5: Ó þjónn hins eina sanna Guðs! Þegar bjarmaði af Morgni…

"> Nei, þeir myndu formæla og svívirða málstað Guðs.…

Hugleiðið hvernig logandi vígahnöttur sáttmálans hefur níst hjarta heimsins. Sjáðu geislana sem streyma frá ríkinu ósýnilega yfir lönd Slafa og Tyrkja.Úthell ljósi yfir austrið,dreif ilmi um vestrið,færðu Slafanum ljós,og Tyrkjanum líf.Og samt hafa þessir afneitarar skriðið inn í sinnuleysishella sína eins og leðurblökur næturinnar og afneitað tilvist sólarinnar. Hversu vel var hér ekki komist að orði:Sé þessi morgunn nefndur nóttin svarta,nær sjáandinn ekki að greina ljósið bjarta?

Nei, sem Drottinn er réttlátur! Áður en langt um líður munt þú heyra þennan herlúður hljóma og hvella tóna trompetsins berast frá herskörunum á hæðum. Dýrð sé Drottni mínum, hinum aldýrlega! Heill fylgi þér og árnaðaróskir.