18: Hann er Guð. Ó ‘Abdu’l-Vahháb…
18: Hann er Guð. Ó ‘Abdu’l-Vahháb…
Efnisgrein 1
18: Hann er Guð. Ó ‘Abdu’l-Vahháb…
Efnisgrein 2
Afritaðu eða deildu hlekk
Afritaðu eða deildu texta með tilvísun
/t/
/t/
Ó ‘Abdu’l-Vahháb! Á fyrstu ferð sinni til Íraks hitti Hin blessaða fegurð ungan mann, Mírzá ‘Abdu’l-Vahháb að nafni. Þessi unglingur hafði ekki fyrr komist í návist Hans og hlustað á orð Hans en, sjá, hann varð svo uppnuminn, svo fullur af gleði, að hann leiddi fjölskyldu sína til sannleikans og miðlaði fjölmörgum fagnaðarboðskapnum.
Eftir að Hann sem er hið mesta nafn kom aftur til Teheran hraðaði Mírzá ‘Abdu’l-Vahháb sér til þess helga lands, dansaði og stökk af gleði, en þegar hann kom þangað var honum varpað í myrka prísund. Nokkrum dögum síðar leið hann píslarvætti. Þegar böðullinn kom inn í dýflissuna og hrópaði nafn hans, stökk þessi ungi maður á fætur, sem enn var í blóma æsku sinnar, dansaði af gleði í prísundinni og gaf sig böðlinum á vald. Þannig öðlaðist hann hið æðsta píslarvætti. Hin blessaða fegurð minntist hans oft. Ég vona innilega að gleði og útgeislun þessa ‘Abdu’l-Vahháb megi einnig birtast í þér. Yfir þér hvíli Dýrð allra dýrða.