1: Hann er hinn aldýrlegi. Ó vinir! Hve sæl…
1: Hann er hinn aldýrlegi. Ó vinir! Hve sæl…
Efnisgrein 1
Afritaðu eða deildu hlekk
Afritaðu eða deildu texta með tilvísun
/t/
/t/
Ó vinir! Hve sæl og lánsöm eruð þið og hvílík miskunn hefur fallið ykkur í hlut að fæðast í slíku trúarkerfi og í slíkri hringrás, að lifa slíka öld og tímaskeið, að finna slíka uppsprettu og beygja höfuð ykkar frammi fyrir slíkri fótskör, að leita skjóls í forsælu slíks trés og neyta slíkra ávaxta. Þessi hringrás er hringrás Hinnar öldnu fegurðar og tímaskeiðið er öld Hins mesta nafns. Uppsprettan er lygn elfur laga Guðs og fótskörin er Abhá fegurðin. Tréð er lífsins tré og ávöxturinn vex á Hinum guðdómlega lótusviði. Sælir eru þeir sem þangað ná! Gæfusamir þeir sem ganga þar inn! Giftusamir þeir sem nálgast það! Og sælir þeir sem dvelja í forsælu þess! Allt lof sé Guði, Drottni veraldanna. Berið öllum vinunum mínar hlýjustu Abhá-kveðjur.…