Lawḥ-i-Karmil (Tafla Karmels)

sarar opinberunar, sem hefur laðað að sér hjarta Sínaí og fengið hinn brennandi runna til að hrópa í sínu nafni: „Guði, Drottni drottna, tilheyra ríki jarðar og himins.“ Vissulega er þetta dagurinn þegar bæði láð og lögur fagna þessari boðun, dagurinn þegar Guð hefur með örlæti, langt ofar skilningi dauðlegs hugar og hjarta, safnað því saman sem hann áformaði að opinbera. Áður en langt um líður mun Guð sigla á þér örk sinni og birta fylgjendur Bahá, sem skráðir hafa verið í bók nafnanna.“

Helgaður sé Drottinn alls mannkyns. Þegar nafn Hans er nefnt titra allar öreindir jarðar og Rödd tignarinnar ljóstrar því upp sem var sveipað þekkingu Hans, falið í hirslu valds Hans. Hann stýrir vissulega öllu sem er á himnum og öllu sem er á jörðu í krafti nafns síns, hins máttuga og alvolduga, hins hæsta.