Lawḥ-i-Haft Pursish (Sjöspurningataflan)

g.

Trú Guðs er gædd gagntakandi valdi og mætti. Áður en langt um líður mun það sem hefur framgengið af munni Vorum koma fram. Vér biðjum Guð að gefa þér afl til að aðstoða Hann. Hann er vissulega sá sem allt þekkir. Ef þú færð í hendur og lest Súriy-i-Ra’ís og Súriy-i-Mulúk kæmist þú að raun um að þú þarft ekki að spyrja þessara spurninga og risir upp í þjónustu við málstað Guð með þeim hætti að hvorki kúgun heimsins né árásir þjóða hans gætu aftrað þér að veita Honum aðstoð sem er hinn aldni og yfirbjóðandi Drottinn alls.

Vér biðjum Guð að staðfesta þig í því sem mun upphefja nafn þitt og gera það ódauðlegt. Reyndu að komast yfir fyrrgreindar töflur og sækja úr þeim skerf af perlum visku og máls sem komið hafa úr fjárhirslu penna Hins almiskunnsama. Dýrð sé með þér og sérhverju stöðugu og óhaggandi hjarta og með sérhveri staðfastri og tryggri sál.