Bishárát (Gleðifréttirnar)

á um það sem Vér höfum sett fram hér að ofan.

Vér færum Guði þakkir – helgaður og dýrlegur sé Hann – fyrir hvaðeina sem Hann hefur náðarsamlega opinberað á þessum blessaða, þessum dýrlega og óviðjafnanlega degi. Að sönnu: þótt allir á jörðu hefðu aragrúa tungna og mundu óaflátanlega lofa Guð og mikla nafn Hans til þeirra endaloka sem engan endi þekkja, mundu þakkir þeirra ekki nægja fyrir aðeins eina af þessum náðargjöfum sem Vér höfum nefnt í þessari töflu. Þessu ber vitni sérhver maður sem hefur til að bera visku og glöggskyggni, skilning og þekkingu.

Vér biðjum Guð þess af einlægni – upphafin sé dýrð Hans – að aðstoða stjórnendurna og þjóðhöfðingjana sem eru skýrendur valds og dagsbrúnir dýrðar, við að framfylgja lögum Hans og fyrirmælum. Hann er í sannleika hinn almáttugi, hinn alvoldugi, sá sem vanur er að svara ákalli mannanna.