1. maí 2013 – Til bahá’ía um allan heim
Efnisgrein 1
Efnisgrein 2
Afritaðu eða deildu hlekk
Afritaðu eða deildu texta með tilvísun
/t/
/t/
Svo mikil hafa viðbrögð bahá’í ungmenna og vina þeirra – og reyndar bahá’í samfélaga um allan heim – verið við tilkynningunni um 95 ráðstefnur víða um heim á tímabilinu júlí til október að ráðstafanir sem þegar hafa verið gerðar munu að öllum líkindum ekki geta leyst úr þörfum allra þeirra ungmenna sem vilja sækja ráðstefnurnar og því er ljóst að nauðsynlegt er að fjölga þessum ráðstefnum. Það gleður okkur mjög að kynna nú í dag þegar meðlimir andlegra þjóðarráða eru samankomnir til samráðs við ellefta heimsþing bahá’ía þá ákvörðun okkar að kalla til 19 ráðstefna til viðbótar á eftirtöldum stöðum: Bertoua, Bidor, Biratnagar, Brisbane, Cagayan de Oro, Georgetown (Guyana), Houston, Kampong Thom, Kigoma, Los Angeles, Mahikeng, Milne Bay, Minneapolis, Montreal, Nuku’alofa, Nundu (Kongó-lýðveldið), Seattle, Vientiane, og Washington D.C.
Þessi gleðilega þróun er vísbending um þá gríðarmiklu orku og hollustu sem ungmennin búa yfir. Allt verður að gera til að hjálpa þeim að halda áfram að sinna ábyrgðarhlutverki sínu og við bindum vonir við að þau opni bahá’í samfélaginu leiðir til nýrra afreka. Við færum Hinni blessuðu fegurð þakkir fyrir að veita ungum fylgjendum sínum stórkostlega sameiginlega hæfni til þjónustu og við biðjum þess að hún megi nýtast og koma mannkyninu að gagni.