Lawḥ-i-Fu’ád (Pistill til Fu’ád)

ion" id="398614563">„Nei, ég sver við Drottin minn, þótt þú leitaðir allra tiltækra ráða!“

Þá hrópaði hann upp í slíkri angist að hinir dánu bifuðust í gröfum sínum og hönd ósýnilegs afls hremmdi hann. Rödd kunngerði síðan: „Hverf aftur til aðseturs reiðinnar í vítiseldi; ill og hörmuleg eru híbýli þín!“

Þannig gripum Vér hann eins og þá sem fóru á undan honum. Sjá hús þeirra, sem Vér höfum ánafnað köngulónum, og sýnið aðgát, ó þér sem hafið skilning! Hann er sá sem sýndi Guði andstöðu og vers reiðinnar voru honum opinberuð í bókinni. Sæll er sá sem les þau og hugleiðir því hann fær farsælan endi.

Þannig segjum Vér þér sögu illgerðarmannanna til þess að augu þín megi huggast. En hvað þig sjálfan varðar – þín bíða sælurík forlög.

Skýringar