1. desember 2021 – Til bahá’ía um allan heim
Efnisgrein 1
Efnisgrein 2
Afritaðu eða deildu hlekk
Afritaðu eða deildu texta með tilvísun
/t/
/t/
Er við hugleiðum atburðina sem áttu sér stað fyrir nokkrum dögum við aldarártíð ‘Abdu’l‑Bahá í landinu helga finnum við okkur knúna til að lýsa yfir undrun og aðdáun okkar á upphöfnu eðli þeirra. Við flytjum Hinni blessuðu fegurð lof og færum henni þakkir fyrir að næstum sex hundrað fulltrúar flestra andlegra þjóðarráða og bahá’í landshlutaráða gátu verið viðstaddir þetta sögulega tækifæri við Bahá’í heimsmiðstöðina þrátt fyrir núverandi aðstæður í heiminum og víðtækar ferðatakmarkanir. Dögum þessa merka samfundar var varið í djúpa íhugun á lífi og fordæmi Meistarans ástkæra, ‘Abdu’l‑Bahá sem Miðju sáttmálans, erfðaskrá hans og þróun stjórnskipulagsins á undanfarinni öld, og þeirri óvenjulöngu leið sem bahá’í heimurinn hefur lagt að baki við framkvæmd guðlegrar áætlunar hans. Andi helgunar fyllti andrúmsloftið þegar helgrar nætur uppstigningar hans var minnst og viðstaddir báðust fyrir í nánd við hvíldarstað hans. Ástin til ‘Abdu’l‑Bahá laðaði sálirnar að fjalli Drottins og þær snúa aftur heim og flytja ástina sem Allsherjarhús réttvísinnar ber til stofnananna sem þær eru fulltrúar fyrir og allra vina Guðs.
Við erum þess fullvissir að andlegu kraftarnir sem þessi samfundur skapaði dreifist um öll samfélög ykkar og færi vinunum innblástur er þeir búa sig undir komandi röð hnattrænna ráðstefna sem mun flytja bahá’í heiminn inn í næsta stig Hinnar guðlegu áætlunar. Fyrir því færum við einlægar bænir við hina helgu fótskör.