Lawḥ-i-Haft Pursish (Sjöspurningataflan)

þekkingar og stuðlar að hjálpræði. Að sönnu er ávinningurinn af skilningi mannsins háður skýrri sjón hans. Ef mannanna börn sæju með augum skilnings mundu þau á þessum degi líta veröldina uppljómaða nýju ljósi. Seg: sól þekkingar er risin og ljósgjafi innsæis hefur birst. Sæll er sá sem hefur öðlast, orðið vitni og borið kennsl.

Fimmta spurningin varða brúna Ṣiráṭ, paradís og hel. Sannlega hafa spámenn Guðs komið og mælt sannleikann. Hvaðeina sem boðberi Guðs hefur kunngert hefur verið og mun verða birt augum manna. Veröldin er grundvölluð á umbun og refsingu. Þekking og skilningur hafa ætíð staðfest og munu áfram staðfesta raunveruleika himins og heljar því umbun og refsing byggist á tilvist þeirra. Paradís táknar fyrst og fremst velþóknun Guðs. Sá sem öðlast velþóknun Hans er talinn til og skráður meðal íbúa upphöfnustu paradísar og þegar sál Hans stígur upp öðlast Hann það sem penni og blek megna ekki að lýsa. Fyrir þeim sem gæddir eru innsæi og festa sjónir á hinni æðstu sýn er brúin, mælivogin, paradís, hel og allt sem skráð er og nefnt í helgiritunum skýrt og augljóst. Á þeirri stundu er geislarnir frá sól sannleikans opinberast hafa allir sömu stöðu. Guð kunngerir síðan það sem Honum þóknast og sá sem heyrir kall Hans og viðurkennir sannleika þess telst til íbúa paradísar. Slík sál hefur gengið yfir brúna, mælivogina og allt sem ritað hefur verið varðandi upprisudaginn og náð áfangastað sínum. Dagur opinberunar Guðs er hinn æðsti upprisudagur. Vér vonum að þegar þú bergir á úrvals víni himnesks innblásturs og tæru vatni guðlegrar náðar megir þú ná stöðu uppgötvunar og vitnisburðar og líta augum allt sem þú hefur minnst á, bæði hið ytra og innra.

Sjötta spurningin: „Eftir að sálin hefur skilist við líkamann og yfirgefið hann hraðar hún sér til híbýlanna sem taka við.…“

Hvað þetta mál varðar birtist fyrir nokkru frá Penna guðlegrar þekkingar það sem nægir mönnum innsæis og veitir hinum skilningsríku mestan fögnuð. Sannlega segjum Vér: sálin gleðst af góðum gerðum og hlýtur ávinning af framlögum sem gerðar voru á vegi Guðs.

Sjöunda spurningin varðar nafn og ætterni hins heilaga. Abu’l-Faḍl-i-Gulpáygání, með honum sé dýrð Mín, hefur með tilvísun í helgiritin ritað um þessi efni það sem veitir þekkingu og eykur skilning.

Trú Guðs er gædd gagntakandi valdi og mætti. Áður en langt um líður mun það sem hefur framgengið af munni Vorum koma fram. Vér biðjum Guð að gefa þér afl til að aðstoða Hann. Hann er vissulega sá sem allt þekkir. Ef þú færð í hendur og lest Súriy-i-Ra’ís og Súriy-i-Mulúk kæmist þú að raun um að þú þarft ekki að spyrja þessara spurninga og risir upp í þjónustu við málstað Guð með þeim hætti að hvorki kúgun heimsins né árásir þjóða hans gætu aftrað þér að veita Honum aðstoð sem er hinn aldni og yfirbjóðandi Drottinn alls.

Vér biðjum Guð að staðfesta þig í því sem mun upphefja nafn þitt og gera það ódauðlegt. Reyndu að komast yfir fyrrgreindar töflur og sækja úr þeim skerf af perlum visku og máls sem komið hafa úr fjárhirslu penna Hins almiskunnsama. Dýrð sé með þér og sérhverju stöðugu og óhaggandi hjarta og með sérhveri staðfastri og tryggri sál.