13: Hann er Guð. Ó þjónn Abhá fegurðarinnar…
13: Hann er Guð. Ó þjónn Abhá fegurðarinnar…
Efnisgrein 1
13: Hann er Guð. Ó þjónn Abhá fegurðarinnar…
Efnisgrein 2
Afritaðu eða deildu hlekk
Afritaðu eða deildu texta með tilvísun
/t/
/t/
Ó þjónn Abhá fegurðarinnar! Bréf þitt hefur borist. Þú segir í bréfi þínu að þú hafir ekki fengið nein bréf í nokkurn tíma en ég hef skrifað þér oftsinnis. Ég skrifaði líka bréf til þjónustumeyjar Bahá varðandi helgidóm Bábsins og sagði frá því að á degi naw-rúz hafi hinar heilögu jarðnesku leifar verið lagðar með gleði og geislan í marmarakistuna og jarðsettar með sæmd og viðhöfn í upphöfnum helgidóminum. Engin staðfesting barst á móttöku þess bréfs. En bréf þitt sem færði gleðifréttirnar um samkomuhaldið barst á fyrsta degi Riḍván og gladdi hjarta mitt.
Þú hefur spurt um ákveðinn kafla úr pistlinum sem beint var til úlfsins. „Landið Mím“ vísar til Mázindarán. Hin blessaða fegurð var fangelsuð í bænum Ámul og þegar trúardómararnir komu saman í moskunni var Hann seldur þeim í hendur. Þessir ranglátu guðsmenn risu síðan gegn Honum af óréttlæti og harðýðgi. Þeir hrjáðu Hann og kvöldu og Hann varð fórnarlamb miskunnarlausrar grimmdar þeirra. Til dæmis iljastrýktu þeir Hina blessuðu fegurð þannig að fætur Hans voru helsárir í nokkurn tíma. Færðu þjónustumey Bahá og öðrum vinum kæra kveðju mína.