23: Hann er hinn aldýrlegi. Ó þú sem hefur smakkað…

án. Ég sver við heilaga verund Hans! Herskararnir á hæðum og íbúar Abhá-ríkisins bíða með eftirvæntingu þess tíma þegar haf ástar Guðs ólgar og svellur á því blessaða svæði sem tengist Hinni öldnu fegurð – megi lífi mínu verða fórnað ástvinum Hans – og logi þess elds sem brann í þyrnirunnanum læsir sig í hvert tré, hvort sem það er grænt eða visnað, sálir stígi fram sem lýsa upp himinhvolfið eins og skínandi stjörnur og í ljós komi verur sem upphefja orð Guðs eins og skýr tákn og fánar sem hafnir eru á loft.

Þess vegna verður þú að hugleiða svo ómetanlegan ávinning og grípa til allra ráða sem í þínu valdi standa til að birta óafturkallanlegt áform Guðs, beita þér að nýju og veita málstað Hans undursamlega þjónustu. Dýrð Guðs hvíli yfir þér.