Bishárát (Gleðifréttirnar)

þráir. Þér eruð öll lauf af einu tré og dropar í einu hafi.

Fjórtánda gleðifréttin

Það er eigi nauðsynlegt að takast á hendur sérstaka ferð til að heimsækja legstaði hinna látnu. Ef efnað fólk og vel stætt gefur kostnaðinn við slíkar ferðir til Húss réttvísinnar, er það þóknanlegt og þegið í návist Guðs. Sælir eru þeir sem gæta fyrirmæla Hans.

Fimmtánda gleðifréttin

Þótt lýðræðisfyrirkomulag stjórnarhátta gagnist öllum þjóðum heimsins, þá er tign konungsdæmis eitt af táknum Guðs. Vér æskjum þess eigi, að lönd heimsins séu svift henni. Ef hinir vitru sameina þessi tvö form í eitt, mun endurgjald þeirra verða mikið í návist Guðs.

Í fyrri trúarbrögðum hafa fyrirmæli svo sem heilagt stríð, eyðilegging bóka, bann við samneyti og félagsskap við annað fólk eða við lestri sérstakra bóka, verið sett í samræmi við þarfir tímans; en í þessari máttugu opinberun, í þessari einstæðu boðun, hafa margvíslegar gjafir og hylli Guðs yfirskyggt alla menn, og frá sjónhring vilja hins ævarandi Drottins hefur óskeikul ákvörðun Hans kveðið á um það sem Vér höfum sett fram hér að ofan.

Vér færum Guði þakkir – helgaður og dýrlegur sé Hann – fyrir hvaðeina sem Hann hefur náðarsamlega opinberað á þessum blessaða, þessum dýrlega og óviðjafnanlega degi. Að sönnu: þótt allir á jörðu hefðu aragrúa tungna og mundu óaflátanlega lofa Guð og mikla nafn Hans til þeirra endaloka sem engan endi þekkja, mundu þakkir þeirra ekki nægja fyrir aðeins eina af þessum náðargjöfum sem Vér höfum nefnt í þessari töflu. Þessu ber vitni sérhver maður sem hefur til að bera visku og glöggskyggni, skilning og þekkingu.

Vér biðjum Guð þess af einlægni – upphafin sé dýrð Hans – að aðstoða stjórnendurna og þjóðhöfðingjana sem eru skýrendur valds og dagsbrúnir dýrðar, við að framfylgja lögum Hans og fyrirmælum. Hann er í sannleika hinn almáttugi, hinn alvoldugi, sá sem vanur er að svara ákalli mannanna.