í algjörri einingu og anda fullkominnar vináttu svo að þér megið vinna dáðir sem eru verðugar þessum degi Guðs. Sannlega segi Ég, deilur og sundurlyndi og hvaðeina sem huga mannsins er viðurstyggð eru stöðu hans með öllu ósæmandi. Beinið kröftum yðar að því að vinna trú Guðs fylgi. Hver sem verðskuldar svo háa köllun rísi upp og starfi að eflingu hennar. Þeim sem ekki getur það ber skylda til að tilnefna þann sem kunngerir þessa opinberun í hans stað. Vald hennar hefur bifað undirstöðum máttugustu mannvirkja, sundurmolað sérhvert fjall og gert það að dufti og lostið allar sálir furðu. Ef mikilleiki þessa dags opinberaðist í fyllingu sinni myndi sérhver maður fórna aragrúa lífa í löngun til að eignast hlutdeild í mikilli dýrð Hans þótt ekki væri nema eitt andartak – hversu þá miklu fremur heiminum og fallvöltu ríkidæmi hans.
Látið leiðast af visku í öllum hlutum og haldið fast við hana. Guð gefi af náð sinni að þér fáið styrk til að meta að verðleikum þá stöðu sem veitist þeim ástvinum Hans sem rísa upp til að þjóna Honum og mikla nafn Hans. Yfir þeim hvíli dýrð Guðs, dýrð allra sem eru á jörðu og dýrð íbúa upphöfnustu paradísar, himins himnanna.
97
Íhugið efasemdirnar sem þeir sem eigna Guði jafningja hafa sáð í hjörtu fólksins í þessu landi. Þeir spyrja: „Getur kopar nokkru sinni breyst í gull?“ Seg: Já, Ég sver við Guð Drottin, það getur hann. Leyndardómur þess er hins vegar falinn í þekkingu Vorri. Vér munum opinbera hann hverjum sem Oss þóknast. Hver sem efast um vald Vort spyrji Drottin Guð sinn, að Hann megi sýna honum leyndardóminn og fullvissa hann um sannleikann. Að kopar megi breyta í gull er í sjálfu sér næg sönnun þess að gulli megi einnig breyta í kopar, ef þeir tilheyra þeim sem skilja þennan sannleika. Hægt er að gæða sérhvern málm þéttleika, formi og efniseiginleikum allra annarra málma. Þekking á því er með Oss í hinni huldu bók.
98
Seg: Ó trúarleiðtogar! Metið ekki bók Guðs með þeirri mælistiku og vísindum sem tíðkast á meðal yðar því að bókin sjálf er hin óskeikula mælistika meðal manna. Leggja verður þennan fullkomna mælikvarða á allt sem tilheyrir þjóðum og kynkvíslum jarðar og skera verður úr um rétt mál með þessum sama kvarða, ef aðeins þér vissuð.
Auga ástúðar Minnar grætur sáran yfir yður, því að yður hefur ekki tekist að þekkja Hinn eina sem þér hafið ákallað á degi og nóttu, kvölds og morgna. Gangið, ó menn, með mjallhvítar ásjónur og geislandi hjörtu til þess blessaða og fagurrauða staðar þar sem kallar: „Vissulega er enginn Guð nema Ég, verndarinn alvaldi, hinn sjálfumnógi!“
Ó trúarleiðtogar! Hver á meðal yðar jafnast á við Mig að framsýni eða innsæi? Hvar er sá sem þorir að kalla sig jafningja Minn í orðum og visku? Nei, Ég sver við Guð Minn, hinn almiskunnsama! Allt á jörðu mun líða undir lok og þetta er ásjóna Drottins yðar, hins almáttuga og ástfólgna.
Vér höfum ákvarðað, ó menn, að hæsta og hinsta markmið alls lærdóms sé viðurkenning á Honum sem er markmið allrar þekkingar; sjáið þó hvernig þér hafið gert lærdóm yðar að blæju, sem byrgir yður sýn á Hann sem er dagsbrún þessa ljóss. Með fulltingi Hans hefur hulunni verið svipt af öllu sem dulið var. Gætuð þér aðeins komið auga á uppsprettuna þaðan sem ljómi þessara orða streymir, mynduð þér snúa baki við þjóðum heimsins og öllu sem þær eiga og nálgast þetta blessaða aðsetur dýrðar.
Seg: Þetta er sannlega himinninn þar sem móðurbókin er varðveitt, ef aðeins þér skilduð. Hann er sá sem hefur látið klettinn hrópa og hefja upp raust sína á fjallinu sem rís yfir landinu helga og kunngera: „Ríkið er Guðs, allsráðandi Drottins, hins alvolduga og ástríka!“
Vér höfum ekki gengið í neinn skóla né lesið neina af ritsmíðum yðar. Hneigið eyru yðar að orðum hins ólærða; með þeim kallar Hann yður til Guðs, hins eilífa. Hollara væri það yður en allir fjársjóðir jarðarinnar, gætuð þér aðeins skilið.
99
Lífsorka trúarinnar á Guð er að deyja út í sérhverju landi; ekkert nema græðandi lyf Hans getur nokkru sinni endurnýjað hana. Tæring óguðleikans etur sig inn í iður mannlegs samfélags, hvað annað en lífsvatn máttugrar opinberunar Hans getur hreinsað og endurlífgað það? Stendur það í mannlegu valdi, ó Hakím, að breyta svo fullkomlega öllum hinum smæstu og ódeilanlegu efnisögnum að þær verði að skíragulli? Jafn torvelt og flókið sem það kann að virðast, hefur Oss verið gefið vald til að framkvæma enn þá voldugra verkefni, að umbreyta djöfullegu afli í himneskt vald. Krafturinn sem getur komið slíkri umbreytingu til leiðar er öflugri en sjálft lífsvatnið. Aðeins orð Guð getur gert tilkall til þess að búa yfir mættinum sem getur valdið svo mikilli og gjörtækri breytingu.
100
Rödd hins guðlega kallara hljómar frá hásæti Guðs og kunngerir: Ó ástvinir Mínir! Leyfið eigi að heilagur klæðafaldur Minn atist dusti hins veraldlega og fylgið ekki tilhneigingum illra og spilltra langana yðar. Sól guðlegrar opinberunar sem skín í fyllingu dýrðar sinnar á himni þessa fangelsis ber Mér vitni. Þeir sem beina hjörtum sínum að Honum, sem allt sköpunarverkið vegsamar í lotningu og tilbeiðslu, verða á þessum degi að sigrast á og helga sig frá öllu sem skapað er, sýnilegu og ósýnilegu. Ef þeir hefjast handa um að kenna málstað Minn verða þeir að láta anda Hins óhefta snerta verund sína og útbreiða málstaðinn um alla jörð af mikilli staðfestu, með huga sem beinist að Honum einum, af hjarta sem er fullkomlega frjálst og laust úr viðjum alls sem er, og sál sem hefur helgað sig frá heiminum og hégóma hans. Það veganesti sem sæmir þeim best er traust á Guði og þeir skyldu íklæðast ást á Drottni sínum, hinum upphafnasta, hinum aldýrlega. Geri þeir svo, munu orð þeirra snerta við þeim sem á þau hlýða.
Hvílík hyldýpisgjá er ekki staðfest á milli Vor og þeirra sem á þessum degi eru uppteknir af illum ástríðum sínum og setja vonir sínar á jarðneska hluti og skammvinna dýrð þeirra! Hið ytra hefur heilagt aðsetur Hins almiskunnsama svo oft verið rúið ríkidæmi þessa heims að þeir sem lifðu í nánu samneyti við Hann liðu sáran skort. Þrátt fyrir þjáningar þeirra hefur penni Hins hæsta aldrei verið þess fús að fjalla um eða minnast einu orði á veraldlega hluti eða fjármuni. Og væri Honum einhverju sinni færð gjöf var hún þegin sem tákn um miskunn Hans við gefandann. Þóknaðist Oss nokkru sinni að slá eign Vorri á fjársjóði jarðar hefði enginn leyfi til að draga vald Vort í efa eða andmæla rétti Vorum. Óhugsandi er að ímynda sér fyrirlitlegri gerð en þá að ásælast í nafni hins eina sanna Guðs það ríkidæmi sem tilheyrir mönnum.
Þér og fylgjendum Hans, sem er sannleikurinn eilífi, ber skylda til að hvetja alla menn til þess sem helgar þá frá allri ásælni í jarðneska hluti og hreinsar þá af sora þeirra til þess að ljúfur ilmur af klæðum Hins aldýrlega megi berast frá öllum sem elska Hann.
Hinir auðugu verða umfram allt að láta sér annt um hag hinna snauðu, því mikill er sá heiður sem Guð hefur fyrirhugað þeim þurfamönnum sem eru staðfastir í ást Hans. Ég sver við líf Mitt! Enginn heiður nema sá sem Guði þóknast að veita kemst í samjöfnuð við þann heiður. Mikil er sú blessun sem bíður þeirra fátæklinga sem þolugir þreyja og dylja raunir sínar, og heill þeim auðmönnum sem gefa fátækum ríkidæmi sitt og taka þá fram yfir sjálfa sig.
Guð gefi að hinir fátæku sýni kappsemi og vinni sér fyrir lífsviðurværi. Þetta er skylda sem í þessari mestu opinberun er lögð á alla menn og telst göfug gerð fyrir augliti Guðs. Hverjum sem uppfyllir þessa skyldu mun vissulega berast hjálp Hins ósýnilega. Hann getur af náð sinni auðgað hvern sem Honum þóknast. Allt er í sannleika á valdi Hans.…
Ó ‘Alí, seg ástvinum Guðs að réttlæti sé undirstaða mannlegra dyggða. Allt verður að meta á grundvelli þess. Íhuga um stund þær þrengingar og raunir sem hafa orðið hlutskipti þessa Fanga. Ég hef alla daga lífs Míns verið á valdi óvina Minna og á hverjum degi hefur Mér fallið í skaut ný þrenging á vegi ástar Guðs. Ég hef þolugur þreyð uns málstaður Guðs var víðfrægður um jörðina. Ef einhver risi nú upp fyrir áeggjan fánýtra ímyndana sem vakna í hjarta hans og reyndi opinskátt eða á laun að sá sæði sundurlyndis meðal manna – er hægt að segja að slíkur maður hafi sýnt réttlæti? Nei, Ég sver við Hann sem hefur vald yfir öllu sem er! Sem Ég sjálfur lifi! Hjarta Mitt stynur og augu Mín gráta sáran vegna málstaðar Guðs og þeirra, sem bera ekki skyn á það sem þeir segja, og ímynda sér það sem er ofar skilningi þeirra.
Það sæmir öllum mönnum á þessum degi að halda fast við Hið mesta nafn og grundvalla einingu alls mannkyns. Hvergi er hægt flýja, ekkert athvarf er að finna nema Hann. Láti einhver leiðast til að mæla þess konar orð sem flæmdu mennina frá ströndum takmarkalauss úthafs Guðs og fengju þá til að festa hjörtu sín við eitthvað annað en þessa dýrlegu og opinberuðu Verund, sem hefur tekið á sig mynd mannlegra takmarkana, mun öll sköpunin fordæma slíkan mann, hversu há sem staða hans er, fyrir að svipta sig ljúfum ilmi Hins almiskunnsama.
Seg: Gætið réttlætis í dómum yðar, þér sem hafið skilningsrík hjörtu! Sá sem fellir ranglátan úrskurð er rúinn þeim auðkennum sem heyra stöðu mannsins. Hann sem er sannleikurinn eilífi veit vel hvað býr í brjóstum manna. Langlyndi Hans hefur gert skepnur Hans djarfar því að Hann mun ekki svipta sundur neinni blæju fyrr en á tilsettum tíma. Óviðjafnanleg miskunn Hans hefur haldið aftur af heiftarreiði Hans og því hafa flestir menn ímyndað sér að hinum eina sanna Guði sé ókunnugt um það sem þeir hafa framið í launum. Ég sver við Hinn alvitra og alvísa! Spegill þekkingar Hans endurspeglar af fullkominni skerpu, nákvæmni og trúfesti gerðir allra manna. Seg: Lof sé Þér, ó Þú sem hylur syndir hinna veiklunduðu og hjálparvana! Miklað sé nafn Þitt, ó Þú sem fyrirgefur hinum gálausu sem brjóta gegn þér!
Vér höfum bannað mönnum að sækjast eftir hégóma hjartna sinna svo að þeim megi verða kleift að bera kennsl á Hann sem er allsráðandi uppspretta og markmið allrar þekkingar og viðurkenna allt sem Honum þóknast að opinbera. Sjá hvernig þeir hafa flækt sig í fánýtum hugarburði og hégómlegum ímyndunum. Ég sver við líf Mitt! Þeir eru sjálfir fórnarlömb eigin vélabragða og skilja það ekki. Fánýt og gagnslaus eru orð þeirra og þó hafa þeir engan skilning á því.
Vér biðjum Guð að miskunna öllum mönnum af náð sinni og gera þeim kleift að öðlast þekkingu á Honum og á sjálfum sér. Ég sver við líf Mitt! Hver sem hefur þekkt Hann mun svífa í ómælisvíddum ástar Hans og leysast frá veröldinni og öllu sem í henni er. Ekkert á jörðu fær hnikað honum af braut sinni, hversu miklu síður þeir sem fyrir áeggjan hégómlegra ímyndana sinna mæla það sem Guð hefur bannað.
Seg: Þetta er dagurinn þegar sérhvert eyra verður að hlýða á rödd Hans af athygli. Hlýðið kalli Hins rangtleikna og miklið nafn hins eina sanna Guðs. Skrýðist djásni minningar um Hann og upplýsið hjörtu yðar með ljósi ástar Hans. Þetta er lykillinn að hjörtum mannanna, lúturinn sem hreinsar sálir allra manna. Sá sem engu skeytir um það sem hönd guðlegs vilja hefur reitt fram lifir í auðsærri villu. Vinátta og réttsýni í hegðun eru til merkis um sanna trú, ekki sundurlyndi og prettir.
Kunnger mönnum það sem Hann, sem talar sannleikann og færir yður vörslufé Guðs, hefur boðið yður að varðveita. Dýrð Mín sé með þér, ó þú sem ákallar nafn Mitt, festir sjónir á heilögu aðsetri Mínu og vegsamar Drottin þinn, hinn gæskuríka.
101
Áformið að baki opinberun sérhverrar himneskrar bókar, nei, sérhvers opinberaðs orðs Guðs, er að gæða alla menn dyggðum réttlætis og skilnings svo að friður og rósemi megi fá trygga staðfestu þeirra á meðal. Allt sem fullvissar hjörtu mannanna, allt sem upphefur stöðu og stuðlar að farsæld þeirra, er þóknanlegt fyrir augliti Guðs. Hversu upphafin er ekki sú staða sem maðurinn getur náð ef hann aðeins kýs að uppfylla háleitt ætlunarverk sitt! Í hvílík djúp niðurlægingar getur hann sokkið, djúp sem hinar auvirðilegustu allra skepna hafa ekki kafað! Grípið tækifærið, ó vinir, sem þessi dagur færir yður og sviptið yður ekki örlátri úthellingu náðar Hans. Ég bið Guð þess að Hann af náð sinni geri hverjum og einum yðar kleift að prýðast djásnum hreinna og heilagra gerða á þessum degi. Hann gerir vissulega allt sem Honum þóknast.
102
Ljáið heyrandi eyra, ó þér menn, því sem Ég segi yður í sannleika. Hinn eini sanni Guð, upphafin sé dýrð Hans, hefur alltaf litið á hjörtu mannanna sem sína einkaeign og mun gera það áfram. Allt annað, hvort sem það er af láði eða legi, dýrð eða ríkidæmi, hefur Hann eftirlátið konungum og leiðtogum jarðar. Frá því upphafi sem er án upphafs hefur fáni orðanna „Hann gerir það sem Honum þóknast“ breitt úr sér í allri sinni dýrð frammi fyrir opinberanda Hans. Það sem mannkynið þarfnast á þessum degi er hlýðni við þá sem eru við völd og trygglunduð hollusta við ákvæði viskunnar. Tækin sem eru nauðsynleg fyrir tafarlausa vernd, öryggi og fullvissun mannkyns hafa verið falin leiðtogum mannlegs samfélags og eru í þeirra hendi. Þetta er ósk Guðs og ákvörðun Hans.… Vér ölum þá von í brjósti að einn af konungum jarðar muni sakir Guðs rísa upp til sigurs fyrir þetta rangtleikna og kúgaða fólk. Slíkur konungur verður að eilífu miklaður og vegsamaður. Guð hefur boðið fylgjendum sínum að hjálpa hverjum og einum sem hjálpar þeim, þjóna bestu hagsmunum hans og sýna honum ævarandi hollustu. Þeir sem fylgja Mér verða undir öllum kringumstæðum að stuðla að velferð hvers þess sem hefst handa um að vinna sigur fyrir málstað Minn, og þeir verða ávallt að sýna fram á hollustu sína og tryggð við hann. Sæll er sá sem varðveitir ráð Mín og fylgir þeim. Vei þeim sem lætur undir höfuð leggjast að uppfylla ósk Mína.
103
Rödd Guðs sem mælir sannleikann hefur í öllum töflum sínum borið vitni þessum orðum: „Ég er sá sem lifir í ríki dýrðarinnar.“
Ég sver við réttlæti Guðs! Frá hæðum þessarar æðstu, heilögu og yfirskilvitlegu stöðu sér Hann allt, heyrir allt og kunngerir á þessari stundu: Sæll ert þú, ó , því að þú hefur öðlast það sem engum öðrum hefur fallið í skaut. Ég sver við sannleikann eilífa! Sakir þín hafa ljóma augu íbúa hinnar upphöfnu paradísar af fögnuði. Samt eru mennirnir fullir gáleysis. Ef Vér afhjúpuðum stöðu þína myndu hjörtu þeirra komast í mikið uppnám, fætur þeirra hrasa og holdtekjur hégómadýrðar verða agndofa. Þeir myndu falla á jörðina og stinga fingrum gáleysis í eyru sín af ótta við að heyra.
Lát þá sem eru uppteknir af jarðneskum hlutum og hafa gleymt að minnast Guðs, hins æðsta, ekki hryggja þig. Ég sver við sannleikann eilífa! Sá dagur nálgast þegar heiftarreiði Hins almáttuga mun hremma þá. Hann er vissulega hinn alvaldi og alltsigrandi, hinn voldugasti. Hann mun hreinsa jörðina af saurgun spillingar þeirra og gefa hana að arfleifð þeim þjónum sínum sem eru nálægir Honum.
Seg: Ó menn! Ryk fylli vit yðar og aska blindi augu yðar fyrir að hafa skipt á hinum guðdómlega fyrir smánarverð! Ó, eymdabyrðin sem á yður hvílir sem farið villur vegar! Haldið þér í hjörtum yðar að þér hafið vald til að bera Hann og málstað Hans ofurliði? Því fer fjarri! Þessu ber Hann, hinn æðsti og alvoldugi, sjálfur vitni.
Brátt mun refsidómur Hans koma yfir yður og ryk heljar umlykja yður. Þeir sem hrúga upp hégómlegu glysi og skarti jarðarinnar og snúa í fyrirlitningu frá Guði hafa glatað bæði þessum heimi og þeim sem kemur. Áður en langt um líður mun Hann með voldugri hendi svipta þá eigum sínum og afklæða þá kyrtli veglyndis síns. Brátt munu þeir sjálfir sannreyna það. Þú munt einnig bera vitni.
Seg: Ó þér menn! Látið ekki þetta líf og tálsýnir þess blekkja yður því að veröldin og allt sem hún geymir er í öruggum höndum vilja Hans. Hann gefur gjafir sínar hverjum sem Hann vill og tekur þær aftur frá hverjum sem Honum þóknast. Hann gerir hvaðeina sem Honum líst. Hefði veröldin verið einhvers virði í augum Hans hefði Hann vissulega aldrei leyft óvinum sínum að eiga neitt, jafnvel þótt ekki væri meira en sem svarar einu mustarðskorni. Hann hefur samt látið yður flækjast í málefni hennar í skiptum fyrir það sem þér hafið gert á hlut málstaðar Hans. Þetta er að sönnu refsing sem þér hafið beitt sjálfa yður vitandi vits, ef þér aðeins hefðuð skilning. Gleðjist þér yfir þeim hlutum sem að mati Guðs eru fyrirlitlegir og einskis virði og sem Hann notar sem prófstein á hjörtu þeirra sem efast?
104
Ó þér þjóðir heimsins! Vitið í sannleika, að ófyrirsjáanleg ógæfa fer á hæla yður og hörmulegt endurgjald bíður yðar. Haldið ekki að þær gerðir sem þér hafið drýgt séu afmáðar fyrir augliti Mínu. Við fegurð Mína! Allar gerðir yðar hefur penni Minn greypt djúpu letri á krýsólíttöflur.
105
Ó konungar jarðar! Allsráðandi Drottinn allra manna er kominn. Ríkið er Guðs, verndarans alvalda, hins sjálfumnóga. Tignið engan nema Guð og lítið með geislandi hjörtum upp til Drottins yðar, Drottins allra nafna. Ekkert sem þér eigið getur nokkru sinni komist í samjöfnuð við þessa opinberun, ef þér aðeins vissuð.
Vér sjáum yður gleðjast yfir því sem þér hafið dregið að yður fyrir aðra og útiloka yður frá veröldunum sem enginn getur fest tölu á nema Mín varðveitta tafla. Fjársjóðirnir sem þér safnið upp hafa fært yður langt fjarri hinsta markmiði yðar. Þetta sæmir yður ekki, gætuð þér aðeins skilið. Hreinsið hjörtu yðar af allri jarðneskri saurgun og hraðið yður inn í ríki Drottins yðar, skapara himins og jarðar, Hans sem lét veröldina skjálfa og alla lýði hennar kveina, nema þá sem hafa snúið baki við öllum hlutum og fylgt af staðfestu fyrirmælum hinnar huldu töflu.
Þetta er dagurinn þegar Hann sem ræddi við Guð hefur náð til ljóssins frá Hinum aldna og drukkið tært vatn endurfunda af þessum bikar sem hefur látið höfin brima. Seg: Ég sver við hinn eina sanna Guð! hverfist um dagbrún opinberunar meðan andi Guðs lét rödd sína hljóma frá hæðum ríkisins: „Rísið upp, þér hinir drembilátu á jörðunni, og hraðið yður á fund Hans.“ hefur á þessum degi skundað í löngun og lotningu til heilags aðseturs Hans og frá hjarta Síonar berst hrópið: „Fyrirheitið er uppfyllt. Það sem var boðað í heilagri bók Guðs, hins upphafnasta og almáttuga, hins ástfólgnasta, hefur opinberast.“
Ó konungar jarðar! Hin æðstu lög hafa verið opinberuð á þessum stað, þessum vettvangi yfirskilvitlegs ljóma. Allt sem hulið var er komið fram í dagsljósið fyrir vilja yfirbjóðandans æðsta, Hans sem lét lokastundina renna upp, mánann klofna og gerði grein fyrir sérhverri óafturkallanlegri ákvörðun.
Þér eruð aðeins þý, ó konungar jarðar! Konungur konunganna hefur opinberast, íklæddur undursamlegustu dýrð, og kallar yður til sín, hjálparans í nauðum, hins sjálfumnóga. Varist að dramb aftri yður að viðurkenna uppsprettu opinberunar; að jarðneskir hlutir komi sem blæja milli yðar og skapara himinsins. Rísið og þjónið Honum sem er þrá allra þjóna, Honum sem skapaði yður með orði sínu og bauð að þér yrðuð um aldur og ævi tákn yfirráða Hans.
Ég sver við réttlæti Guðs! Vér óskum þess ekki að leggja undir Oss ríki yðar. Ætlunarverk Vort er að vinna sigur á hjörtum mannanna og eignast þau. Að þeim beinast augu . Þessu ber vitni ríki nafnanna, ef þér aðeins skilduð. Hver sem fylgir Drottni sínum mun afneita heiminum og öllu sem í honum er. Hversu miklu fremur verður sá sem gegnir svo tiginni stöðu að afneita sjálfum sér! Yfirgefið hallir yðar og hraðið yður inn í ríki Hans. Þetta mun að sönnu stoða yður bæði í þessum heimi og þeim sem kemur. Þessu ber vitni Drottinn ríkisins á hæðum, ef þér aðeins vissuð.
Hversu mikil blessun bíður ekki þess konungs sem rís upp til að hjálpa málstað Mínum í ríki Mínu og leysir sig úr viðjum alls nema Mín! Sá konungur telst til þeirra sem dvelja í örkinni fagurrauðu sem Guð hefur fyrirbúið fylgjendum . Allir verða að vegsama nafn hans, virða stöðu hans og hjálpa honum að opna borgirnar með lyklum nafns Míns, almáttugs verndara allra sem byggja ríkin sýnilegu og ósýnilegu. Slíkur konungur er sjálft auga mannkynsins, ljómandi djásn á enni sköpunarinnar, uppspretta blessunar öllum heimi. Fórnið, ó fylgjendur , eigum yðar, nei, sjálfu lífi yðar Honum til fulltingis.
106
Græðarinn gjörþekkjandi hefur fingur sinn á slagæð mannkynsins. Hann skilgreinir sjúkdóminn og bendir í óskeikulli visku sinni á lækninguna. Sérhver öld glímir við sinn eigin vanda og sérhver sál hefur sínar sérstöku langanir. Lækningin sem heimurinn þarfnast nú í þrengingum sínum getur aldrei verið hin sama og það sem næsta öld þarf á að halda. Sinnið heilshugar þörfum þeirrar aldar sem þér lifið á og beinið athygli yðar að nauðþurftum hennar og kröfum.
Vér skynjum glöggt hvernig miklar og ómældar hörmungar steðja að öllu mannkyni. Vér sjáum það tærast upp á sjúkrabeði sínum, þjakað og vonsvikið. Þeir sem hafa ölvað sig drambi koma á milli þess og Hins himneska, óskeikula græðara. Sjá hvernig þeir hafa flækt sjálfa sig og alla aðra í net vélráða sinna. Þeir geta hvorki greint orsakir sjúkdómsins né hafa nokkra þekkingu á lækningunni. Hið beina telja þeir bogið og vin sinn fjandmann.
Hneigið eyru yðar að ljúfum söng þessa Fanga. Rísið og hefjið upp raust yðar svo að þeir megi vakna sem eru í fastasvefni. Seg: Ó þér sem eruð sem dauðir! Hönd himneskrar gjafmildi býður yður vatn lífsins. Hafið hraðann á og drekkið fylli yðar. Hver sem endurfæðist á þessum degi mun aldrei deyja; hver sem áfram er dauður mun aldrei lifa.
107
Drottinn yðar, hinn almiskunnsami, elur í hjarta sínu þá ósk að sjá allt mannkyn sem eina sál og einn líkama. Hafið hraðann á og hljótið yðar skerf af mikilli miskunn og náð Guðs á þessum degi sem er öllum dögum æðri. Hvílík hamingja bíður ekki þess sem hefur yfirgefið allt sem hann á í löngun sinni til að eignast það sem er af Guði! Vér berum því vitni að slíkur maður er meðal hinna blessuðu Guðs.
108
Vér höfum fyrirhugað yður tíma, ó þjóðir. Ef þér látið undir höfuð leggjast á tilsettum tíma að snúa yður til Guðs mun Hann vissulega hremma yður heiftartökum og láta hörmulegar þrengingar steðja að yður úr öllum áttum. Þungbær verður að sönnu refsingin sem Drottinn yðar mun þá veita yður!
109
Ó ! Þær hæðir sem dauðlegur maður getur stigið til á þessum degi sakir náðar og hylli Guðs eru honum enn lokuð bók. Heimur jarðneskrar tilvistar hefur aldrei haft og hefur ekki enn öðlast þroska fyrir slíka opinberun. Þó nálgast sá dagur þegar vaxtarmöguleikar slíkrar náðar og hylli verða birtir mönnum í krafti skipunar Hans. Þótt öfl þjóðanna fylki sér gegn Honum og konungar jarðar taki sig saman um að grafa undan málstað Hans verður valdi Hans og mætti ekki haggað. Hann mælir vissulega sannleikann og kallar allt mannkynið inn á vegu Hins óviðjafnanlega og alvitra.
Allir menn hafa verið skapaðir til að stuðla að síframsækinni siðmenningu. Hinn almáttugi ber Mér vitni: Það sæmir ekki manninum að hegða sér eins og dýr merkurinnar. Þær dyggðir sem hæfa tign hans eru umburðarlyndi, miskunn, samúð og ástríki gagnvart öllum þjóðum og ættkvíslum jarðarinnar. Seg: Ó vinir! Drekkið fylli yðar af þessu kristaltæra vatni sem streymir fyrir himneska náð Drottins allra nafna. Gefið öðrum skerf af því vatni í Mínu nafni svo að leiðtogar manna í sérhverju landi megi bera full kennsl á tilganginn með sköpun sinni og áformið að baki opinberun sannleikans eilífa.
110
Verundin mikla segir: Ó þér mannanna börn! Grundvallarásetningur trúar Guðs og trúarbragða Hans er að vernda hag, stuðla að einingu og uppfóstra anda ástar og bræðralags meðal manna. Gerið hana ekki að átyllu sundurþykkis og misklíðar, haturs og fjandskapar. Þetta er vegurinn beini, undirstaðan traust og óbifanleg. Breytingar og byltingar heimsins geta aldrei dregið mátt úr neinu sem reist er á þessum grundvelli og umbrot árþúsunda fá ekki grafið undan stoðum þess. Von Vor er sú að trúarleiðtogar og valdsherrar heimsins hefjist í sameiningu handa um að framkvæma úrbætur á þessari öld og endurreisa giftu hennar. Er þeir hafa hugað að þörfum hennar skyldu þeir að taka ráð saman og eftir kostgæfilega yfirvegun færa sjúkri og sárþjáðri veröld græðinguna sem hún þarfnast.… Þeim sem völdin hafa ber skylda til að gæta hófs í öllum hlutum. Hvaðeina sem fer yfir mörk hófseminnar hættir að hafa áhrif til góðs. Gefið til að mynda gaum að fyrirbærum eins og frelsi, siðmenningu og þess háttar. Hversu velviljuðum augum sem skilningsríkir menn kunna að líta þau, munu þau hafa skaðleg áhrif á mennina verði þau öfgum að bráð.… Guð gefi að þjóðir heimsins fái skilið hvað þeim er fyrir bestu með fulltingi göfugrar viðleitni valdsherra sinna, vitringa og lærdómsmanna. Hversu lengi mun mannkynið þverskallast í villu sinni? Hversu lengi mun ranglætið vara? Hversu lengi á glundroði og öngþveiti að ríkja meðal manna? Hversu lengi á sundurþykkja að ýfa ásýnd þjóðfélagsins?… Því er verr, vindar örvæntingar blása úr öllum áttum og deilurnar sem þjaka og aðskilja mannkynið magnast dag frá degi. Tákn aðsteðjandi hamfara má nú þegar greina því að ríkjandi skipulag sýnist meingallað. Ég bið Guð þess, upphafin sé dýrð Hans, að Hann af náð sinni veki íbúa jarðar, aðstoði þá við að öðlast það sem sæmir stöðu þeirra og gefi að framferði þeirra leiði um síðir til farsældar.
111
Ó stríðandi þjóðir og ættkvíslir jarðarinnar! Snúið ásjónum yðar að einingu og látið ljós hennar skína á yður. Safnist saman og fastráðið sakir Guðs að uppræta hvaðeina sem veldur misklíð yðar á milli. Þá mun ljómi Hins volduga ljósgjafa heimsins fylla alla jörðina og íbúar hennar verða íbúar einnar borgar og sitja á einum og sama veldisstól. Hinn Rangtleikni hefur frá öndverðum dögum sínum ekki óskað neins annars og mun framvegis ekki ala neina aðra ósk í brjósti. Enginn vafi getur leikið á því að þjóðir jarðarinnar, hvaða kynþætti eða trúarbrögðum sem þær tilheyra, fá innblástur sinn frá einni himneskri uppsprettu og eru þegnar eins Guðs. Munurinn á þeim lagaákvæðum sem þær búa við stafa af mismunandi þörfum og knýjandi nauðsyn þeirra tíma og aðstæðna sem opinberun þeirra var ætluð. Öll voru þau ákvörðuð af Guði og endurspegla vilja Hans og ásetning, að undanskildum fáeinum sem eru afurðir mannlegra rangfærslna. Rísið upp, vopnist krafti trúarinnar og sundurmolið guði fánýtra ímyndana yðar, sáðmenn hatursins á meðal yðar. Sýnið stöðuglyndi í því sem færir yður nær hvert öðru og sameinar yður. Þetta er vissulega háleitasta orðið sem sent er niður og opinberað yður í móðurbókinni. Þessu ber vitni Rödd tignarinnar frá híbýlum dýrðar sinnar.
112
Sjá þann glundroða sem lengi hefur þjakað jörðina og uppnámið sem hefur gripið þjóðir hennar. Hún hefur ýmist verið í helgreipum styrjalda eða ofurseld skyndilegum og ófyrirséðum hörmungum. Þótt heimurinn sé fullur af eymd og neyð hefur enginn staldrað við til að íhuga ástæðurnar. Ætíð þegar Ráðgjafinn sanni mælir varnaðarorð, sjá, allir fordæma Hann þá sem spellvirkja og hafna tilkalli Hans. Hve torskilin og undarleg er ekki slík hegðun! Hvergi er tvo menn að finna sem geta talist lifa í einingu hið ytra og innra. Vitnisburðir ósamlyndis og fjandskapar blasa hvarvetna við þótt allir hafi verið skapaðir fyrir samstillingu og einingu. Verundin mikla segir: Ó ástvinir Mínir! Tjaldbúð einingarinnar hefur verið reist, lítið ekki hver á annan sem ókunnuga. Þér eruð ávextir eins trés og lauf einnar greinar. Vér berum þá von í brjósti að ljós réttlætisins skíni á jörðina og hreinsi hana af harðstjórn. Ef valdsherrar og konungar jarðarinnar, tákn yfirráða Guðs, upphafin sé dýrð Hans, rísa upp og fastráða að helga sig öllu sem eflir bestu hagsmuni alls mannkyns, verður ríki réttlætis vissulega grundvallað meðal mannanna barna og birtan af ljósi þess mun umvefja alla jörðina. Verundin mikla segir: Skipulag og stöðugleiki í heiminum grundvallast nú og framvegis á tveimur stoðum umbunar og refsingar.… Á öðrum stað hefur Hann ritað: Gætið að, ó þér hersing heimsleiðtoga! Ekkert afl á jörðu jafnast á við máttugt og sigursælt afl réttlætis og visku.… Sæll er sá konungur sem gengur með blaktandi gunnfána viskunnar í fylkingarbroddi og hersveitir réttlætis að baki sér. Hann er vissulega djásnið sem prýðir enni friðar og ásýnd öryggis. Alls enginn vafi getur leikið á því að ef sól réttlætisins, sem ský harðstjórnar hafa myrkvað, úthellti ljósi sínu yfir mennina yrði gerbreyting á ásýnd jarðar.
113
Telur þú þér trú um, ó ráðherra keisarans í borginni (Konstantínópel), að Ég fái einhverju ráðið um endanlegt hlutskipti málstaðar Guðs? Heldur þú að fangelsun Mín eða smánin sem Ég hef verið látinn þola, eða jafnvel dauði Minn og tortíming, geti hnikað honum af braut sinni? Vesælt er það sem þú ímyndar þér í hjarta þínu! Þú tilheyrir vissulega þeim sem láta stjórnast af fánýtum ímyndunum hjartna sinna. Enginn er Guð nema Hann. Hann hefur vald til að opinbera málstað sinn, hefja upp vitnisburð sinn, grundvalla hvaðeina sem Honum þóknast og hefja það til svo hárrar stöðu að hvorki þínar eigin hendur né þeirra sem hafa snúið við Honum baki geti nokkru sinni snert það eða unnið því miska.
Telur þú þig hafa vald til að standa í gegn vilja Hans, aftra Honum að framfylgja úrskurði sínum eða koma í veg fyrir að Hann beiti sínu æðsta valdi? Telur þú þér trú um að eitthvað á himnum eða jörðu geti staðið í gegn málstað Hans? Nei, Ég sver við Hann sem er sannleikurinn eilífi! Alls ekkert í allri sköpuninni getur aftrað áformi Hans. Lát því af einskærum hroka þínum því að einskær hroki getur aldrei komið í stað sannleikans. Gakk með þeim sem hafa iðrast í sannleika og snúið aftur til Guðs, sem skapaði þig og nærði og gerði þig að ráðherra yfir þeim sem játa trú þína.
Vita skalt þú einnig að Hann hefur að sínu eigin boði skapað allt sem er á himnum og allt sem er á jörðu. Hvernig gætu þeir sem voru skapaðir að boði Hans staðist gegn Honum? Hátt er Guð hafinn yfir það sem þér haldið um Hann, þér illvildarmenn! Ef þessi málstaður er af Guði getur enginn maður sigrast á honum, og sé hann ekki af Guði eru hinir skriftlærðu á meðal yðar og þeir, sem ganga eftir spilltum hneigðum sínum og rísa gegn Honum, vissulega þess megnugir að bera hann ofurliði.
Hefur þú ekki heyrt það sem átrúandi, maður af fjölskyldu Faraós, mælti fyrr á tímum og sem Guð sagði postula sínum, sem Hann hafði útvalið og treyst fyrir boðskap sínum og gert að uppsprettu miskunnar öllum sem dvelja á jörðu? Hann sagði, og vissulega mælir Hann sannleikann: „Ætlið þér að vega mann vegna þess að hann segir Drottinn minn er Guð, þegar Hann hefur komið til yðar með skýra staðfestingu á ætlunarverki sínu? Og sé hann lygari, mun lygi hans bitna á honum, en sé hann sannleikans maður kemur að minnsta kosti hluti þess sem hann hótaði yfir yður.“ Þetta er það sem Guð opinberaði Ástvini sínum í óskeikulli bók sinni.
Og samt hafið þér látið undir höfuð leggjast að hlýða á boð Hans, virðið lög Hans að vettugi, hafnið þeim ráðum sem eru skráð í bók Hans og tilheyrið þeim sem hafa villst langt frá Honum. Hversu margir hafa ekki verið líflátnir á hverju ári og í hverjum mánuði af yðar völdum! Hversu hrópleg eru ekki rangindin sem þér hafið framið. Auga sköpunarinnar hefur aldrei séð neitt sem kemst í samjöfnuð við slíkt ranglæti og enginn annálsritari hefur skráð slíka atburði! Hversu fjölmörg voru ekki börnin og brjóstmylkingarnir sem voru gerðir að munaðarleysingjum og feðurnir sem misstu syni sína vegna grimmdar yðar, ó þér ranglátu gerendur! Hversu oft hefur ekki systir veslast upp af sorg eftir bróður sinn og eiginkona kveinað yfir manni sínum og eina framfæranda!
Ójöfnuður yðar óx stöðugt uns þér vóguð Hann sem hafði aldrei litið af ásjónu Guðs, hins upphafnasta, hins hæsta. Hefðuð þér aðeins líflátið Hann á sama hátt og þér drepið hvern annan! Þér vóguð Hann hins vegar undir þess konar kringumstæðum að enginn hefur nokkurn tíma orðið vitni að slíku. Himnarnir grétu sáran yfir Honum og sálir þeirra sem eru nálægir Guði kveinuðu yfir þjáningum Hans. Var Hann ekki af gamalli ætt spámanns yðar? Hafði ekki hróður Hans sem afkomandi postulans borist yður til eyrna? Hvers vegna veittuð þér Honum þá þess konar áverka sem enginn í gjörvallri sögunni hefur veitt öðrum manni? Ég sver við Guð! Augu sköpunarinnar hafa aldrei litið yðar líka! Þér vegið afkomanda spámanns yðar og kætist stórlega á tignarsætum yðar! Þér formælið þeim sem fóru á undan yður og frömdu sömu ódæði og þér en gerið yður enga grein fyrir óhæfuverkum yðar!
Verið sanngjarnir! Breyttu þeir sem þér formælið og kallið bölvun yfir öðruvísi en þér sjálfir? Höfðu þeir ekki drepið afkomanda spámanns síns eins og þér hafið drepið afkomanda yðar eigin spámanns? Svipar athæfi yðar ekki til athæfis þeirra? Hvers vegna segist þér þá vera aðrir en þeir, ó þér sáðmenn sundurlyndis meðal manna?
Og þegar þér tókuð Hann af lífi, ákvað einn af fylgjendum Hans að hefna dauða Hans. Enginn þekkti hann né renndi grun í áform hans. Loks framdi hann það sem var forákvarðað. Því sæmir yður ekki að ásaka neina nema yður sjálfa fyrir það sem þér hafið gert, ef þér aðeins dæmduð af sanngirni. Hver á allri jörðunni hefur framið það sem þér frömduð? Ég sver við Drottin veraldanna, enginn!
Allir stjórnendur og konungar jarðar heiðra og virða afkomendur spámanna sinna sem helga menn, gætuð þér aðeins borið skyn á það. Þér berið hins vegar ábyrgð á verkum sem enginn hefur nokkru sinni framið fyrr á tímum. Misgerðir yðar hafa valdið sérhverju skilningsríku hjarta sárri sorg. Og samt eruð þér fullir gáleysis og gerið yður enga grein fyrir fólsku yðar.
Þér hafið þverskallast í villu yðar uns þér risuð gegn Oss þótt Vér hefðum ekkert aðhafst sem réttlætti fjandskap yðar. Óttist þér ekki Guð sem hefur skapað yður og mótað, gefið yður styrk og tengt þeim sem eru Honum undirgefnir (múslímum)? Hversu lengi ætlið þér þrjóskast í villu yðar? Hversu lengi ætlið þér að neita að íhuga? Hvenær ætlið þér að vakna af mókinu og rísa upp af gáleysi yðar? Hvenær verðið þér loks sannleikans vísari?
Íhugið nú í hjörtum yðar. Tókst yður þrátt fyrir framferði yðar og illvirki að slökkva eld Guðs eða kæfa ljós opinberunar Hans – ljós sem hefur hjúpað birtu sinni þá sem eru umluktir ólgandi hafdjúpum ódauðleikans og laðað að sér sálir þeirra sem í sannleika trúa á einingu Hans og fulltingja Honum? Vitið þér ekki að hönd Guðs er ofar yðar höndum, að óafturkallanleg ákvörðun Hans er hafin yfir vélabrögð yðar, að Hann ræður yfir þjónum sínum, að Hann framkvæmir fyrirætlan sína, að Hann gerir það sem Honum þóknast, að Hann stendur engum reikningsskil á áformum sínu, að Hann ákvarðar það sem Honum líst, að Hann er hinn alvoldugi og almáttugi? Ef þér teljið þetta sannleikanum samkvæmt, hvers vegna látið þér þá ekki af illgerðum og lifið í friði með sjálfum yður?
Sérhvern dag fremjið þér ný rangindi og farið með Mig eins og þér fóruð með Mig á umliðnum öldum þótt Ég hafi aldrei reynt að hafa afskipti af málefnum yðar. Aldrei hef Ég andæft yður né risið gegn lögum yðar. Sjá hvernig þér að endingu hafið varpað Mér í prísund í þessu fjarlæga landi! Vita megið þér þó að hvað sem hendur yðar eða hendur trúleysingjanna gera, geta þeir ekki nú frekar en áður breytt málstað Guðs eða rangfært vegu Hans.
Gætið að viðvörun Minni, þér þegnar Persíu! Láti Ég lífið af yðar völdum mun Guð vissulega reisa upp þann sem kemur í Minn stað, því að sú var aðferð Guðs á umliðnum öldum og enga breytingu finnið þér á aðferðum Guðs. Leitist þér við að slökkva ljós Guðs sem skín á jörð Hans? Andsnúinn er Guð óskum yðar. Hann mun fullkomna ljós sitt þótt þér hatið það í fylgsnum hjartna yðar.
Staldra við um stund og íhuga, ó ráðherra, og kveð upp sanngjarnan dóm. Hvað höfum Vér gert sem réttlætir að þú rægir Oss við ráðherra konungs, fylgir ástríðum þínum, rangsnúir sannleikanum og lastmælir Oss? Fundum Vorum hefur aldrei borið saman nema þegar Vér hittum þig í húsi föður þíns þegar píslarvættis var minnst. Við þau tækifæri hafði enginn tök á að kynna öðrum sjónarmið sín og trú í viðræðum eða spjalli. Þú munt staðfesta að orð Mín eru sönn, ef þú fyllir flokk þeirra sem segja sannleikann. Ég hef enga aðra samkomu sótt þar sem þú eða nokkur annar hafði tök á að fræðast um hugsanir Mínar. Hvers vegna felldir þú dóm yfir Mér þegar þú hafðir ekki heyrt vitnisburð af Mínum eigin vörum? Hefur þú ekki heyrt hvað Guð, upphafin sé dýrð Hans, hefur sagt: „Seg ekki við hvern þann sem mætir þér með kveðju: Þú ert ekki átrúandi.“ „Vísa ekki frá þér þeim sem ákalla Drottin kvölds og morgna og þrá að líta ásjónu Hans.“ Þú hefur sannarlega vísað frá þér fyrirmælum bókar Guðs og samt telur þú þig meðal þeirra sem trúa!
Þrátt fyrir það sem þú hefur gert – og Guð er Mér til vitnis um þetta – ber Ég engan kala til þín né nokkurs annars þótt Vér höfum af þinni hendi og annarra þolað slíkan sársauka að enginn sem trúir á einingu Guðs fengi afborið hann. Málstaður Minn er ekki í höndum neins nema Guðs og traust Mitt beinist ekki að neinu nema Honum. Ævi þín er senn á enda eins og ævi þeirra sem nú um stundir hreykja sér yfir meðbræður sína með smánarlegu drambi. Brátt verður yður safnað saman í návist Guðs þar sem þér verðið spurðir gerða yðar og hljótið málagjöldin, og hörmuleg eru híbýli illvirkjanna!
Ég sver við Guð! Ef þú gerðir þér grein fyrir gerðum þínum myndir þú vissulega gráta sáran yfir sjálfum þér og leita á náðir Guðs, veslast upp og trega alla daga lífs þíns uns Guð fyrirgæfi þér því að Hann er vissulega hinn veglyndasti, hinn algjöfuli. Þú munt hins vegar þverskallast í gáleysi þínu til dauðdags, því að þú hefur af öllu hjarta þínu, sál og innstu verund helgað þig hégóma þessa heims. Þú munt eftir viðskilnað þinn uppgötva það sem Vér höfum opinberað þér og sjá allar gerðir þínar skráðar í bókina sem geymir verk allra á jörðu, hversu smá eða stór sem þau eru. Varðveit því ráð Mín og hlýð með heyrn hjarta þíns á mál Mitt og ver ekki gálaus um orð Mín né heyr þeim til sem afneita sannleika Mínum. Miklast ekki af því sem þér hefur verið gefið. Leið hugann að því sem opinberað var í bók Guðs, hjálparans í nauðum, hins aldýrlega: „Og þegar þeir höfðu gleymt áminningunum sem þeim voru gefnar opnuðum Vér þeim hlið að öllum hlutum,“ líkt og Vér opnuðum þér og þínum líkum hlið að þessari jörð og glysi hennar. Bíð því fyrirheitisins í síðari hluta þessara heilögu orða, því að þetta er heit sem Hinn almáttugi og alvísi gefur – heit sem verður uppfyllt.
Ég veit ekki hvern veg þér hafið valið, ó þér fjöld óvildarmanna! Vér kveðjum yður á fund Guðs, minnum yður á dag Hans, kunngerum yður tíðindin um endurfundina við Hann, færum yður nær heilögu aðsetri Hans og sendum niður yfir yður tákn undursamlegrar visku Hans – en samt, sjá hvernig þér afneitið Oss, hvernig þér fordæmið Oss sem trúvilling með svikulum vörum yðar, hvernig þér bruggið launráð gegn Oss! Og þegar Vér birtum yður það sem Guð af veglyndi sínu gaf Oss, segið þér: „Þetta eru einskærir töfrar.“ Kynslóðirnar sem fóru á undan yður mæltu þessi sömu orð, ef þér aðeins skilduð. Þér hafið þar með svipt yður veglyndi Guðs og verðið aldrei aðnjótandi náðar Hans allt fram til þess dags er Guð dæmir milli Oss og yðar, og Hann er vissulega ágætastur allra dómara.
Vissir menn á meðal yðar hafa sagt: „Hann er sá sem telur sig vera Guð.“ Ég sver við lifanda Guð! Þetta eru vítaverð lastmæli. Ég er aðeins þjónn Guðs sem hef trúað á Hann og tákn Hans, á spámenn Hans og engla. Tunga Mín og hjarta, innri og ytri verund Mín, bera því vitni að enginn er Guð nema Hann, að allir aðrir en Hann voru skapaðir að boði Hans og mótaðir með fulltingi vilja Hans. Enginn er Guð nema Hann, skaparinn, sá sem reisir frá dauðum, endurlífgarinn, vegandinn. Ég er sá sem skýri frá þeirri hylli sem Guð hefur af örlæti sínu veitt Mér. Ef þetta er brot Mitt er Ég sannarlega fremstur í flokki brotamanna. Ég og ættmenni Mín eru á yðar valdi. Gerið sem yður lystir og teljist ekki til þeirra sem hika svo að Ég megi hverfa til Guðs, Drottins Míns, og komast á þann stað þar sem Ég get ekki lengur litið andlit yðar. Þetta er að sönnu kærasta ósk Mín og heitasta þrá. Guði er vissulega vel kunnugt um aðstæður Mínar og gefur gaum að þeim.
Ímynda þér, ó ráðherra, að þú sért staddur frammi fyrir augliti Guðs! Þótt þú sjáir Hann ekki, sér Hann þig vissulega. Gef gaum að málstað Vorum og dæm um hann af sanngirni. Hvað hef Ég gert sem gæti hafa fengið þig til að rísa gegn Oss og rægja meðal fólksins, ef þú telst til réttlátra? Vér yfirgáfum Teheran að boði konungs og fluttum með hans leyfi aðsetur Vort til Íraks. Hafi Ég brotið gegn honum, hvers vegna lét hann Mig lausan? Og ef Ég er saklaus hvers vegna létuð þér Oss líða slíkar þrautir að enginn meðal þeirra sem játa trú yðar hefur þurft að þola slíkt? Hefur nokkur gerð Mín eftir komuna til Íraks verið þess eðlis að hún gæti grafið undan valdi og myndugleika ríkisstjórnarinnar? Hver getur fullyrt að hann hafi fundið eitthvað ámælisvert í fari Voru? Spyr sjálfur íbúana, að þú megir teljast til þeirra sem hafa borið skyn á sannleikann.
Í ellefu ár dvöldum Vér í þessu landi uns þangað kom ráðherra, fulltrúi ríkisstjórnar þinnar, sem penni Vor er ófús að nefna á nafn. Hann var drykkfelldur, gekk eftir girndum sínum, framdi illræði, var spilltur og spillti Írak. Þessu gætu flestir íbúar borið vitni, ef þú spyrðir þá og teldist til þeirra sem leita sannleikans. Það var hann sem með rangindum lagði hald á eigur meðbræðra sinna, sneri baki við öllum boðum Guðs og framdi allt sem Guð hafði bannað. Loks reis hann gegn Oss eins og hneigðir hans buðu honum og gekk vegu hinna ranglátu. Hann bar á Oss sakir í bréfi til þín og þú trúðir honum og fylgdir vegum hans án þess að leita nokkurrar staðfestingar eða áreiðanlegs vitnisburðar frá honum. Þú baðst ekki um neinar skýringar né reyndir að ganga úr skugga um málið svo að greina mætti sannleika frá falsi frammi fyrir þér og þú gætir séð skýrri sjón. Gakk úr skugga um hvern mann hann hafði að geyma með því að spyrja ráðherrana sem voru í Írak á þeim tíma, og auk þess ríkisstjóra borgarinnar () og æðsta ráðgjafann, að sannleikurinn megi opinberast þér og þú getir talist til þeirra sem eru vel upplýstir.
Guð er Oss til vitnis! Vér höfum ekki undir neinum kringumstæðum andæft honum né öðrum. Vér gættum fyrirmæla Guðs undir öllum kringumstæðum og fylltum aldrei flokk þeirra sem ollu glundroða. Þessu ber hann sjálfur vitni. Ætlun hans var að handsama Oss og senda aftur til Persíu til þess að auka þannig hróður sinn og orðstír. Þú hefur framið sama glæp og af sömu hvötum. Þið eruð báðir jafnir fyrir augliti Guðs, hins allsráðandi Drottins, gjörþekkjandans.
Það er ekki ætlun Vor með þessum orðum að létta byrði þrenginga Vorra eða biðja þig um að gerast milligöngumaður Vor í einu eða neinu. Nei, Ég sver við Drottin allra veraldanna! Vér höfum lagt fyrir þig öll málsgögnin til þess að þú megir gera þér grein fyrir því sem þú hefur gert, aftra þér frá að valda öðrum þeim sársauka sem þú hefur valdið Oss og gætir talist til þeirra sem í sannleika hafa iðrast frammi fyrir Guði, sem skapaði þig og allt sem er, og mættir framvegis nota dómgreindina í verkum þínum. Sæmra væri þér þetta en allt sem þú átt og betra en ráðherradómur þinn sem senn er á enda.
Varast að láta leiðast til að hylma yfir ranglæti. Fylg réttlætinu staðfastlega í hjarta þínu, rangfær ekki málstað Guðs og tilheyr þeim sem hafa fest sjónir á því sem er opinberað í bók Hans. Lát ekki undir neinum kringumstæðum undan illum hneigðum þínum. Gæt boða Guðs, Drottins þíns, hins gæskuríka, hins aldna. Þú munt vissulega hverfa aftur til duftsins og tortímast eins og allt sem þér er kært. Svo mælir Rödd sannleika og dýrðar.
Minnist þú ekki aðvörunar Guðs sem var gefin fyrr á tímum, að þú megir teljast til þeirra sem gæta viðvarana Hans? Hann sagði, og vissulega mælir Hann sannleikann: „Af henni (jörðu) höfum Vér skapað þig og til hennar látum Vér þig hverfa aftur og af henni munum Vér kalla þig öðru sinni.“ Þetta hefur Guð áformað öllum sem dvelja á jörðu, bæði háum og lágum. Það sæmir því ekki þeim sem var skapaður af dufti, snýr til þess aftur og verður kallaður frá því öðru sinni, að hreykja sér frammi fyrir Guði og ástvinum Hans, spotta þá og fyllast drambi og fyrirlitningu. Nei, fremur sæmir það þér og þínum líkum að sýna þeim undirgefni sem birta einingu Guðs og lúta í auðmýkt hinum trúföstu, sem hafa snúið baki við öllu sem þeir eiga sakir Guðs og leyst sig úr viðjum þeirra hluta sem altaka hugi manna og leiða þá í villu af vegi Guðs, Hans sem allir tigna, hins aldýrlega. Þannig sendum Vér niður yfir þig það sem mun stoða þig og alla þá sem hafa sett allt sitt traust og fullvissu á Guð.
114
Hlýð, ó konungur (, Tyrkjasoldán), á orð Hans sem talar sannleikann og biður þig ekki að endurgjalda sér með neinum af þeim hlutum sem Guð hefur kosið að gefa þér, Hans sem gengur óhvikull hinn beina veg. Hann kallar þig til Guðs, Drottins þíns, og vísar þér hina rétta leið, leiðina sem liggur til sannrar hamingju, að þú megir teljast með þeim sem vel mun farnast.
Varast, ó konungur, að safna í kringum þig ráðherrum sem láta stjórnast af ástríðum spilltra hneigða, sem virða að vettugi það sem þeim var treyst fyrir og svíkja með augljósum hætti þann trúnað sem þeim var sýndur. Ver öðrum veglyndur eins og Guð hefur verið þér veglyndur og lát ekki slíka ráðherra gæta hagsmuna þjóðar þinnar. Vísa ekki frá þér guðsótta og tilheyr þeim sem breyta af ráðvendni. Safna um þig þeim ráðherrum sem bera þér ilm trúar og réttlætis, haf samráð við þá og vel þá leið sem þér líst best, og tilheyr hinum örlátu.
Vit með vissu að sá sem ekki trúir á Guð er hvorki sannsögull né trausts verður. Þetta er vissulega sannleikurinn ótvíræður. Sá sem hegðar sér sviksamlega gagnvart Guði mun einnig hegða sér sviksamlega gagnvart konungi sínum. Alls ekkert getur hindrað slíkan mann frá því að gera illt, ekkert aftrað honum að svíkja nágranna sinn, ekkert fengið hann til að sýna réttvísi og ráðvendni.
Varast að fela öðrum stjórn ríkis þíns og set ekki vonir þínar á ráðherra sem eru óverðugir trausts þíns og tilheyr ekki hinum gálausu. Forðast þá sem hafa snúið frá þér í hjörtum sínum, bind ekki vonir við þá og treyst þeim hvorki fyrir málefnum þínum né þeirra sem játa trú þína. Varast að láta úlfinn gæta hjarðar Guðs og leyf ekki að ástvinir Hans eigi allt sitt undir miskunn hinna illgjörnu. Þú skalt ekki vænta þess að þeir sem brjóta fyrirmæli Guðs séu trausts verðir eða einlægir í trúnni sem þeir játa. Forðast þá og haf stöðugar gætur á sjálfum þér svo að prettir þeirra og tálsnörur skaði þig ekki. Snú við þeim baki og fest sjónir á Guði, Drottni þínum, hinum aldýrlega og algjöfula. Guð mun sannlega vera með þeim sem felur sig fullkomlega í hendur Hans, og Guð mun vissulega vernda þann sem setur traust sitt á Hann gegn öllu sem getur skaðað hann og gegn illsku sérhvers samsærismanns.
Ef þú hneigðir eyra þitt að máli Mínu og varðveittir ráð Mín, myndi Guð hefja þig í svo tigna stöðu að sviksamlegar ráðagerðir gætu aldrei skaðað þig hvaðan sem þær kæmu. Varðveit, ó konungur, fyrirmæli Guðs af innsta hjarta þínu og allri verund og tem þér ekki hætti kúgarans. Tak traustu taki um stjórnvöl þeirra mála sem varða þegna þína og rannsaka í eigin persónu allt sem þeim viðkemur. Lát ekkert fram hjá þér fara, því að í slíku felast æðstu gæðin.
Fær Guði þakkir fyrir að hafa útvalið þig af öllum mönnum og gert þig að konungi þeirra sem játa trú þína. Það sæmir þér að meta að verðleikum þá undursamlegu hylli, sem Guð hefur veitt þér, og að mikla nafn Hans ávallt. Þú getur best vegsamað Hann ef þú elskar ástvini Hans og verndar og skýlir þjónum Hans gegn prettum svikarans svo að enginn geti framar kúgað þá. Þú ættir auk þess að rísa upp og framfylgja lögum Guðs svo að þú getir talist til þeirra sem eru stöðugir og staðfastir í lögum Hans.
Ef þú lætur elfur réttlætis streyma meðal þegna þinna mun Guð vissulega hjálpa þér með herskörum hins ósýnilega og sýnilega og styrkja þig í stjórn málefna þinna. Enginn er Guð nema Hann. Öll sköpunin og veldi hennar tilheyrir Honum. Til Hans hverfa verk hinna trúföstu.
Treyst ekki á fjársjóði þína. Set allar vonir þínar á miskunn Guðs, Drottins þíns. Lát Hann vera traust þitt og haldreipi í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur og tilheyr þeim sem lúta vilja Hans. Lát Hann vera hjálpara þinn og auðga þig fjársjóðum Hans því með Honum eru fjárhirslur himnanna og jarðarinnar. Hann gefur þá hverjum sem Hann vill, og meinar um þá hverjum sem Hann vill. Enginn er Guð nema Hann, eigandi alls, hinn altignaði. Allir eru fátæklingar við dyr miskunnar Hans; allir eru hjálparlausir frammi fyrir opinberun herradóms Hans og leita hylli Hans.
Far ekki yfir mörk hófseminnar og breyt rétt gagnvart þeim sem þjóna þér. Gef þeim samkvæmt þörfum þeirra en leyf þeim ekki að safna að sér auði, hlaða á sig skarti, skrýða heimili sín, eignast það sem ekki kemur þeim að gagni og teljast til hinna hóflausu. Sýn þeim ósveigjanlegt réttlæti svo að enginn þeirra megi líða skort eða lifa í ofgnótt og munaði. Þetta er aðeins augljóst réttlæti.
Lát ekki hina auvirðilegu drottna yfir hinum göfugu og heiðvirðu og leyf ekki að hinir göfuglyndu eigi allt sitt undir náð þeirra sem eru fyrirlitlegir og einskisverðir því þetta var það sem Vér sáum er Vér komum til borgarinnar (Konstantínópel) og því berum Vér vitni. Meðal íbúa hennar sáum Vér nokkra sem voru auðugir og lifðu í munaði og óhófi meðan aðrir bjuggu við mikinn skort og sára fátækt. Þetta sæmir ekki veldi þínu og er óverðugt stöðu þinni.
Gæt ráða Minna og reyn af fremsta megni að stjórna með réttlæti meðal manna svo að Guð megi upphefja nafn þitt og víðfrægja réttvísi þína um allan heim. Varast að ráðherrar þínir auðgist á kostnað þegnanna. Óttast andvörp hinna snauðu og hjartahreinu sem á hverjum morgni harma hlutskipti sitt og ver þeim velviljaður stjórnandi. Þeir eru vissulega fjársjóðir þínir á jörðunni. Því sæmir þér að verja fjársjóði þína gegn árásum þeirra sem vilja ræna þig. Gakk úr skugga um mál þeirra og kanna á hverju ári, nei, í hverjum mánuði, kringumstæður þeirra og tilheyr ekki þeim sem engu skeyta um skyldur sínar.
Set þér fyrir sjónir óskeikula mælivog Guðs og veg dag hvern gerðir þínar á þeirri vog eins og sæmir þeim sem stendur í návist Hans. Ger sjálfum þér reikningsskil áður en þú verður kvaddur til uppgjörs á þeim degi þegar enginn fær staðið í fæturna af ótta við Guð, daginn þegar hjörtu hinna gálausu skjálfa.
Það sæmir sérhverjum konungi að vera örlátur eins og sólin sem hlynnir að öllu sem vex og gefur hverjum sitt. Nytsemi sólarinnar er henni ekki ásköpuð heldur ákvörðuð af Hinum alvolduga og almáttuga. Konungurinn ætti að vera örlátur, fullur rausnar eins og skýin sem fella regn sitt yfir öll lönd að boði hins æðsta stjórnanda, Hans sem allt þekkir og veit.
Gæt þess að fela ekki málefni ríkis þíns alfarið í hendur öðrum. Enginn getur rækt skyldur þínar betur en þú sjálfur. Þannig fræðum Vér þig með orðum visku Vorrar og sendum niður yfir þig það sem getur gert þér kleift að hverfa frá vinstri hönd kúgunar til hægri handar réttlætis og nálgast skínandi úthaf hylli Hans. Slíkur er vegurinn sem konungarnir á undan þér gengu, þeir sem ríktu af réttvísi yfir þegnum sínum og gengu vegu óbifanlegs réttlætis.
Þú ert skuggi Guðs á jörðu. Reyn því að breyta eins og hæfir svo hárri og tiginni stöðu. Ef þú fylgir ekki ráðum Vorum og þeirri uppfræðslu sem Vér höfum látið stíga niður yfir þig, verður þú með vissu sviptur þessum mikla og ómetanlega heiðri. Snú því við og fylg Guði staðfastlega, hreinsa hjarta þitt af veröldinni og hégóma hennar og leyf ekki ást á neinu framandi að fá þar bólfestu. Ekki fyrr en þú hefur hreinsað hjarta þitt af sérhverjum votti slíkrar ástar getur birtan af ljósi Guðs fyllt það, því Guð hefur ekki gefið neinum meira en eitt hjarta. Þetta er vissulega fastráðið og skráð í aldna bók Hans. Og þar sem mannshjartað er eitt og óskipt, eins og Guð mótaði það, sæmir þér að gæta þess að ást þess sé ein og óskipt. Hald því fast við ást Hans af allri elsku hjarta þíns og vísa frá því ást á öllu nema Honum svo að Hann megi sökkva þér í hafdjúp einingar sinnar og gera þér kleift að verða sannur fulltingismaður hennar. Guð er Mér til vitnis. Eina áform Mitt með því að opinbera þér þessi orð er að helga þig frá hverfulu skarti jarðar og hjálpa þér að ganga inn í ríki eilífrar dýrðar til þess að þú getir með leyfi Guðs talist til þeirra sem öðlast þar varanlegt vald og staðfestu.…
Ég sver við Guð, ó konungur! Það er ekki ósk Mín að kvarta við þig undan þeim sem ofsækja Mig. Sorg Mína og hryggð segi Ég aðeins Guði sem hefur skapað bæði þá og sjálfan Mig, Honum sem er vel kunnugt um kringumstæður okkar og sem vakir yfir öllum hlutum. Ósk Mín er að vara þá við afleiðingum gerða sinna svo að þeir forðist að gera öðrum það sem þeir hafa gert Mér og geti talist til þeirra sem gæta að viðvörun Minni.
Þrengingarnar sem hafa orðið á vegi Vorum, örbirgðin sem þjakar Oss, margvíslegir erfiðleikar sem steðja að Oss á alla vegu, allt mun þetta hverfa líkt og unaðsefni og auðlegð þeirra sjálfra. Þetta er sannleikur sem enginn maður á jörðu getur afneitað. Dagarnir sem Vér höfum verið neyddir til að dvelja í duftinu eru brátt á enda eins og dagar þeirra sem setið hafa í tignarsætum. Guð mun vissulega dæma í sannleika milli Vor og þeirra og Hann er vissulega ágætastur dómara.
Vér færum Guði þakkir fyrir allt sem fallið hefur Oss í hlut og Vér berum þolinmóðir það sem Hann hefur ákvarðað í fortíðinni og mun ákvarða í framtíðinni. Á Hann hef Ég sett traust Mitt og í Hans hendur hef Ég falið málstað Minn. Hann mun vissulega endurgjalda öllum sem þolugir þreyja og setja vonir sínar á Hann. Honum tilheyrir sköpunin og veldi hennar. Hann upphefur hvern sem Hann vill og niðurlægir hvern sem Honum þóknast. Hann verður ekki spurður gerða sinna. Hann er vissulega hinn aldýrlegi og almáttugi.
Hlýð með athygli, ó konungur, á orðin sem Vér höfum beint til þín. Uppræt harðstjórn kúgarans og aðgrein misgerðarmennina frá þeim sem játa trú þína. Ég sver við réttlæti Guðs. Þrengingarnar sem Vér höfum þolað eru slíkar að sérhver sem frá þeim segir bugast af kvöl. Enginn sem í sannleika trúir á einingu Guðs og fulltingir henni getur afborið að heyra um þær. Slíkar eru þjáningar Vorar að jafnvel augu óvina Vorra hafa grátið yfir Oss og auk þess sérhver skilningsrík persóna. Og allar þessar raunir höfum Vér verið látnir þola þótt Vér höfum nálgast þig og beðið fólkið að ganga í skugga þinn svo að þú megir verða óvinnandi virki þeim sem trúa á einingu Guðs og leggja henni lið.
Hef Ég, ó konungur, nokkru sinni óhlýðnast þér? Hef Ég nokkru sinni brotið einhver lagafyrirmæli þín? Getur nokkur af ráðherrum þínum sem voru fulltrúar þínir í Írak borið fram sönnun sem staðfestir ótryggð Mína gagnvart þér? Nei, Ég sver við Drottin allra veraldanna. Ekki eitt andartak risum Vér í gegn þér né nokkrum ráðherra þinna. Aldrei, með leyfi Guðs, munum Vér rísa í gegn þér þótt Vér verðum látnir þola þyngri raunir en þær sem Vér þoldum fyrr á dögum.
Dag og nótt, kvölds og morgna biðjum Vér Guð að aðstoða þig af náð sinni til að vera Honum undirgefinn og gæta boða Hans svo að Hann megi vernda þig frá herskörum illvirkjanna. Ger því sem þér þóknast og far með Oss eins og sæmir stöðu þinni og hæfir yfirráðum þínum. Gleym ekki lögum Guðs í neinu sem þú þráir, hvorki nú né framvegis. Seg: Lof sé Guði, Drottni allra veraldanna!
115
Penni opinberunar hefur, ó , í flestum opinberuðum töflum Guðs skráð þessi orð: Vér höfum áminnt alla ástvini Guðs um að flekka ekki heilagan klæðafald Vorn með sora ólögmætra gerða eða dusti ámælisverðrar hegðunar. Vér höfum auk þess hvatt þá til að festa sjónir á öllu sem opinberað er í töflum Vorum. Hefðu innri eyru þeirra hlustað á þau guðlegu ráð sem hafa skinið frá dagsbrún penna Hins almiskunnsama, og hefðu þau hlýtt á rödd Hans, væru flestar þjóðir jarðar nú þegar prýddar djásni leiðsagnar Hans. Það sem var forákvarðað hefur þó komið fram.
Enn einu sinni opinberar rödd Hins aldna í þessu mesta fangelsi svofelld orð, skráð á þetta mjallhvíta bókfell: Ó þér ástvinir hins eina sanna Guðs! Hverfið úr þröngu athvarfi illra og spilltra langana yðar og stígið inn í ómælisvíðáttu Guðsríkis og dveljið á sléttum heilagleika og sjálfslausnar svo að ilmurinn af gerðum yðar megi leiða allt mannkynið að úthafi ófölnandi dýrðar Guðs. Forðist afskipti af málefnum þessa heims og öllu sem honum tilheyrir eða íhlutun í störf þeirra sem eru ytri leiðtogar hans.
Hinn eini sanni Guð, vegsömuð sé dýrð Hans, hefur falið konungunum stjórn jarðar. Engum er réttur gefinn til að aðhafast neitt sem gengur gegn yfirveguðum sjónarmiðum þeirra sem hafa völdin. Það sem Hann hefur áskilið sér eru borgir mannshjartnanna og lyklarnir að þeim eru ástvinir sannleikans alvalda á þessum degi. Guð gefi að þeir, allir sem einn, opni þessi borgarhlið með mætti Hins mesta nafns. Þetta er það sem felst í aðstoð við hinn eina sanna Guð – málefni sem penni Hans, uppspretta dögunar, hefur vísað til í öllum bókum sínum og töflum.
Það sæmir einnig ástvinum Guðs að sýna meðbræðrum sínum umburðarlyndi, helgast og frelsast frá öllum hlutum og sýna slíka einlægni og sanngirni að allar þjóðir jarðar skilji að þeir eru trúnaðarmenn Guðs meðal fólksins. Íhugið til hvílíkra hæða fyrirmæli Hins almáttuga hafa stigið og í hve aumlegum híbýlum þessar veikburða sálir dvelja. Sælir eru þeir sem hafa svifið á vængjum fullvissu í þeim ríkjum himnanna sem penni Drottins þíns, hins almiskunnsama, hefur opnað.
Sjá, ó , hverju Guð, sannleikurinn alvaldi, hefur komið til leiðar. Seg þú: Hversu mikill, hversu afar mikill er máttur Hans sem umlykur allar veraldirnar. Upphafin, ómælanlega upphafin er sjálfslausn Hans yfir allt sem sköpunin getur þekkt eða nálgast! Dýrleg, dýrleg er auðmýkt Hans – auðmýkt sem hefur brætt hjörtu þeirra sem hafa nálgast Guð!
Þótt Vér séum þjáðir ótal sárum sem óvinir Vorir hafa veitt Oss, höfum Vér kynnt öllum leiðtogum jarðar það sem Guð hefur viljað kunngera til þess að allar þjóðir megi vita að engin þjáning eða þraut getur komið í veg fyrir að penni Hins aldna nái markmiði sínu. Penni Hans hreyfist með leyfi Guðs sem endurmótar feyskin og molnandi bein.
Er þeir íhuga þetta æðsta verkefni, sæmir þeim sem elska Hann að búast til dáða og beina huganum að öllu sem tryggja mun sigur málstaðar Guðs, fremur en illum og fyrirlitlegum gerðum. Ef þú íhugaðir þótt ekki væri nema um stund ytra framferði og gerðir Hans, sem er sannleikurinn eilífi, myndir þú falla á jörðina og hrópa: Ó Þú sem ert Drottinn Drottna! Ég ber því vitni að Þú ert Drottinn allrar sköpunarinnar og fræðari allra vera, sýnilegra og ósýnilegra. Ég ber því vitni að vald Þitt hefur umlukið allan alheiminn og að herskarar jarðarinnar geta aldrei skelft Þig né heldur fær máttur allra manna og þjóða aftrað áformi Þínu. Ég staðfesti að fyrir Þér vakir ekkert nema endursköpun alls heimsins, eining þjóða hans og endurlausn allra sem í honum búa.
Hugleið um stund og gef gaum að því hvernig ástvinir Guðs verða að hegða sér og til hvaða hæða þeir verða að stíga. Bið þú ætíð Drottin þinn, Guð miskunnar, að hjálpa þeim að gera vilja Hans. Hann er vissulega hinn voldugasti og aldýrlegi, sá sem allt þekkir og veit.
Fangelsun Hins rangtleikna, ó , getur aldrei skaðað Hann og missir allra jarðneskra eigna, útlegð eða jafnvel píslarvætti og ytri auðmýking fær ekki heldur valdið Honum neinum sársauka. Það sem getur sært Hann eru illvirkin sem ástvinir Guðs fremja og eigna síðan hinum fullvalda sannleika. Þetta er sársaukinn sem þjáir Mig, og því ber Hann vitni, sem hefur vald yfir öllu sem er. Það sem hefur sært Mig djúpt er tilkallið sem fylgjendur gera á degi hverjum. Sumir hafa lýst yfir trúnaði við eina af greinum Mínum (sonum) og aðrir gert sjálfstætt tilkall og láta leiðast af eigin ástríðum.
Ó ! Rödd tignarinnar segir: Ég sver við Mig sjálfan sem tala sannleikann! Í þessari máttugustu opinberun hafa öll trúarkerfi fortíðarinnar náð hæstu og æðstu fyllingu sinni. Hver sem gerir tilkall til opinberunar eftir Hann, slíkur maður er vissulega ósannorður svikari. Vér biðjum Guð að hjálpa honum af náð sinni að taka aftur slíkt tilkall og afneita því. Ef hann iðrast mun Guð án efa fyrirgefa honum. En ef hann þverskallast í villu sinni mun Guð vissulega senda niður þann sem tekur vægðarlaust á honum. Hann er sannlega hinn almáttugi og voldugasti.
Sjá hvernig fylgjendum hefur fullkomlega mistekist að skilja að eina markmiðið með öllu sem fyrri opinberandi Minn og forboði fegurðar Minnar kunngerði, var opinberun Mín og staðfesting á málstað Mínum. Hann hefði aldrei – og þessu ber sannleikurinn alvaldi Mér vitni – sagt það sem Hann sagði nema fyrir Mínar sakir. Sjá hvernig þetta fávísa fólk hefur farið með málstað Hans sem er eigandi alls, hins ótilkvæmilega, eins og leik og gamanmál! Á hverjum degi ala þeir á nýjum launráðum í hjörtum sínum og hugarórar þeirra reka þá stöðugt í leit að nýju athvarfi. Ef það er satt sem þeir segja, hvernig væri þá hægt að tryggja stöðugleika málstaðar Drottins þíns? Íhuga þetta í hjarta þínu og tilheyr þeim sem eru skarpskyggnir, íhuga af gaumgæfni, eru staðfastir í áformi sínu og fullvissaðir í trú sinni. Fullvissa þín ætti að vera slík að þótt allir menn gerðu þess konar tilkall sem enginn fyrr hefði gert né látið sér til hugar koma, myndir þú virða þá fullkomlega að vettugi, vísa þeim frá þér og festa sjónir á markmiðinu sem lofgjörð allra veraldanna beinist að.
Ég sver við réttlæti Míns eigin sjálfs! Mikill, ómælanlega mikill er þessi málstaður! Máttugur, óumræðilega máttugur er þessi dagur! Sæll er að sönnu sá sem hefur snúið baki við öllu sem er og fest sjónir á geislandi ásjónu Hans sem upplýsir alla sem eru á himnum og alla á jörðu.
Skörp verða augu þín að vera, ó , óbifanleg sál þín og stöðugir fætur þínir ef þú vilt standa af þér atlögur eigingjarnra ástríðna sem hvísla í brjóstum manna. Þetta eru ótvíræð fyrirmæli sem penni Hins mesta nafns hefur fyrir vilja Hins aldna konungs verið knúinn til að opinbera. Varðveit þau sem augastein þinn og gakk með hinum þakklátu. Reyn á degi sem nóttu að þjóna málstað Hans sem er sannleikurinn eilífi og leys þig úr viðjum alls nema Hans. Ég sver við sjálfan Mig! Allt sem þú sérð á þessum degi mun tortímast. Afar háleit verður staða þín ef þú ert staðfastur í málstað Drottins þíns. Að Honum beinist annríki þitt og í Honum er hinsta hvíld þín.
116
Ó konungar kristindómsins! Heyrðuð þér ekki orð Jesú, anda Guðs: „Ég fer á brott og kem aftur til yðar“? Hvers vegna létuð þér þá undir höfuð leggjast að nálgast Hann þegar Hann kom aftur til yðar í skýjum himins, að þér mættuð líta ásýnd Hans og fylla flokk þeirra sem náðu fundi Hans? Á öðrum stað segir Hann: „Þegar andi sannleikans kemur, mun Hann leiða yður í allan sannleika.“ Sjá þó hvernig þér neituðuð að beina sjónum yðar að Honum þegar Hann færði yður sannleikann og hélduð áfram að gamna yður að dægrastyttingum og hugarburði. Þér fögnuðuð Honum ekki né leituðu fundar Hans svo að þér mættuð heyra orð Guðs af Hans eigin vörum og fá hlutdeild í margvíslegri visku Hins almáttuga og aldýrlega, hins alvitra. Þér hafið með vanrækslu yðar svipt yður anda Guðs og meinað sálum yðar um ljúfan ilm Hans. Þér haldið áfram að reika í dal lasta og ástríðna. Þér og allt sem þér eigið mun líða undir lok. Þér munuð vissulega snúa aftur til Guðs og verða kallaðir til reikningsskila á gerðum yðar í návist Hans sem mun safna saman öllu sköpunarverkinu.…
Tuttugu ár hafa liðið, ó konungar, og á þeim tíma höfum Vér dag hvern smakkað nýja kvöl og þrengingu. Enginn þeirra sem fór á undan Oss hefur þolað það sem Vér höfum þolað. Ef þér aðeins gætuð skilið! Þeir sem risu í gegn Oss hafa líflátið Oss, úthellt blóði Voru, rænt eignum Vorum og flekkað sæmd Vora. Þótt yður sé kunnugt um flestar þrengingar Vorar hafið þér engu að síður látið undir höfuð leggjast að stöðva hendi kúgarans. Er það þá ekki augljós skylda yðar að stemma stigu við kúgun harðstjórans og sýna þegnum yðar sanngirni til þess að allt mannkynið megi bera vitni um ríka réttlætiskennd yðar?
Guð hefur falið yður yfirstjórn þjóðanna til þess að þér ríkið með réttvísi, verndið réttindi hins fótumtroðna og refsið illvirkjunum. Ef þér vanrækið skylduna sem Guð hefur lagt á yður í bók sinni verðið þér taldir til hinna ranglátu fyrir augliti Hans. Þér munuð að sönnu rata í hörmulegar villur. Fylgið þér hugarfóstrum yðar og snúið baki við boðum Guðs, hins upphafnasta og ótilkvæmilega, hins alknýjandi og almáttuga? Varpið frá yður því sem þér eigið og fylgið staðfastlega því sem Guð hefur boðið yður að varðveita. Leitið náðar Hans því að sá sem hennar leitar fetar hinn beina veg.
Íhugið aðstæður Vorar og þær þjáningar og raunir sem Vér höfum þolað. Vanrækið Oss ekki þótt ekki sé nema andartak og dæmið á milli Vor og óvina Vorra af sanngirni. Það verður yður vissulega augljós ávinningur. Þannig segjum Vér yður sögu Vora og skýrum frá því sem Oss hefur fallið í hlut til þess að þér leysið Oss undan okinu og léttið byrði Vora. Látið þann sem það vill létta af Oss erfiðleikum, en vilji hann það ekki er Drottinn Minn í sannleika ágætastur allra hjálpara.
Áminn mennina, ó þjónn Minn, og kunnger þeim það sem Vér höfum sent niður til Þín, óttast engan og tilheyr ekki þeim sem hika. Sá dagur nálgast þegar Guð mun upphefja málstað sinn og mikla vitnisburð sinn í augsýn allra á himnum og allra á jörðu. Set undir öllum kringumstæðum allt Þitt traust á Guð, fest sjónir á Honum og snú baki við öllum sem hafna sannleika Hans. Lát Guð, Drottin Þinn, verða Þér nógsamlega stoð og fulltingi. Vér höfum heitið sjálfum Oss því að tryggja sigur Þinn á jörðu og upphefja málstað Vorn yfir alla menn, þótt ekki sé neinn konung að finna sem vill festa á Þér sjónir.
117
Verundin mikla sem óskaði að opinbera forsendur friðar og rósemi í heiminum og grundvöll framfara fyrir þjóðir hans hefur ritað: Sá tími mun renna upp þegar knýjandi nauðsyn þess að halda mikla og altæka ráðstefnu verður viðurkennd um heim allan. Leiðtogar og konungar jarðarinnar verða að sækja hana og þegar þeir taka þátt í umræðum hennar ættu þeir að íhuga leiðir og aðferðir til að leggja grundvöll að hinum mesta friði meðal þjóða heimsins. Slíkur friður krefst þess að stórveldin fastráði í þágu heimsfriðar að sættast heilum sáttum. Grípi nokkur konungur til vopna gegn öðrum ættu allir að rísa upp í sameiningu og stöðva hann. Sé þessu fylgt eftir munu þjóðir heimsins ekki lengur þurfa á neinum vígbúnaði að halda nema til þess að tryggja öryggi ríkja sinna og halda uppi innri reglu á yfirráðasvæðum sínum. Þetta mun tryggja frið og samlyndi allra manna, ríkisstjórna og þjóða. Það er heilshugar von Vor að konungar og leiðtogar jarðar, speglar hins náðuga og almáttuga nafns Guðs, hljóti þessa stöðu og verji mannkynið atlögum harðstjórnar.… Sá dagur nálgast þegar allar þjóðir jarðar taka upp eitt allsherjartungumál og eitt sameiginlegt letur. Þegar þessum áfanga er náð mun sérhver borg sem maðurinn heimsækir verða honum sem hans eigið heimili. Þetta er skylda og fullkomin nauðsyn. Sérhverjum manni innsæis og skilnings ber að leitast við að gera að veruleika það sem ritað hefur verið.… Sá er að sönnu maður sem í dag helgar sig þjónustu við allt mannkynið. Verundin mikla segir: Sæll og gifturíkur er sá sem rís upp til að efla það sem er þjóðum og ættkvíslum jarðarinnar til mestra hagsbóta. Á öðrum stað hefur Hann kunngert: Þess er ekki að miklast sem elskar ættjörð sína heldur þess sem elskar allan heiminn. Jörðin er aðeins eitt land og mannkynið íbúar þess.
118
Víkið ekki frá yður guðsótta, ó konungar jarðar, og varist að fara yfir mörkin sem Hinn almáttugi hefur sett. Íhugið fyrirmælin sem Hann hefur gefið yður í bók sinni og gætið þess vel að halda þau. Sýnið árvekni svo að þér beitið engan ranglæti, jafnvel þótt ekki sé meira en sem svarar einu mustarðskorni. Gangið veg réttlætis því hann er í sannleika hinn beini vegur.
Jafnið ágreining yðar og dragið úr vígbúnaði til þess að létta megi útgjaldabyrði yðar og hugir yðar og hjörtu fái ró. Setjið niður deilurnar sem aðskilja yður og þér munuð ekki lengur þurfa á neinum vígbúnaði að halda nema til að verja borgir yðar og yfirráðasvæði. Óttist Guð og gætið þess að fara ekki yfir mörk hófseminnar og verða taldir til hinna óhófsömu.
Vér höfum fregnað að þér aukið útgjöld yðar á ári hverju og leggið byrðarnar á þegna yðar. Þetta er hróplegt ranglæti og vissulega meira en þeir geta borið. Skerið með réttlæti úr málefnum manna og verið sem tákn réttvísinnar á meðal þeirra. Þetta sæmir yður og er verðugt stöðu yðar, ef þér dæmið af sanngirni.
Varist að gera nokkrum rangt til sem leitar á náðir yðar og kemur í skugga yðar. Gangið í guðsótta og teljist með þeim sem lifa göfugu lífi. Treystið ekki á vald yðar, herafla og fjársjóði. Setjið allt traust yðar og fullvissu á Guð sem hefur skapað yður og leitið hjálpar Hans í öllum málefnum yðar. Hjálp kemur frá Honum einum. Hann hjálpar þeim sem Hann vill með herskörum himins og jarðar.
Vitið að hinir fátæku eru vörslufé Guðs á meðal yðar. Gætið þess að bregðast ekki trausti Hans, beita þá órétti og fara að hætti hinna svikulu. Þér munuð án nokkurs minnsta vafa verða kallaðir til að standa Honum skil á vörslufé Hans á þeim degi þegar vegið verður á metaskálum réttvísinnar, daginn þegar hver og einn hlýtur það sem hann verðskuldar, þegar gerðir allra manna, ríkra og fátækra, verða vegnar.
Ef þér virðið að vettugi þau heilræði sem Vér höfum opinberað skýlausum og óviðjafnanlegum orðum mun refsing Guðs steðja að yður úr öllum áttum og dómur réttlætis Hans kveðinn upp yfir yður. Á þeim degi munuð þér ekki hafa vald til að standa gegn Honum og viðurkennið vanmátt yðar. Hafið miskunn með sjálfum yður og undirsátum yðar. Dæmið á milli þeirra samkvæmt þeim fyrirmælum sem Guð hefur sett í sannhelgri og upphöfnustu töflu sinni, töflunni þar sem Hann hefur sett sérhverjum hlut sín ákveðnu mörk, þar sem Hann hefur með glöggum hætti útskýrt alla hluti og sem er í sjálfu sér áminning þeim sem á Hann trúa.
Rannsakið málstað Vorn, spyrjist fyrir um það sem hefur fallið Oss í hlut og dæmið af réttvísi milli Vor og óvina Vorra og tilheyrið þeim sem sýna meðbræðrum sínum réttlæti. Ef þér stöðvið ekki hendi kúgarans, ef þér verndið ekki réttindi hinna fótumtroðnu, hvaða rétt hafið þér til að hreykja yður meðal manna? Hvað getið þér þá í sannleika talið yður til gildis? Er það af fæðu yðar og drykk sem þér miklist, af auðæfunum sem þér hrúgið upp í fjárhirslum yðar, af fjölbreytileika og verðmæti skartsins sem þér hlaðið á yður? Væri sönn dýrð fólgin í svo forgengilegum hlutum, gæti jörðin sem þér gangið á hreykt sér yfir yður, því að hún gefur yður þessa sömu hluti samkvæmt ákvörðun Hins almáttuga. Í iðrum hennar felst samkvæmt ráðsályktun Guðs allt sem þér eigið. Af henni er allt yðar ríkidæmi sem tákn um miskunn Hans. Leiðið þá sjónum að ástandi yðar og því sem þér miklist af! Ef þér aðeins gætuð skilið!
Nei! Ég sver við Hann sem hefur í greip sinni ríki alls sem skapað er! Í engu er sönn og varanleg dýrð yðar fólgin nema staðfastri hlýðni við fyrirmæli Guðs, heilshugar undirgefni undir lög Hans, einbeittum ásetningi yðar að hlýðnast þeim og stefnufestu á hinum rétta vegi.
119
Ó þér stjórnendur jarðar! Hvers vegna hafið þér myrkvað ljóma sólarinnar og byrgt fyrir ljós hennar? Hlýðið á ráðin sem penni Hins hæsta gefur yður, að þér og hinir fátæku geti fundið frið og ró. Vér biðjum Guð að hjálpa konungum jarðar að grundvalla frið á jörðu. Hann gerir vissulega það sem Honum þóknast.
Ó konungar jarðar! Vér sjáum yður auka útgjöld yðar með hverju ári sem líður og leggja byrðina á þegna yðar. Þetta er vissulega hróplegt ranglæti. Óttist andvörp og tár Hins rangtleikna og leggið ekki of þungar byrðar á þegna yðar. Rænið þá ekki til að reisa yður hallir; nei veljið þeim sama hlutskipti og sjálfum yður. Þannig opinberum Vér augum yðar það sem getur komið yður að haldi, ef aðeins þér skilduð. Þegnar yðar eru fjársjóðir yðar. Varist að stjórn yðar brjóti gegn boðum Guðs og þér seljið skjólstæðinga yðar í hendur ræningjum. Þeirra vegna eruð þér við stjórn, af þeim hafið þér framfæri, með þeirra hjálp sigrið þér. Hvílíka fyrirlitningu sýnið þér þeim samt sem áður! Hve undarlegt, hversu afar undarlegt!
Nú þegar þér hafið hafnað hinum mesta friði, haldið þá fast við þennan minni frið til þess að þér fáið að einhverju leyti bætt yðar eigin aðstæður og þegna yðar.
Ó stjórnendur jarðar! Sættist yðar á milli svo að þér þurfið ekki á vopnabúnaði að halda til annars en að vernda lönd yðar og veldi. Varist að virða að vettugi heilræði Hins alvitra og trúfasta.
Sameinist, ó konungar jarðar, því að þannig mun storma sundurlyndis lægja meðal yðar og þjóðirnar finna frið, ef þér teljist til þeirra sem skilja. Grípi einhver yðar til vopna gegn öðrum, rísið þá allir gegn honum því það er eigi annað en augljóst réttlæti.
120
Ó þér kjörnir fulltrúar fólksins í hverju landi! Takið ráð saman og hafið hugann við það eitt sem getur gagnað mannkyni og bætt kjör þess, ef þér tilheyrið hinum forsjálu. Lítið á heiminn sem mannslíkama sem í upphafi var heilbrigður en hefur af ýmsum ástæðum orðið fórnarlamb alvarlegra meinsemda og sjúkdóma. Aldrei fékk hann ró, nei, sjúkdómurinn elnaði því hann féll í hendur fákænna lækna sem gáfu persónulegum ástríðum sínum lausan tauminn og lentu í hrapallegum villum. Og ef einhver hluti þess líkama fékk bót meina sinna með umönnun hæfs læknis, voru aðrir líkamshlutar jafn þjáðir og fyrr. Þannig fræðir yður Hann sem allt þekkir, hinn alvísi.
Vér sjáum hann í dag í höndum stjórnenda sem eru svo ölvaðir af drambi að þeir skilja ekki hvað þeim er fyrir bestu og geta þaðan af síður viðurkennt opinberun sem er jafn undraverð og full áskorana og þessi. Og hvenær sem einhver þeirra reyndi að bæta hag hans hafði hann eigin ávinning að markmiði, hvort sem hann viðurkenndi það eða ekki. Þessi vansæmandi hvöt hefur skert getu hans til að lækna eða græða.
Það sem Drottinn hefur ákvarðað sem æðsta læknisdóminn og máttugasta meðalið til græðingar heimsins er eining allra þjóða hans í einum allsherjarmálstað, einni sameiginlegri trú. Þetta getur aldrei tekist nema fyrir vald hæfs, alvoldugs og innblásins Græðara. Þetta er vissulega sannleikurinn og allt annað er einskær villa.
121
Seg: Ó þér öfundarmenn sem viljið særa Mig! Heift yðar gegn Mér komi sjálfum yður í koll! Sjá, sól dýrðarinnar hefur risið yfir sjónarhring opinberunar Minnar og upplýst allt mannkynið. Sjáið þó hvernig þér hafið byrgt yður fyrir ljóma hennar og eruð fullir skeytingarleysis. Hafið miskunn með sjálfum yður og hafnið ekki tilkalli Hans, sem þér vitið nú þegar að segir sannleikann, og fyllið ekki flokk misgerðarmannanna.
Ég sver við réttlæti hins eina sanna Guðs! Ef þér hafnið þessari opinberun munuð þér vekja spott og aðhlátur allra þjóða jarðar því að þér vilduð færa sönnur á málstað yðar en lögðuð þess í stað fyrir þær vitnisburð Guðs, verndarans alvalda, hins voldugasta og aldýrlega, hins alvísa. Og þó hafði síðari opinberun Hans ekki fyrr verið send niður til yðar, íklædd dýrð ómótstæðilegra yfirráða, en þér sneruð við henni baki, ó þér gálausir!
Hvað! Haldið þér í hjörtum yðar að þér hafið vald til að slökkva ljós sólarinnar eða myrkva ljóma hennar? Nei, sem Ég lifi! Aldrei náið þér takmarki yðar þótt þér kveðjið yður til hjálpar allt sem er á himnum og allt sem er á jörðu. Gangið vegu guðsótta og ónýtið ekki verk yðar. Ljáið orðum Hans eyra og teljist ekki til þeirra sem hyljast Honum eins og með blæju. Seg: Guð ber Mér vitni! Einskis hef Ég óskað sjálfum Mér til handa. Það sem Ég hef þráð er sigur Guðs og yfirráð málstaðar Hans. Hann mun sjálfur bera bæði Mér og yður fullnægjandi vitnisburð. Ef þér mynduð hreinsa augu yðar sæjuð þér strax hvernig gerðir Mínar staðfesta orð Mín og hvernig orð Mín varða leiðina til gerða Minna.
Blind eru augu yðar! Sáuð þér ekki mikilleik máttar Guðs og yfirráða? Sáuð þér ekki tign Hans og dýrð? Vei yður, ó þér samansafn illgjarnra og öfundsjúkra! Hlýðið á mál Mitt og hikið ekki eitt andartak. Svo býður yðar fegurð Hins almiskunnsama, að þér megið frelsast frá eigum yðar og stíga til hæðanna þaðan sem þér getið litið alla sköpunina í forsælu opinberunar Hans.
Seg: Þér eigið yður hvergi skjól, ekkert athvarf að flýja til, engan sem getur verndað yður og varið á þessum degi frá heiftarreiði Guðs og ofurvaldi Hans nema og þangað til þér leitið í skugga opinberunar Hans. Þetta er að sönnu opinberun Hans sem hefur birst yður í persónu þessa Æskumanns. Dýrð sé Guði fyrir svo geislandi, dýrmæta og undursamlega vitrun.
Leysið yður úr viðjum alls nema Mín og beinið ásjónum yðar að ásjónu Minni því það stoðar yður betur en það sem þér eigið. Rödd Guðs vitnar um sannleika orða Minna með orði Mín sjálfs sem tjáir sannleikann, umlykur og skilur allt sem er.
Seg: Haldið þér að hollusta yðar við málstað Hans geti nokkru sinni gagnast Honum eða afneitun á sannleika Hans skaðað Hann? Nei, Ég sver við sjálf Mitt, hins sigursæla og ótilkvæmilega, hins hæsta! Sviptið sundur blæjum nafnanna og tvístrið ríki þeirra. Ég sver við fegurð Mína! Einvaldur allra nafna er kominn. Að boði Hans hefur sérhvert nafn verið skapað frá því upphafi sem er án upphafs, og Hann mun halda áfram að skapa þau að vild sinni. Hann er vissulega hinn alvoldugi og alvísi.
Varist að varpa af yður klæðum guðlegrar leiðsagnar. Drekkið fylli yðar af bikarnum sem Æskumenn himinsins hafa lyft upp yfir höfðum yðar. Þetta eru boð Hans sem sýnir yður meiri miskunn en þér sýnið sjálfum yður, Hann sem hvorki biður um umbun yðar eða þakklæti. Endurgjald Hans kemur frá Honum sem hefur fyrir vald sannleikans sent Hann niður til yðar, útvalið Hann og lýst Honum sem sínum eigin vitnisburði frammi fyrir allri sköpuninni. Hann hefur gert Honum kleift að birta öll tákn sín. Gætið aftur að til þess að þér megið skilja það sem rödd Hins aldna hefur kunngert og megið teljast til þeirra sem hafa borið kennsl á sannleikann. Heyrðuð þér forfeður yðar eða kynslóðirnar sem fóru á undan þeim, allt til hins fyrsta Adams, nokkru sinni segja að kæmi einhver í skýjum opinberunar, gæddur augljósu og yfirskilvitlegu valdi, með ríki Guðs sér til hægri handar og allan mátt og dýrð eilífra yfirráða Hans sér til vinstri handar og á undan Honum færu fylkingar Guðs, hins almáttuga og alknýjandi, hins voldugasta, og stöðugt með heilög orð á vörum sem hugir hinna lærðustu og vitrustu meðal manna gætu eigi skilið, væri boðskapur Hans samt ekki af Guði? Verið skarpskyggnir og segið sannleikann, ekkert nema sannleikann, ef þér teljið yður göfuglynda og heiðvirða.
Seg: Orðin sem Vér höfum opinberað eru jafn fjölmörg og þau sem send voru niður yfir í undanfarandi opinberun. Látið þann sem efast um orðin sem andi Guðs hefur mælt leita til helgrar návistar Vorrar og heyra guðdómleg orð Vor opinberuð og verða sjónarvottar að skýrri staðfestingu á tilkalli Voru.
Seg: Ég sver við réttlæti Hins almáttuga! Mælir hylli Guðs hefur verið fylltur, orð Hans fullkomnað, ljós ásýndar Hans opinberað, yfirráð Hans umlukið alla sköpunina, dýrð opinberunar Hans birt og gjöfum Hans rignt yfir allt mannkynið.
122
Maðurinn er æðsti verndargripurinn. Skortur á réttri uppfræðslu hefur hins vegar svipt hann því sem býr í eðli hans. Fyrir orð sem fram gekk af vörum Guðs var hann skapaður; með einu orði til viðbótar var hann leiddur að uppsprettu fræðslu sinnar; með enn einu orði var skjaldborg slegin um stöðu hans og forlög. Verundin mikla segir: Lítið á manninn sem námu fulla af ómetanlegum gimsteinum. Aðeins uppfræðsla getur fengið hana til að opinbera fjársjóði sína og gert mannkyni kleift að njóta góðs af þeim. Ef nokkur maður hugleiddi það sem helgiritin, sem send eru niður frá himni heilags vilja Guðs, hafa opinberað viðurkenndi hann fúslega að markmið þeirra sé að alla menn skuli meta sem eina sál til þess að sérhvert hjarta verði innsiglað orðunum „Ríkið mun verða Guðs“ og ljós guðlegrar hylli, náðar og miskunnar megi umvefja allt mannkynið. Hinn eini sanni Guð, upphafin sé dýrð Hans, hefur ekki óskað neins fyrir sjálfan sig. Hollusta mannkyns kemur Honum ekki að gagni og öfughneigð þess getur ekki skaðað Hann. Fuglinn í ríki málsins kallar án afláts: „Allt hef Ég áformað þér, og sjálfan þig líka sakir þín sjálfs.“ Ef hinir lærðu og veraldarvísu á þessari öld leyfðu mannkyni að anda að sér ilmi vináttu og ástar, myndi sérhvert skilningsríkt hjarta skilja merkingu raunverulegs frjálsræðis og uppgötva leyndardóma órofa friðar og fullkominnar rósemi. Ef jörðinni hlotnaðist þessi vegsemd og upplýstist ljósi hennar væri sannlega hægt að segja um hana: „Þú munt ekki sjá þar neina dali né rísandi hæðir.“
123
Kynslóðirnar sem fóru á undan yður – hvert hafa þær flúið? Og þeir sem hinir fegurstu og þokkafyllstu í landinu hringsóluðu um í þessu lífi, hvar eru þeir núna? Lærið af dæmi þeirra, ó menn, og teljist ekki til þeirra sem fara villur vegar.
Áður en langt um líður munu aðrir leggja hendur á það sem þér eigið og ganga inn í híbýli yðar. Hneigið eyru yðar að orðum Mínum og teljist ekki til hinna fávísu.
Æðsta skylda hvers og eins yðar er að eignast það sem enginn getur tekið frá honum. Sú eign – og þessu ber Hinn almáttugi Mér vitni – er ást Guðs, ef aðeins þér skilduð.
Reisið yður þess konar hús sem hvorki regn né flóð fá grandað, sem vernda yður frá umskiptum og breytingum þessa heims. Þetta er leiðsögn Hans sem veröldin hefur gert órétt og yfirgefið.
124
Undursamleg er eining hins lifandi, ævarandi Guðs – eining sem er hafin yfir allar takmarkanir, ofar skilningi alls sem skapað er! Hann hefur frá eilífu dvalið í ótilkvæmilegum híbýlum heilagleika og dýrðar og mun að eilífu sitja í hásæti fullveldis og tignar. Hversu háleitt er ekki óspillanlegt eðli Hans, hve fullkomlega óháð þekkingu allra skapaðra vera og hve ómælanlega hátt hafið yfir lofgjörð allra sem dvelja á himnum og jörðu.
Frá þeirri upphöfnu uppsprettu og af innsta veig hylli Hans og veglyndis hefur Hann trúað sérhverju sköpuðu fyrirbæri fyrir tákni þekkingar sinnar til þess að allar skepnur Hans fái tjáð þessa þekkingu í samræmi við hæfni sína og stöðu. Þetta tákn er spegill fegurðar Hans í heimi sköpunarinnar. Því meiri viðleitni sem sýnd er til að fága þennan háleita og göfuga spegil, þeim mun betur endurspeglar hann dýrð nafna og eiginda Guðs og opinberar undur tákna Hans og þekkingar. Öllu sem skapað er verður gert kleift (svo skýr er þessi speglun) að opinbera möguleika fyrirhugaðrar stöðu sinnar, þekkja hæfni hennar og takmarkanir og bera vitni þeim sannleika, að „sannlega er Hann Guð, enginn er Guð nema Hann“.…
Enginn vafi getur leikið á því að sérhver maður getur með meðvitaðri viðleitni og beitingu sinna eigin andlegu skynvita hreinsað þennan spegil svo rækilega af jarðneskri saurgun og djöfullegum hugarórum að hann getur nálgast gróðurlendi eilífs heilagleika og náð til aðseturs ævarandi vináttu. En í samræmi við þá meginreglu að allt hafi sinn tíma og sérhver árstíð sinn ávöxt, getur dulin orka slíkrar gjafar best losnað úr læðingi og vordýrð hennar aðeins birst á dögum Guðs. Þótt sérhver dagur flytji sinn fyrirhugaða skerf af undursamlegri náð Guðs, bera þeir dagar sem næst standa opinberun Guðs einstæð auðkenni og hafa stöðu sem enginn maður fær nokkru sinni skilið. Slíkur er máttur þeirra að ef hjörtu allra sem dvelja á himnum og jörðu væru á þessu tímaskeiði eilífs unaðar færðir augliti til auglitis við þá Sól ófölnandi dýrðar samhljóða vilja hennar, myndi hver og einn hefjast ofar öllu jarðnesku, geisla af ljósi hennar og helgast fyrir náð hennar. Vegsömuð sé þessi náð sem engin blessun, hversu ríkuleg sem hún er, kemst í samjöfnuð við; og allur heiður sé slíkri ást sem á engan sinn líka í augum sköpunarinnar! Upphafinn er Hann yfir það sem þeir eigna Honum og segja um Hann!
Það er af þessari ástæðu sem enginn þarf á öðrum að halda á þessum dögum. Það hefur þegar verið rækilega staðfest að á þeim guðlega ákvarðaða degi hafa flestir sem leituðu og náðu til heilags aðseturs Hans sýnt slíka þekkingu og visku að enginn nema þessar heilögu og helguðu sálir, hversu lengi sem hann kann að hafa numið eða kennt, getur skilið eða mun nokkru sinni skilja nema brot af þeirri þekkingu og visku. Það er í krafti þessa valds sem ástvinir Guðs hafa á þeim dögum þegar sól sannleikans birtist, verið hafnir yfir og leystir frá öllum mannlegum lærdómi. Nei, frá hjörtum þeirra og uppsprettu þess afls sem þeim er áskapað streymir í sífellu fram innsti veigur mannlegs lærdóms og visku.
125
Ó bróðir Minn! Þegar sannur leitandi ákveður að stíga skref leitarinnar á veginum sem liggur til þekkingar á Hinum aldna, verður hann fyrst af öllu að skíra hjarta sitt sem er aðsetur opinberunar innri leyndardóma Guðs, frá myrkvandi dusti allrar aðfenginnar þekkingar og launskrafi þeirra sem eru holdtekjur djöfullegra ímyndana. Hann verður að hreinsa brjóst sitt, sem er griðastaður varanlegrar elsku Hins ástfólgna, af allri saurgun og helga sál sína frá því sem er af vatni og leir, frá öllum dökkum og skammlífum löngunum. Hann verður að skíra hjarta sitt að því marki að engar leifar af ást eða hatri dvelji þar lengur svo að ástin knýi hann ekki í blindni til villu og hatrið hrindi honum ekki frá sannleikanum. Því eins og þú sjálfur ert vitni að hafa flestir farið varhluta af Hinni ódauðlegu ásýnd sakir slíkrar ástar eða haturs, villst langt frá holdtekjum guðdómlegra leyndardóma og reika hirðislausir á auðnum gleymsku og villu.
Þessum leitanda ber ætíð að setja traust sitt á Guð, hafna þjóðum jarðar, skiljast frá veröld duftsins og fylgja Honum staðfastlega sem er Drottinn drottna. Hann má aldrei leitast við að upphefja sig yfir nokkurn mann og verður að afmá af töflu hjarta síns sérhvern vott af drambi og hégómadýrð, halda fast við þolgæði og undirgefni, gæta þagnar og forðast fánýtt hjal. Því tungan er sem eldsglóð og ónytjumælgi er banvænt eitur. Efnislegur eldur eyðir líkamanum en eldur tungunnar eyðir bæði hjarta og sál. Afl hins fyrrnefnda er skammætt, en áhrif hins síðarnefnda vara í heila öld.
Þessi leitandi ætti einnig að líta á baktal sem hörmulega villu og halda sig fjarri ríki þess, því að baktal slekkur ljós hjartans og kæfir líf sálarinnar. Hann ætti að gera sér lítið að góðu og vera laus við alla óhóflega ástríðu. Hann ætti að meta sem fjársjóð félagsskap þeirra sem hafa hafnað heiminum og líta á fjarveru frá hrokafullu og veraldlegu fólki sem verðmæt gæði. Í dögun hvern dag ætti hann að samneyta Guði og þreyja af allri sálu sinni í leitinni að Ástvini sínum. Hann ætti að eyða sérhverri villuráfandi hugsun með eldi ástúðlegra ummæla um Hann og með eldingarhraða sneiða hjá öllu nema Honum. Hann ætti að rétta hinum smáða hjálparhönd og aldrei meina hinum allslausa um gjafir sínar. Hann ætti að sýna dýrunum gæsku og hversu þá miklu fremur náunga sínum, þeim sem gæddur er valdi málsins. Hann ætti ekki að hika við að fórna lífinu fyrir Ástvin sinn og ekki leyfa hnjóðsyrðum mannanna að snúa sér frá sannleikanum. Hann ætti ekki að óska öðrum þess sem hann ekki óskar sjálfum sér né heita því sem hann ekki efnir. Hann ætti af öllu hjarta sínu að forðast félagsskap illvirkjanna og biðja um aflát synda þeirra. Hann ætti að fyrirgefa hinum syndugu og fyrirlíta aldrei lága stöðu þeirra, því að enginn þekkir sín eigin endalok. Hversu oft hefur ekki syndarinn á dauðastundinni náð taki á kjarna trúarinnar og drukkið af hinum ódauðlega drykk og tekið flugið til herskaranna á hæðum! Og hversu oft hefur ekki dyggur átrúandi á stundu uppstigningar sálar sinnar ummyndast svo að hann hefur fallið niður í hinn neðsta eld!
Áform Vort með því að opinbera þessi þungvægu orð er að brýna fyrir leitandanum, að hann ætti að líta á allt nema Guð sem hjóm eitt og skoða allt nema Hann sem er tilefni allrar lofgerðar sem alls ekkert.
Þetta eru nokkrar af eigindum hinna upphöfnu og einkenni hinna andlega sinnuðu. Þeirra hefur þegar verið getið í sambandi við þarfir vegfarendanna sem feta stigu jákvæðrar þekkingar. Þegar hinn andlega frjálsi vegfarandi og einlægi leitandi hefur uppfyllt þessi frumskilyrði, þá og aðeins þá er hægt að kalla hann sannan leitanda. Ætíð þegar hann hefur uppfyllt skilyrðin sem gefin eru til kynna í orðinu helga: „Hver sem sýnir viðleitni fyrir Oss,“ verður hann aðnjótandi blessunarinnar sem veitt er í orðunum: „Á Vora vegu munum Vér sannlega leiða hann.“
Aðeins þegar lampi leitar, einlægrar viðleitni, ástríðufullrar þrár, heitrar löngunar, brennandi ástar, hrifningar og algleymis er glæddur í hjarta leitandans og andblær ástríkis Guðs berst yfir sál hans, dreifist myrkur villunnar, mistur kvíða og efasemda hverfur og ljós þekkingar og fullvissu umlykur verund hans. Á þeirri stundu mun hinn dulúðugi kallari sem ber fagnaðartíðindi andans skína frá borg Guðs, ljómandi eins og morgunninn og vekja hjartað, sálina og andann af svefni vanrækslu með lúðurhljómi þekkingar. Þá munu margvíslegar náðargjafir og ríkuleg miskunn hins heilaga og eilífa anda gæða leitandann nýju lífi að því marki, að hann uppgötvar að hann hefur fengið nýja sýn, nýja heyrn, nýtt hjarta og nýjan huga. Hann mun íhuga ótvíræð tákn alheimsins og afhjúpa hulda leyndardóma sálarinnar. Er hann skyggnist um með auga Guðs mun hann í sérhverri öreind sjá dyr sem leiða hann til stöðu algjörrar fullvissu. Hann mun uppgötva í öllum hlutum leyndardóma guðdómlegrar opinberunar og vitnisburði eilífrar birtingar.
Ég sver við Guð! Ef sá sem fetar stigu leiðsagnar og leitast við að klífa hæðir réttlætis næði þessari dýrlegu og æðstu stöðu myndi hann anda að sér ilmi Guðs úr mörg þúsund mílna fjarlægð og sjá skínandi morgun guðdómlegrar handleiðslu rísa yfir dagsbrún allra hluta. Sérhver hlutur, hversu lítill sem hann er, yrði honum opinberun sem leiddi hann til Ástvinar síns, takmarks leitar hans. Svo mikil yrði skarpskyggni þessa leitanda að hann gæti greint milli sannleika og lygi jafn hæglega og hann aðgreindi sól frá skugga. Yrði ilmi Guðs dreift á ystu mörkum austursins mundi hann vissulega þekkja og anda að sér þessum ilmi þótt hann dveldi á ystu mörkum vestursins. Hann mundi einnig gera skýran greinarmun á öllum táknum Guðs – undursamlegum orðum Hans, voldugum verkum og máttugum gerðum – og orðum, gerðum og aðferðum manna, líkt og gimsteinasalinn þekkir gimstein frá grjótmola og maðurinn vor frá hausti og hita frá kulda. Þegar farvegur mannssálarinnar hreinsast af öllum veraldlegum og tálmandi böndum skynjar hann undantekningarlaust anda Hins elskaða yfir ómælanlegar vegalengdir og kemst með fulltingi ilms Hans til og gengur inn í hana.
Þar mun hann skynja undur fornrar visku og nema allar hinar huldu kenningar af skrjáfinu í laufum trésins sem blómgast í þeirri borg. Með ytri og innri heyrn sinni heyrir hann sálma dýrðar og vegsömunar stíga úr dufti hennar til Drottins drottna og með innra auga sínu uppgötvar hann leyndardóma „endurkomu“ og „endurlífgunar“.
Hve óumræðilega dýrleg eru ekki táknin, kennimerkin, opinberanirnar og dýrðirnar sem Konungur nafna og eiginda hefur ákvarðað þeirri borg! Innganga í þá borg slekkur þorsta án vatns og glæðir ást Guðs án elds. Hið innra með sérhverju grasstrái felast leyndardómar órannsakanlegrar visku og á hverjum rósarunna syngur aragrúi næturgala söngva sína í sælum unaði. Undursamlegir túlípanar hennar afhjúpa leyndardóm og sæt angan heilagleika hennar ber ilm hins messíanska anda. Hún miðlar auði án gulls og veitir ódauðleika án dauða. Í hverju laufi eru varðveittar ósegjanlegar unaðssemdir og í hverri vistarveru er fólginn aragrúi leyndardóma.
Þeir sem sýna þrautseigju í leitinni að Guði munu, þegar þeir eitt sinn hafa hafnað öllu nema Honum, verða svo nátengdir og trúir þeirri borg að þeir gætu ekki hugsað sér andartaks aðskilnað frá henni. Þeir munu hlýða á óskeikular sannanir frá jasintu þess samfundar og fá órækustu vitnisburði frá fegurð rósar hans og söngvum næturgala hans. Einu sinni á um það bil þúsund ára fresti verður þessi borg endurnýjuð og prýdd að nýju.…
Þessi borg er engin önnur en orð Guðs sem er opinberað á hverri öld og í sérhverju trúarkerfi. Á dögum voru það Mósebækur, á dögum Jesú guðspjöllin, á dögum , boðbera Guðs, ; á þessum degi og í trúarkerfi þess sem Guð mun birta Hans eigin bók – bókin sem er undirstaða skilnings á öllum bókum fyrri trúarkerfa og er þeirra á meðal æðst og yfirskilvitleg.
126
Hvert sem Vér kunnum að verða sendir í útlegð, hversu miklar þrengingar sem Vér kunnum að líða, verða fylgjendur Guðs að festa sjónir á dagsbrún dýrðarinnar með einörðum ásetningi og fullkomnu trausti og taka sér hvaðeina fyrir hendur sem horfir til hagsbóta fyrir heiminn og uppfræðir þjóðir hans. Allt sem fallið hefur Oss í skaut í fortíðinni hefur hjálpað opinberun Vorri og borið hróður hennar víða vegu; og allt sem kann að koma fyrir Oss í framtíðinni mun hafa þessi sömu áhrif. Haldið því af innsta hjarta fast við málstað Guðs, málstað sem hefur verið sendur niður af Honum sem öllu ræður, hinum alvísa. Vér höfum af fyllstu gæsku og miskunn kallað allar þjóðir og lýði og veitt þeim leiðsögn um það sem í sannleika eflir hag þeirra.
Sól sannleikans sem skín í hádegisljóma ber Oss vitni! Fylgjendur Guðs hafa engan metnað annan en þann að endurlífga veröldina, göfga líf hennar og endurnæra íbúa hennar. Góðvild og sannleiksást hafa ævinlega einkennt tengsl þeirra við alla menn. Ytri hegðun þeirra er ekki annað en endurspeglun innra lífs þeirra sem aftur speglar ytri hegðun þeirra. Engin blæja hylur sannindin sem trú þeirra grundvallast á. Þessi sannindi hafa verið birt sjónum manna og enginn getur velkst í vafa um þau. Sjálf verk þeirra staðfesta sannleika þessara orða.
Sérhvert skilningsríkt auga getur á þessum degi séð árbjarmann af opinberun Guðs og sérhvert íhugult eyra þekkt röddina sem hljómaði frá . Slíkur er gnýr fossandi vatna guðdómlegrar miskunnar að Hann sem er dagsbrún tákna Guðs og opinberandi vitnisburðanna um dýrð Hans, samneytir og ræðir ódulinn og blæjulaus við þjóðir jarðar og ættkvíslir hennar. Hve margir eru ekki þeir sem leituðu návistar Vorrar með illa fyrirætlan í hjarta og fóru aftur af fundi Vorum sem trúfastir og ástríkir vinir! Hlið náðarinnar standa opin fyrir augum allra manna. Í ytri samskiptum við þá höfum Vér ekki gert greinarmun á hinum réttláta og syndaranum til þess að illgerðarmaðurinn megi ná til takmarkalauss úthafs guðlegrar fyrirgefningar. Nafn Vort „hyljandinn“ hefur úthellt slíku ljósi yfir mennina að hinn vegvillti taldi sjálfan sig til hinna frómu og guðræknu. Engum sem leitar Vor munum Vér nokkru sinni valda vonbrigðum né verður þeim sem festir sjónir á Oss neitað um aðgang að heilagri návist Vorri.…
Ó vinir! Hjálpið hinum eina sanna Guði, upphafin sé dýrð Hans, með göfugum gerðum og þeirri hegðun og eiginleikum sem eru þóknanlegir fyrir augliti Hans. Sá sem leitast við að vera fulltingismaður Guðs á þessum degi ætti að loka augunum fyrir öllu sem hann kann að eiga og opna þau fyrir því sem er af Guði. Hann skyldi ekki vera upptekinn af eigin hagsmunum heldur hafa hugann allan við það sem upphefur alknýjandi nafn Hins alvalda. Hann ætti að hreinsa hjarta sitt af öllum lastafullum og spilltum löngunum því að óttinn við Guð er vopnið sem getur fært honum sigur, frumhvötin sem hjálpar honum að ná markmiði sínu. Óttinn við Guð er skjöldurinn sem skýlir málstað Hans, buklarinn sem gerir fylgjendum Hans kleift að vinna sigur. Hann er gunnfáninn sem enginn maður getur lítilsvirt, aflið sem á sér engan jafnoka. Með hjálp og leyfi Hans sem er Drottinn allsherjar geta þeir sem hafa nálgast Guð lagt undir sig borgvirki mannshjartnanna og unnið á þeim sigur.
127
Ef það er ósk yðar, ó menn, að þekkja Guð og uppgötva mikilleik máttar Hans, lítið Mig þá Mínum eigin augum en ekki augum nokkurs annars. Að öðrum kosti munuð þér aldrei þekkja Mig jafnvel þótt þér hugleidduð málstað Minn jafn lengi og ríki Mitt varir og ígrunduðu allt sem skapað er um alla eilífð allsráðandi Drottins, hins alvalda, ævarandi og alvísa. Þannig höfum Vér birt yður sannleika opinberunar Vorrar til þess að mennirnir vakni af gáleysi sínu og teljist til þeirra sem hafa skilning.
Sjá lága stöðu þessara manna sem vita mæta vel hvernig Ég hef fórnað Mínu eigin sjálfi og ættmönnum á vegi Guðs til þess að varðveita trú þeirra á Hann, og er fullkunnugt um hvernig óvinir Mínir sátu um Mig á þeim dögum þegar hjörtu mannanna voru full ótta og beygs og þeir földu sig fyrir augliti ástvina Guðs og óvina Hans og höfðu hugann við það eitt að tryggja sitt eigið öryggi og frið.
Oss tókst loks að birta málstað Guðs og hófum hann upp í svo háa stöðu að allir nema þeir sem óska þessum Æskumanni ills í hjörtum sínum og eigna Guði jafningja viðurkenndu herradóm Guðs og máttugt veldi Hans. En þrátt fyrir þessa opinberun og gagntæk áhrif hennar á allt sem skapað er, og þrátt fyrir birtu þessa ljóss sem enginn þeirra hefur litið fyrr, sjá hvernig fylgjendur hafa þverskallast og deilt við Mig. Sumir hafa snúið frá vegi Guðs, hafnað myndugleika Hans sem þeir trúðu á og sýnt óskammfeilni í návist Guðs, hins voldugasta, verndarans æðsta, upphafnasta og hæsta. Aðrir hikuðu og námu staðar á vegi Hans og litu svo á að málstaður Skaparans hefði ekkert sannleiksgildi nema hann fengi staðfestingu þess sem skapaður var fyrir vilja Minn. Þannig hafa þeir unnið verk sín til fánýtis og þó skildu þeir það ekki. Meðal þeirra er sá sem reyndi að leggja mælistiku síns eigin sjálfs á Guð og lét nöfn Hans villa svo um fyrir sér að hann reis gegn Mér, fordæmdi Mig, sagði Mig verðskulda líflát og ákærði Mig fyrir sömu brot og hann sjálfur var sekur um.
Því lýsi Ég sorg Minni og harmi frammi fyrir Honum sem skapaði Mig og treysti Mér fyrir boðskap sínum. Honum færi Ég þakkir og lof fyrir það sem Hann hefur ákvarðað, einsemd Mína og kvölina sem Ég þoli af hendi þessara manna sem hafa villst svo langt frá Honum. Ég hef þolinmóður borið og mun áfram bera þrengingarnar sem Mér hafa fallið í skaut og set allt Mitt traust og von á Guð. Hann sárbæni Ég þessum orðum: Leið Þú þjóna þína, ó Drottinn, að heilögu aðsetri hylli Þinnar og veglyndis og lát þá ekki fara varhluta af dásemdarverkum náðar Þinnar og margvíslegra blessana. Því þeir vita ekki hvað Þú hefur ákvarðað þeim í krafti náðar Þinnar sem umlykur alla sköpunina. Hið ytra, ó Drottinn, eru þeir veikburða og hjálparlausir; hið innra aðeins munaðarleysingjar. Þú ert hinn algjöfuli og veglyndi, hinn upphafnasti og hæsti. Lát þá ekki, ó Guð Minn, kenna heiftarreiði Þinnar; lát þá bíða þess tíma þegar miskunn Þín hefur opinberast og þeir fái snúið aftur til Þín og beðið Þig fyrirgefningar á brotum sínum gegn Þér. Vissulega ert Þú fyrirgefandinn, hinn almiskunnsami.
128
Seg: Sæmir það manni að segjast fylgja Drottni sínum, hinum almiskunnsama, en fremja samt verk hins illa í hjarta sínu? Nei, það sæmir honum ekki og fegurð Hins aldýrlega er Mér til vitnis um það. Ef þér aðeins gætuð skilið!
Hreinsið hjörtu yðar af ást á veraldlegum hlutum, tungu yðar af sérhverju orði nema orði Hans; hreinsið gjörvalla verund yðar af öllu sem gæti aftrað yður að líta ásjónu Hans eða freistað yðar til að láta undan lastafullum og spilltum hneigðum yðar. Óttist Guð, ó menn, og tilheyrið þeim sem ganga stigu réttlætis.
Seg: Ef hegðun yðar, ó menn, er önnur en orð yðar, hvernig haldið þér að þér getið aðgreinst þeim sem játa trú á Drottin Guð sinn en neituðu að viðurkenna Hann og sneru baki við sannleika Hans á sömu stund og Hann kom til þeirra í skýjum heilagleika? Leysið yður algjörlega úr viðjum þessa heims og hégóma hans. Varist að nálgast hann svo að hann fái yður ekki til að fylgja yðar eigin ástríðum og ágjörnum hneigðum og aftri yður að ganga inn á hinn beina og dýrlega veg.
Vitið að með „heiminum“ er átt við vanþekkingu yðar á Skaparanum og eftirsókn eftir einhverju öðru en Honum. „Lífið sem kemur“ merkir hins vegar það sem opnar yður trygga leið til Guðs, hins aldýrlega og óviðjafnanlega. Hvaðeina sem aftrar yður að elska Guð á þessum degi er ekkert annað en heimurinn. Flýið hann svo þér megið teljast til hinna sælu. Óskaði maðurinn þess að skrýða sig skarti jarðar, klæðast klæðum hennar eða eignast hlut í þeim gæðum sem hún getur gefið, getur ekkert illt komið fyrir hann leyfi hann alls engu að koma á milli sín og Guðs, því að Guð hefur fyrirbúið þeim þjónum sínum sem í sannleika trúa á Hann alla góða hluti, hvort sem þeir eru skapaðir á himnum eða jörðu. Etið, ó menn, af hinu góða sem Guð hefur gefið yður og sviptið yður eigi undursamlegum gjöfum Hans. Færið Honum þakkir og lofgjörð og teljist til þeirra sem í sannleika eru þakklátir.
Ó þú sem hefur flúið heimili þitt og leitað návistar Guðs! Kunnger mönnunum boðskap Drottins þíns, að Hann megi forða þeim frá illum og spilltum ástríðum þeirra og bið þá að minnast Guðs, hins upphafnasta og hæsta. Seg: Óttist Guð, ó menn, og varist að úthella blóði nokkurs manns. Deilið ekki við náunga yðar og tilheyrið þeim sem iðka hið góða. Varist að valda glundroða á jörðinni eftir að öllu hefur verið svo haganlega fyrir komið og fetið ekki í fótspor þeirra sem fara villur vegar.
Hver sá sem hefur risið upp til að kenna málstað Drottins síns skyldi framar öllu kenna sínu eigin sjálfi svo að orð hans fái laðað að sér hjörtu þeirra sem á hann hlusta. Ef hann kennir ekki sínu eigin sjálfi, munu orðin sem munnur hans mælir engin áhrif hafa á hjarta leitandans. Hafið aðgát, ó menn, og heyrið ekki þeim til sem gefa öðrum góð ráð en gleyma að fylgja þeim sjálfir. Orð slíkra manna, og handan þeirra veruleiki allra hluta og handan hans englarnir sem eru nálægir Guði, saka þá um fláttskap.
Takist honum nokkru sinni að hafa áhrif á nokkurn mann ætti hann ekki að eigna það sjálfum sér heldur orðum Guðs, eins og Hinn almáttugi og alvísi hefur mælt fyrir um. Fyrir augliti Guðs er hann lampi sem gefur frá sér ljós og eyðist samt stöðugt innra með sjálfum sér.
Seg: Fremjið ekki, ó menn, það sem hjúpar yður smán eða vanheiðrar málstað Guðs í augum manna og fyllið ekki flokk illvirkjanna. Nálgist ekki þá hluti sem hugir yðar fordæma. Forðist hvers kyns illsku því yður er það forboðið í bókinni sem enginn snertir nema þeir sem Guð hefur hreinsað af allri synd og teljast til hinna hreinlífu.
Sýnið sjálfum yður og öðrum sanngirni svo að vitnisburður réttlætis megi sakir gerða yðar birtast meðal trúfastra þjóna Vorra. Varist að ásælast eigur náunga yðar. Sýnið að þér séuð verðugir trausts hans og trúnaðar og meinið ekki hinum snauðu um gjafirnar sem yður hefur hlotnast sakir náðar Guðs. Hann mun vissulega umbuna þeim sem iðka hið góða og tvöfalda endurgjald þeirra fyrir það sem þeir gefa. Enginn er Guð nema Hann. Öll sköpunin og veldi hennar tilheyra Honum. Hann gefur gjafir sínar hverjum sem Hann vill og meinar um þær hverjum sem Honum þóknast. Hann er gjafarinn mikli, hinn gæskuríki og veglyndasti.
Seg: Kennið málstað Guðs, ó fylgjendur , því að Guð hefur gert hverjum og einum að skyldu að kunngera boðskap Hans og metur það framar öllum öðrum gerðum. Slík gerð er aðeins þóknanleg þegar sá sem kennir málstaðinn er sjálfur staðfastur í trú sinni á Guð, verndarann æðsta, náðuga og almáttuga. Hann hefur auk þess ákveðið að málstað Hans eigi að boða með aflinu sem býr í orðum manna en ekki með valdbeitingu. Þannig hafa fyrirmæli Hans verið send niður frá ríki Hins alvísa og upphafnasta. Varist að deila við nokkurn mann, nei, reynið að koma honum í skilning um sannleikann með vingjarnlegu viðmóti og sannfærandi hvatningu. Ef hlustandi yðar svarar er það honum sjálfum í hag; ef ekki, snúið frá honum og beinið augum að heilögu aðsetri Guðs, aðsetri skínandi heilagleika.
Deilið ekki við neinn um málefni þessa heims og jarðneska hluti því Guð hefur selt þá í hendur þeim sem ágirnast þá. Af öllu í heimi hefur Hann kosið sjálfum sér hjörtu mannanna – hjörtu sem herskarar orða og opinberunar geta sigrað. Þetta er það sem fingur hafa greypt á töflu óafturkallanlegrar ákvörðunar Guðs að boði Hins æðsta yfirbjóðanda, hins alvitra.
129
Ó vegfarandi á vegi Guðs! Tak skerf þinn úr hafi náðar Hans og svipt þig ekki því sem dylst í djúpum þess. Tilheyr þeim sem hafa fengið hlutdeild í fjársjóðum þess. Ef örsmáum dropa úr því hafi væri dreift yfir alla sem er á himnum og jörðu, nægði hann til þess að auðga þá af veglyndi Guðs, hins almáttuga og alvitra, hins alvísa. Fyllið hendur sjálfsafneitunar lífgefandi vötnum þess og dreifið yfir allt sem skapað er, að það megi hreinsast af öllum mannlegum takmörkunum og nálgast máttugt aðsetur Guðs, þennan helgaða og skínandi reit.
Ver eigi hryggur þótt þú framkvæmir það einn þíns liðs. Lát Guð nægja þér í öllu. Haf náið samneyti við anda Hans og gakk með hinum þakklátu. Kunnger málstað Drottins þíns öllum sem eru á himnum og jörðu. Svari einhver kalli þínu, fær honum vísdómsperlur Drottins, Guðs þíns, sem andi Hans hefur sent niður til þín og fyll flokk þeirra sem trúa í sannleika. Og hafni einhver boði þínu, snú frá honum og set alla von þína og traust á Drottin, Guð þinn, Drottin allra veraldanna.
Ég sver við réttlæti Guðs! Sá sem á þessum degi lýkur upp munni sínum og nefnir nafn Drottins síns – herskarar guðlegs innblásturs munu stíga niður yfir hann frá himni nafns Míns, hins alvitra og alvísa. Yfir hann munu einnig stíga herskarar himinsins, sérhver berandi kaleik af skínandi ljósi. Slík er ákvörðunin í ríki opinberunar Guðs að boði Hins aldýrlega og voldugasta.
Hulinn helgri blæju og reiðubúinn til þjónustu við Guð var flokkur Hans útvöldu sem birtir verða mönnum. Þeir munu hjálpa málstað Hans og óttast ekkert þótt allt mannkynið rísi upp og fari með stríði á hendur þeim. Þeir munu rísa upp frammi fyrir augliti allra á jörðu og himnum og hefja upp raust sína, hrópa hátt, kunngera nafn Hins almáttuga og kalla mannanna börn inn á vegu Guðs, hins aldýrlega og altignaða. Gakk á þeirra vegum og lát engan skelfa þig. Fyll flokk þeirra sem ásakanir ásakandans fá aldrei bugað og ofstopi heimsins getur aldrei valdið hryggð, hversu miklu uppnámi sem hann kann að valda þeim á vegi Hans sem skapaði þá.
Gakk fram með töflu Guðs og tákn Hans og slást í för með þeim sem hafa trúað á Mig og kunnger þeim tíðindin um sannhelga paradís Vora. Áminnið síðan þá sem hafa eignað Honum jafningja. Seg: Ég er kominn til yðar, ó menn, frá hásæti dýrðarinnar með boðskap frá Guði, hinum voldugasta og upphafnasta, hinum hæsta. Hönd Mín heldur á vitnisburði Guðs, Drottins forfeðra yðar. Vegið hann á þeirri réttu vog sem þér eigið, mælivog vitnisburðar spámannanna og sendiboða Guðs. Ef þér komist að raun um að hann er réttur og sannur og þér metið hann vera af Guði, varist þá að lastmæla honum og ónýta þannig verk yðar og teljast til hinna trúlausu. Hann er að sönnu tákn frá Guði sem sent var niður með valdi sannleikans. Sakir hans hefur sannleiksgildi málstaðar Hans opinberast skepnum Hans og gunnfánar hreinleikans verið hafnir upp milli himins og jarðar.
Seg: Þetta er bókfellið innsiglaða og dulhjúpaða, hirsla óafturkallanlegrar ákvörðunar Guðs sem geymir orðin sem fingur heilagleika hafa ritað. Það var sveipað blæju órannsakanlegs leyndardóms og hefur nú verið sent niður sem tákn um náð Hins aldna og almáttuga. Á það höfum Vér skráð forlög allra á jörðu og himnum og ritað niður þekkingu á öllu sem skapað er, frá hinu fyrsta til hins síðasta. Alls ekkert getur umflúið Hann eða aftrað Honum hvort sem það er skapað í fortíð eða í framtíð, ef þér aðeins gætuð skilið.
Seg: Opinberunin sem Guð sendi niður hefur sannarlega komið aftur og framrétt hönd valds Vors yfirskyggt alla á himnum og alla á jörðu. Vér höfum fyrir vald sannleikans sjálfs birt örsmáan glampa af órannsakanlegum leyndardómi Vorum og sjá, þeir sem báru kennsl á birtuna af ljóma gáfu upp öndina þegar þeir sáu leiftra af því fagurrauða ljósi sem umlykur opinberunar Vorrar. Þannig hefur fegurð Hins almiskunnsama stigið niður í skýjum vitnisburðar síns og tilskipunin tekið gildi í krafti vilja Guðs, hins aldýrlega og alvísa.
Seg: Stíg út úr heilagri vistarveru þinni, ó meyja himinsins, íbúi hinnar upphöfnu paradísar! Skrýð þig með hverjum hætti sem þú kýst í silkikyrtil ódauðleikans og legg á herðar þér skrautsaumaðan möttul ljóssins í nafni Hins aldýrlega. Hlýð síðan á ljúfan, undursamlegan hljóm raddarinnar sem berst frá hásæti Drottins þíns, hins ótilkvæmilega, hins hæsta. Tak blæjuna frá andliti þínu og birt fegurð hinnar dökkeygu meyjar og lát ekki þjóna Guðs fara varhluta af ljósi skínandi ásýndar þinnar. Ver ekki döpur ef þú heyrir andvörp þeirra sem dvelja á jörðu eða kveinstafi íbúa himinsins. Lát þá tortímast í dusti eyðingar. Lát þá gjöreyðast því að haturseldur hefur verið kveiktur í brjóstum þeirra. Syng síðan lofsöngva hljómfegurstu rödd frammi fyrir augliti þjóða jarðar og himins til að minnast Hans sem er konungur nafna og eiginda Guðs. Þannig höfum Vér ákvarðað forlög þín. Oss veitist auðvelt að ná markmiði Voru.
Varast að varpa af þér, þú innsta eðli hreinleikans, kyrtli ljómandi dýrðar þinnar. Nei, auðga þig sífellt í konungsríki sköpunar óspillanlegum klæðum Guðs þíns svo að ginnfögur ásýnd Hins alvalda megi endurspeglast fyrir þínar sakir í öllu sem skapað er og náð Drottins þíns veitast allri sköpuninni í fyllingu máttarins.
Ef þú finnur af einhverjum ilminn af ást Drottins þíns, fórna þér fyrir hann því að Vér höfum skapað þig í þessu augnamiði og höfum í því skyni gert við þig sáttmála frá ómunatíð í návist þeirra sem Vér elskum. Ver ekki óþolinmóð ef hinir hjartablindu varpa að þér spjótum fánýtra hugaróra sinna. Lát þá afskiptalausa því að þeir fylgja áeggjan hinna illu.
Hrópa frammi fyrir augliti þeirra sem dvelja á himni og jörðu: Ég er meyja himinsins, afsprengi anda . Híbýli Mín eru höll nafns Hans, hins aldýrlega. Frammi fyrir herskörunum á hæðum prýddist ég djásnum nafna Hans. Ég var hjúpuð blæju órjúfanlegs öryggis og hulin sjónum manna. Mér þótti sem ég heyrði ljúfa, himneska og óviðjafnanlega rödd berast frá hægri hendi náðar Guðs og sjá, öll paradís skalf og bifaðist frammi fyrir mér í löngun sinni til að heyra hljóm hennar og líta fegurð Hans sem talaði. Þannig höfum Vér opinberað í þessari skínandi töflu, og á ómþýðustu tungu, orðin sem Rödd eilífðarinnar var knúin til að mæla í Qayyúmu’l-Asmá’.
Seg: Hann ákvarðar það sem Honum þóknast í krafti herradóms síns og gerir það sem Honum líst að vild sinni. Hann verður ekki spurður um það sem Honum þóknast að ákvarða. Hann er í sannleika hinn óhefti og alvoldugi, hinn alvísi.
Þeir sem hafa ekki trúað á Guð og risið í gegn yfirráðum Hans eru hjálparvana fórnarlömb illra hneigða sinna og ástríðna. Þeir munu snúa aftur til híbýla sinna í vítiseldi; hörmuleg eru híbýli afneitaranna!
130
Ver örlátur í velgengni og þakklátur í mótlæti. Ver verðugur trausts náunga þíns og lít á hann með björtu og vingjarnlegu andliti. Ver fjársjóður hinum snauðu, áminning hinum ríku, svar við hrópi hins þurfandi; varðveit helgi heits þíns. Ver réttlátur í dómum þínum og varkár í máli þínu. Beit engan rangindum og sýn öllum mönnum auðmýkt. Ver lampi þeim sem í myrkrinu ganga, fögnuður hinum syrgjandi, haf hinum þyrstu, vin hinum hryggu, verjandi og skjól fórnarlambi kúgunar. Lát heiðarleik og trúmennsku einkenna allar gerðir þínar. Ver hæli hinum ókunna, smyrsl þeim er þjáist, óvinnandi virki flóttamanninum. Ver augu hinum blinda og leiðarljós þeim sem fer villur vegar. Ver djásn á ásýnd sannleikans, kóróna á enni trúmennskunnar, stólpi musteri réttlætisins, lífsandi líkama mannkynsins, tákn herskara réttvísinnar, skínandi hnöttur yfir sjónbaug dyggðarinnar, dögg jarðvegi mannshjartans, örk á hafi þekkingarinnar, sól á himni örlætisins, gimsteinn í festi viskunnar, skínandi ljós á festingu kynslóðar þinnar, ávöxtur á tré auðmýktarinnar.
131
Penni Hins aldna konungs hefur aldrei hætt að minnast ástvina Guðs. Eitt sinn streymdi elfur miskunnar frá penna Hans, í annað sinn var skýr og ótvíræð bók Guðs opinberuð með hreyfingu þess penna. Hann á sér engan jafningja og enginn getur vænst þess að keppa við orð Hans. Hann hefur frá eilífu setið í hásæti upphafningar og valds. Frá vörum Hans hafa borist heilræði sem geta uppfyllt þarfir alls mannkyns og áminningar sem geta orðið þeim að gagni.
Hinn eini sanni Guð vottar og skepnur Hans munu staðfesta að Ég hef ekki eitt andartak leyft Mér að dyljast augum manna né samþykkt að verja Mig skeytum þeirra. Ég hef risið upp frammi fyrir augliti allra manna og boðið þeim að gera það sem Mér er þóknanlegt. Ég hef ekkert annað takmark en endurreisn heimsins og rósemi þjóða hans. Velferð mannkyns, friður þess og öryggi, verður aldrei að veruleika nema og þangað til eining þess er tryggilega staðfest. Þessi eining verður aldrei grundvölluð meðan mennirnir láta heilræðin, sem penni Hins hæsta hefur opinberað, sem vind um eyrun þjóta.
Fyrir vald orðanna sem Hann hefur mælt getur allt mannkynið uppljómast ljósi einingar og minningin um nafn Hans getur tendrað eld í hjörtum allra manna og eytt blæjunum sem byrgja þeim sýn á dýrð Hans. Ein réttlát gerð býr yfir krafti sem getur hafið duftið yfir himin himnanna. Hún getur slitið öll bönd og hefur vald til að endurnýja kraftinn sem gengið hefur til þurrðar og eyðst.…
Verið flekklausir, ó fylgjendur Guðs, verið flekklausir; verið réttvísir, verið réttvísir.… Seg: Ó fylgjendur Guðs. Það sem getur tryggt sigur sannleikans eilífa, herskara Hans og fulltingismanna á jörðunni, stendur skrifað í helgum bókum og ritningum og er jafn auðljóst og sólin. Þessir herskarar eru þær réttlátu gerðir, sú hegðun og lyndiseinkunn sem er þóknanleg fyrir augliti Hans. Hver sem rís upp á þessum degi til að hjálpa málstað Vorum og kallar sér til liðs herskara lofsverðs lundernis og göfugrar breytni – áhrifin af slíkri gerð munu vissulega berast um heim allan.
132
Markmið hins eina sanna Guðs, upphafin sé dýrð Hans, með því að opinbera sig mönnum er að afhjúpa gimsteinana sem liggja faldir í námu þeirra sanna og innsta sjálfs.… Kjarni trúar Guðs og trúarbragða Hans á þessum degi felst í því að hinum ýmsu samfélögum jarðar og margvíslegu trúarkerfum leyfist aldrei að ala á fjandskap meðal manna. Þessar meginreglur og lagafyrirmæli, þessi tryggilega grundvölluðu og máttugu kerfi, koma frá einni Uppsprettu og eru geislar frá einum og sama ljósgjafa. Muninn á þeim ber að rekja til mismunandi þarfa og aðstæðna þeirra tíma þegar þau voru opinberuð.
Búist til dáða, ó fylgjendur , svo að umrót trúardeilna og ágreiningsefna sem þjaka þjóðir jarðar megi lægja og sérhver vottur þeirra verði með öllu afmáður. Rísið upp sakir ástar Guðs og þeirra sem þjóna Honum til fulltingis þessari æðstu og einstæðu opinberun. Trúarofstæki og hatur eru heimseyðandi eldur og enginn getur hamið ofsa hans. Aðeins hönd guðlegs valds getur frelsað mannkynið frá þessari eyðileggjandi plágu.…
Orð Guðs eru lampi og ljós hans þessi orð: Þér eruð ávextir eins trés og lauf einnar greinar. Komið fram við hvern annan með innilegri ást og eindrægni, með vináttu og bræðralagi. Sól sannleikans ber Mér vitni! Svo öflugt er ljós einingarinnar að það getur upplýst allan heiminn. Hinn eini sanni Guð, sá sem allt þekkir og veit, ber sjálfur vitni þessum orðum.
Sýnið viðleitni, að þér megið hljóta þessa æðstu og yfirskilvitlegu stöðu, stöðu sem getur tryggt vernd og öryggi alls mannkyns. Þetta markmið er öllum markmiðum æðra og þessi metnaður er konungur alls metnaðar. En meðan þykk ský kúgunar grúfa yfir og myrkva sól réttlætis getur dýrð þessarar stöðu trauðlega opinberast augum manna.…
Samneytið öllum mönnum, ó fylgjendur , í anda vináttu og bróðernis. Ef þér kunnið skil á tilteknum sannindum, ef þér eigið í fórum yðar gersemi sem aðrir hafa farið á mis við, veitið þeim hlutdeild í henni með innilegri góðvild og vináttuorðum. Sé henni veitt viðtaka, þjóni hún hlutverki sínu, er tilgangi yðar náð. Hafni einhver henni, látið hann þá einan og biðjið Guð að leiðbeina honum. Varist að sýna honum óvinsemd. Góðviljuð tunga orkar sem segull á hjörtu mannanna. Hún er brauð andans og íklæðir orðin merkingu; hún er uppspretta ljóss visku og skilnings.…
133
Fyrirmæli Guðs hafa verið send niður frá himni tignustu opinberunar Hans. Allir verða að hlýðnast þeim af kostgæfni. Æðstu auðkenni mannsins, raunverulegur þroski hans og lokasigur er undir þeim kominn og verður það framvegis. Hver sem heldur boð Guðs öðlast eilífa hamingju.
Tvíþætt skylda hvílir á honum sem hefur borið kennsl á dagsbrún einingar Guðs og viðurkennt sannleika Hans sem opinberar einingu Guðs. Hin fyrri er slík staðfesta í ást Hans að háreysti óvinarins eða tilkall hins marklausa falsara aftri honum ekki að fylgja sannleikanum eilífa af slíkri staðfestu að hann virði falsarann ekki viðlits. Önnur er óbilug hlýðni við lög Hans – lög sem Hann ætíð hefur sett og mun áfram setja mönnunum og sem aðgreina sannleika frá falsi.
134
Fyrsta og fremsta skyldan sem lögð er á herðar mönnum, næst viðurkenningu á Honum sem er sannleikurinn eilífi, er staðfesta í málstað Hans. Haldið fast við hana og tilheyrið þeim sem eru stöðuglyndir og staðfastir í Guði. Engin gerð hversu mikilsverð sem hún er getur nokkru sinni komist í samjöfnuð við hana. Hún er konungur allra gerða og þessu ber Drottinn þinn, hinn alhæsti og voldugasti, vitni.…
Dyggðirnar og eigindirnar sem heyra Guði eru allar augljósar og opinberaðar og þeim hefur verið lýst og þeirra getið í öllum himneskum bókum. Meðal þeirra eru áreiðanleiki, sannleiksást, hreinleiki hjartans þegar það samneytir Guði, umburðarlyndi, undirgefni undir allt sem Hinn almáttugi hefur ákvarðað, nægjusemi í öllu sem vilji Hans hefur úthlutað, þolgæði, nei, þakklæti í miðri þrengingunni og fullkomið traust á Honum undir öllum kringumstæðum. Þessar eru að mati Guðs meðal hinna hæstu og lofsverðustu gerða. Allar aðrar gerðir verða ævinlega settar skör lægra og eru minna metnar.…
Andinn sem lífgar mannshjartað er þekking á Guði og sannasta djásn hans er staðfesting þess sannleika að „Hann gerir það sem Honum þóknast og mælir fyrir um það sem Honum líst“. Klæði hans er óttinn við Guð og fullkomnun Hans staðfesta í trú Guðs. Þannig fræðir Guð hvern og einn sem leitar Hans. Hann elskar vissulega þann sem snýr sér til Hans. Enginn er Guð nema Hann, fyrirgefandinn, hinn algjöfuli. Allt lof sé Guði, Drottni veraldanna.
135
Ó bókstafur Hins lifanda! Eyra Guðs hefur heyrt hróp þitt og augu Hans séð skriflega bæn þína. Hann kallar til þín frá aðsetri dýrðar sinnar og opinberar þér þau helgu orð sem send voru niður af Honum sem hjálpar í nauðum, hinum sjálfumnóga.
Sæll ert þú því að þú hefur sundurmolað hjáguði sjálfs og fánýtrar ímyndunar og svipt sundur blæju hégómlegs hugarburðar með valdi og mætti Drottins þíns, verndarans æðsta, hins almáttuga, ástvinarins eina. Þig ber vissulega að telja með þeim bókstöfum sem eru öllum bókstöfum fremri. Þess vegna hefur þú verið útvalinn af Guði með rödd Drottins þíns, . Birtan frá ásýnd Hans hefur umvafið og mun áfram umvefja alla sköpunina. Fær Hinum almáttuga þakkir og mikla nafn Hans því að Hann hefur hjálpað þér að bera kennsl á málstaðinn sem hefur fengið hjörtu þá sem dvelja á himnum og jörðu til að skjálfa og íbúana í ríkjum sköpunar og opinberunar að hljóða upp yfir sig. Sakir Hans hefur það sem leynist í brjóstum mannanna verið rannsakað og prófsteinn á þá lagður.
Drottinn þinn, hinn hæsti (), ávarpar þig frá ríki dýrðar sinnar þessum orðum: Mikil er blessunin sem bíður þín, ó bókstafur Hins lifanda, því þú hefur sannlega trúað á Mig, neitað að smána Mig frammi fyrir herskörum himinsins, uppfyllt heit þitt, varpað blæju hégómlegra ímyndana og fest sjónir á Drottni, Guði þínum, Drottni hins séða og óséða, Drottni hins fjölsótta musteris. Þú ert Mér vel þóknanlegur því að Ég hef séð andlit þitt geisla af ljósi á þeim degi þegar ásjónur daprast og myrkvast.
Seg: Ó fylgjendur ! Áminntum Vér yður ekki í öllum töflum Vorum og huldum ritum um að láta ekki stjórnast af lastafullum löngunum og spilltum hneigðum en beina þess í stað augum að vettvangi yfirskilvitlegrar dýrðar á þeim degi þegar vegið verður á æðstu metaskálum, daginn þegar ljúfur hljómur anda Guðs berst frá hægri hönd hásætis Drottins þíns, verndarans alvalda, hins alvolduga og allra heilagasta? Bönnuðum Vér yður ekki að halda fast við þá hluti sem byrgðu yður sýn á birtingu fegurðar Vorrar í næstu opinberun hennar, hvort sem þeir eru holdtekjur nafna Guðs og allrar dýrðar þeirra eða opinberendur eiginda Hans og valds þeirra? Sjá þó hvernig þér afneituðuð sannleika Mínum þegar Ég opinberaði Mig, hvernig þér sneruð frá Mér og fylltuð flokk þeirra sem hafa litið á tákn Guðs sem leik einn og gamanmál!
Ég sver við fegurð Mína! Á þessum degi verður alls engu veitt viðtaka frá yður þótt þér haldið áfram að tilbiðja og falla fram fyrir Guði um alla eilífð veldis Hans. Því allt er háð vilja Hans og gildi allra gerða helgast af viðtöku Hans og velþóknun. Allur alheimurinn er sem hnefafylli af leir í greipum Hans. Ef maðurinn þekkir ekki Guð og elskar Hann, heyrir Guð ekki hróp Hans á þessum degi. Þetta er af innsta veig trúar Hans, ef aðeins þér vissuð.
Ætlið þér að láta yður nægja það sem líkist þokuslæðingi á sléttunni og sneiða sjálfviljugir hjá hafinu sem endurnærir sálir mannanna með vötnum sínum fyrir vilja Guðs? Vei yður fyrir að hafa endurgoldið gjafir Guðs með svo hégómlegum og fyrirlitlegum hætti! Þér teljist vissulega til þeirra sem höfnuðu Mér í fyrri opinberun Minni. Ef hjörtu yðar gætu aðeins skilið!
Rísið upp og gerið yfirbót frammi fyrir Guði fyrir að hafa brugðist skyldu yðar við Hann. Þetta er boð Mitt til yðar, ef þér léðuð því eyra. Ég sver við Mitt eigið sjálf! Hvorki fylgjendur , Mósebóka, guðspjallanna né neinna annarra bóka hafa gert það sem þér hafið gert. Ég hef sjálfur helgað allt líf Mitt því verkefni að staðfesta sannleika þessarar trúar. Ég hef sjálfur kunngert í öllum töflum Mínum komu opinberunar Hans. Og samt hafði Hann ekki fyrr birt sig í næstu opinberun sinni, íklæddur dýrð og kyrtli tignar Hans, en þér gerðuð uppreisn gegn Honum sem er verndarinn æðsti, hinn sjálfumnógi. Varist ó menn! Blygðist yðar fyrir það sem Ég hef mátt að þola af höndum yðar á vegi Guðs. Varist að tilheyra þeim sem hafa hafnað því sem var sent niður til þeirra frá himni yfirskilvitlegrar dýrðar Guðs.
Þessi, ó bókstafur Hins lifanda, eru orðin sem Drottinn þinn hefur mælt til þín frá ríkjunum á hæðum. Kunnger orð Drottins þíns þjónum Hans, að þeir megi vakna af móki sínu og biðja Guð fyrirgefningar, Hann sem skóp þá, mótaði verund þeirra og sendi niður til þeirra þessa augljósu og sannhelgu opinberun fegurðar sinnar.
136
Seg: Leysið sálir yðar, ó menn, úr fjötrum sjálfsins og hreinsið þær af allri eftirsókn eftir öðru en Mér. Minningin um Mig hreinsar allt af saurgun, ef þér aðeins gætuð skilið. Seg: Væri blæju veraldlegs hégóma og ástríðu svipt til fulls af öllu sem skapað er, myndi hönd Guðs á þessum degi klæða þá alla kyrtlinum „Hann gerir hvaðeina sem Honum þóknast í ríki sköpunarinnar“ og tákn yfirráða Hans myndu þannig birtast í öllu sem skapað er. Upphafinn sé Hann, allsráðandi Drottinn, hinn almáttugi, verndarinn æðsti, hinn aldýrlegi og voldugasti.
Syng, ó þjónn Minn, heilög orð Guðs sem þér hafa borist, eins og þeir syngja þau sem hafa nálgast Hann, svo að sætleiki söngs þíns megi tendra eld í þinni eigin sál og laða að sér hjörtu allra manna. Hver sem í einrúmi vistarveru sinnar les orðin sem Guð hefur opinberað – dreifandi englar Hins almáttuga munu dreifa víða vegu angan orðanna sem munnur hans mælir og valda því að hjarta hvers réttláts manns slær hraðar. Þótt hann í fyrstu kunni að vera sér óvitandi um áhrif þeirra, mun náðin sem veitist honum fyrr eða síðar hafa áhrif sín á sál hans. Þannig hafa leyndardómar Guðs verið ákvarðaðir í krafti vilja Hans sem er uppspretta valds og visku.
Ó Khalíl! Guð ber Mér vitni. Þótt penni Minn hreyfist enn á töflu Minni grætur hann samt og er sárhryggur innst í hjarta. Lampinn sem brennur fyrir framan hásætið grætur einnig og tregar vegna þess sem Hin aldna fegurð hefur þolað af hendi þeirra sem voru skapaðir fyrir vilja Hans. Guð sjálfur þekkir og ber vitni sannleika orða Minna. Enginn maður sem hefur hreinsað heyrn sína af háreysti hinna trúlausu og hneigt eyru sín að öllu sem skapað er kemst hjá því að heyra grát þeirra og harmatölur vegna erfiðleikanna sem Vér höfum mætt af hendi þeirra þjóna Vorra sem ekki hafa trúa á Oss og rísa í gegn Oss. Þannig höfum Vér afhjúpað þér örlítinn vott þrenginganna sem Vér höfum þolað til þess að þér verði kunnugt um þjáningu Vora og megir þreyja þolinmóður í sorg þinni.
Rís upp til að hjálpa Guði ævinlega og undir öllum kringumstæðum og veit Honum fulltingi. Áminn síðan mennina um að ljá heyrandi eyra orðunum sem andi Guðs hefur mælt í þessari geislandi og dýrlegu töflu. Seg: Sáið ekki, ó menn, sæði sundurlyndis meðal manna og deilið ekki við meðbræður yðar. Verið þolinmóðir undir öllum kringumstæðum og setjið allt traust yðar og fullvissu á Guð. Hjálpið Drottni yðar með sverði visku og máls. Þetta er að sönnu boðlegt stöðu mannsins. Að hverfa frá því væri óverðugt Guði, alvalda Drottni, hinum dýrlega. Mennirnir hafa þó verið leiddir afvega og tilheyra í sannleika hinum gálausu.
Opnið, ó menn, hliðin að hjörtum fólksins með lykli minningar Hans sem er minning Guðs og uppspretta visku meðal yðar. Úr heiminum öllum hefur Hann kosið sér til eignar hjörtu þjóna sinna og gert þau að aðsetri opinberunar dýrðar sinnar. Hreinsið þau því af allri saurgun til þess að tilgangurinn með sköpun þeirra megi verða greyptur á þau. Þetta er að sönnu tákn gjöfullar hylli Guðs.
Fegrið mál yðar, ó menn, með sannsögli og prýðið sálir yðar djásni heiðarleika. Varist, ó menn, að fara sviksamlega að nokkrum. Verið trúnaðarmenn Guðs meðal skepna Hans og tákn örlætis Hans meðal fólks Hans. Þeir sem láta leiðast af girndum sínum og spilltum hneigðum hafa villst af vegi og sólundað kröftum sínum. Þeir teljast sannlega til hinna glötuðu. Sýnið viðleitni, ó menn, að augu yðar megi beinast að miskunn Guðs, hjörtu yðar samþýðast undursamlegri minningu um Hann og sálir yðar hvílast í fullvissu um náð Hans og veglyndi; að fætur yðar megi feta stigu velþóknunar Hans. Slík eru heilræðin sem Ég færi yður. Ef þér aðeins fylgduð ráðum Mínum!
137
Sumir hafa talið lögmætt að sölsa undir sig eigur náunga sinna. Þeir hafa lítilsvirt fyrirmæli Guðs sem eru skráð í bók Hans. Illt hlutskipti bíður þeirra og refsing Guðs, hins alvolduga, komi yfir þá! Ég sver við Hann sem skín yfir dagsbrún heilagleika! Þótt öll jörðin yrði að gulli og silfri gæti enginn maður sem segja mætti að stigið hafi upp til himins trúar og fullvissu virt hana viðlits, hvað þá slegið á hana eign sinni. Vér höfum áður vísað til þessa málefnis í köflum sem voru opinberaðir á arabísku, tungumáli framúrskarandi fegurðar. Guð ber Oss vitni! Hver sem fundið hefur keiminn af sætleika þessara orða mun aldrei samþykkja að fara yfir mörkin sem Guð hefur sett né beina augum að nokkru nema Ástvini sínum. Slíkur maður mun auðveldlega skynja með innra auga sínu hve fullkomlega fánýtir og hverfulir jarðneskir hlutir eru og beina ást sinni að því sem æðra er.
Seg: Blygðist yðar, ó þér sem kallið yður ástvini Hinnar öldnu fegurðar! Minnist þrenginganna sem Hann hefur þolað og kvalabyrðarinnar sem Hann hefur borið sakir Guðs. Opnið augu yðar. Til hvers hefur Hann stritað ef þær þungu raunir sem hafa fallið Honum í skaut eiga að bera ávöxt í svo fyrirlitlegum gerðum, svo auvirðilegu athæfi? Áður en Ég opinberaði Mig mælti sérhver ræningi og ójafnaðarmaður þessi sömu orð og framdi sömu gerðir.
Sannlega segi Ég: Hneigið eyru yðar að ljúfri rödd Minni og helgið yður frá saurgun lastafullra ástríðna og spilltra langana. Þeir sem dvelja í tjaldbúð Guðs og eru staðfestir í aðsetri eilífrar dýrðar munu, jafnvel þótt hungurdauði blasi við þeim, neita að rétta út höndina og taka með ólögmætum hætti eigur náunga síns, hversu óverðugur og lítilmótlegur sem hann kann að vera.
Tilgangur hins eina sanna Guðs með opinberun sinni er að kalla allt mannkyn til sannleiksástar og einlægni, til guðrækni og trúmennsku, til undirgefni og hlýðni við vilja Guðs, til umburðarlyndis og vináttu, til visku og heiðarleika. Áform Hans er að skrýða hvern mann kyrtli heilags lundernis og prýða hann djásnum heilagra og háleitra gerða.
Seg: Auðsýnið sjálfum yður og meðbræðrum yðar miskunn og látið ekki málstað Guðs – málstað sem er ómælanlega hátt hafinn yfir innsta eðli helgunar – flekkast af fánýtum hugarburði yðar, spilltum og ósæmilegum ímyndunum.
138
Þú sérð, ó náðugi Guð sem hrífur og gagntekur allt sem skapað er með valdi Þínu, þessa þjóna, bandingja Þína, sem samkvæmt velþóknun vilja Þíns halda föstuna sem Þú mæltir fyrir um; sem rísa upp árla dags til að minnast nafns Þíns og vegsama lofgjörð Þína í þeirri von að fá sinn hlut í þeim gæðum sem eru varðveitt í fjárhirslum náðar Þinnar og veglyndis. Ég bið Þig, ó Þú sem heldur í greip Þinni stjórntaumum allrar sköpunarinnar og hefur í hendi Þér allt ríki nafna Þinna og eiginda, að svipta ekki þjóna Þína regninu sem fellur úr skýjum miskunnar Þinnar á degi Þínum né meina þeim um sinn skerf úr hafi velþóknunar Þinnar.
Ó Drottinn Minn, allar öreindir jarðarinnar bera vitni mikilleik valds Þíns og herradóms, og öll tákn alheimsins staðfesta dýrð tignar Þinnar og máttar. Haf því miskunn, ó Þú allsráðandi Drottinn, konungur eilífðar og yfirbjóðandi allra þjóða, með þessum þjónum Þínum sem hafa tekið föstu taki um haldreipi boða Þinna og lotið opinberunum laga Þinna sem voru send niður frá himni vilja Þíns.
Sjá, ó Drottinn, hvernig augu þeirra beinast að dagsbrún ástríkis Þíns, hvernig þeir hafa snúið hjörtum sínum að hafdjúpi veglyndis Þíns, hvernig raddir þeirra hljóðna er þeir heyra ljúfustu rödd Þína sem kallar frá hinni æðstu stöðu í Þínu nafni, hins aldýrlega. Hjálpa Þú ástvinum Þínum, ó Drottinn Minn, þeim sem hafa yfirgefið allt sitt og eru umkringdir raunum og þrengingum sökum þess að þeir afneituðu veröldinni og beindu ást sinni að ríki dýrðar Þinnar svo að þeir mættu öðlast það sem er í Þinni eigu. Vernda þá, Ég bið Þig ó Drottinn Minn, fyrir atlögum illra ástríðna þeirra og langana og hjálpa þeim að öðlast það sem stoðar þá í þessum heimi og þeim sem kemur.
Ég bið Þig, ó Drottinn Minn, við Þitt hulda og ástkæra nafn sem kallar í ríki sköpunar og kveður allir þjóðir til Trésins á leiðarenda, aðseturs yfirskilvitlegrar dýrðar, að senda yfir okkur og þjóna Þína steypiflóð náðar Þinnar svo það fái hreinsað okkur af minningu um allt nema Þig og færi okkur nær úthafi miskunnar Þinnar. Fyrirskipa, ó Drottinn, með upphafnasta penna Þínum það sem gerir sálir okkar ódauðlegar í ríki dýrðarinnar og nöfn okkar eilíf í ríki Þínu, og vernda líf okkar í skjóli varðveislu Þinnar og líkama okkar í athvarfi Þíns óforgengilega virkis. Vald hefur Þú yfir öllu sem er, hvort sem það í fortíð eða framtíð. Enginn er Guð nema Þú, verndarinn alvaldi, hinn sjálfumnógi.
Þú sérð, ó Drottinn, biðjandi hendur okkar teygja sig upp til himins gjafa Þinna og veglyndis. Gef að þær fyllist fjársjóðum rausnar Þinnar og veglyndis. Fyrirgef okkur, feðrum okkar og mæðrum, og uppfyll allar óskir okkar úr hafi náðar Þinnar og guðdómlegs örlætis. Veit viðtöku, ó Ástvinur hjartna okkar, öllum verkum okkar á vegi Þínum. Þú ert vissulega hinn voldugasti og upphafnasti, hinn eini og óviðjafnanlegi, fyrirgefandinn, hinn náðugi.
139
Eyru þín, ó , hlýði með athygli á rödd Hins aldna sem kallar til þín frá ríki síns aldýrlega nafns. Hann er sá sem kunngerir frá ríkjunum hið efra og í innsta kjarna alls sem skapað er: „Vissulega er Ég Guð, enginn er Guð nema Ég. Ég hef frá ómunatíð verið uppspretta alls valds og yfirráða og mun áfram um alla eilífð beita allsráðandi valdi Mínu og veita öllu sem skapað er vernd Mína. Sönnun Mín er mikilleiki máttar Míns og herradóms sem umlykur alla sköpunina.“…
Sæll er þú, ó nafn Mitt, því að þú hefur gengið inn í örk Mína og siglir hraðbyri á hafi tignar í krafti Míns æðsta og upphafnasta valds. Nafn þitt er meðal nafna Minna útvöldu sem fingur Guðs hefur skráð. Þú hefur drukkið af bikarnum sem er lífið sjálft úr höndum þessa Æskumanns sem opinberendur Hins aldýrlega snúast um. Þeir sem eru dagsbrúnir miskunnar vegsama ljós návistar Hans á degi og nóttu.
Dýrð Hans sé með þér því að þú hefur ferðast frá Guði til Guðs og gengið inn í aðsetur ófölnandi ljóma, staðinn sem dauðlegur maður fær aldrei lýst. Þar hefur andvari heilagleikans, gagntekinn ást á Drottni þínum, hrifið andann sem býr innra með þér og vötn skilnings hafa hreinsað þig af flekkun fjarlægðar og óguðleika. Þú hefur fengið inngöngu í paradís minningar um Guð með því að viðurkenna holdtekju þeirrar minningar meðal manna.
Ver því þakklátur Guði fyrir að hafa veitt þér styrk til að hjálpa málstað Hans og látið blóm þekkingar og skilnings spretta í garði hjarta þíns. Þannig hefur náð Hans og miskunn umlukið þig og alla sköpunina. Varast að láta nokkuð hryggja þig. Leys þig úr viðjum hégómlegra mannasetninga og varpa frá þér fánýtum hártogunum þeirra sem hylja sig Guði. Kunnger síðan það sem Hinn mesti andi blæs þér í brjóst í þjónustu við málstað Drottins þíns til þess að þú megir vekja sálir allra manna og laða hjörtu þeirra að þessum aldýrlega og sælasta reit.…
Vita skalt þú að Vér höfum numið úr gildi vald sverðsins til hjálpar málstað Vorum og heimilað í stað þess beitingu þess valds sem fæðist af orðum manna. Þetta er óafturkallanleg ráðsályktun í krafti náðar Vorrar. Seg: Ó menn! Sáið ekki sæði sundurlyndis meðal manna og deilið ekki við meðbræður yðar því að Drottinn yðar hefur falið konungum jarðarinnar forræði heimsins og borga hans og gert þá að táknum valds síns í krafti þeirra yfirráða sem Hann hefur kosið að veita þeim. Hann hefur neitað að áskilja sjálfum sér nokkurn vott af jarðnesku valdi. Þessu ber Hann sem er sannleikurinn eilífi sjálfur vitni. Það sem Hann hefur áskilið sér eru borgir mannshjartnanna til þess að Hann fái hreinsað þær af allri jarðneskri saurgun og gert þeim kleift að nálgast þennan heilaga reit sem hendur trúleysingjanna geta aldrei vanhelgað. Opnið, ó menn, borg mannshjartans með lykli orða yðar. Þannig höfum Vér að forákvörðuðu marki gert yður grein fyrir skyldu yðar.
Ég sver við réttlæti Guðs! Heimurinn og hégómi hans, dýrð hans og öll þau unaðsefni sem hann hefur upp á að bjóða, eru fyrir augliti Guðs jafn lítils virði, nei, jafnvel fyrirlitlegri, en duft og aska. Ef hjörtu mannanna gætu aðeins skilið það! Hreinsið yður kostgæfilega, ó fylgjendur , af sora heimsins og öllu sem honum tilheyrir. Guð sjálfur ber Mér vitni. Jarðneskir hlutir sæma yður ekki. Látið þá eftir þeim sem kunna að ágirnast þá og festið sjónir á þessari sannhelgu og geislandi sýn.
Það sem sæmir yður er ást Guðs og ást Hans sem opinberar innsta eðli Guðs, og hlýðni við öll boð Hans til yðar, ef þér aðeins vissuð.
Seg: Látið sannsögli og hæversku vera djásn yðar. Leyfið eigi að þér séuð sviptir kyrtli umburðarlyndis og réttlætis svo að ljúf angan heilagleikans megi berast frá hjörtum yðar yfir allt sem skapað er. Seg: Varist, ó fylgjendur , að ganga vegu þeirra sem segja annað en þeir gera. Sýnið viðleitni, að þér megið birta þjóðum jarðarinnar tákn Guðs og endurspegla boð Hans. Látið gerðir yðar verða leiðsögn öllu mannkyni því að orð flestra manna, hárra og lágra, eru frábrugðin hegðun þeirra. Það er með gerðum yðar sem þér getið aðgreint yður frá öðrum. Með hjálp þeirra getur birtan af ljósi yðar upplýst alla jörðina. Sæll er sá sem gætir ráða Minna og heldur fyrirmæli Hins alvitra og alvísa.
140
Ó Muḥammad-‘Alí! Mikil blessun bíður þín því að þú hefur prýtt hjarta þitt djásni ástar Drottins þíns, hins aldýrlega og altignaða. Sá sem hlýtur slíka stöðu á þessum degi öðlast allt sem gott er.
Skeyt engu um þær auðmýkingar sem fallið hafa í skaut ástvina Guðs á þessum degi. Þessi auðmýking er stolt og dýrð alls stundlegs heiðurs og veraldlegrar upphafningar. Hvaða heiður er hægt að hugsa sér fremri þeim sem veitist fyrir orð Hins aldna, þegar Hann minnist ástvina sinna í þessari mestu prísund? Sá dagur nálgast að þessi þykku ský dreifast og hverfa og ljós orðanna, „Allur heiður er Guðs og þeirra sem elska Hann“ birtist líkt og sólin yfir sjónarhring vilja Hins almáttuga.
Allir menn, háir og lágir, hafa leitað slíks heiðurs og leita hans enn. En jafnskjótt og Sól sannleikans úthellti birtu sinni yfir heiminn fóru allir á mis við blessanir hennar og litu ekki dýrð hennar líkt og blæja hefði byrgt þeim sýn, að undanskildum þeim sem héldu föstu taki um haldreipi óskeikullar forsjónar hins eina sanna Guðs og beindu sjónum að heilögu aðsetri Hans, lausir úr viðjum alls nema Hans.
Fær Honum, þrá og eftirlöngun allra veraldanna, þakkir fyrir að hafa veitt þér slíkan heiður. Áður en langt um líður mun heimurinn og allt sem í honum er hverfa í gleymskunnar djúp og allur heiður veitast ástvinum Drottins þíns, hins aldýrlega og gjöfulasta.
141
Bók sem í sannleika er send niður til hinna skilningsríku! Hún býður mönnum að gæta sanngirni og starfa af réttvísi og bannar þeim að ganga eftir spilltum hneigðum sínum og holdlegum ástríðum til þess að mannanna börn geti vaknað af móki sínu.
Seg: Ó menn, fylgið því sem yður hefur verið boðið í töflum Vorum en ekki hugarórum þeirra sem sá svikráðum, þeirra sem fremja illgerðir og eigna þær Guði, hinum helgasta og aldýrlega, hinum upphafnasta. Seg: Vér höfum samþykkt að þola sár og þjáningar til þess að þér getið helgast frá allri jarðneskri saurgun. Hvers vegna neitið þér þá að íhuga áform Vort í hjörtum yðar? Ég sver við réttlæti Guðs! Sál hvers og eins sem íhugar þrengingarnar sem Vér höfum þolað mun vissulega tærast upp af sorg. Drottinn þinn ber sjálfur vitni sannleika orða Minna. Vér höfum borið alla hörmungabyrði til að helga yður frá allri jarðneskri spillingu og samt eruð þér skeytingarlausir.
Seg: Það sæmir hverjum og einum sem heldur fast við kyrtilfald Vorn að vera flekklaus af öllu sem herskörum himinsins er andstyggð. Slík er ákvörðun Drottins yðar í þessari skýru töflu Hans. Seg: Vísið þér ást Minni á bug og fremjið það sem hryggir hjarta Mitt? Hvað meinar yður að skilja það sem Hinn alvitri og alvísi hefur opinberað yður?
Oss er vissulega kunnugt um gerðir yðar. Ef Vér finnum af þeim ljúfa angan hreinlífis og heilagleika, munum Vér vissulega blessa yður. Þá munu tungur íbúa paradísar færa yður lof og mikla nöfn yðar á meðal þeirra sem hafa nálgast Guð.
Hald fast í kyrtilfald Guðs og tak traustlega í taug Hans, taugina sem enginn getur slitið. Varast að háreysti þeirra sem hafa hafnað þessari mestu boðun komi í veg fyrir að þú náir takmarki þínu. Kunnger það sem þér hefur verið boðið í þessari töflu þótt allar þjóðir rísi upp og veiti þér mótspyrnu. Drottinn þinn er vissulega hinn alknýjandi, verndarinn óbrigðuli.
Dýrð Mín sé með þér og þeim ástvinum Mínum sem samneyta þér. Þeir eru að sönnu í hópi þeirra sem vel mun farnast.
142
Ég sver við fegurð Ástvinarins! Þetta er miskunn sem hefur umvafið alla sköpunina; þetta er dagurinn þegar náð Guðs hefur gagntekið og umlukið allt sem er. Lifandi vatn náðar Minnar, ó ‘Alí, streymir og hjarta Mitt logar af blíðu Minni og ást. Aldrei hef Ég getað sætt mig við þjáningarnar sem falla í hlut ástvinum Mínum né nokkra þá erfiðleika sem gætu varpað skugga á fögnuð hjartna þeirra.
Í hvert sinn sem nafni Mínu „hinn almiskunnsami“ var tjáð að einn af ástvinum Mínum hefði mælt orð sem gekk gegn vilja Mínum hélt það, vansælt og harmi slegið, til athvarfs síns; og ætíð þegar nafn Mitt „hyljandinn“ uppgötvaði að einn fylgjenda Minna hefði bakað náunga sínum skömm eða auðmýkingu, sneri það einnig sorgmætt og vonsvikið til athvarfs dýrðar sinnar og þar grét það harmi slegið. Og ævinlega þegar nafn Mitt „fyrirgefandinn“ skynjaði að einhver vinanna hefði framið einhverja misgerð hrópaði það upp í sárri neyð og féll yfirkomið af kvöl í rykið og var borið á brott af sveit ósýnilegra engla til híbýla sinna í ríkjunum hið efra.
Ég sver við sjálfan Mig, hinn sanna, ó ‘Alí! Eldurinn sem logar í hjarta er heitari en eldurinn sem logar í þínu hjarta og kveinstafir Hans eru sárari en þínir. Í hvert sinn sem einhver þeirra hafði syndgað og ávæningur af því barst til helgrar návistar Hans, var Hinn aldni svo fullur blygðunar að Hann óskaði þess að geta hulið dýrð ásýndar sinnar augum allra manna því að Hann hefur ævinlega fest sjónir á tryggð þeirra og gætt að fyrstu kröfum hennar.
Orðin sem þú skrifaðir urðu þess valdandi óðar og þau voru lesin upp í návist Minni, að hafdjúp tryggðar ólguðu innra með Mér og andvari fyrirgefningar Minnar barst yfir sál þína og tré ástríkis Míns yfirskyggði þig, og úr skýjum veglyndis rigndi gjöfum Mínum yfir þig. Ég sver við sólina sem skín yfir sjónarhring eilífðarinnar, að Ég samhryggist þér í sorg þinni og harma með þér í þrengingunni.… Ég ber vitni þeirri þjónustu sem þú hefur veitt Mér og staðfesti þá margvíslegu erfiðleika sem þú hefur þolað sakir Mín. Allar öreindir jarðar kunngera ást Mína á þér.
Ákall þitt, ó ‘Alí, er afar þóknanlegt fyrir augliti Mínu. Kunnger málstað Minn með penna þínum og tungu. Hrópa upp og kalla fólkið á fund allsráðandi Drottins allra veraldanna af svo brennandi ákefð og hita að þú fáir tendrað eld í öllum mönnum.
Seg: Ó Drottinn minn, ástvinur minn, sá sem stjórnar athöfnum mínum, leiðarstjarna sálar minnar, röddin sem hrópar í innstu verund minni, tilbeiðsluefni hjarta míns! Lof sé Þér fyrir að hafa gert mér kleift að beina augliti mínu að þér, fyrir að kveikja eld í sál minni þegar hugur minn er allur hjá Þér, og hjálpa mér að kunngera nafn Þitt og færa Þér lof.
Guð minn, Guð minn! Ef enginn villist af vegi Þínum, hvernig gætu kennimerki miskunnar Þinnar komið í ljós og hvernig væri hægt að birta táknin um örlæti Þitt og hylli? Og ef rangindi eru ekki framin, hvernig væri þá hægt að kunngera að Þú ert sá sem hylur syndir mannanna, sá sem ætíð fyrirgefur, hinn alvitri og alvísi? Megi sál mín verða lausnargjald fyrir misgerðir þeirra sem brotið hafa gegn vilja Þínum, því yfir slíkar misgerðir berst ljúfur ilmur mildrar miskunnar frá nafni Þínu, hinn samúðarfulli og almiskunnsami. Megi líf mitt verða lausnargjald fyrir afbrot þeirra sem hafa brotið gegn Þér, því að þeirra vegna hefur andi náðar Þinnar og ilmur ástríkis Þíns borist mönnunum og orðið þeim kunnur. Megi innsta verund mín verða lausnargjald fyrir syndir þeirra sem hafa syndgað gegn Þér, því að það er vegna slíkra synda sem sól margvíslegra náðargjafa Þinna birtist yfir sjónarhring veglyndis Þíns og úr skýjum óbrigðullar forsjónar Þinnar rignir gjöfum yfir veruleika alls sem skapað er.
Ég er sá, ó Drottinn minn, sem hef játað fyrir þér fjölmargar illgerðir mínar og viðurkennt það sem enginn maður hefur viðurkennt. Ég hef hraðað mér til úthafs fyrirgefningar Þinnar og leitað athvarfs í skugga náðarsamlegustu hylli Þinnar. Gef, ég bið þig, ó Þú sem ert konungurinn eilífi og æðsti verndari allra manna, að mér verði kleift að birta það sem fær hjörtu og sálir manna til að svífa í ómælisdjúpum ástar Þinnar og samneyta anda Þínum. Styrk mig með anda yfirráða Þinna til þess að ég megi leiða allt sem skapað er að dagsbrún birtingar Þinnar og uppsprettu opinberunar Þinnar. Hjálpa mér, ó Guð minn, að lúta fullkomlega vilja Þínum og rísa upp í þjónustu við Þig, því að þetta jarðneska líf er mér aðeins kært svo fremi ég geti gengið umhverfis helgidóm opinberunar Þinnar og aðsetur dýrðar Þinnar. Þú sérð mig, ó Guð minn, leystan úr viðjum alls nema Þín, auðmjúkan og undirgefinn vilja Þínum. Far með mig eins og sæmir Þér, hátign Þinni og mikilli dýrð.
Ó ‘Alí! Þér hefur veist, og veitist enn, af veglyndi Drottins allra veraldanna. Vopnast mætti Hans og valdi og rís upp til að hjálpa málstað Hans og mikla heilagt nafn Hans. Ver ekki hryggur í hjarta vegna fákunnáttu þinnar í fræðum manna og kunnáttuleysis í lestri og skrift. Dyrnar að mikilli náð Hans eru í voldugri hendi hins eina sanna Guðs. Hann hefur lokið þeim upp og mun framvegis láta þær standa opnar frammi fyrir öllum sem þjóna Honum. Það er innileg von Mín að þessi ljúfi andvari guðlegrar miskunnar muni ævinlega bera ilminn frá gróðurlendi hjarta þíns yfir allan heiminn og áhrifa hans gæti í öllum löndum. Hann er sá sem ræður fyrir öllu sem skapað er. Hann er vissulega hinn voldugasti og aldýrlegi, hinn alvaldi.
143
Sæll ert þú, ó þjónn Minn, því þú hefur borið kennsl á sannleikann og yfirgefið þann sem hafnaði Hinum almiskunnsama og fordæmdur var sem illvirki í móðurtöflunni. Gakk staðfastur í ást Guðs og hald rakleiðis áfram á vegi trúar Hans og hjálpa Honum með afli orða þinna. Svo býður þér Hinn almiskunnsami sem sætir fangelsun kúgara sinna.
Ef þrenging verður á vegi þínum sakir Mín, minnst þú erfiðleika Minna og rauna og leið hugann að útlegð Minni og helsi. Þannig skýrum Vér þér frá því sem hefur stigið niður yfir Oss frá Hinum aldýrlega og alvitra.
Ég sver við Mitt eigið sjálf! Sá dagur nálgast er Vér vefjum saman veröldinni og öllu sem í henni er og breiðum út nýtt skipulag í hennar stað. Hann hefur vissulega vald yfir öllu sem er.
Helga hjarta þitt svo að þú megir muna Mig og hreinsa heyrn þína svo þú getir hlýtt á orð Mín. Bein síðan ásjónu þinni að þeim reit þar sem hásæti Drottins síns, Guðs miskunnar, hefur verið reist og seg: Lof sé þér, ó Drottinn minn, fyrir að hafa gert mér kleift að bera kennsl á opinberanda Þíns eigin sjálfs og leyft mér að festa hjarta mitt við heilagt aðsetur návistar Þinnar, takmark tilbeiðslu sálar minnar. Ég bið Þig við nafn Þitt, sem klauf himnana og sundraði jörðinni, að fyrirhuga mér það sem þú fyrirhugaðir þeim sem hafa snúið frá öllu nema Þér og beint hjörtum sínum staðfastlega að Þér. Gef, að í návist Þinni verði mér vísað til sætis sannleikans í tjaldbúð dýrðarinnar. Vald hefur Þú til að gera það sem Þér líst. Enginn er Guð nema Þú, hinn aldýrlegi og alvitri.
144
Penni Hins hæsta hefur gert hverjum og einum að skyldu að kenna þennan málstað.… Guð mun án efa innblása hvern þann sem leysir sig frá öllu nema Honum og láta hrein vötn visku og máls streyma ríkulega frá hjarta hans. Vissulega hefur Drottinn þinn, hinn almiskunnsami, vald til að gera það sem Honum líst og mæla fyrir um hvaðeina sem Honum þóknast.
Ef þú hugleiddir þessa veröld og skildir fallvaltleik alls sem henni tilheyrir myndir þú ekki velja þér neitt annað hlutskipti en þjónustu við málstað Drottins þíns. Enginn hefði vald til að aftra þér að víðfrægja lof Hans og dýrð jafnvel þótt allir menn rísi gegn þér.
Hald rakleiðis áfram og ver þolinmóður í þjónustu við Hann. Seg: Ó menn! Dagurinn sem yður var heitið í öllum helgum bókum er nú runninn upp. Óttist Guð og aftrið yður ekki að viðurkenna Hinn eina, markmið allrar sköpunarinnar. Hraðið yður á fund Hans. Betra er það yður en veröldin og allt sem í henni er. Ef þér aðeins gætuð skilið!
145
Ef þér mætið hinum niðurlægðu eða fótumtroðnu, snúið ekki frá þeim í fyrirlitningu því að Konungur dýrðarinnar vakir yfir þeim og umvefur þá blíðu sem enginn fær skilið nema þeir sem hafa sameinað óskir sínar og þrár vilja Drottins yðar, hins náðuga og alvísa. Ó þér auðmenn jarðar! Flýið ekki andlit þurfamannsins sem liggur í duftinu, nei, vingist við hann og fáið hann til að segja yður frá neyðinni sem hann hefur liðið vegna órannsakanlegrar ákvörðunar Guðs. Ég sver við réttlæti Guðs! Meðan þér samneytið honum munu herskarar himinsins fylgjast með yður, hafa milligöngu fyrir yðar sakir, vegsama nöfn yðar og bera lof á verk yðar. Sælir eru lærdómsmennirnir sem ekki hreykja sér af afrekum sínum, og heill þeim réttlátu sem spotta ekki hina syndugu heldur hylja misgerðir þeirra til þess að þeirra eigin ávirðingar megi dyljast sjónum manna.
146
Það er ósk Vor og þrá, að hvert og eitt yðar verði mönnunum uppspretta alls góðs og fordæmi hreinlyndis öllu mannkyni. Varist að taka sjálfa yður fram yfir náunga yðar. Festið sjónir yðar á Honum sem er musteri Guðs meðal manna. Hann hefur að sönnu látið líf sitt í sölurnar til þess að endurleysa heiminn. Hann er vissulega hinn algjöfuli og miskunnsami, hinn hæsti. Skyldi ágreiningur rísa meðal yðar, lítið Mig standa frammi fyrir yður og skeytið engu um ávirðingar hvers annars sakir nafns Míns og sem tákn um ást yðar á opinberuðum og skínandi málstað Mínum. Oss er kært að sjá yður ávallt samneyta hvert öðru í eindrægni og samstillingu innan paradísar velþóknunar Minnar og finna ilminn af vináttu yðar og einingu, ástríki og bróðerni. Þannig ræður yður Hinn alvísi og trúfasti. Vér munum ætíð vera hjá yður; ef Vér finnum ilminn af bræðralagi yðar mun hjarta Vort vissulega fagna því að ekkert annað getur fullnægt Oss. Þessu bera vitni allir sem hafa sannan skilning.
147
Hið mesta nafn ber Mér vitni! Hve hryggilegt væri það eigi ef maðurinn festi hjarta sitt á þessum degi við hverfula jarðneska hluti! Rísið upp og fylgið málstað Guðs af staðfestu. Sýnið hvert öðru innilegustu ást. Gjöreyðið sakir Ástvinarins blæju sjálfsins með loga hins ódeyjandi elds og samneytið náunga yðar glaðir í bragði og geislandi. Yður er fullkunnugt um allt sem lýtur að hegðun Hans, sem er orð sannleikans yðar á meðal. Þér vitið mæta vel hversu erfitt það er fyrir þennan Æskumann að leyfa að hjarta nokkurs ástvinar Guðs hryggist sakir Hans, þótt ekki sé nema eina nótt.
Orð Guðs hefur kveikt eld í hjarta heimsins; hörmulegt væri ef þér upptendruðust ekki af loga hans! Guð gefi að þér lítið á þessa blessuðu nótt sem nótt einingar, knýtið saman sálir yðar og fastráðið að prýðast djásni göfugs og lofsverðs lundernis. Látið það vera fremsta markmið yðar að bjarga hinum fallna frá feni yfirvofandi útslokknunar og hjálpa honum að umfaðma aldna trú Guðs. Hegðun yðar gagnvart náunga yðar ætti að vera með þeim hætti, að hún sýni glöggt tákn hins eina sanna Guðs því þér eruð hin fyrstu sem andi Hans endurskapar, sem tilbiðja Hann og knékrjúpa Honum, hinir fyrstu sem hringsóla um hásæti dýrðar Hans. Ég sver við Hann sem hefur látið Mig opinbera hvaðeina sem Honum þóknast! Íbúar ríkisins á hæðum þekkja yður betur en þér þekkið yður sjálf. Teljið þér þessi orð fánýt og innantóm? Ef aðeins þér hefðuð vald til að skynja það sem Drottinn yðar, hinn almiskunnsami, sér og veit – það sem ber vitni um ágæti stöðu yðar, staðfestir verðleika yðar og kunngerir háa stöðu yðar! Guð gefi að langanir yðar og óslökktar ástríður komi ekki í veg fyrir að þér hljótið það sem yður er fyrirhugað.
148
Ó ! Allt sem vitringarnir og dulspekingarnir hafa sagt og skrifað hefur aldrei, og mun aldrei, sigrast á þeim takmörkunum sem endanlegum huga mannsins eru settar. Hversu hátt sem hugur hinna upphöfnustu meðal manna getur risið, hversu djúpt sem hið sjálflausa og skilningsríka hjarta kafar, getur sá hugur eða það hjarta aldrei sigrast á sköpun sinna eigin hugmynda og afurðum síns eigin huga. Hugleiðingar hinna djúpvitrustu hugsuða, bænir hinna helgustu dýrlinga, æðsta tjáning lofgjörðar frá penna eða tungu mannsins – allt endurspeglar þetta einungis það sem skapað hefur verið innra með þeim með opinberun Drottins, Guðs þeirra. Sá sem íhugar þennan sannleika í hjarta sínu mun fúslega viðurkenna að til eru vissar takmarkanir sem engin mannleg vera fær með nokkru móti sigrast á. Allar tilraunir sem gerðar hafa verið frá því upphafi sem er án upphafs til að setja sér Guð fyrir sjónir og þekkja Hann, takmarkast af skilyrðum og forsendum Hans eigin sköpunar – sköpunarverks sem Hann hefur mótað með fulltingi vilja síns og sjálfan sig einan að markmiði. Ómælanlega hátt er Hann hafinn yfir tilraunir mannshugarins til að skilja eðli Hans og tungu mannsins til að lýsa leyndardómi Hans. Engin bein tengsl er nokkru sinni að finna milli Hans og þess sem Hann hefur skapað né heldur geta torræðustu og djúpskyggnustu vísbendingar skepna Hans gert eðli og verund Hans rétt til. Með heimsumlykjandi vilja sínum hefur Hann kallað til verundar allt sem skapað er. Hann er, og hefur ætíð verið, hjúpaður aldinni eilífð síns upphafna og ódeilanlega eðlis og verður að eilífu hulinn ótilkvæmilegri hátign sinni og dýrð. Allt á himni og allt á jörðu hefur orðið til að boði Hans, og fyrir vilja Hans hafa allir stigið út úr fullkominni eiveru inn í ríki tilvistar. Hvernig gæti þá skepnan, sem orð Guðs hefur skapað, skilið eðli Hins aldna?
149
Rísi einhver upp á þessum degi í algjörri lausn frá öllu sem er á himnum og á jörðu og helgaði hjarta sitt Honum, sem er dagsbrún heilagrar opinberunar Guðs, yrði honum vissulega veitt vald til að yfirbuga allt sem skapað er með mætti eins af nöfnum Drottins Guðs síns, hins alvitra og alvísa. Vit með vissu að Sól sannleikans hefur á þessum degi fyllt veröldina ljóma sem ekkert í fortíðinni kemst í samjöfnuð við. Leyfið ljósi dýrðar Hans, ó mannanna börn, að skína á yður og teljist ekki til hinna gálausu.
150
Þegar sigurinn kemur mun sérhver maður játa sig átrúanda og hraða sér í athvarf trúar Guðs. Sælir eru þeir sem á dögum heimsumlykjandi eldrauna hafa staðið stöðugir í málstaðnum og neitað að víkja frá sannleika Hans.
151
Leysið yður, ó næturgalar Guðs, frá þyrnum og þistlum eymdar og niðurlægingar og takið flugið til rósagarðs ófölnandi ljóma. Ó vinir Mínir sem dveljið í duftinu! Hraðið yður til himneskra híbýla yðar. Kunngerið sjálfum yður fagnaðartíðindin: „Ástvinurinn mesti er kominn! Hann hefur krýnt sjálfan sig dýrð opinberunar Guðs og opnað fyrir augliti manna dyr aldinnar paradísar sinnar.“ Öll augu fagni og sérhvert eyra gleðjist því nú er tími til þess kominn að horfa á fegurð Hans, nú er rétta stundin að hlýða á rödd Hans. Kunngerið sérhverjum löngunarfullum elskhuga: „Sjá, Ástvinur þinn er kominn til manna.“ Og flytjið sendiboðunum frá Einvaldi ástarinnar þessi tíðindi: „Sjá, Hinn tilbeðni hefur birst íklæddur fyllingu dýrðar sinnar!“ Ó þér sem elskið fegurð Hans! Snúið kvöl aðskilnaðar við Hann í fögnuð ævarandi endurfunda og látið sætleika návistar Hans eyða beiskjunni af fjarlægðinni frá heilögu aðsetri Hans.
Sjá hvernig margvíslegar miskunnsemdir Guðs, sem falla úr skýjum guðlegrar dýrðar, hafa á þessum degi umvafið veröldina. Því að áður leitaði sérhver elskandi Ástvinar síns og grátbændi Hann, en nú kallar Ástvinurinn sjálfur á elskendur sína og býður þeim að koma á fund sinn. Varist að varpa á glæ svo dýrmætri gjöf; varist að gera lítið úr svo dýrmætu tákni náðar Hans. Snúið ekki baki við óforgengilegum gæðum og gerið yður ekki að góðu það sem tortímist. Fellið blæjuna sem byrgir yður sýn og dreifið myrkrinu sem umlykur yður svo að þér megið líta óhjúpaða andlitsfegurð Ástvinarins og sjá það sem engin dauðleg augu hafa séð og heyra það sem ekkert eyra hefur heyrt.
Heyrið mig, ó dauðlegu fuglar! Í garði óbrigðuls ljóma er rós byrjuð að blómstra. Í samanburði við hana eru öll önnur blóm þyrnar einir, og í dýrlegri birtu hennar hlýtur innsti veigur fegurðar að fölna og visna. Hefjist því handa og reynið af öllum eldmóði hjartna yðar, af allri ákefð sálna yðar, fullum styrk vilja yðar og einbeittum kröftum allrar verundar yðar að komast til paradísar návistar Hans og anda að yður ilminum af því óforgengilega blómi, nema ljúfa angan heilagleikans og öðlast hlutdeild í þessari ilman himneskrar dýrðar. Hver sem fylgir þessu ráði mun brjóta af sér hlekkina, finna keim hugfanginnar ástar, öðlast þrá hjarta síns og fela anda sinn í hendur Ástvinarins. Þegar hann brýtur sundur búrið, tekur hann flugið líkt og fugl andans til síns heilaga og ævarandi hreiðurs.
Nótt hefur fylgt degi og dagur nótt. Hraðfleygar stundir lífs yðar hafa komið og farið en samt hefur enginn samþykkt eitt andartak að leysa sig frá því sem tortímist. Vaknið til dáða svo að þau örstuttu andartök sem þér enn eigið eftir glatist ekki. Með eldingarhraða munu dagarnir líða og líkamar yðar verða lagðir til hvíldar undir þekju duftsins. Hverju getið þér þá komið í verk? Hvernig getið þér bætt fyrir mistök yðar?
Hið eilífa kerti skín í nakinni dýrð sinni. Sjá hvernig það hefur brennt sundur sérhverja dauðlega blæju. Ó þér sem elskið ljós Hans og laðist að því eins og náttfiðrildi! Horfist í augu við sérhverja hættu og helgið sálir yðar með eyðandi eldi hennar. Ó þér sem þyrstið eftir Honum! Leysið sjálfa yður fullkomlega frá sérhverri jarðneskri ást og flýtið yður að umfaðma Ástvin yðar. Hraðið yður til Hans brennandi af þrá og löngun. Blómið sem fram til þessa var hulið sjónum manna hefur nú verið afhjúpað augum yðar. Hann stendur frammi fyrir yður í allri sinni geislandi dýrð. Rödd Hans kallar allar heilagar og helgaðar verur, býður þeim að koma og sameinast sér. Sæll er sá sem snýr til Hans; heill þeim sem komist hefur á leiðarenda og horfir á ljós svo undursamlegrar Ásýndar.
152
Auga þitt er trúnaður Minn, lát ekki dust hégómlegra ástríðna skyggja á ljóma þess. Eyra þitt er tákn veglyndis Míns, lát ekki umrót ósæmilegra hvata snúa því frá orði Mínu sem umlykur alla sköpunina. Hjarta þitt er fjárhirsla Mín, leyf ekki svikulli hendi sjálfsins að ræna þig perlunum sem Ég hef varðveitt þar. Hönd þín er tákn ástríkis Míns, aftra henni ekki að halda fast við varðveittar og huldar töflur Mínar.… Óumbeðinn hef Ég úthellt yfir þig náð Minni. Án bónar hef Ég uppfyllt ósk þína. Þótt þú verðskuldir það ekki hef Ég valið þér ómælanlega og ríkulegustu hylli Mína.… Ó þjónar mínir! Verið auðsveipir og undirgefnir eins og jörðin svo að úr jarðvegi verundar yðar megi spretta ilmandi, heilagar og litfagrar jasintur þekkingar Minnar. Verið funandi sem bálið til þess að yður takist að eyða blæjum gáleysis og glæða með endurlífgandi orku ástar Guðs eld í köldum og vegvilltum hjörtum. Verið léttstígir og frjálsir eins og vindblærinn svo að þér megið hljóta inngöngu í heilagt aðsetur Mitt, Minn órjúfanlega griðastað.
153
Ó útlægi og trúfasti vinur! Slökk þorsta gáleysisins með helguðum vötnum náðar Minnar og dreif döprum sorta fjarlægðarinnar með árbirtu guðdómlegrar nærveru Minnar. Leyf eigi að híbýlin þar sem dvelur ódeyjandi ást Mín á þér tortímist sakir harðstjórnar ásælinna girnda og hyl eigi fegurð Hins himneska æskumanns dusti sjálfs og ástríðu. Íklæð þig kjarna réttlætisins og lát hjarta þitt óttast ekkert nema Guð. Byrg eigi bjarta lind sálar þinnar með þyrnum og illgresi fánýtra og hóflausra langana og tálma eigi rennsli hins lifandi vatns sem streymir frá uppsprettu hjarta þíns. Set alla von þína á Guð og hald fast við óbrigðula miskunn Hans. Hver annar en Hann getur auðgað hinn snauða og frelsað hinn fallna frá lægingu sinni?
Ó þjónar Mínir! Ef þér uppgötvuðuð hin huldu, strandlausu úthöf óspillanlegra auðæfa Minna, munduð þér vissulega meta einskis allan heiminn, nei, alla sköpunina. Látið loga leitarinnar brenna svo ákaft í hjörtum yðar að yður takist að ná æðsta og háleitasta takmarki yðar – stöðunni þar sem þér getið nálgast Ástvin yðar og sameinast Honum.…
Ó þjónar Mínir! Látið eigi hégómlegar vonir yðar og fánýtar ímyndanir veikja grundvöll trúar yðar á aldýrlegan Guð því að slíkar ímyndanir hafa aldrei komið mönnunum að neinu haldi og ekki tekist að leiða þá á hinn beina veg. Haldið þér, ó þjónar Mínir, að hönd alltumlykjandi, yfirskyggjandi og yfirskilvitlegs herradóms Míns sé hlekkjuð, að framstreymi aldinnar, óþrotlegrar og alltgagntakandi náðar hafi stöðvast, eða að úr skýjum æðstrar og óviðjafnanlegrar mildi Minnar hafi gjöfum Mínum hætt að rigna yfir mennina? Getið þér gert yður í hugarlund að þau undursamlegu verk sem hafa kunngert guðdómlegt og ómótstæðilegt vald Mitt séu á enda eða að vilja Mínum og áformi hafi verið aftrað að ráða örlögum mannkyns? Ef svo er ekki, hvers vegna hafið þér þá reynt að koma í veg fyrir að ódauðleg fegurð heilagrar og náðarríkrar ásýndar Minnar afhjúpist augum mannanna? Hvers vegna hafið þér streist við að hindra að birting Hinnar almáttugu og aldýrlegu verundar úthellti ljóma opinberunar sinnar yfir jörðina? Væruð þér sanngjarnir í dómum yðar veittist yður auðvelt að skilja hvernig veruleiki allra skapaðra hluta hefur ölvast fögnuði þessarar nýju og undursamlegu opinberunar, hvernig allar frumeindir jarðarinnar uppljómast af dýrðarbirtu hennar. Fánýtt og lítilmótlegt er það sem þér hafið ímyndað yður og ímyndið yður enn.
Snúið til baka, ó þjónar Mínir, og hneigið hjörtu yðar að Honum sem er uppspretta sköpunar yðar. Frelsið yður frá illum og spilltum hneigðum yðar, hafið hraðann á og umfaðmið ljós hins ódeyjandi elds sem tindrar á þessarar leyndardómsfullu og yfirskilvitlegu opinberunar. Spillið ekki helgu, upprunalegu og alltumfaðmandi orði Guðs og leitist ekki við að saurga heilagleika þess eða niðurlægja heilagt eðli þess. Ó þér gálausir! Þótt undur miskunnar Minnar hafi umlukið allt sem skapað er, sýnilegt og ósýnilegt, og þótt opinberanir náðar Minnar og mildi hafi gagntekið sérhverja öreind í alheiminum, þá er fleinninn sárbeittur sem Ég hirti illgerðarmennina með og heift reiði Minnar í gegn þeim ægileg. Hlýðið með eyrum sem helguð eru frá hégómafíkn og veraldlegum ástríðum á þau hollræði sem Ég í náðarríkri gæsku Minni hef opinberað yður, og gaumgæfið með innri og ytri augum yðar vitnisburð dásamlegrar opinberunar Minnar.…
Ó þjónar Mínir! Sviptið eigi sjálfa yður því skæra og ófölnandi ljósi sem skín í lampa guðlegrar dýrðar. Látið loga Guðs ástar brenna glatt í geislandi hjörtum yðar. Fæðið hann með olíu himneskrar leiðsagnar og verjið hann í skjóli staðfestu yðar. Verndið hann í ljóshjálmi trausts og aðskilnaðar frá öllu nema Guði svo að illt hvískur hinna óguðlegu megi ekki kæfa birtu hans. Ó þjónar Mínir! Heilagri, guðlega áformaðri opinberun Minni má líkja við úthaf sem geymir í djúpum sér ótölulegan fjölda af dýrmætum og tindrandi skærum perlum. Það er skylda sérhvers leitanda að hefjast handa og leggja sig fram um að komast til stranda þessa hafs svo að hann geti, að svo miklu leyti sem ákefð leitar hans og viðleitni segir til um, fá hlutdeild í þeim gæðum sem forákvörðuð hafa verið í óafturkallanlegum og huldum töflum Guðs. Vilji enginn beina skrefum sínum til þessara stranda, láti allir undir höfuð leggjast að rísa upp og finna hann, er þá hægt að segja að slík vanræksla hafi rænt hafið valdi þess eða dregið í einhverjum mæli úr auðlegð þess? Hversu fáfengilegar, hve fyrirlitlegar eru þær ímyndanir sem komið hafa upp í hjörtum yðar og gera það enn! Ó þjónar Mínir! Hinn eini sanni Guð ber Mér vitni! Þetta voldugasta, þetta ómælisvíða og ólgandi haf er nálægt yður, svo furðulega nálægt. Sjá, það er nær yður en sjálf lífæð yðar! Skjótar en augabragð getið þér, ef þér aðeins óskið, náð til þess og fengið hlutdeild í þessari óforgengilegu gjöf, þessari náð frá Guði, þessari máttugustu og óumræðilega dýrlegu hylli.
Ó þjónar Mínir! Gætuð þér skilið fyrir hvílíkum dásemdarverkum hylli Minnar og veglyndis Mér hefur þóknast að treysta sálum yðar, mynduð þér í sannleika snúa baki við öllu sem skapað er og öðlast sanna þekkingu á yðar eigin sjálfi, þekkingu sem jafngildir skilningi á Minni eigin verund. Þér mynduð verða óháðir öllum nema Mér og skynja með ytri og innri sjónum yðar jafn augljóst og opinberun skínandi nafns Míns þau höf ástúðar Minnar og örlætis sem ólga innra með yður. Látið eigi fánýtar blekkingar yðar, lesti, óhreinlyndi og hjartablindu myrkva ljóma eða flekka heilagleika svo háleitrar stöðu. Yður er farið líkt og fuglinum, sem svífur með fullum styrk máttugra vængja sinna gegnum ómælisdjúp himnanna í fullkominni og fagnaðarríkri vongleði uns hann snýr aftur, knúinn þörf til að seðja hungur sitt, til vatnsins og leirsins á jörðunni. Og er hann hefur fest sig í möskvum ástríðu sinnar finnur hann sig vanmegna að taka flugið á ný til ríkjanna þaðan sem hann kom. Þennan fugl sem áður var íbúi himnanna þrýtur afl til að hrista af sér byrðina sem íþyngir flekkuðum vængjum hans og neyðist til að leita sér dvalarstaðar í dustinu. Saurgið því ekki, ó þjónar Mínir, vængi yðar með leir vegvillu og fánýtra ástríðna og látið þá ekki flekkast af dusti öfundar og haturs svo að yður verði ekki aftrað að svífa í himinsölum guðdómlegrar þekkingar Minnar.
Ó þjónar Mínir! Fyrir mátt Guðs og vald Hans hef Ég úr fjárhirslum þekkingar Hans og visku opinberað og borið fram fyrir yður perlurnar sem lágu fólgnar í djúpum eilífs úthafs Hans. Ég hef kallað fram meyjar himinsins undan hinni hyljandi blæju og íklætt þær þessum orðum Mínum – orðum fullkomins valds og visku. Ég hefi auk þess með hönd guðdómlegs valds rofið innsiglið af úrvals víni opinberunar Minnar og dreift heilögum, huldum og moskusþrungnum ilmi þess yfir allt sem skapað er. Við hverja er að sakast aðra en yður ef þér kjósið að fara á mis við svo ríkulega úthellingu yfirskilvitlegrar og alltumlykjandi náðar Guðs, svo bjarta opinberun skínandi miskunnar Hans?…
Ó þjónar Mínir! Í hjarta Mínu skín ekkert nema ófölnandi árbjarmi guðdómlegrar leiðsagnar og af munni Mínum framgengur ekkert nema kjarni sannleikans sem Drottinn Guð yðar hefur opinberað. Fylgið því ekki jarðneskum ástríðum yðar og brjótið ekki sáttmála Guðs né rjúfið við Hann heit yðar. Með algjörri einbeitni, af allri elsku hjartna yðar og fullum krafti orða yðar, snúið til Hans og gangið ekki vegu hinna fávísu. Veröldin er leiksýning ein, fánýt og tóm, og ber aðeins svip af veruleika. Bindið eigi vonir yðar við hana. Slítið ekki böndin sem binda yður við skapara yðar og heyrið eigi til þeim sem ratað hafa í villur og reikað af vegum Hans. Sannlega segi Ég: Áþekk er veröldin hillingu í eyðimörkinni sem hinn þyrsti hyggur vatn og reynir af öllum mætti að ná en uppgötvar þegar nær dregur að var einskær tálsýn. Henni má einnig líkja við líflausa ímynd ástvinarins sem elskandinn hefur leitað og loks komist að raun um eftir langa mæðu og sér til sárustu iðrunar, að hvorki gat „satt hann né svalað hungri hans“.
Ó þjónar Mínir! Hryggist eigi, ef á þessum dögum og á þessu jarðneska sviði hafi hlutir sem ganga í gegn óskum yðar verið ákvarðaðir og birtir af Guði, því að dagar sæluríks fagnaðar, himnesks unaðar, bíða yðar vissulega. Veraldir sem eru heilagar og andlega dýrlegar verða birtar augum yðar. Yður er fyrirhugað af Honum í þessum heimi og þeim sem kemur að öðlast hlutdeild í gæðum þeirra, taka þátt í fögnuði þeirra og fá skerf af endurnærandi náð þeirra. Til þeirra allra munuð þér án efa komast.
154
Áminn þú, ó , ástvini hins eina sanna Guðs um að líta ekki ummæli og rit manna of gagnrýnum augum. Lát þá heldur nálgast slík ummæli og rit með opnum huga og ástríkri samúð. Þá sem á þessum degi láta leiðast til að ráðast í æsingarritum á kenningar málstaðar Guðs ber hins vegar að fást við með öðrum hætti. Sú skylda hvílir á hverjum manni að andmæla í samræmi við hæfileika sína röksemdum þeirra sem hafa ráðist gegn trú Guðs. Slík er ákvörðun Hins alvalda og almáttuga. Sá sem vill útbreiða málstað hins eina sanna Guðs ætti að nota til þess penna sinn og tungu en ekki sverð eða ofbeldi. Vér höfum á öðrum stað opinberað þessa tilskipan og nú staðfestum Vér hana, ef þér teljist til þeirra sem skilja. Ég sver við réttlæti Hans sem á þessum degi hrópar í innsta hjarta alls sem skapað er: „Guð, enginn er Guð nema Ég!“ Ef einhver rís upp og ver málstað Guðs gegn árásarmönnum Hans í ritum sínum hlotnast honum, hversu óverulegt sem framlag hans er, slíkur heiður í næstu veröld að herskarar himinsins munu sjá ofsjónum yfir dýrð hans. Enginn penni getur lýst upphafinni stöðu hans né nokkur tunga tjáð ljóma hennar. Hverjum og einum sem stendur einbeittur og staðfastur í þessari heilögu, dýrlegu og upphöfnu opinberun verður gefið slíkt vald að hann getur staðið andspænis og yfirbugað allt sem er á himni og jörðu. Þessu ber Guð sjálfur vitni.
Ó ástvinir Guðs! Hvílist ekki á hægum sessi, nei, hefjist handa um leið og þér berið kennsl á Drottin yðar, skaparann, og heyrið um hlutskipti Hans og komið Honum strax til aðstoðar. Hefjið upp rödd yðar og kunngerið stöðugt málstað hans. Betra er þetta fyrir yður en allir fjársjóðir fortíðar og framtíðar, ef þér teljist til þeirra sem skilja þennan sannleika.
155
Fyrsta skyldan sem Guð leggur þjónum sínum á herðar er að bera kennsl á Hann sem er dögun opinberunar Hans og uppspretta laga Hans sem er fulltrúi guðdómsins í konungríki málstaðar Hans og heimi sköpunarinnar. Sá sem uppfyllir þessa skyldu hefur öðlast allt sem gott er og sá sem vanrækir hana fer villur vegar, jafnvel þótt hann sé höfundur allra réttlátra gerða. Það sæmir hverjum og einum sem nær þessari æðstu stöðu, þessum tindi yfirskilvitlegrar dýrðar, að fylgja öllum fyrirmælum Hans sem er þrá heimsins. Þessar tvær skyldur eru óaðskiljanlegar. Hvorugri verður veitt viðtaka án hinnar. Þetta er ákvörðun Hans sem er uppspretta guðlegs innblásturs.
Þeir sem Guð hefur gætt innsæi viðurkenna fúslega að lögin sem Guð hefur sett eru áhrifamestu leiðirnar til að viðhalda reglu í heiminum og tryggja öryggi allra þjóða. Sá sem snýr baki við þeim telst til hinna fávísu og auvirðilegu. Vér höfum vissulega boðið yður að hafna illum ástríðum yðar og spilltum tilhneigingum og fara ekki yfir þau mörk sem penni Hins hæsta hefur sett, því þau eru andi lífsins öllu sem skapað er. Úthöf guðlegrar visku og guðlegs máls bylgjast fyrir andvara Hins almiskunnsama. Hafið hraðann á og drekkið fylli yðar, ó þér sem hafið skilning! Þeir sem hafa flekkað sáttmála Guðs með því að brjóta boð Hans og snúist á hæli hafa framið hrapalleg mistök í augum Guðs, eiganda alls, hins hæsta.
Ó þjóðir heimsins! Vitið með vissu að boð Mín eru lampar ástríkrar forsjónar Minnar meðal þjóna Minna og lyklar miskunnar Minnar til handa skepnum Mínum. Þetta er það sem sent hefur verið niður frá himni vilja Drottins yðar, Drottins opinberunar. Fyndi einhver keiminn af sætleika orðanna sem vörum Hins almiskunnsama hefur þóknast að mæla, myndi hann snúa baki við fjársjóðum jarðarinnar, væru þeir í hans eigu, ef hann mætti með því móti veita brautargengi þótt ekki væri nema einu af boðum Hans, skínandi yfir dagsbrún örlátrar umhyggju Hans og ástríkis.
Seg: Af lögum Mínum berst ljúfur ilmur klæða Minna og með þeirra tilbeina verður sigurmerki reist á hæstu tindum. Rödd valds Míns hefur frá himni almáttugrar dýrðar Minnar ávarpað sköpun mína svofelldum orðum: „Haldið boð Mín vegna ástar á fegurð Minni.“ Sæll er elskandinn sem hefur fundið guðdómlegan ilm ástvinar síns af þessum orðum, þrungnum angan náðar sem enginn tunga fær lýst. Svo sannarlega sem Ég lifi! Sá sem hefur drukkið úrvalsvín réttlætis úr örlátum höndum náðar Minnar, mun hringsóla um boð Mín sem skína yfir dagsbrún sköpunar Minnar.
Haldið ekki að Vér höfum opinberað yður einn saman lagabálk. Nei, miklu fremur höfum Vér rofið innsigli úrvals víns með fingrum máttar og valds. Þessu til vitnis er það sem Penni opinberunarinnar hefur opinberað. Íhugið þetta, ó menn innsæis!…
Hvenær sem lög Mín birtast eins og sólin á festingu orða Minna verða allir að hlýðnast þeim staðfastlega, jafnvel þótt ákvörðun Mín verði til þess að kljúfa himin sérhverra trúarbragða. Hann gerir það sem Honum þóknast. Hann úrskurðar og enginn getur dregið úrskurð Hans í efa. Hvaðeina sem Hann, hinn heittelskaði, ákvarðar er að sönnu heittelskað. Þessu ber Mér vitni Hann sem er Drottinn sköpunarinnar. Hver sem fundið hefur ljúfan ilm Hins almiskunnsama og borið kennsl á uppsprettu þessara orða mun með sínum eigin augum bjóða velkomin spjót óvinarins til þess að hann geti grundvallað sannleika laga Guðs meðal manna. Heill þeim sem hafa haldið þau og skilið merkingu bindandi fyrirmæla Hans.
156
Hann sem er sannleikurinn eilífi hefur frá dagsbrún dýrðar beint augum að fylgjendum og ávarpar þá svofelldum orðum: „Hefjist handa um að efla velferð og rósemi mannanna barna. Einbeitið huga yðar og vilja að uppfræðslu þjóða og ættkvísla jarðarinnar svo að deilurnar sem aðskilja þær megi fyrir vald Hins mesta nafns hverfa af ásýnd hennar og allt mannkynið veita fulltingi einu skipulagi og verða sem íbúar einnar borgar. Upplýsið og helgið hjörtu yðar, látið þau ekki vanhelgast af þyrnum haturs eða þistlum illgirni. Þér dveljið í einum heimi og hafið verið skapaðir með atbeina eins vilja. Sæll er sá sem samneytir öllum mönnum í anda innilegustu gæsku og ástar.“
157
Þeir sem hafa yfirgefið ættland sitt í þeim tilgangi að kenna málstað Vorn, þá mun hinn trúfasti andi styrkja með mætti sínum. Sveit útvalinna engla Vorra mun fara með þeim að boði Hins almáttuga og alvísa. Hve mikil blessun bíður ekki þess sem hlotnast sá heiður að þjóna Hinum almáttuga! Ég sver við líf Mitt! Ekkert verk, hversu mikilsvert sem það er, getur jafnast á við það að undanskildum þeim gerðum sem Guð, hinn máttugi og alvaldi, hefur áformað. Slík þjónusta er að sönnu höfðingi allra veglegra verka og skart sérhverrar göfugrar gerðar. Slík er ákvörðun Hins aldna og allsráðandi opinberanda.
Hver sem rís upp til að kenna málstað Vorn verður að leysa sig úr viðjum allra jarðneskra hluta og líta ævinlega á sigur trúar Vorrar sem fremsta markmið sitt. Slík er að sönnu ákvörðunin í hinni varðveittu töflu. Og þegar hann ákveður að yfirgefa heimili sitt sakir málstaðar Guðs, ætti hann að setja allt sitt traust á Guð sem besta veganesti ferðar sinnar og íklæðast kyrtli dyggðar. Slík er ákvörðun Guðs, hins almáttuga og altignaða.
Ef hann upptendrast af eldi ástar Hans, ef hann sneiðir hjá öllu sem skapað er, munu orðin sem hann mælir tendra bál í þeim sem á hann hlýða. Vissulega er Drottinn þinn hinn alvitri og alupplýsti. Sæll er sá sem heyrir rödd Vora og svarar kalli Voru. Hann telst í sannleika með þeim sem munu koma í návist Vora.
158
Guð hefur gert hverjum og einum að skyldu að kenna málstað sinn. Hver sem hefst handa um að rækja þessa skyldu verður, áður en hann kunngerir boðskapinn, að prýða sig djásni heiðvirðs og lofsverðs lundernis svo að orð hans megi laða að sér hjörtu þeirra sem eru næmir á kall hans. Án þess getur hann aldrei vonast til að hafa áhrif á þá sem á hann hlusta.
159
Íhugið smæð og þröngsýni mannshugans. Þeir biðja um það sem skaðar þá en kasta því á glæ sem getur komið þeim að haldi. Þeir teljast að sönnu til þeirra sem hafa ratað í miklar villur. Vér sjáum suma þrá frjálsræði og hreykja sér af því. Slíkir menn reika í niðamyrkri fáviskunnar.
Frjálsræði hlýtur að lokum að leiða til undirróðurs og enginn getur slökkt loga þess. Þannig áminnir yður Drottinn reikningsskilanna, hinn alvísi. Vitið að holdtekja frjálsræðis og tákn þess er dýrið. Það sem sæmir manninum er að lúta þeim hömlum sem vernda hann gegn eigin fáfræði og verja hann atlögum illvirkjans. Frjálsræðið fær manninn til að fara yfir mörk velsæmis og skerða tign stöðu sinnar. Það lægir hann í djúp spillingar og vonsku.
Lítið á mennina sem hjörð sem þarf hirði sér til verndar. Þetta er vissulega sannleikurinn, traustur og áreiðanlegur. Vér samþykkjum frjálsræði við tilteknar aðstæður en neitum að fallast á það við aðrar. Vér erum sannlega sá sem allt þekkir og veit.
Seg: Hið sanna frjálsræði er fólgið í hlýðni við boð Mín, svo lítt sem yður er það kunnugt. Ef menn gættu þess sem Vér höfum sent þeim frá himni opinberunar myndu þeir vissulega verða alfrjálsir. Sæll er sá sem hefur skilið áform Guðs í öllu sem Hann hefur sent niður frá himni vilja síns sem umlykur allt sem skapað er. Seg: Það frjálsræði sem stoðar yður er hvergi að finna nema í fullkominni þjónustu við Guð, sannleikann eilífa. Sá sem hefur fundið keiminn af sætleik þess mun neita að skipta á því og ríkjum ríki himins og jarðar.
160
Sá trúir í sannleika á einingu Guðs sem á þessum degi telur Hann ómælanlega hátt hafinn yfir allan samanburð og tákn sem menn hafa á takteinum um Hann. Sá sem telur að þessi samanburður og tákn eigi við Guð sjálfan hefur ratað í hrapallega villu. Íhuga samband smiðsins og smíðisgripsins, listmálarans og listaverks hans. Er með nokkru móti hægt að staðhæfa að verkin sem hendur þeirra mótuðu séu þeim sjálfum jöfn? Ég sver við Drottin hásætisins hið efra og á jörðu niðri! Þau geta ekki talist neitt annað en staðfesting á ágæti og fullkomnun höfunda sinna.
Ó Shaykh, ó þú sem hefur beygt vilja þinn undir vilja Guðs! Merking sjálfslausnar og eilífrar sameiningar við Guð er að menn sameini vilja sinn fullkomlega vilja Guðs og líti á langanir sínar og þrár sem alls ekkert í samanburði við áform Hans. Allt sem Skaparinn býður skepnum sínum að gera verða þær að uppfylla af kostgæfni, af miklum fögnuði og ákefð. Þær mega alls ekki leyfa hugarburði að myrkva dómgreind sína né líta á ímyndanir sínar sem rödd Hins eilífa. Í föstubæninni höfum Vér opinberað: „Ef vilji Þinn áformaði að þeim bærust þessi orð frá vörum Þínum: „Haldið föstuna, ó þér menn, sakir fegurðar Minnar og setjið henni engin tímamörk,“ þá sver Ég við hátign dýrðar Þinnar að sérhver þeirra myndi staðfastlega halda hana, meina sér um allt sem bryti gegn lögum Þínum og halda því áfram uns andi þeirra stígur upp til Þín.“ Í þessu er fólgin fullkomin uppgjöf mannlegs vilja fyrir vilja Guðs. Hugleið þetta til þess að þú megir drekka af vötnum eilífs lífs sem streyma fyrir orð Drottins alls mannkyns og votta að hinn eini sanni Guð er ósegjanlega hátt hafinn yfir skepnur sínar. Hann er vissulega hinn óviðjafnanlegi og ævarandi, hinn alvísi og alvitri. Staða fullkominnar sjálfslausnar er æðri öllum öðrum stöðum og verður það ævinlega.
Það sæmir þér að helga þig vilja Guðs. Hvaðeina sem hefur verið opinberað í töflum Hans endurspeglar einungis vilja Hans. Svo fullkomin verður helgun þín að vera að sérhver vottur veraldlegrar ástríðu máist af hjarta þínu. Þetta er merking sannrar einingar.
Bið Guð að gera þig stöðugan á vegi Hans og hjálpa þér að leiða þjóðir heims til Hans, sem er hinn augljósi og fullvalda stjórnandi, Hans sem hefur opinberað sig í auðkenndum klæðum og flytur skýran og guðdómlegan boðskap. Þetta er kjarni trúar og fullvissu. Þeir sem tilbiðja hjáguðinn sem ímyndanir þeirra hafa smíðað og kalla hann innri veruleika – slíkir menn teljast sannlega til hinna guðlausu. Þetta hefur Hinn almiskunnsami vottað í töflum sínum. Hann er vissulega hinn alvitri og alvísi.
161
Vakna til dáða til þess að þér verði kleift að leiða náunga þinn til laga Guðs, hins almiskunnsama. Slík gerð er vissulega ágætari öllum öðrum gerðum fyrir augliti Guðs, eiganda alls, hins hæsta. Staðfesta þín í málstað Guðs verður að vera slík að alls enginn jarðneskur hlutur fái sveigt þig frá skyldu þinni. Þótt öfl jarðarinnar fylki sér gegn þér, þótt allir menn deili við þig, mátt þú ekki láta haggast.
Ver frjáls sem vindurinn þegar þú flytur boðskap Hans sem hefur látið bjarma af degi guðdómlegrar handleiðslu. Íhuga hvernig vindurinn, trúr ákvörðun Guðs, blæs yfir öll svæði jarðar, byggð og óbyggð. Hvorki berangur né blómleg héruð geta hryggt hann eða glatt. Hann blæs hvaðanæva eins og honum er boðið af Skapara sínum. Þannig skyldi einnig farið þeim sem kveðst vera ástvinur hins eina sanna Guðs. Það sæmir honum að festa sjónir á grundvallaratriðum trúar sinnar og vinna ötullega að útbreiðslu hennar. Hann ætti sakir Guðs eins að kunngera boðskap Hans og sætta sig í sama anda við hver þau viðbrögð sem orð hans kunna að vekja hjá áheyrandanum. Sá sem trúir og viðurkennir uppsker sitt endurgjald, og sá sem snýr á brott uppsker ekkert nema sína eigin refsingu.
Að kvöldi brottfarar Vorrar frá Írak áminntum Vér hina trúföstu um að búa sig undir komu svartnættisfuglanna. Enginn vafi getur leikið á því að garg hrafnsins mun heyrast í vissum löndum eins og gerst hefur á síðari árum. Hvað sem kann að gerast, leitið athvarfs hjá hinum eina sanna Guði svo að Hann megi verja yður vélabrögðum svikarans.
Sannlega segi Ég, í þessari alvoldugu opinberun hafa öll trúarkerfi fortíðarinnar fundið hæstu og hinstu fyllingu sína. Þessi eru ráð Drottins yðar, hins alvísa og alvitra. Lof sé Guði, Drottni allra veraldanna.
162
Hinn almiskunnsami hefur gefið manninum sjón og gætt hann heyrn. Sumir hafa lýst honum sem hinum „minni heimi“ en í raun ætti að líta á hann sem hinn „meiri heim“. Möguleikarnir sem búa í stöðu mannsins, fullur mælir forlaga hans á jörðunni, meðfætt ágæti veruleika hans, verður að birtast á þessum fyrirheitna degi Guðs.
Penni Hins hæsta hefur ávallt og við allar aðstæður minnst ástvina sinna með fögnuði og blíðu og ráðlagt þeim að fylgja vegum Hans. Heill sé þeim sem þrátt fyrir breytingar og umskipti þessa heims hefur tekist að bera kennsl á dagsbrún einingar Guðs, drukkið innsiglað vín opinberunar Hans af óhagganlegri einbeitni og í nafni Hins sjálfumnóga. Slíkur maður er talinn með íbúum paradísar í bók Guðs, Drottins allra veraldanna.
163
Allt lof sé Guði sem hefur prýtt heiminn djásni og klætt hann klæðum sem enginn jarðneskur valdsherra getur rænt, hversu voldugar sem hersveitir hans eru, hversu mikil sem auðæfi hans eru og hversu djúp og víðtæk sem áhrif hans eru. Seg: Innsta eðli alls valds heyrir Guði, æðsta og hinsta takmarki alls sköpunarverksins. Uppspretta allrar hátignar tilheyrir Guði sem allir á himnum og allir á jörðu lúta og tilbiðja. Þau öfl sem eiga sér uppruna í þessum heimi duftsins eru eðli sínu samkvæmt engrar athygli verð.
Seg: Lindirnar sem viðhalda lífi þessara fugla eru ekki af þessum heimi. Upptök þeirra eru langt ofar mannlegum skilningi. Hver getur slökkt ljósið sem mjallhvít hönd Guðs hefur tendrað? Hvar er sá sem hefur vald til að slökkva eldinn sem kviknaði fyrir mátt Drottins þíns, hins alvolduga og alknýjandi, hins almáttuga? Hönd guðdómlegra yfirráða hefur slökkt loga sundurlyndis. Hann hefur vald til að gera það sem Honum þóknast. Hann segir: Verði svo, og það er. Seg: Heiftugir stormar og ofviðri heimsins og þjóða hans geta aldrei haggað undirstöðunni sem Mínir útvöldu byggja á óbifanlega staðfestu sína. Miskunnsami Guð! Hvað getur hafa fengið þetta fólk til að hneppa í þrældóm og fangelsa ástvini Hans sem er sannleikurinn eilífi?… Þó nálgast sá dagur þegar hinir trúföstu munu sjá sól réttlætisins skína í fullum ljóma frá dagsbrún dýrðarinnar. Þannig fræðir þig Drottinn allra verundar í þessari kvalafullu prísund sinni.
164
Meðlimir í fjölskyldu mannkyns! Grípið fast um þá taug sem enginn maður getur slitið. Þetta mun að sönnu koma yður að haldi alla daga lífs yðar, því að styrkur hennar er af Guði, Drottni allra veraldanna. Hvikið ekki frá réttlæti og sanngirni og hlustið ekki á hvískur hinna fávísu, þeirra sem eru fjarlægir Guði, hafa prýtt höfuð sín djásni lærdómsmanna og dæmt Hann til dauða sem er uppspretta viskunnar. Nafn Mitt hefur hafið þá í háleita stöðu og þó hafði Ég ekki fyrr opinberast augum þeirra en þeir felldu yfir Mér líflátsdóm með augljósum rangindum. Þannig hefur penni Vor opinberað sannleikann og enn eru mennirnir fullir gáleysis.
Hver sem staðfastlega fylgir réttlætinu getur ekki undir neinum kringumstæðum farið yfir mörk hófseminnar. Hann skynjar sannleikann í öllum hlutum með handleiðslu Hins alsjáanda. Siðmenningin sem lærðir skýrendur lista og vísinda hafa í hávegum mun færa mönnunum mikið böl sé hófs ekki gætt. Þannig áminnir yður Hann sem allt þekkir og veit. Verði hún öfgum að bráð mun hún reynast jafn frjó uppspretta ills og hún var góðs þegar henni voru reistar hóflegar skorður. Hugleiðið þetta, ó menn, og teljist ekki til þeirra sem ráfa örvinglaðir á auðnum villu og fráhvarfs. Sá dagur nálgast þegar eldur hennar mun eyða borgunum og Rödd tignarinnar kunngerir: „Ríkið er Guðs, hins almáttuga og altignaða.“
Allt annað lýtur þessu sama lögmáli meðalhófsins. Fær þakkir Drottni þínum sem hefur minnst þín í þessari undursamlegu töflu. Öll vegsemd sé Guði, Drottni hins dýrlega hásætis.
Ef einhver maður hugleiddi í hjarta sínu það sem penni Hins hæsta hefur opinberað og fyndi keiminn af sætleik þess, myndi hann vissulega endurleysast og tæmast af ástríðum sínum og verða fullkomlega undirgefinn vilja Hins almáttuga. Sæll er sá sem hefur náð svo hárri stöðu og ekki svipt sjálfan sig svo ríkulegri gjöf.
Á þessum degi getum Vér hvorki samþykkt hegðun hins óttafulla sem reynir að dylja trú sína né lagt blessun yfir hegðun hins yfirlýsta átrúanda sem með háreysti og fyrirgangi játar þessum málstað hollustu. Báðir ættu að fylgja fyrirmælum viskunnar og reyna af kostgæfni að þjóna bestu hagsmunum trúarinnar.
Hver og einn aðgæti og íhugi framferði Hins rangtleikna. Vér höfum frá upphafi þessarar opinberunar og allt til þessarar stundar neitað að dyljast óvinum Vorum eða hverfa úr félagsskap vina Vorra. Þótt Vér séum umkringdir áhyggjum og hryggðarefnum höfum Vér af mikilli fullvissu kallað þjóðir jarðarinnar til dagsbrúnar dýrðarinnar. Penni Hins hæsta er því frábitinn að skýra í þessu sambandi frá þeim raunum sem orðið hafa á vegi Hans. Væru þær gerðar heyrinkunnar myndu hinir elskuðu meðal hinna trúföstu án efa fyllast hryggð, þeir sem í sannleika styðja einingu Guðs og eru fullkomlega helgaðir málstað Hans. Hann mælir vissulega sannleikann og er sá sem allt heyrir, sá sem allt þekkir. Mestum hluta ævi Vorrar höfum Vér eytt mitt á meðal óvina Vorra. Sjá hvernig Vér á þessari stundu dveljum í nöðruhreiðri.
Þetta helga land hefur verið nefnt og vegsamað í öllum helgum bókum. Þar hafa spámenn Guðs og Hans útvöldu birst. Þetta er eyðimörkin þar sem allir boðberar Guðs hafa reikað, þaðan sem hróp þeirra: „Hér er ég, hér er ég, ó Guð minn“ hefur borist. Þetta er fyrirheitna landið þar sem opinberanda Guðs var fyrirhugað að birtast. Þetta er dalur órannsakanlegrar ákvörðunar Guðs, hinn mjallhvíti reitur, land ófölnandi dýrðar. Allt sem gerst hefur á þessum degi var sagt fyrir í helgiritum fyrri tíma. Þessi sömu helgirit fordæma hins vegar einum rómi fólkið sem byggir þetta land. Eitt sinn var það kallað „nöðrukyn“. Sjá hvernig Hinn rangtleikni hefur nú upp raust sína, umkringdur „nöðrukyni“, og kveður alla menn til Hans sem er hinsta þrá heimsins, hátindur og dagsbrún dýrðar. Sæll er sá sem hefur hlýtt á rödd Drottins í ríki orðanna og vei hinum gálausu, þeim sem hafa villst langt frá sannleika Hans.
165
Vita skalt þú að sérhvert heyrandi eyra, sem varðveitt er hreint og óflekkað, hlýtur ávallt og hvaðanæva að heyra Röddina sem mælir þessi heilögu orð: „Sannlega erum við Guðs og til Hans munum við hverfa aftur.“ Leyndardómum líkamsdauðans og endurkomu mannsins hefur ekki verið ljóstrað upp og enn eru þeir ólesnir. Ég sver við réttlæti Guðs! Væru þeir afhjúpaðir myndu þeir fylla suma slíkum ótta og sorg að þeir tortímdust, en vekja öðrum slíka gleði að þeir óskuðu sér dauða og sárbændu, fullir óslökkvandi löngunar, hinn eina sanna Guð, upphafin sé dýrð Hans, að hraða endadægri þeirra.
Dauðinn býður sérhverjum fullvissuðum átrúanda bikarinn sem er lífið sjálft. Hann veitir fögnuð og miðlar gleði. Hann færir eilíft líf að gjöf.
Hvað varðar þá sem hafa smakkað ávöxtinn af jarðneskri tilvist mannsins, sem er viðurkenning á hinum eina sanna Guði, upphafin sé dýrð Hans – líf þeirra mun að þessu loknu verða þess eðlis að Vér getum ekki lýst því. Þekking á því er með Guði einum, Drottni allra veraldanna.
166
Hver sem gerir tilkall til beinnar opinberunar frá Guði áður en full þúsund ár eru liðin, sá maður er vissulega ósannorður svikari. Vér biðjum Guð að hjálpa honum náðarsamlegast að taka aftur orð sín og hafna slíku tilkalli. Ef hann iðrast mun Guð án efa fyrirgefa honum. En ef hann þverskallast í villu sinni mun Guð vissulega senda niður þann sem ekki mun sýna honum vægð. Ægileg er að sönnu refsing Guðs! Sá sem túlkar þessi helgu orð á annan hátt en augljós merking þeirra gefur til kynna er sviptur anda Guðs og miskunn Hans sem umvefur allt sem skapað er. Óttist Guð og fylgið ekki fánýtum hugarburði yðar. Nei, fylgið heldur boði Drottins yðar, hins almáttuga, hins alvísa.
‘Abdu’l-‘Azíz
Soldáninn sem kvað upp alla þrjá útlegðardómana yfir .
‘Abdu’lláh-i-Ubayy
Voldugur andstæðingur , nefndur „prins hræsnaranna“.
Abhá
Bahá þýðir „dýrð“ og Abhá er hástig þess orðs. Hvort tveggja eru titlar og nöfn á og ríki Hans.
‘Abú ‘Ámir
Andstæðingur spámanns.
Afnán
Bókstafleg þýðing orðsins er „grein“. Notað um afkomendur .
‘Alí
Tengdasonur og réttmætur arftaki . Fyrstur af tólf ímömum (trúarleiðtogum) -múslíma; fjórði súnní-múslíma. Leið píslarvættisdauða í árið 661 e.Kr.
‘Alí-Muḥammad
Siyyid ‘Alí-Muḥammad – – fæddur í í Persíu 20. október 1819, höfundur og fyrirrennari .
Annas
Æðstiprestur gyðinga á dögum Krists; tengdafaðir .
Arfsagnir
Trúararfsagnir í íslam. Skráðar heimildir um orð og gerðir spámanns sem koma til viðbótar þeirri opinberun sem geymir.
Árið sextíu
Árið 1260 að íslömsku tímatali (1844 e.Kr.) – árið þegar kunngerði köllun sína.
Ashraf
Siyyid Ashraf, fæddur í Zanján-virki meðan persneski herinn sat um það á dögum .
Bábinn
Bábinn var og íslams, fyrirrennari og höfundur sjálfstæðra trúarbragða. Fæddur 20. október 1819. Leið píslarvættisdauða 9. júlí 1850. Orðið „Báb“ þýðir „dyr“ eða „hlið“.
Bagdað
Höfuðborg Íraks. Í þessari borg kunngerði köllun sína og ætlunarverk árið 1863.
Bahá
„Dýrð“, „ljómi“, „ljós“; titill .
Bahá’u’lláh
„Dýrð Guðs“, höfundur bahá’í trúarinnar. Fæddur í Teheran 12. nóvember 1817, lést í Bahjí í grennd við ‘Akká í Ísrael 29. maí 1892.
Balál
Eþíópískur þræll í , ólæs og óskrifandi; meðal fyrstu fylgjenda spámanns.
Bayáninn
Mikilvægasta rit , inniheldur trúarkenningar opinberunar Hans og fjölda tilvísana til komu Hins fyrirheitna (), alls um 8000 vers. notaði orðið einnig sem tákn um trúarkerfi sitt. Hann skrifaði einnig „arabíska Bayáninn“, minni bók og ekki eins mikilvæga.
Birting Guðs
Sjá opinberandi.
Borg fullvissunnar
Ástand andlegrar fullvissu.
Brennandi þyrnirunni
Í Mósebókum; táknar rödd Guðs.
Dhabíḥ
Ishmael, frægur bahá’íi. Nafnið þýðir „fórn“.
Ḥusayn
Sonur ‘Alí og Fatímu, þriðji , dó píslarvættisdauða árið 680 e.Kr.
Hinn aldni
Titill eða nafn Guðs (sjá Daníelsbók).
Innsigli spámannanna
Táknar og stöðu Hans sem hinn síðasti í þeirri röð spámanna sem hófst með Adam (samkvæmt ) og lauk með . Nýtt spámannstímabil hófst með og .
Ímam
„Meistari“, „leiðtogi“. Titill 12 -íslamskra eftirmanna .
Javád
Hájí Siyyid Javád, einn af fyrstu fylgjendum .
Jósef
Sonur Jakobs, sagður í upplýstur spámaður og fyrirmynd dyggðarinnar.
Ka’b-ibn-i-Ashraf
Tók þátt í samsæri með Abú Ṣufyán, erkióvin , um að drepa spámanninn.
Kaaba
Bein þýðing: „teningur“. Ferstrend bygging í miðri moskunni í , þar sem svarti steinninn er.
Kamál
Hájí Mírzá Kamál, hámenntaður fylgjandi sem bar kennsl á stöðu fyrir yfirlýsingu Hans í .
Karbilá
Borg í Írak þar sem leið píslarvætti og þar sem hann er jarðsettur.
Karmel-fjall
Fjall í Haifa í Ísrael þar sem grafhýsi er ásamt helstu stjórnstofnunum bahá’í trúarinnar.
Kaífas
Æðstiprestur gyðinga.
Kalífi
„Eftirmaður“ eða „staðgengill“. Þetta er sá titill sem súnní-múslímar gefa eftirmanni . Þeir líta á kalífann sem forystumann bæði í veraldlegum og andlegum málefnum múslíma.
-múslímar telja hins vegar, að eftirmaður verði að tilheyra ætt Hans og fjölskyldu. Tyrkneski soldáninn tók sér þennan titil snemma á 16. öld.
Kawthar
Fljót í Paradís sem öll önnur fljót renna úr. Hluti þess fyllir mikið stöðuvatn og á ströndum þess hvílast sálir hinna trúuðu eftir að þeir hafa gengið yfir Ṣiráṭ, brúna sem liggur yfir miðju helvítis.
Kóraninn
Heilög ritning múslíma, opinberuð af , spámanni Guðs. nefndi Kóraninn „óskeikula bók“.
Kumayl
Fræg íslömsk arfsögn.
Lampi Guðs
Hið andlega ljós sem lýsir í opinberanda Guðs.
Medína
Vestur-arabísk borg norður af og mikilvægasti pílagrímsstaður múslíma næst á eftir . Þar eru grafir og einnar dóttur Hans.
Mihdí
Titill tólfta , hins fyrirheitna opinberanda í íslam.
Móse
Samkvæmt íslam er Móse einn sex mikilla spámanna. Sjá aðra Mósebók 4:16 þar sem Guð segir Móse: „þú verður honum Guð“; og aðra Mósebók 7:1: „Nú geri ég þig að Guði fyrir faraó.“ Hann opinberaði vilja Guðs, flutti Ísrael boðorðin tíu og leiddi Ísraelsmenn út úr Egyptalandi.
Múhameð
Spámaður og opinberandi hins guðlega vilja (570–636 e.Kr.), höfundur íslam. Hann opinberaði hina heilögu bók .
Mustagháth
Bókstafleg merking: „Sá sem ákallaður er“, þ.e. .
Nabíl-i-A‘ẓam
Titill Muḥammad-i-Zarandí, fylgjanda og ; höfundur sagnfræðiverksins „Dagboðarnir“.
Naḍr-ibn-i-Ḥárith
Andstæðingur .
Nimrod
Talinn ofsækjandi Abrahams í íslömskum skýringarritum.
Opinberandi
Sambandi manns og Guðs og eðli spámanns eða opinberanda Guðs er svo lýst í Úrvali úr ritum Bahá’u’lláh (nr. 27):
„Þar eð engin bein tengsl eru á milli hins eina sanna Guðs og sköpunar Hans og enginn samjöfnuður milli hins hverfula og hins eilífa, hins stundlega og hins algilda, hefur Hann fastráðið að á hverri öld og í sérhverju trúarkerfi skuli hrein og flekklaus sál opinberast í ríkjum himins og jarðar.… Þessir eðliskjarnar andlegrar lausnar, þessir geislandi veruleikar eru farvegir alltumlykjandi náðar Guðs. Leiddir ljósi óskeikullar leiðsagnar eru þeim falin æðstu yfirráð og boðið að nota innblástur orða sinna, úthellingu óbrigðullar miskunnar og helgandi andblæ opinberunar sinnar til að hreinsa sérhvert löngunarfullt hjarta og sérhvern móttækilegan anda af ryki og sora jarðneskra takmarkana og áhyggjuefna.“
Paradís
Himneskur garður, sælu- og blessunarreitur. Spámaðurinn eða opinberandinn er „næturgali paradísar“. Opinberun Hans er „þyturinn í laufum paradísar“, en paradís er „ást Guðs“.
Párán
Fjalllendi norður af og heilagur staður opinberunar. Í Párán stofnsetti Ishmael Arabaþjóðina.
Qá’im
„Sá sem mun birtast“. Hinn fyrirheitni í íslam.
Qayyúmu’l-Asmá’
Skýringarrit um súru (12. kafla ), fyrsta opinberunarrit . Þar eru þjáningar vegna gerða vantrúaðs bróður síns sagðar fyrir. Fyrsti kaflinn var opinberaður í návist Mullá Ḥusayn þegar kunngerði köllun sína aðfaranótt 23. maí 1844 í .
Qiblih
Miðdepill vegsömunar. Bænaráttin; staðurinn sem menn snúa sér til meðan þeir biðjast fyrir. Qiblih múslíma er (sjá 2:136–145).
Riḍván
Nafn þess sem stendur vörð um paradís. Einnig notað í merkingunni „Edenslundur“. notar orðið um paradís sjálfa.
Sadratu’l-Muntahá
Nafn á tré sem Arabar gróðursettu við enda vegar sem kennileiti. Táknræn merking orðsins er spámaður eða opinberandi Guðs, „Hið guðdómlega lótustré“, „tréð þar sem vegurinn endar“ og sem stendur hægra megin við hásæti Guðs í hinum sjöunda himni. Í bahá’í helgiritum táknar tréð ætíð opinberanda eða birtingu Guðs.
Salmán
Shaykh Salmán. Fæddur í Suður-Persíu; ólæs, einn þekktasti fylgjandi á fyrstu dögum trúarinnar.
Salsabíl
„Lygn“. Nafn á brunni eða fljóti í paradís.
Sendiboði Guðs
Sjá opinberandi.
Shía
Önnur af tveimur aðaldeildum íslam. Shía-múslímar líta á ‘Alí, tengdason sem lögmætan eftirmann spámannsins. Shía-íslam eru ríkistrúarbrögð í Íran.
Shíráz
Borg í Suður-Persíu, þar sem kunngerði köllun sína 22. maí 1844.
Sínaí
Fjallið þar sem Guð gaf borðorðin tíu.
Spámaður
Opinberandi og boðberi vilja Guðs fyrir mennina.
Súriy-i-Ra’ís
Tafla sem opinberaði í Adríanópel.
Tafla
Notað í bahá’í trúnni um heilagt rit sem inniheldur guðlega opinberun, samanber boðorðatöflu . Táknar varanleika. Öll opinberuð rit eru nefndar töflur.
Ṭá (Land Ṭá)
Teheran, höfuðborg Persíu (Írans). Ṭá er fyrsti stafurinn í heiti borgarinnar.
Zá (Land Zá)
Zanján, höfuðborg héraðsins Khamsih þar sem 1800 fylgismenn létu lífið. Zá er fyrsti stafurinn í heiti borgarinnar.