4. júlí 2022 – Til allra andlegra þjóðarráða
Efnisgrein 1
Efnisgrein 2
Efnisgrein 3
Efnisgrein 4
Afritaðu eða deildu hlekk
Afritaðu eða deildu texta með tilvísun
/t/
/t/
Allsherjarhús réttvísinnar vill láta ykkur vita af þróun mála undanfarnar vikur varðandi byggingu helgidóms ‘Abdu’l‑Bahá.
Eftir brunann í fyrri hluta apríl voru byggingarframkvæmdir við helgidóminn stöðvaðar til þess að hægt væri að rannsaka ítarlega ástæður brunans og meta bein áhrif hans. Þessu er nú lokið og staðfest hefur verið að eldurinn hafi komið upp fyrir slysni. Kröfur um tryggingabætur vegna alls þess skaða sem orðið hefur eru því í góðum farvegi.
Byggingarframkvæmdir hafa haldið áfram á svæðum sem eldurinn hafði ekki áhrif á en hreinsunarstarf er rétt nýhafið þar sem brunans gætti. Enda þótt mannvirkið sé í grundvallaratriðum traust, hafa farið fram yfirgripsmiklar prófanir til að tryggja að verkefnið uppfylli hæstu staðla og að hönnunarskilyrði séu að fullu uppfyllt, og jafnframt til að ganga úr skugga um hvað þurfi að styrkja og hverju þurfi að skipta út. Á sumum stöðum kalla ákvarðanir um hvers konar úrbóta er þörf á gólfi, veggjum og súlum, á náið samráð við burðarþolsverkfræðinga verkefnisins og endurskoðun utanaðkomandi sérfræðinga.
Þótt ekki liggi fyrir ákveðin dagsetning um hvenær verkinu muni ljúka er viðurkennt að óhappið leiði af sér verulega seinkun verkloka við hinn endanlega hvílustað ‘Abdu’l‑Bahá. Hins vegar verður ekki þörf á hærri framlögum en þegar hefur verið tilkynnt um.