Nýtt efni er tiltækt.
Smelltu á Endurnýja til að uppfæra.
Sæktu appið fyrir tækið þitt
Ó þið sem þráið fegurð Ástvinarins miskunnsama! Ekki fyrr hafði sá sem er Ástvinur heimsins, æðsta þrá allra sem eru andlega sinnaðir, tilbeiðsluefni himneskra sálna og Hinn fyrirheitni meðal fylgjenda Bayánsins, birst í Írak en Hann hrærði við foldinni sjálfri, endurlífgaði hana og varpaði geislandi ljósi yfir mannlega hegðun og eðli. Alheimurinn bifaðist og öll sköpunin fylltist gleði. Veruleiki alls sem skapað er öðlaðist himneska merkingu og sérhver öreind í tilverunni náði fundi Ástvinarins guðdómlega. Austrið varð dagrenning ljóssins og vestrið sjónarhringur geislandi dýrðar. Jörðin varð himnesk og dimmt ryk hennar geislaði. Dýrð ríkisins opinberaðist í heimi sköpunar og þetta neðra ríki vaknaði til vitundar um ríkið á hæðum. Þessi heimur varð annar heimur og ríki verundar öðlaðist nýtt líf.
Með hverjum deginum sem líður munu þessi tákn birtast og verða æ sýnilegri, þetta ljós mun verða sífellt bjartara og með hverri stund sem líður ber þessi ilmþrungni andvari angan sína yfir heiminn. En því miður! Íbúar Persíu sofa enn svefni hinna gálausu og líkt og blindir og heyrnarlausir sjá þeir hvorki ljósið né heyra ákallið. Þeir hafa hvorki vaknað né sýna aðgát.
Gakk því til verks af miklu kappi, því að Persía er heimkynni Ástvinarins miskunnsama og Fárs er árblik þessa geislandi dags. Ef til vill geta íbúar þess lands með mikilli viðleitni vinanna borið kennsl á birtuna frá þeim mikla Ljósgjafa og fengið sinn hlut í margvíslegum náðargjöfum Drottins tákna og ummerkja. Yfir þér hvíli Dýrð allra dýrða.